Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Væringar meðal starfsf ólks Granda vegna breytinganna: „Óþolandi fram- koma stjórnenda — segir starfsfólkið Þessar konur voru ómyrkar í máli í garð stjórnenda Granda hf. „Það var komið aftan að okkur með þessum uppsögnum,“ sögðu þær. Þessar níu ásamt tveimur til viðbótar hafa auglýst eftir starfí í dagblöðunum. DV-myndPK „Hér er allt i hnút. Maður veit ekki neitt. Okkur finnst hafa verið komiö aftan að okkur. Maður er • búinn að þjóna þessu fyrirtæki lengi samviskusamlega og þetta eru þakkimar. Ég hélt að ég væri að vinna mig upp en ekki niður,“ sagði Elín Hallgrimsdóttír, starfs- maður Granda hf. og varaformaður Verkakvennafélagsins Framsókn- ar, í samtali við DV. Megn óánægja er meðal starfs- fólksins hjá Granda hf. Er ástæðan framkoma stjórnenda fyrirtækisins við starfsfólkið vegna yfirvofandi breytinga, samkvæmt upplýsingum DV. Eins og kunnugt er hefur 180 manns verið sagt upp störfum eftir sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins sem nú heitir Grandi hf. Sagði Brynjólf- uv Bjamason, framkvæmdastjóri Granda, i samtali við DV að helm- ingur þess fólks yrði endurráðinn. „Við vitum ekki hverjir verða endurráðnir. Við höfum spurst fyrir en fengið þau svör að ekki verði hægt að segja til um það fyrr en í lok mánaðarins. Þetta óvissu- ástand er óþolandi," sagði Elín. 1 framhaldi af því hefur Elín ásamt 10 öðrum stallsystrum sínum hjá Granda auglýst eftir starfi í dag- blöðunum. Margar þessara kvenna, sem DV ræddi við hjá Granda, eru mjög uggandi um sinn hag, en flestar starfa þær við eftirlitsstörf hjá fyrirtækinu. Þær hafa unnið hjá ísbirninum eða BÚR frá 5 árum og upp í 26. Ein þeirra. sem unnið hefur hvað lengst. sagði að kona á sínum aldri hlypi ekki í hvaða starf sem væri. Það væri hræðileg til- hugsun að missa tekjurnar svona fyrirvaralaust. „Við fengum uppsagnarbréf 23. desember vegna hráefnisskorts. Við það sættum við okkur enda stóð til að hefja störf aftur um 10. janúar en svo kom önnur uppsögn 31. desember, algerlega fyrirvara- laust,“ sagði Elín. Konurnar sögðu að þessi ó- ánægja kæmi mjög niður á vinn- unni og væri varla unnið með hálf- um afköstum. Væri pökkunarfólk, sem þó fékk ekki uppsagnarbréf, unnvörpum að leita sér að vinnu. Því líkaði ekki að láta flytja sig úr frystihúsinu á Grandagarði í Norðurgarð fyrirvaralaust og að því forspurðu. - KÞ Þríríslend- ingaropna ferðaskríf- stofuí Hamborg „Þetta hefur verið lengi í at- hugun. Nú er ákveðið að ríða á vaðið. Við byrjum í Hamborg, líklega í mars,“ sagði Böðvar Valgeirsson, forstjóri Ferðaskrif- stofunnar Atlantik. Hann, ásamt Skúla Þorvaldssyni, hótelstjóra Hótel Holts, og Ómari Bened- iktssyni, framkvæmdastjóra Landkynningarskrifstofunnar í Hamborg, ætla að opna ferða- skrifstofu þar í borg. Omar er að láta af störfum hjá Landkynning- arskrifstofunni, sem líklega flyst til Frankfurt innan tíðar. Þessa skrifstofu hafa nokkrir íslenskir aðilar rekið um tíma. Það eru Flugleiðir, Arnarflug, Ferða- málaráð og SVG (Samband veit- inga og gistihúsa). „Þýskaland er okkar helsta markaðssvæði. Þjóðverjar skilja mest eftir af fjármunum hér. Við viljum stuðla að því að fá fleiri Þjóðverja hingað til lands,“ sagði Böðvar. Þá má geta þess til viðbótar að Arnarflug mun hefja beint flug til Hamborgarí sumar. . þG Skemmdarverk unnináRöst Skemmdarverk voru unnin á félagsheimilinu Röst á Helliss- andi í fyrrinótt. Brutu skemmd- arvargarnir rúður í kjallara hússins. Ekki komust þeir inn í húsið því rimlar eru fyrir öllum gluggum. Taldi lögreglan í Ólaf- svík að þarna hefði skemmdar- fýsnin ráðið ferðinni fremur en að næturgestirnir hefðu ætlað að auðgast á heimsókninni í Röst. Talsverð ölvun var í Ólafsvík í fyrrinótt, engin slys eða óhöpp urðu þó afþeim sökum. - jss. Hleypa úr dekkjum og umkríngja félagana Allmikil harka er hlaupin í deilur Steindórsmanna og annarra leigubíl- stjóra í Reykjavík. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af þeim fimm sinnum um helgina víðs vegar um borgina. Leigubílstjórarnir gerðu Stein- dórsmönnum lífið leitt með ýmsum hætti. Þeir hleyptu úr dekkjum, eltu þá uppi, umkringdu og króuðu af, allt til að vama því að Steindórs- menn kæmust leiðar sinnar með farþegasína. . Aukning á skilnaðarmálum í Reykjavík: „Aukið sjálfstæði kvenna hefur haft áhríf á fjölgun skilnaða” — segir ÓlafurSkúlason dómprófastur Mikil aukning hefur orðíð á hjóna- . skilnaðarmálum sem hafa verið af- greidd við Borgardómaraembættið. Alls vora 592 skilnaðarmál afgreidd hjá embættinu 1985 sem er þó nokkur aukning frá árinu 1984. Þá voru 518 mál afgreidd. Á sama tíma voru hjónavígslur 171 á móti 206 árið 1984. „Erfiðleikar í hjónaböndum hafa verið miklir enda er ansí mikið los í þjóðfélaginu. Ástæðurnar fyrir skilnuðum eru margár. Það er steypubrestur í fleiru en húsum. Ungt fólk reisir sér oft hurðarás um öxl og dæmið gengur síðan ekki upp. Vonleysið er of yfirþyrmandi, sem kemur niður á sambúð og tilfinning- um,“ sagði Ólafur Skúlason dómpró- fastur þegar við spurðum hann um aukninguna á hjónaskilnuðum. „Það hefur verið talið að fullt jafn- rétti á milli kynjanna og aukið sjálf- stæði kvenna hafi haft áhrif á íjölgun skilnaðamála. Konur eru nú fúsari að taka á sig ábyrgð. Þær hafa aflað sér menntunar og atvinnu. Eru ekki eins háðar karlmönnum og áður. Áhugamál og atvinna karla og kvenna rekast oftar á en áður. Þann- ig að það kemur niður á heimilum. Það er ljóst að karlmenn eru ófúsari til að hlusta á starf konunnar heldur en konurnar. Það hefur sín áhrif," sagði Ólafur. Ölafur sagði að hjónavígslum hjé prestum í Reykjavík hefði farið fjölg- andi. Hann er ekki búinn að fá tölur yfir hjónavígslur á sl. ári frá prestum í Reykjavík. „Hjónabönd, vígslan sem slík, eru virt. Það þykir ekki eins sjálfsagt og áður að fólk búi saman í óvígðri sambúð,“ sagði Ólaf- ur. - sos Seint á laugardagskvöld sló í brýnu milli leigubílstjóranna á Hverfisgötu. Var reynt að króa Steindórs- menn af og var lögregla kölluð til til að skakka leikinn. DV-mynd S Raufarhöfn skilaði vel í þ jóðarbúið á nýliðnu ári: Framleiðsluverðinæti 1,2 milljónir á fítúa — horfir til stórvandræða í haf narmálum Frá Arnþóri Pálssyni, frétta- ritara DV á Raufarhöfn: Framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða á Raufarhöfn varð um 536 milljónir króna á nýliðnu ári, sem þýðir 1.235 þúsund krónur á hvern íbúa staðarins. Er þetta trúlega með því hæsta sem þekkist á landinu. Á síðastliðnu ári var framleiðsla óvenju mikil á Raufarhöfn. Frysti- húsið Jökull tók við 3.215 tonnum af fiski. Togarinn Rauðinúpur fiskaði 2.570 tonn, þar af landaði hann erlendis 340 tonnum. Frysti- húsið vann úr tæpum 1.000 tonnum frá smábátum og Stakfelli, togara Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga, sem Raufarhöfn á 40 prósent aðild að. B'ramleiðsluverðmæti fisks frá frystihúsinu var 115 millj- ónir króna. Síldarverksmiðjur ríkisins tóku á móti 93 þúsund tonnum af loðnu á árinu. Framleiðsluverðmæti var um það bil 390 milljónir króna. Aðrir framleiðendur voru með um það bil 30 milljónir króna.' Um höfnina fóru um það bil 140 þúsund tonn á síðastliðnu ári. Það mætti því halda að ekki stæði á eðlilegu viðhaldi og endurnýjun en því miður er það staðreynd að hér horfir til stórvandræða í hafnar- málum. Menn hér á staðnum eru afskaplega óhressir með skilnings- leysi stjórnvalda á þessum málum, sem eru svo þýðingarmikil fyrir athafnalíf hér. Á íjárlögum fyrir árið 1986 er ekki ein einasta króna ætluð til hafnarframkvæmda frek- ar en árið 1985. PRÓFKJÖR Á SELFOSSI Frá Regínu Thorarensen, frétta- ritara DV á Selfossi: Ákveðið hefur verið að prófkjör sjálfstæðismanna á Selfossi vegna bæjarstjórnarkosninga fari fram laugardaginn 18. janúar frá kl.10-19 í Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8. Sjö hafa gefið kost á sér. Þeir eru: Brynleifur H. Steingrímsson sjúkra- húslæknir, Bryndís Brynjólfsdóttir kaupmaður, Björn I. Gíslason hár- skerameistari, Valdimar Þorsteins- son vélvirki, Haukur Gíslason ljós- myndari, Haraldur B. Arngrímsson verslunarmaður og Guðfinna Ólafs- dóttir, læknafulltrúi og kennari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.