Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Utlönd UUönd Uttönd Uttönd Sovésk blöð í nýjum búningi Tvö sovésk dagblöð hafa verið gagnrýnd af nýju leiðtogunum í Kreml. Þessi dagblöð höfðu birt kvartanir yfir því að hin opinbera fréttaþjónusta gerði mikið að því að fela sannleikann eða breiða yfii' hann. Gorbachev, hinn nýi leiðtogi kommúnistaflokksins, hefur lagt áherslu á að almenningur eigi rétt á að vita hvað er að gerast í um- heiminum. Gorbachev segir að það sé óhætt að treysta almenningi fyrir meiri upplýsingum og opnari fréttum en áður hefur tíðkast. Ný stefna Sem dæmi um þessa nýju stefnu, sem Gorbachev segist vilja fylgja, má nefna áramótaræðu Reagans sem sjónvarpað var í Sovétríkjun- um. Annað dæmi um opnari af- stöðu Gorbachevs í fréttamálum er að nú fær almenningur að fylgjast með því þegar erlendir fréttamenn spyrja hann spjörunum úr um við- kvæm málefni. Ekkialliránægðir Þó að Gorbahcev segist vilja treysta almenningi til þess að þola opinn fréttaflutning eru ekki allir sammála um að slíkur fréttaflutn- ingur tíðkist að neinu verulegu leyti. Það hefur ævinlega verið hlutverk sovésku dagblaðanna að verja kommúnistaflokkinn og Risaolíuskipin, sem lögðu undir sig olíuflutningana í heilan áratug, stefna nú á vit sömu örlaga og hinar útdauðu risaeðlur fornaldar. I skipasmíðastöðvum í Taiwan, Suður-Kóreu og víðar í Asíu er verið að rífa sum tilkomumestu tröllin niður í brotajárn til endur- brennslu í sömu ofnunum sem skiluðu þeim í heiminn á sinum tíma. - Það verða til dæmis endalok frönsku risanna Batillus og Bell- amya sem voru i eigu Shell í Frakklandi. Aðrir liggja deyfðarlegir við fest- ar í olíuhöfnum hér og þar um heiminn. hættir ferðalögum og bíða einungis „hinstu lausnar". - Það er til dæmis hlutskipti Seawise Giant sem er stærst allra risaolíu- skipa. Ekki áhugi fyrir risaskipum lengur Nú er enginn áhugi lengur fyrir smíði fleiri þessara trölla. Sam- kvæmt skýrslum olíuráðs Banda- ríkjanna voru smíðuð alls 126 risa- olíuskip á árunum 1976 til 1980. Það er að segja skip sem gátu flutt 240 þúsund smálestir af hráolíu í einu eða meira. En á árunum 1981 til 1983 voru ekki smíðuð nema sex og eftir því sem best er vitað eru engin í pöntun í dag. Þetta verðfall á risaolíuskipum hefur gert mikinn skurk hjá al- þjóðlegum bönkum sem eiga úti- standandi í þeim allt að 10 millj- arða dollara og horfur eru á því að afskrifa þurfi kannski allt að 40% af því. Mörg skipanna liggja ónotuð og eigendumir eiga í basli með afborganimar. Gorbachev segist bera traust til almennings í Sovétríkjunum. styrkja stuðning fólks við ríkið og flokkipn. Þau dagblöð sem urðu fyrir gagnrýni leiðtoganna í Kreml voru ekki ánægð með fréttaþjón- ustuna sem tíðkast í Sovétríkjun- um núna. Slæmu fréttirnar ekki birtar Annað dagblaðanna sagði að stjórnvöld yrðu að hafa hugrekki Norðursjávarolían og Mexíkó rothögg á risana Sömu ástæður Iiggja að baki þessum örlögum risaolíuskipanna og valdið hafa verðstríði olíufram- leiðenda, lokað bensínafgreiðslum víða í Bandaríkjunum og næstum splundrað olíusamlaginu OPEC. Það er sem sé olíuflæðið á heims- markaðnum, verðfallið sem fylgdi í kjölfarið og síðan tilfærsla á olíu- flutningum með því að ný olíu- svæði hafa verið tekin í notkun. Upp úr olíukreppu áttunda ára- tugarins reyndu menn mjög að draga úr olíubrennslu sinni með sparnaðarráðstöfunum. Síðan komust í gagnið nýjar olíulindir í Norðursjó, við Alaska og í Mexíkó. Þessar nýju olíulindir juku ekki aðeins framboðið, þær lágu um leið betur við orkukaupendum á norð- urhveli. Það var rothöggið á risaol- íuskipin sem höfðu verið smíðuð til flutninga á olíu frá Persaflóa til olíuhreinsistöðva í Evrópu og Japan. Risaskipin hentuðu á löngu leiðunum en síður á stuttu leiðun- um. Norðursjávar- og Mexíkóflutn- ingarnir flokkuðust undir styttri siglingar. Opnun Súezskurðar skipti sköpum Aðalforsendan fyrir rekstri risa- olíuskipanna hafði verið lokun Súezskurðar þegar siglingaleiðin færðist suður fyrir Góðrarvonar- höfða. Þegar Súezskurður opnaðist aftur varð hagkvæmara að flytja hráolíu í minni skipum. Og á seinni árum hafa aukist mjög flutningar á fullunnum olíuvörum í stað hrá- olíu. Það kallaði á minni skip og snarari i snúningum sem betur til þess að upplýsa almenning um óvænta neikvæða atburði sem ger- ast i Sovétríkjunum. Bæði blöðin eru sammála því að þetta hugrekki vanti. Þau telja upp ýmis dæmi þar sem fréttaflutningi er ábótavant. Á einum stað segir að traustið sem talað er um að bera til fólks sé bara i- orði. Raunveruleikinn sé allur annar og flestum viðkvæmum hentuðu sibreytilegum markaði. Það hefur verið fundin upp sér- stök mælieining til glöggvunar á olíuumferðinní á höfunum. Hún er margfeldi af sjómílunum sem olíu- skipin sigla með farma sína og smálestafjöldanum sem þau flytja. 1973, rétt fyrir fyrstu verðhækkun- ina á olíu hjá OPEC, hrönnuðu olíuskipin upp 10,2 milljarða smá- lestamílum. í fyrra voru það rúmir fimm milljarðar, helmingurinn af umferðinni 1973. Sáu milljón tonna skip í fram- tíðinni Það er þróun sem fáir sáu fyrir fréttum haldið leyndum. Fréttir um slys Meðal þeirra neikvæðu atburða sem geta gerst og gerast alls staðar í heiminum eru slys. En í sovéskum fréttaflutningi gerast flest slys utan Sovétríkjanna. Oft berast slysaf- réttir úr heimalandinu gegnum erlendar útvarpsstöðvar eða sem 1973 þegar skipasmíðastöðvarnar voru að kafna í pöntunum nýrra skipa. Árið eftir kom út metsölubók Noel Mostert, „Súperskip", lýsing hans á ferð með breska risaolíu- skipinu Ardshiel frá Bordeaux fyrir Góðrarvonarhöfða til Persaflóa með yfir 200 þúsund smálestir af hráolíu, sem honum reiknaðist til að gæti fullnægt ársorkuþörf 40 þúsund manna byggðarlags. Ard- shiel var fjarri því stærsta olíuskip- ið. Globtik Tokyo var til dæmis helmingi stærra eða 476.300 tonn. Frönsku risarnir Batillus og Bell- amya, sem teknir voru i notkun 1976, voru hvor um sig 553 þúsund lestir. orðrómur. Blaðið Sovietskaya Russiya talar um hina miklu at- hygli sem jarðskjálftinn í Mexíkó og eldgosið í Kólumbíu vöktu í rússneskum fjölmiðlum. Síðan tal- ar blaðið um að þegar mannskæður jarðskjálfti varð Sovétmegin í Asíu var nærri fullkomin þögn um málið i sovéskum fjölmiðlum. Nýrfréttaflutningur En hvað sem öllu líður er ábyggi- legt að ný tegund fréttaflutnings er í uppsiglingu í Sovétrikjunum. Það er líka nýtt að fjörugar um- ræður séu um það í blöðunum hvernig fréttir eigi að vera. Hins vegar er ekki hægt að búast við því að stefnt sé að hlutleysi í fjöl- miðlunum. Til dæmis myndu engin blöð dirfast að fara gagnrýnum orðum um gjörðir Sovétmanna i Afganistan. Vestrænar skoöanir Vestrænir menn hafa um þetta mál fjallað og reynt að skilgreina breytingarnar í sovéskum dagblöð- um, útvarpi og sjónvarpi. Þeirra skoðun er sú að verið sé að reyna að gera sovéska fjölmiðla trúverð- ugri til þess að halda stuðningi fólksins. Þeim þykir heldur ótrú- legt að á nokkurn hátt verði reynt að stefna að hlutleysi í fréttaflutn- ingi. Eins og áður mun stuðningur- inn við flokkinn vera aðalhlutverk sovéskra fjölmiðla. En langstærsta tröllið var Sea- wise Giant sem byggt var fyrir C.Y. Tung-skipafélagið 1981. Það er 564.739 lestir. - Þegar Mostert skrifaði metsölubók sína á miðjum áttunda áratugnum þóttist hann sjá fyrir að þessir risar ættu eftir að hverfa í skuggann af enn stærri eftirfylgjendum. „Japanir og Bret- ar hafa um hríð dútlað við teikn- ingar af milljón tonna olíuskipi og heyrst hefur talað um 1250.000 tonna tankskip," skrifaði hann. Úrelt áður en þau fóru af stokkunum En honum skjátlaðist. Það er komið í ljós núna að stóru tröllin, olíuskip sem voru yfir 400 þúsund lestir, voru strax orðin úrelt um leið og þeim var hleypt af stokkun- um. Þau náðu eiginlega aldrei að þjóna þeim tilgangi sínum sem þeim hafði verið ætlaður á meðan. þau voru á teikniborðinu. Sum þeirra, eins og Seawise Giant, fóru aldrei nema örfáar ferðir en siðan var þeim lagt. - í dag þykir óh'klegt að nokkuð stærra olíuskip en 250 þúsund lestir verði byggt. Af olíuskipum, sem eru minni en 225 þúsund lestir, eru 11% ekki í notkun. Af hinum, sem eru yfir 300 þúsund lestir, eru 60% ekki lengur í siglingum. Norsk risaolíuskip eins og Veni og Berge Prinse liggja ónotuð, bundin við festar í Stafangri í Noregi. - Sum risaoliuskipanna fóru ekki nema nokkrar ferðir. RISARNIR Á HÖFUN- UM AÐ DEYJA ÚT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.