Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR13. JANUAR1986. 21 )ttir liðið. Við komum þar á eftir. Ég þakka þennan árangur ekki síst því hve andstæðingar okkar hafa verið iðnir við að klikka í leikjum sínum. Það hefur komið mér á óvart i vetur hve duglegir þeir hafa verið við það. En því má ekki gleyma að liðsandinn hjá okkur hefur verið mjög góður og allir hafa lagst á eitt og útkoman er vægast sagt ánægjuleg. Mörk Víkings: Guðmundur 10, Guðmundur A. 7, Siggeir 4, Steinar 4, Páll 4, Bjarki 3 og Árni 2. Mörk KR: Haukur O. 7, Konráð 4, Stefán 4/1, Haukur G. 4/3, Páll B. 2, Bjarni 2 og Páll Ó. 1. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Bald- ursson og Björn Jóhannesson. -SK. Fyrsta af- mælisgjöf Reykjavíkur — þegar Víkingur varð íslandsmeistari Mikill fjöldi fólks safnaðist saman i félagsheimili Víkings við Hæðargarð í gær eftir að Víkingar höfðu tryggt sér íslandsmeistara- titilinn í handknattleik eftir ör- uggan sigur á KR-ingum. Fögn- uður var mikill og skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar gat þess að þetta væri fyrsta afmælisgjöfin sem Reykjavík fengi á 200 ára afmælisárinu, Islandsbikarinn á ný í Reykjavík eftir tveggja ára íjarveru í Hafnarfirði. - hsím • Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, hampar hér íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn gegn KR í gærkvöldi. Guðmundur átti snilldarleik og skoraði 10 mörk fyrir Víking, þar af eitt með glæsilegu langskoti. DV-mynd Bjarnleifur. VÁKORT Eftirtalin kreditkort eru á vá- kortalista Kreditkorta sf. og eru veitt 2500 kr. verðlaun fyrir hvert þessara korta sem tekið er úr umferð. Þeir sem fá eitthvert þessara korta í hendur eru vin- samlegast beðnir að hafa tafar- laust samhand við Kreditkort sf.r ísíma 91-685499. 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414-8300 5414 8300 5414 8300 1374-3108 1370-9109 1363-2103 1326-0103 1305-8101 1302-4103 0187-5102 Lovísa Þórarinn Þórdís Sigurður Anna Ásdís G. Davíðsson Kristján spilar með Þórsurum „Það er ákveðið að ég leik með Þór í 1. deildinni í sumar,“ sagði Kristján Kristjánsson, knatt- spyrnumaður á Akureyri, í sam- tali við DV um helgina. Lengi vel leit út fyrir að Kristján myndi ekki geta leikið með Þórsurum í sumar vegna atvinnu sinnar en nú hefur ræst úr þeim málum. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir Þórsara og knattspyrnuáhuga- menn á Akureyri. Kristján lék mjög vel síðastliðið sumar og skoraði slatta af mörkum. Það hefði veikt Þórsliðið töluvert ef hann hefði ekki leikið með liðinu næsta sumar. Nú geta Þórsarar sem sagt andað léttar og litið komandi knattspyrnutímabil bjartariaugum. -SK. „Fyrst og fremst liðsheildiiT — sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings „Það var fyrst og fremst sterk liðsheild sem skóp þennan sigur. Og að minu viti hafði það mikið að segja hversu sterkan karakter Víkingsliðið hefur að geyma. Þá hefur Árni Indriðason þjálfari unnið frábært starf og byggt liðið upp á réttan hátt,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, í samtali við DV í gær- kvöldi eftir að Víkingur hafði tryggt sér Islandsmeistaratitilinn í handknattleik. „Því er ekki að leyna að við höfum orðið fyrir mikilli blóðtöku og í raun og veru er stórkostlegt að okkur skuli hafa tekist að vinna þetta mót. Við vorum hins vegar mjög ákveðnir í leiknum gegn KR og lögðum allt í þetta. Jú, ég get ekki annað en verið ánægður með minn leik. Það gekk einfaldlega allt upp hjá mér," sagði Guðmundur fyrirliði Guðmundsson. -SK. Alfreð í sviðsljósinu — tryggði Essen sigur gegn Gummersbach. Páll skoraði 8 fyrir Dankersen Fró Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV íÞýskalandi: Alfreð Gíslason átti mjög góðan leik með Essen þegar liðið sigraði Gummersbach, 18-17, í þýska hand- knattleiknum um helgina. Alfreð skoraði 5 mörk, þar af tvö síðustu mörkin fyrir Essen. Páll Ólafsson lék einnig mjög vel fyrir Dankersen þeg- ar liðið burstaði Göppingen, 30-15. Páll skoraði 8 mörk. Lið Atla Hilm- arssonar, Gunsburg, tapaði illa að venju í Berlín, 21-13. Atli skoraði 2 mörk og lék allan síðari hálfleikinn í vörn. I 2. deild sigraði Hameln, lið Kristjáns Arasonar, lið Flensburg ó útivelli, 19-21, og Bjarni Guðmunds- son og félagar hjó Wanne Eickel töpuðu heima fyrir Bergkamen, 18-21. Bjarni skoraði 3 mörk í leikn- um. Grosswaldstadt er efst í Bundeslig- unni með 25 stig en Essen er með 23. Schwabing er í þriðja sæti með 21 stig. Öll efstu liðin unnu leiki sína um helgina. Grosswaldstadt vann Hofweier úti, 23-25, og Schwabing vann Weiche Handewitt heima, 27-26. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.