Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HIlMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Kosningar fara í hönd Skammt er til sveitarstjórnarkosninga. Eins og endranær munu flokkarnir kappkosta að undirbúa þær kosningar með áróðri næstu vikur og mánuði. Þetta er þeim mun afdrifaríkara, að kjarasamningar standa yfir. Landsmálin skipta jafnan miklu í sveitarstjórnarkosn- ingum. Vinsældir eða óvinsældir ríkisstjórna ráða oft úrslitum. Sjálfstæðisflokkurinn missti Reykjavík árið 1978, ekki vegna slæmrar borgarstjórnar heldur vegna óvinsælda ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknar- manna. Það var ekki Birgir ísleifur Gunnarsson, sem missti Reykjavík, heldur Geir Hallgrímsson, sem þá var forsætisráðherra. Hrakfarir sjálfstæðis- og framsóknar- manna í sveitarstjórnarkosningunum 1978 endurspegl- uðust síðan í þingkosningum skömmu síðar. Því er ekki úr vegi að athuga, hvort eitthvað í stöðu ríkisstjórnarinnar nú muni hafa afgerandi áhrif á niður- stöður komandi sveitarstjórnarkosninga. Ríkisstjórnin er kannski ekki sérstaklega óvinsæl og hvergi líkt því, sem var um ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. En mönn- um ber yfirleitt saman um, að stöðnun hefur orðið á bata í efnahagsmálum. Margir, úr hinum ýmsu flokkum, benda á, hversu lítill árangur hefur orðið í þeim efnum um langt skeið, og segja sem svo, að ríkisstjórnin komist ekki lengra. Ennfremur hefur Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksíns, ekki tekizt að sannfæra fólk um, að seta hans í ríkisstjórn hafi orðið afgerandi til bóta. Þvert á móti kvartar fólk yfir skattlagningu hans síðustu vikur. Þetta getur orðið Sjálfstæðisflokkn- um hættulegt í kosningunum. Margir benda á, að harðar yfirlýsingar forystu Sjálf- stæðisflokksins á fundinum í Stykkishólmi hafi hvergi nærri gengið fram. Menn nefna, að óklókt hafi verið hjá Þorsteini og ríkisstjórninni að hækka skatta í upphafi kjarasamninga. Svo virtist fyrir aðeins nokkr- um vikum, að þetta ætlaði ríkisstjórnin að forðast. Ekkert hefur verið gert að undanförnu, sem dregur úr verðbólgu eða eflir atvinnulíf. Fólk hefur þyrpzt á Reykjavíkursvæðið. Hætt er við, að ýmsir muni fara úr landi, til dæmis iðnaðarmenn, nú þegar dregur úr byggingariðnaði. Allt gæti þetta orðið stjórnarliðum erfitt, en vafalaust fremur framsóknar- en sjálfstæðis- mönnum. En kjarasamningarnir bætast við. Allir vita, að kjarasamningarnir ráða úrslitum um efnahagsmálin á þessu ári. Hagsýnir launþegaforingjar vonast eftir samningum, sem tryggja kaupmátt og styrkja afkomu launþega til dæmis með lækkun skatta og félagslegum umbótum. Aðrir vilja fara aðrar leiðir. Rifjum upp, að fylgi Alþýðubandalagsins óx samkvæmt skoðanakönnunum DV, meðan átökin voru hörðust í kjaraslagnum fyrir rúmu ári. Menn fóru geyst. Launa- hækkunin varð mikil eftir hörð átök og jafnóðum etin upp með gengisfellingu og óðaverðbólgu. Alþýðubanda- lagið græddi á þessu um tíma. Talað var um hefndarað- gerðir ríkisstjórnar gagnvart launafólki. Þegar frá leið, dro úr fylgi Alþýðubandalagsins. Fólki fór að skiljast, að verkalýðsbaráttan hefði þessu sinni byggzt á röngum forsendum. Nú er enn komið að samningum. Staða Alþýðubandalagsins hefur verið veik að undanförnu. Margir forystumenn þess vilja því taka áhættu með hörku, þótt harkan skili launþegum ekki hagnaði.Við þessar aðstæður ríður á, að Þorsteinn læri af mistökum Geirs í svipaðri stöðu. Haukur Helgason. Kvennarannsóknir Við afgreiðslu fjárlaga skömmu fyrir jól gerðu þingkonur Kvenna- listans, ásamt þingkonunum Krist- ínu S. Kvaran, Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Guðrúnu Helgadóttur tillögu um að einni milljón króna yrði á næsta ári varið til kvenna- rannsókna. Uppistand í þingsölum Út af þessari tillögu varð mikið uppistand í þingsölunum. Strax og tillögunni hafði verið dreift á borð þingmanna kom í Ijós að fæstir vissu hvað kvennarannsóknir voru. Töldu sumir þingmenn að flutningsmenn tillögunnar hefðu farið ráðuneytavillt við gerð henn- ar, hún ætti heima hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu en ekki menntamálaraðuneytinu, t.d undir liðnum Borgarspítali, því hér hlyti að vera um að ræða einhvers konar líkamlegar rannsóknir á konum. Lengi býr að fyrstu gerð SIGRÍÐUR DUNA KRISTMUNDSDÓTTIR ÞINGKONA SAMTAKA UM KVENNALISTA því stefnt saman til ráðstefnu og var fyrsta ráðstefnan um íslenskar kvennarannsóknir haldin með miklum glæsibrag í Háskóla ís- lands dagana 29. ágúst til 1. sept. sl. Þar fluttu 26 fræðikonur erindi og aðsóknin sló öll ráðstefnumet, en á annað þúsund manns, aðallega konur, sóttu ráðstefnuna. Erindin, sem flutt voru á ráðstefnunni, voru gefin fjölrituð út á bók sem nefnd var Islenskar kvennarannsókn- ir og seldist sú bók upp á ráðstefnu- dögunum og er nú ófáanleg. Milljón sem hefði skiptmáli Það er því ljóst að áhugi á ís- lenskum kvennarannsóknum er nikill og það er einnig ljóst að á þeim vettvangi er að finna mikinn kraft, hæfni og vilja til stórra verka. Spumingin, sem lögð var fyrir Alþingi og sem uppistandinu olli, var: Erum við tilbúin að veita nokkuð af almannafé til að skapa „Út af þessari tillögu varð mikið uppistand í þingsölunum. Strax og tillögunni hafði verið dreift á borð þingmanna kom i ljós að fæstir vissu hvað kvennarannsóknir voru.“ og sama var hversu vel var leitast við að útskýra fyrir þingheimi hvað hér væri á ferðinni, skilningsgáttir sumra þingmanna voru óopnanleg- ar. Smjörþefinn þar af var að finna í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í þinglokin þar sem útvarpað var beint hvernig sumir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu með eða á móti tillögunni. Það er því ástæða til að árétta enn inntak og gildi kvennarannsókna. Hvað eru kvennarannsóknir? Kvennarannsóknir eru í stuttu máli hvers konar vísindalegar rannsóknir sem konur stunda og sem annaðhvort beinast að konum á einhvern hátt, t.d. rannsóknir á sögu kvenna eða rannsóknir á bókmenntum eftir konur, - eða þá byggjast á viðhorfum byggðum á sértækri reynslu kvenna þótt rann- sóknin sjálf beinist ekki endilega að konum. Sem dæmi um það síðar- nefnda má t.d. nefna rannsóknir kvenna á Biblíunni út frá kyn- bundnum trúarhugmyndum - öðru nafni kvennaguðfræði. Frjóvgandi regn á gróðurmold A öllum sviðum fræða og vísinda eru konur nú að þreifa sig áfram með nýjar og skapandi rannsóknir af þessu tagi. Þær eru nýjar og skapandi vegna þess að til þeirra bera konur reynslu sína, vitund og lífssýn en ekkert af þessu hefur áður verið mótandi á nokkru rann- sóknarsviði. Fræðilegar rannsókn- ir hafa fram á síðustu ár verið að miklu leyti einkavettvangur karla. Þeir hafa valið viðfangsefnin, mótað rannsóknaraðferðirnar og hugtökin sem unnið er með og út frá. Þau viðhorf, sjónarhorn og sá skilningur, sem konur eru nú í fyrsta sinn í aðstöðu til að bera inn í fræðigreinarnar, vegna stórauk- innar menntunar kvenna á undan- förnum árum, hafa víða verið sem frjóvgandi regn á gróðurmold. Upp hafa sprottið nýjar hugmyndir, ný viðfangsefni, nýjar aðferðir og nýjar niðurstöður sem stundum varpa nýju Ijósi á fræðigreinina alla, krefur fræðimenn um ný svör og hvetur þá til nýrra dáða. Kvennarannsóknir á íslandi Kvennarannsóknir eiga sér þegar töluverða sögu í nágrannalöndum okkar en hér á landi hefur fram undir síðustu ár lítið farið fyrir þeim. Þó hafa íslenskar fræðikonur sinnt þessum hluta fræða sinna eftir bestu getu en við bágar að- stæður og stundum vantrú og vanmat starfsbræðra sinna. Hefði því að óreyndu mátt búast við að í íslenskum kvennarannsóknum væri ekki um auðugan garð að gresja. Hins vegar brá svo við að þegar farið var á stúfana fyrir um það bil ári og athugað hvernig þessum málum var í raun háttað kom í ljós að ótrúlega margar fræðikonur höfðu ýmislegt fram að færa á þessu rannsóknarsviði. Var þeim lifvænleg skilyrði fyrir þessi fræði? Sú eina milljón, sem við lögðum til að veitt yrði til þessara rannsókna, er ekki há upphæð, ekki einu sinni ein árslaun ráðuneytisstjóra. En þessir peningar hefðu skipt máli fyrir þær félitlu vísindakonur sem í hlut eiga. Fyrir þær gildir það sama og fyrir fiesta aðra vísinda- menn hér á landi sem rannsóknir vilja stunda, margt smátt gerir eitt stórt - og hver krónan sem fæst til þessara hluta skiptir máli. Að auki hefði slík sérstök íjárveiting til kvennarannsókna verið mikilsverð viðurkenning á þeim rannsóknum og því ómetanleg hvatning og styrkur þeim vísindakonum sem í hlut eiga. Davíð ogGoliat Baráttan fyrir jöfnum rétti kvenna og karla til náms var bæði löng og ströng og víst er að aðstæð- ur kvenna til framhaldsnáms eru enn þann dag í dag í ófáum tilfell- um lakari en pilta. Þó hefur mikið áunnist í þessum efnum á undan- förnum áratugum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Sókn kvenna inn á svið grunnrannsókna í öllum helstu fræðigreinum er aðeins rökrétt framhald af almennt aukinni menntun kvenna og var vísast fyrirsjáanleg á sínum tíma. Það sem enginn sá hins vegar fyrir var að konurnar fiuttu með sér annan skilning, aðra reynslu og aðra veruleikasýn inn í vísindin, sem kallaði á nýja tegund rann- sókna, ný viðfangsefni og endur- mat og endurnýjun í fræðigreinun- um sjálfum. Tillaga okkar þing- kvenna var borin fram til þess að hlúa að þessum rannsóknum og búa þeim lífvænlegri skilyrði. Af- drif hennar urðu þau að hún var felld með 34 atkvæðum gegn 16 að viðhöfðum þeim h'tilsvirðandi ummælum sem ég gat um í upphafi. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir. a „Það er því ljóst að áhugi á íslenskum ^ kvennarannsóknum er mikill og það er einnig ljóst að á þeim vettvangi er að finna mikinn kraft, hæfni og vilja til stórra verka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.