Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. 9 Þrír Bretar, sem gengu á suður- pólinn, og 21 manns áhöfn skips, sem brotnaði í suðurskautsísnumog sökk á leiðinni til þess að sækja þremenn- ingana, verða sótt í flugvél í dag eða á morgun. Þremenningarnir, sem gengu í slóð Scotts frá því 1912, komu á suður- pólinn á laugardag. Skipið sem átti aðstoðar neinna opinberra aðila. Vísindamenn á Suðurskautslandinu hafa fremur lagst gegn einkaleið- öngrum á Suðurskautslandið. Fyrsti vélstjóri á „Southern Qu- est“, sem fórst í ísnum, vildi kenna vísindamönnunum á ísstöðinni um að stofna hefði þurft skipinu í hættu. Þeir hefðu brugðið fæti fyrir tilraun- ir leiðangursmanna til þess að leigja flugvél til að sækja þremenningana. „Þeir vildu helst að það yrði einhver uppákoma úr þessu svo að þeir gætu bent á okkur sem víti til varnaðar." sagði hann. Ekki hefur verið ákveðið enn hvort leiðangurinn verður látinn greiða reikninginn fyrir björgunina. Þeir Roger Mear, Robert Swan og Gareth Wood komust á suðurpólinn eftir 71 dags göngu yfir heimskauta- isinn. Þræddu þeir sömu leið og Scott kafteinn fór 1912. Eins og Scott höfðu þeir engan ijarskiptabúnað. Scott kom á pólinn 17. janúar 1912, en komst þá að raun um að Roald Amundsen hafði orðið á undan hon- um. Scott og félagar hans fjórir fór- ust allir á leiðinni af pólnum til McMurdosunds. að sækja þá Ienti í ís, sem lagði það saman, en bandarískar þyrlur frá ísbrjótnum „Pólstjörnunni“ björ- guðu áhöfninni og fluttu hana og þremenningana, Mear, Swan og Wood, til bandarískrar ísstöðvar við McMurdosund. Bretarnir þrir voru á eigin vegum og lögðu mikið upp úr því fyrir ferð- ina á suðurpólinn að þeir nytu ekki Sýrlenskur hermaður við Beir- út, en Al-Assad Sýrlandsforseti hefur haft milligöngu um þá friðarsamninga, sem undirrit- aðir voru í Líbanon fyrir ára- mót. GRÆNFRIÐUNGAR Á LEIÐINNITIL Gemayel til Sýrlands Amin Gemayel, forseti Líbanon, kemur til Damaskus í dag til við- ræðna við Al-Assad Sýrlandsforseta sem hefur haft hönd í bagga með tilraunum til þess að binda enda á ellefu ára ófrið í Líbanon. Gemayel, sem ekki tók neinn þátt í friðarviðræðunum, tókst þessa ferð á hendur vegna þrýstings frá bæði kristnum og múhameðskum baráttu- hópum í Líbanon. Hann segist ætla að reyna að telja Al-Assad á að lita á friðarsamningana sem einfaldlega þrep til viðræðna innlendra aðila i Líbanon um varanlegan frið. Kristnir menn, drúsar og shiita- múslimar, sem undirrituðu friðar- samningana 28. desember, vilja að þeir öðlist gildi þegar í stað. - En harðlinu kristnir menn, sem Gemayelættin hefur verið fulltrúi fyrir, setur sig á móti samningunum, því að þeir fela i sér að kristni minni- hlutinn eftirláti hinum múhameðska meirihluta stærri hlut í völdum landsins. HEYRÐU BANK ÚR LÍK- KISTU Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen: Starfsmenn saksóknarans í Vurz- burg hafa nú fengið óvenjulegt verk- efni að fást við. Samkvæmt sögusögnum munu tveir grafarar hafa heyrt bankað í líkkistu er átti að fara að moka yfir. Einnig segjast nokkrir jarðarfarar- gestir hafa heyrt þessi bankhljóð. Eftir stutt hlé á mokstrinum og könnun á dánarvottorðinu héldu grafararnir áfram vinnu sinni. Annar þeirra tók sér tveggja vikna veikindafrí því honum var vægast sagt um og ó eftir þennan atburð. Hingað til hefur bankið verið út- skýrt með því að fugl hafi notað kistuna í líkhúsinu sem dvalarstað og hafi ekki tekist að forða sér í tæka tíð. Sú kenning hefur nú verið afsönn- uð því enginn fugl fannst í kistunni. Fróðir menn segja að ekki megi útiloka að handföng kistunnar hafi slegist til er moldin lenti á henni. Konan er lá í kistunni var 93 ára gömul og hafði legið í þrjá daga á líkbörunum við hita undir frost- marki. Kistunni var lokað þar skömmu fyrir j arðarförina. Á ísstöð Bandaríkjamanna við McMurdosund, en þangað gengu Bretarnir þrír af suðurpólnum, á meðan 21 manns áhöfn af „Southern Qu- est“ var flogið þangað í þyrlum, eftir að skip þeirra fórst í ísnum. Misklíð út af björg- un á suðurskautinu ÚTSALA Skóverslun Þórðar Péturssonar Laugavegi 95, sími 13570 og Kirkjustræti 8, sími 14181 Bonner lögð á sjúkrahús Jelena Bonner, eiginkona Sak- harovs, hefur verið lögð inn á sjúkrahús í Boston til hjartaað- gerðar. Gengst hún undir upp- skurðinn í dag. Hún hefur dvalið hjá börnum sínum, sem búa í Boston, en leyfi til þess að fara frá Sovétríkjunum fékk hún til þess að leita sér lækninga. Hún á bæði við augn- sjúkdóm að stríða og æða- þrengsli. UtJönd Utlönd UUönd UUönd SUÐURSKAUTSINS Ástralíustjórn sendi • í morgun skeyti til flaggskips grænfriðunga og lagði eindregið til að skipið sneri við á leið sinni til Suðurskautslandsins eftir slysið um helgina, þegar breska skipið „Southern Quest“ fórst í ísn- úm. Skipsmönnum var bent á að þeir legðu ekki aðeins sjálfa sig i hættu, heldur og aðra sem freista mundu þess að reyna að bjarga þeim ef skip- ið lenti í háska. Leiðangursstjórinn, Peter Wilkin- son, sagði að ferðinni yrði haldið áfram og að „Grænfriðungur", sem er uppgerður dráttarbátur. stefndi áfram i Ross-sjó, þar sem „Southern Quest“ sökk. Skipið hefur tafist um viku á leiðinni vegna íss. Grænfriðungar ætla að setja upp bækistöð á Suðurskautslandinu og hefja áróður fyrir því að undirskrift- arriki suðurskautssáttmálans lýsi svæðið alheimsverndarsvæði. iwnifif ’iun,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.