Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986.
Iþróttir
• Kristinn Guðmundsson leikur i
Svíþjóð næsta sumar.
Kristinn
til Svíþjóðar
,Það er rétt að ég hef ákveðið
að leika í Svíþjóð að minnsta kosti
næsta árið,“ sagði knattspyrnu-
maðurinn Kristinn Guðmunds-
son í samtali við DV í gærkvöldi.
Kristinn lék með Fylki síðastliðið
sumar og 1. deildar liði Vikings
árið þar áður. Kristinn hyggst
leika með 4. deildar liðinu GAIK
og heldur utan í lok febrúar.
Brottför Kristins veikir Fylkislið-
ið verulega. Hann er snjall knatt-
sjjyrnumaður og skarð hans hjá
Arbæjarliðinu verður vandfyllt.
-SK.
Reynir og
Víðir hættir
í Haukum
Úrvalsdeildarlið Hauka hefur
orðið fyrir nokkurri blóðtöku að
undanförnu. Tveir leikmenn liðs-
ins hafa ákveðið að hætta að leika
með því. Þetta eru þeir Viðar
Vignisson, sem hættir af persónu-
legum ástæðum, og Reynir
Kristjánsson en hann sló sem
kunnugt er í gegn í Evrópuleik
Hauka og Táby Basket í Hafnar-
firði fyrr í vetur. Reynir hefur
ákveðið að flytjast til Noregs i
nám og mun fjarvera þessara
tveggja leikmanna að sjálfsögðu
veikja Haukaliðið eitthvað en
hversu mikið kemur ekki í ljós
fyrr en upp verður staðið í vor.
-SK.
Einar Þ.
var f rábær
— Spánverjar mjög
sterkir um þessar
mundir og unnu
Rúmena, 21-18
Einar stóð sig frábærlega í
markinu, sérstaklega í síðari
hálfleik er hann lokaði markinu
og varði þijú vítaköst. Þetta var
góður sigur hjá okkur og Einar
átti mjög mikinn þátt í honum,“
sagði handknattleiksmaðurinn
Sigurður Gunnarsson í samtali
við DV í gærkvöldi. Um helgina
léku Siggi og Einar Þorvarðarson
í Tres de Mayo á Spáni gegn San
Fost og sigruðu með 27 mörkum
gegn 22. Sigurður skoraði 3 mörk
í leiknum og átti þokkalegan leik.
• Nýafstaðið er á Spáni alþjóð-
legt mót Iandsliða í handknattleik
og þar komu heimamenn veru-
lega á óvart. Þeir sigruðu á mót-
inu og i öllum sínum leikjum.
Fyrst unnu þeir Frakka með
31-15, þá Rúmena 21-18 og loks
Júgóslava með 29-23. Greinilegt
að Spánverjar eru í formi um
þessr mundir.
-SK.
Átjándi titill Víkings
á síðustu ellefu árur
„Við höfum staðið mjög vel
saman. Það er höfuðmálið. Við
höfum orðið fyrir miklum áföll-'
um en það hefur bara þjappað
okkur ennþá betur saman. Það
var mjög góð samstaða sem gerði
út um þetta í lokin,“ sagði Árni
Indriðason, þjálfari og leikmaður
Víkings, eftir að Víkingar höfðu
tryggt sér íslandsmeistaratitilinn
í handknattleik í Laugardalshöll
í gær með því að sigra KR-inga
auðveldlega með tíu marka mun,
34-24. Vikingar hafa náð glæsileg-
um árangri á undanförnum árum
í handknattleiknum og sigur liðs-
ins í gær var átjándi titillinn sem
meistaraflokkur karla innbyrðir
á síðustu ellefu árum og geri aðrir
betur.
„Við vorum nokkuð smeykir fyrir
leikinn gegn KR. Það voru allir
búnir að bóka okkur sigurvegara. í
Víkingsliðinu eru margir ungir og
efnilegir leikmenn og svona spár
Víkingur íslandsmeistari í handknattleik
eftir tíu marka sigur gegn KR, 34-24
manna geta haft áhrif á þá þótt þær
breyti ekki hugarfari þeirra reynd-
ari. Það bar svolítið á þessu í fyrri
hálfleik. Ég er yfir mig ánægður með
árangurinn," sagði Ámi Indriðason
ennfremur, en hann varð í gær Is-
landsmeistari í 5. skipti með meist-
araflokki Víkings.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um leik Víkings og KR í gær. Það
var aðeins í byrjun sem KR-ingar
náðu að velgja_ verðandi meisturum
undir uggum. í síðari hálfleik tóku
Vikingar öll völd eftir að staðan
hafði verið 15-11 þeim í hag i leik-
hléi. Guðmundur Guðmundsson, fyr-
irliði Víkings, fór svo sannarlega á
kostum í gær. Hann skoraði 10 mörk
og þar af eitt með stórglæsilegu
langskoti sem er nú einu sinni nokk-
uð sem hann er ekki þekktastur fyrir.
Oft var hrein unun að sjá til Guð-
mundar sem með mikilli snerpu sinni
og útsjónarsemi spólaði sig lausan
úr máttlausum greipum KR-inga og
skoraði glæsileg mörk. Guðmundur
Albertsson komst einnig vel frá
leiknum svo og allt Víkingsliðið sem
eins og svo oft áður í vetur lék sem
ein órofa heild. Aðall liðsins er
skemmtileg blanda af efnilegum leik-
mönnum og svo reyndum jöxlum sem
aldrei missa einbeitinguna þrátt fyrir
að mikið gangi á og enn meira sé í
húfi. Hér er sérstaklega átt við þá
Árna Indriðason og Pál Björgvinsson
sem hafa reynst Víkingum betur en
engir i vetur og vonandi að þessir
snjöllu leikmenn íhugi ekki að leggja
skóna á hilluna. Þessir skemmtilegu
leikmenn eiga enn langan veg ófar-
inn á handknattleiksvellinum. Það
hafa þeir sýnt í vetur svo ekki verður
um deilt. Páll Björgvinsson sagði
eftir leikinn í gæj þegar hann hafði
unnið sinn sjötta íslandsmeistaratitil
með Víkingi:,,Ég verð að segja að
þessi sigur er einn sá sætasti ef
sá fyrsti er undanskilinn. Sér-
staklega er gaman að okkur tókst
að klekkja á öllum landsliðs-
mönnum Vals. Að mínu mati eru
Valsmenn með besta mannskap-
inn og Stjarnan með efnilegasta
• Dóttir Árna Indriðasonar, þjálfara Víkings, var ánægð með lífið
og tilveruna í Laugardalshöllinni í gær og tók virkan þátt í fagnaðar-
látunum með pabba eins og sjá má á þessari mynd Bjarnleifs.
Litlu munaði
hjá Stjörnunni
Valsmenn hrepptu 2. sætið í 1. deild eftir
jafnteflið gegn Stjörnunni, 21-21
Litlu munaði í gær að Stjörn-
unni úr Garðabæ tækist að
krækja sér í 2. sætið í 1. deild ís-
landsmótsins í handknattleik.
Liðið lék gegn Val og þurfti að
sigra í leiknum. Leiknum lauk
hins vegar með jafntefli, 21-21, og
Valsmenn hrepptu því 2. sætið að
þessu sinni. Svo litlu munaði að
brotið var á einum leikmanni
Stjörnunnar í dauðafæri einni
sekúndu eftir að leiktíminn rann
út. Ef Stjörnumenn hefðu skorað
úr vítakastinu hefðu þeir lent í
2. sæti en ekki Valur.
Leikurinn var mjög jafn nær allan
tímann og staðan í leikhléi var jöfn,
11-11, í síðari hálfleik náðu Vals-
menn að komast í 17—13 en það dugði
þeim ekki til sigurs. Stjörnumenn
söxuðu á forskotið jafnt og þétt og
náðu að jafna þegar aðeins hálf
mínúta var til leiksloka. Rétt áður
hafði Ellert Vigfússon, markvörður
Vals, varið vítakast. Leikur þessi var
nokkuð skemmtilegur á að horfa en
engu að síður eyðilögðu mjög slakir
dómarar, þeir Þorgeir Pálsson og
Guðmundur Kolbeinsson, leikinn að
miklu leyti með afar slakri dómgæslu
sem bitnaði á báðum liðum.
Bjarni slasaðist
Valdi í hans stað
Bjarni Guðmundsson hand-
knattleiksmaður, sem leikur í
Vestur-Þýskalandi, meiddist illa
í leik með liði sínu um helgina og
mun ekki geta leikið með íslenska
landsliðinu í handknattleik sem
tekur þátt í Baltic Cup mótinu í
Danmörku í vikunni.
Bjarni slasaðist illa á auga og
varð að sauma mörg spor í innan-
verða augabrún. Er ljóst að
Bjarni mun ekki keppa með ís-
lenska landsliðinu í Danmörku
og hefur Valsmaðurinn Valdimar
Grímsson verið valinn í hans
stað.
Tobbi Jens með flensu
„Ég fer með landsliðinu í fyrra-
málið ef ég verð ekki alveg að
drepast. Ég er mjög slappur eins
og er en vona að þetta lagist,“
sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari
og leikmaður Vals, í samtali við
DV í gær fyrir leik Vals og Stjörn-
unnar en hann gat ekkert leikið
með félögum sínum í gær vegna
flensu sem herjar á hann þessa
dagana. Fjarvera Tobba kom ekki
að sök fyrir Valsmenn í gær en
slæmt er það ef fyrirliði landsliðs-
ins verður að sitja heima í þessari
mikilvægu keppnisferð landsliðs-
ins til Danmerkur. Þorbjörn taldi
þó líklegra að hann færi með
landsliðinu til Danmerkur en það
hélt utan í morgun.
-SK
íslenska landsliðið hélt til Dan-
merkur í morgun og leikur fyrsta
leikinn á Baltic Cup annað kvöld
gegn A-liði Dana. Á miðvikudag
verður leikið gegn Austur-Þjóð-
verjum og gegn Sovétmönnum á
fimmtudag. A föstudag verður
leikið gegn Pólverjum og siðasti
leikurinn verður á laugardag
gegn B-liði Dana. Ékki er enn
ljóst hvernig íslenska liðið verður
skipað í leikjum þessum. Spánska
handknattleikssambandið hefur
ekki enn greint frá því hvort það
sé tilbúið til að fresta deildarleik
hjá þeim Einari Þorvarðarsyni og
Sigurði Gunnarssyni og ekki er
talið víst að þeir Átli Hilmarsson
og Páll Ólafsson geti leikið þijá
fyrstu leikina en hins vegar mun
Kristján Arason leika alla leikina.
-SK.
Mörk Vals: Valdimar 6/1, Júlíus
4/2, Jón Pétur 4/2, Jakob 3, Geir
2, Þorbjörn G. 1 og Ellert mark-
vörður skoraði eitt mark yfir
endilangan völlinn. Þorbjörn
Jénsson lék ekki með Val vegna
veikinda(sjá annars staðar á síð-
unni).
Mörk Stjörnunnar: Hermundur
8/5, Magnús 3, Hannes 3/2, Skúli
2, Sigurjón 2, Gylfi 2, Einar 1.
-SK.
Lokastaðan
íl.deild
Úrslitin i lokaleikjunum í 1.
deild karla á Islandsmótinu urðu
þessi:
Þróttur-Fram 19-32
FH-KA 16-25
KR-Víkingur 24-34
Valur-Stjarnan 21-21
Lokastaðan á
þannig:
Víkingur
Valur
Stjarnan
KA
mótinu varð
FH
Fram
KR
Þróttur
14 12
14 10
14 8
14 7
14 7
14 5
14 3
14 0
0
350-271 24
326-281 21
346-290 19
300-283 15
336-335 14
8 334-331 11
9 302-343 8
14 273-433 0
Markahæstu leikmenn:
Egill Jóhannesson, Fram, 100
Gylfir Birgisson, Stjarnan, 90
Þorgils Ó. Mathiesen, FH, 90
-hsím