Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 32
32 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Sumarstarfsmenn óskast á Slökkvistöðina í Reykja- vík á komandi sumri. Skilyrði er að viðkomandi sé á aldrinum 20-28 ára og hafi meirapróf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Tryggva Ólafssyni á'"Slökkvistöðinni í Reykja- vík, sími 22040. Umsóknareyðublöðum þarf að skilafyrir 1. mars nk. LAUSARSTOÐURHJA Wj reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Læknafulltrúi óskast í 50% starf við Heilsugæslustöð miðbæjar eftir hádegi. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400 kl. 9.00-10.00 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 20. janúar 1986. LAUSAR STÖÐUR UJÁ REYKJAVÍKURBORG • Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldis- menntun óskast til að aðstoða og örva sein- þroska börn á dagvistarheimilum í Reykjavík. Starfið er unnið í samvinnu við fóstrur á viðkom- andi dagvistarheimili og í samráði við sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna. Upplýsingar veitir Garðar Viborg sálfræðingur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 27. janúar 1986. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin því, að gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðsásamtsöluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 10. janúar 1986. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. janúar nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Patreksfirðingar og Rauðsendingar Þorrablót verður haldið föstudaginn 24. janúar 1986. Þeir sem vilja halda sínum föstu miðum en hafa ekki sótt þá eða látið vita geta gert það 16. janúar milli kl. 20 og 22 í Domus Medica eða hringt á kvöldin í Kristínu, s. 78714, Sigrúnu, s. 666532 eða Arndísi, s. 51641. Anna Nordal lést 4. janúar sl. Hún var fædd í Reykjavík 21. nóvember 1897 og tekin í fóstur af hjónunum Vilhjálmi Bjarnasyni og Sigríði Þorláksdóttur. Hún giftist Ingólfí Þorvaldssyni en hann lést árið 1968. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið. Útför Önnu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Sigurþóra St. Þorbjörnsdóttir lést 2. janúar sl. Hún fæddist í Mjósundi, Villingaholtshreppi 17. október 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Þór- unn Jónsdóttir og Þorbjörn Sigurðs- son. Sigurþóra giftist Felix Guð- mundssyni árið 1934, en hann lést árið 1950. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Síðar bjó hún í tuttugu ár með Þorvaldi Ólafssyni. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 15. Þórunn Oddný Þórðardóttir and- aðist í Vífilsstaðaspitala fimmtudag- inn9. janúar. Ingileifur Jónsson, fyrrv. bóndi á Svínavatni, er látinn. Stefán Stefánsson bóksali, Stór- holti 12 Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látr.a. Ásgerður Guðmundsdóttir, Fellsmúla 4 Reykjavík, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 14. janúar kl. 13.30. Hekla Sæmundsdóttir, Grettisgötu 45, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkjuþriðjudaginn 14. janúarkl. 14. Grétar St. Melstað, Bjarmastíg 2 Akureyri, sem lést þann 6. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Andlát Fundir JC Breiðholt heldur sinn 5. félagsfund í dag, mánudaginn 13. janúar, kl. 20.15 í Gerðubergi. Gestur fundarins verður Sigurður Guðmundsson smitsjúk- dómalæknir og ræðir hann um ónæmistæringu (Aids). Allir vel- komnir. Kvenfélögin í Breiðholti 1, 2 og 3 halda sameiginlegan skemmtifund í menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.30. Kaffiveitingar. Málfreyjudeildin Kvistur heldur fúnd í dag, mánudaginn 13. janúar, kl. 20.30 á Hótel Esju, 2. hæð. Gestir velkomnir. Tilkynningar Sólarmegin og Bardó, ný fyrir- tæki Fyrir skömmu opnuðu tvö ný fyrir- tæki, sólbaðsstofan Sólarmegin og hárgreiðslustofan Bardó, í stóru sameiginlegu og nýinnréttuðu hús- næði að Ármúla 17a, efri hæð. Eig- endur Sólarmegin eru þau Svavar Gunnarsson og Margrét Steingríms- dóttir en eigandi Bardó er Birna Sigfúsdóttir. Á sólbaðsstofunni eru eingöngu MA PROFESSIONAL sól- bekkir. Öll aðstaða fyrir viðskipta- vininn er eins og best verður á kosið: 4 sturtuklefar, flísalagðir í hólf og gólf með hitastýrðum blöndunar- tækjum, 4 aðskilin snyrtiborð, þrek- hjól og vigtunaraðstaða í lokuðum klefa, bvíldar- og kaffistofa. Auk þess er gert ráð fyrir að nuddari hefji störf hjá stofunni áður en langt um líður. Rúsínan í pylsuendanum er svo full- komið vatnsgufubað, sem viðskipta- vinir fá full afnot af án aukagjalds. Bardó er nýtískuleg hárgreiðslustofa sem skartar ein fárra Climozon- tölvutæki við permanent og litanir. Climozon-tækið tryggir hámarksár- angur og góða meðferð hársins. Einvörðungu er unnið með viður- kennd efni frá Kadus, Joico og Wella sem Bardó hefur einnig söluumboð fyrir en auk áðurgreindra vöru- merkja hafa Bardó og Sólarmegin söluumboð fyrir vörur frá Lumene, Gallery og Jingles. Auk töfratækis- ins frá Climozon er boðið upp á alla hefðbundna þjónustu hjá Bardó ásamt góðu úrvali snyrtivara, Birna Sigfúsdóttir, eigandi Bardó, lærði á hárgreiðslustofunni Sóley og lauk þaðan námi 1982. Birna fékk meist- araréttindi í júní 1984. Myndlist Sýning á Mokka-kaffi Helgi Órn Helgason hefur nýlega opnað sýningu á teikningum og myndum á Mokka-kaffi við Skóla- vörðustíg. Ymislegt Athafnasemi hjá Félagi frjáls- hyggjumanna Félag frjálshyggjumanna hefur gefið tímaritið „Frelsið“ út frá 1980. Rit- stjóri þess er dr. Hannes H. Giss- urarson en í „Frelsið" hafa m.a. skrifað þeir Matthías Johannessen skáld, ritstjórarnir EUert B. Schram og Jónas Kristjánsson, fræðimenn eins og dr. Þór Whitehead prófessor, dr. Guðmundur Magnússon prófess- or, dr. Þráinn Eggertsson prófessor, Árni Vilhjálmsson prófessor og Jón- as H. Haralz. Hinir útlendu postular frjálshyggjunar, Hayek og Fried- man, hafa líka lagt „Frelsinu" til efni, einkum þá fyrirlestra sem þeir hafa flutt hér á landi. Félag frjáls- hyggjumanna hefur gefið út tvær bækur upp á eigin spýtur, ritgerða- söfn eftir Ólaf Björnsson prófessor og Jónas H. Haralz. Ennfremur hefur það í samvinnu við Almenna bókafé- lagið gefið út rit eftir Hayek og Fri- edman. Formaður félagsins er Auð- unn Svavar Sigurðsson læknir en af öðrum stjórnarmönnum má nefna Árna Sigfússon, Hrein Loftsson og Friðrik F’riðriksson. FÉLL SEX METRA — slasaðist alvarlega Garðbæingur einn slasaðist alvar- lega þegar hann féll rúma 6 metra, af húsþaki niður á steinstétt. Maðurinn var að vinnu við ný- byggingu í Garðabæ, verksmiðjuhús, seinni partinn í gær. Var hann uppi á þaki. hússins, sem er rúmlega 6 metrar á hæð, að setja sperrur þegar honum skrikaði fótur með fyrr- greindum afleiðingum. -KÞ Hrasaöií Helgafelli Ung stúlka, sem var í gönguferð í gær með föður sínum í Helgafellinu, hrasaði í miðri hlíð og féll nokkra metra. Var þyrla Landhelgisgæsl- unnar send eftir henni. Slysið varð sunnan til í Helgafelli og að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði meiddist stúlkan á fótum og í baki. -KÞ Þaö er ekki annað að sjá en Davíð Oddsson borgarstjóri beri sig faglega að þar sem hann leggur hornstein að hinu nýja Borgarleikhúsi. Framkvæmdir við húsið hófust 1976 og sagði borgarstjóri i ræðu sinni að hann reiknaði með því að byrjað yrði að leika i húsinu í september 1988. Mikið fjölmenni var við lagningu hornsteinsins sem fór fram á stofndag LR en það var stofnað 11. janúar 1897.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.