Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Sendibílar hf. á Steindórsplani Þann 2. janúar sl. samþykkti borg- arstjórn þá ákvörðun borgarráðs að hrimila Sendibílum hf. útgerð frá Steindórsplani í eitt ár í viðbót eða til 31. desember nk. Kúvending I byrjun desember tók borgarráð þessa umsókn til afgreiðslu og hafnaði þá alfarið endurnýjun starfsleyfis. Borgarstjórn endur- sendi borgarráði þessa ákvörðun sem við það kúventi og veitti Sendibílum hf. árs umþóttunar- tíma til þess að koma sér burt af planinu með starfsemina. Þetta staðfesti borgarstjórn síðan þann 2. janúar sem fyrr segir. Borgarfull- trúar hafa síðan varið þessa ákv- örðun með því að segja sem svo að Sendibílar hf. hafi ekkert starfs- leyfi á Steindórsplani, aðeins leyfi til þess að vera þar í ár en koma sér þá í burtu. Stjómmálamönnum eru vissulega sæmandi slíkar hundakúnstir, en tæplega nokkr- um öðrum. Fóiksflutningar Sendibíla hf. Ljóst er að sendibíll má ekki stunda fólksflutninga gegn gjaldi. Einnig að flytji sendibíll farþega með flutningi má enginn farþegi vera í farangursrými bílsins. Þetta KRISTINN SNÆLAND LEIGUBÍLSTJÓRI þýðir með öðrum orðum að lögleg- ur sendibíll tekur ekki farþega í farangursrými heldur aðeins í framsæti en þar komast með lög- legum hætti einn eða tveir far- þegar. Þetta felur einnig í sér að öll önnur sæti í' sendibifreið en framsæti eru óþörf eða til þess ætluð að flytja í þeim ólöglega farþega. Allir sem vilja geta á ör- skammri stund kynnt sér að sendi- bílar frá Sendibílum hf. á Stein- dórsplani stunda í ríkum mæli ólöglega farþegaflutninga. Dauðagildrur Ein hlið þessa máls er sú að með ólöglegum mannflutningum eru sendibílamenn að stela vinnu frá löglegum leigubílum í borginni og ættu réttindamenn svo sem tré- smiðir, múrarar, iðnaðarmenn aðr- ir eða aðrir réttindamenn í borgar- stjórn að íhuga vandlega hvort þeir vilja kalla yfir sig og sína stétt rúnsmenn sem engum reglum hlíta. Það hafa þeir kallað yfir leigubíl- stjóra með því að heimila Sendibíl- um hf. enn árs starfsemi á Stein- dórsplani. Önnur hlið er á málinu, eða sú að aðbúnaður farþega í þessum ólöglegu farþegaflutningum er slíkur að bílarnir geta með réttu kallast dauðagildrur sem skýrt skal nánar. Dauðaslys Öll farþegasæti í löglegum fólks- flutningabifreiðum, sem flytja fólk gegn gjaldi, éru skoðuð, tekin út og viðurkennd af Bifreiðaeftirliti ríkisins. Sameiginlegt einkenni er að sætin eru vönduð og með háum bökum og oft hnakkapúðum. Sæt- isbökin eru m.ö.o. svo há að höfuð og háls farþega er allvel varið í aftanákeyrslu. í rútum eru öftustu farþegasæti gjarnan föst við aftur- rúðu og eru þau sæti þannig útbúin að sætisbakið nær algerlega upp fyrir höfuð hæstu farþega. Sætin, sem bílar frá Sendibílum hf. nota til farþegaflutninga, eru hins vegar öll með lágu baki, svo lágu að það nær aðeins upp undir eða um herðablöð farþegans. Auk þess eru sætin í sumum bílanna fast upp við afturrúðu bílsins. Við lítilfjörlegan aftanúárekstur hendast þessir litlu og léttu bílar áfram og því miður er líklegt að koma muni að því að lögregla og sjúkralið þurfi að taka farþega látna úr þessum sætum, með höfuðið út í gegnum aftur- gluggann, hálsbrotna og skorna á háls. Þá má benda á að aftursætis- farþegar í þessum sætum munu fljúga nær tvo metra í loftköstum áður en þeir lenda á framsæti bíl- anna, ökumanni eða framsætisfar- þega. Bifreiðaeftirlit ríkisins Það skal tekið fram að vitanlega hefur Bifreiðaeftirlít ríkisins ekki tekið út sæti þessara bíla hjá Sendibilum hf. með tilliti til þess að í þeim ætti að flytja farþega gegn gjaldi enda stæði þá ekki steinn yfir steini í kröfum Bifreiða- eftirlitsins til þeirra sem smíða og útbúa bifreiðar til mannflutninga á íslandi, svo víðsfjarri eru „far- þegasætin“ í bílum Sendibíla hf. þeim kröfum. Bifreiðaeftirlitið mun nú hafa mál þetta í athugun. Að lokum Með því að veita Sendibílum hf. óbeint starfsleyfi í eitt ár þann 2. janúar sl. fyllti borgarstjórn enn þann bikar óréttlætis og lögleysu, sem borinn hefur verið leigubíl- stjórum borgarinnar, allt síðan gamla Steindórsstöðin var seld. Þó svo að lítils háttar hafi soðið upp úr stöku sinnum síðan hafa leigubílstjórar fyrst og fremst treyst á lögreglu og yfirvöld. Leigu- bilstjórar eru senn að glata þessu trausti og munu þá grípa til eigin ráða. Ekki er líklegt að þá verði beitt neinum vettlingatökum. Þeg- ar yfirvöld bregðast og borgararnir grípa til eigin ráða má búast við tíðindum. Kristinn Snæland. „...flytji sendibíll farþega með flutningi má enginn farþegi vera í farangursrými bílsins.“ a „Allir sem vilja geta á örskammri ^ stund kynnt sér að sendibílar frá Sendibílum hf. á Steindórsplani stunda í ríkum mæli ólöglega farþegaflutninga.“ Menning Menning Ein af myndum Sigrúnar Eldjám í bókinni. Með gullkorn í sálinni Tóbías trröllinn minn Höfundur: Magnea frá Klerfum Teikningar Sigrún Ekfjám Utgefandi: Iðunn 1985. Eftir tveggja ára bið fá nú ungir les- endur í hendur þriðju bókina um Tobías eftir Magneu ftá Kleifum. Tobías er fimm ára viðkvæmur drengur sem hefur þann líkamsgalla að annar fóturinn á honum er styttri. Besti vinur Tobíasar er Tinna, sjö ára gömul, og eiga bömin það sameiginlegt að mæður þeirra dvelj- ast í útlöndum við nám og eru þau í umsjá feðra sinna á meðan. Skilningsríkir vinir Þessi nýja bók hefet þar sem bókin á undan endaði og íjalkir áfram um sama Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir sumarleyfið. Bömin eyða þessu sumri úti í náttúrunni með Sighvati íoður Tinnu en hann er listmálari. Áiram er fiallað um einlægan vinskap krakkanna og áfram miðlar Sighvatur þeim af visku og kærleiksbrunni sínum. Krakkamir verða margs vísari þetta sumar og upplifa blæbrigði náttúrunnar mjög sterkt, ekki síst Tobías, litli drengurinn „með stóra hjartað og gullkomin í sál- inni“. Af heimsókn pabba hans má ráða (það hefur reyndar komið fram í fyrri bókunum) að þessi viðkvæmi drengur nýtur sín fyrst í félagsskap feðginanna Sighvats og Tinnu. Þau hafa líka bæði „stórt hjarta". Þau skilja Tobías og viðurkenna hann eins og hann er en krefja harrn ekki um að reyna að vera eitthvað annað eins og foreldrar hans gera. - Af hverju grætur Tobías? spurði Tinna. - Hann á listamannssál og skynjar allt svo sterkt, en harrn er enn of lítill til að leyna tilfinningum sínum - sagði pabbi hennar. - En, lagið var svo fallegt? sagði . Tinna, hún skildi þetta ekki. - Einmitt þess vegna komu tárin, harrn var að gráta af því tónamir snertu hjarta hans.“ (bls. 38) Gjörólík viðhorf Sighvatur skilur kenndir Tobíasar og með þeim myndast sterkt samband. Hann er listamaður sem lifir á list sinni og lifir lífi sínu eins og hann sjálfur kýs. Hann lætur ekki stjómast af lífe- gæðakapphfaupi og skoðunum annarra en lætur gott samband við bamið sitt ganga fyrir öllu. Mismunurinn á honum og Páli foður Tobíasar kemur skýrt í ljós við heimsókn Páls. Hann er hégóm- legur og gerir lítið annað en særa son sinn og bijóta niður það sjálfetraust sem Sighvatur hefur byggt upp hjá honum. Viðhorf þeirra tif jafhréttis em líka gjörólík og kemur Magnea þar að ágætri umræðu um jafhréttismál: Það er hlutverk konunnar að vera heima og ala krakkana upp, sagði Páll óþolinmóðlega. - Ég vil vita hver setti þær í það hlutverk, sagði Sighvatur, - vorum það við karlmennimir, eða þær sjálfar? (. . .-)“ (bls. 93). Ólík viðhorf Það er erfitt að burðast með stórt hjarta í hörðum heimi, því fær Tobías að kenna á. En Magnea sýnir fram á það í sögu sinni hve það getur gefið hinum fullorðnu mikið að umgangast böm af skilningi og lofa eiginleikum þeirra að njóta sín. Þessa hefur Tinna afltaf notið. Hún er ftjálslegt og ham- ingjusamt bam og hefur þroskaða samskiptahæfileika. Tobías er hins vegar undirokaður af þröngsýnum skoðunum foreldra sinna og linnulausu kapphlaupi þeirra við náungann og life- gæðin. Enn er honum núið um nasir að hann sé ekki eins og önnur böm sbr. orð föður hans: „Þú veist að pabbi vildi að þú værir eins og önnur böm,“ bls 83. Viðhorf Sighvats er annað:„(...) við mundum ekki vilja breyta honum þó við gætum. Hann trítill okkar er bestur svona og okkur þætti ekki eins vænt um hann væri hann öðruvísi, sagði Sighvatur og tók Tobías í fangið." bls. 74. Mörg umhugsunarefni Magnea kemur inn á margvisleg mál í þessari sögu svo sem komið hafa fram dæmi um. Mörgum fleiri dæmum mætti bæta við svo sem vangaveltum ferða- langanna um gildi líðandi stundar, núið, bls. 27. Það er líka skilningsrík útskýr- ing sem Tinna fær þegar dapurlegar fréttir berast frá mömmu hennar. Magnea hefur eitt og annað að segja bömum og þá ekki síður fullorðnum uppalendum. Hún minnir enn á hve lífegæðakapphlaupið er fjandsamlegt bömum og raunar lífemátinn í nútíma- þjóðfélagi. Hún gefur lesendum sínum mörg umhugsunarefhi í þessari sögu og einnig söguhetju sinni, Tobíasi. En sennilega mun hann ekki eiga auðveld- ara með að takast á við vandamál sín í samfélaginu eftfr hið áhyggjulausa sumarfrí, það er aðeins stundarflótti frá köldum raunveruleika hans. Magnea skrifar ágætt mál og bókin er í alla staði vel frágengin. En það er dálítið klaufalegt að á bókarkápunni er nafh Tobíasar skrifað með ó, Tóbías, en í öllum textanum með o og eins í hinum bókunum bæði í texta og nafni bókanna og kynningu á bókarspjöldum. Myndir Sigrúnar em skemmtilegar svo sem vænta mátti þó finnst mér þær ekki alveg eins mikið og vel unnar eins og myndimar í fyrri bókunum. HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.