Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. 35 Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl menn það frekar. Einnig er veitt aðstoð ef slys koma upp á og einn hjálparsveitarmaður er á staðnum meðan lyftur eru opnar. „Það er ótrúlega sjaldgæft að fólk slasist miðað við hvað margir eru hér,“ sagði Haukur. „Það sýna ekki allir nægilega tillitssemi í brekkun- um. Það er alltof algengt að fólk bruni þvers og kruss og þannig verða slysin.“ Skíðaráðið rekur snjótroðara í Bláfjöllunum. Með honum eru m.a. troðnar göngubrautir um nágrennið fyrir þá sem fremur kjósa að ganga en renna sér. Að sögn Hauks eru nokkur brögð að því að eigendur vélsleða noti sér einnig göngusporin en eyðileggja þau því miður í leið- inni. Af þessu hefur komið upp nokk- ur ófriður með forráðamönnum skíðalandsins og vélsleðamönnum. Sú meginregla er í gildi að ekki má aka vélsleðum innan fólksvangsins þar sem skíðalöndin í Bláfjöllunum eru. Á því vill þó verða misbrestur að vélsleðungar hlýði þessum fyrir- mælum. „Við getum sagt að sambúðin sé stirð,“ sagði Haukur. „Við höfum að vísu aldrei kallað á lögreglu til að bjarga göngubrautunum en oft væri full þörfá því.“ -GK Þegar DV heimsótti skiðaskálann í Bláfjöllum voru vetrarannirnar greinilega að hefjast og þröng á þingi. Skíðafæri er nú ágætt í Bláfjöllunum. Þótt ekki hafi blásið byrlega fyrir áhugamönnum um skíðaíþróttina framan af vetri er nú óþarfi að láta það dragast öllu lengur að dusta rykið af skíðaútbúnaðinum og reyna hvort nokkuð hafi gleymst frá í fyrra. Fyrsta ferðin í ár Þær stöllur Hildur Ólafsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir voru í fyrstu ferð sinni þskíðalöndin á þessu ári. Þær voru sestar inn í hlýjuna í skíðaskálanum þegar við tókum þær •tali. Að jafnaði sögðust þær fara á skíði tvisvar til þrisvar í viku. „Við kom- um þó aðeins hingað til að leika okkur,“ sagði Hildur. „Við stundum engar æfmgar fyrir keppni. Þetta er allt fyrir ánægjuna." „Skíðaferðirnar eru heilsusamleg- ar og skemmtilegar,“ sagði Rannveig „en þær eru líka dýrt sport og tímaf- rekt. Ferðir hingað og miðar í lyf- turnar kosta ekki minna en 500 krónur á dag. Síðan bætist við nestið eða einhver matur sem hægt er að kaupa hér á staðnum." Þá má ekki gleyma að útbúnaður- inn kostar sitt. Þær Hildur og Rann- veig töldu að boðlegur útbúnaður fyrir áhugafólk kostaði á milli 20 og 30.000 kr. Síðan má endalaust bæta við. Eins og svo margir gestanna í skíð- alöndunum eru þær Hildur og'Rann- veig námsmenn. Þær vildu þó ekki kannast við að skólanám og skíða- ferðir færu sérlega vel saman því skíðin tækju allan tímann enda mun skemmtilegri. Og þegar heim væri komið að kvöldi segði þreytan til sín þannig að lítið yrði úr heimanáminu. Hildur Ólafsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir verja mestu af frítima sínum til skíðaiðkana sér til „heilsubótar og skemmtunar“. DV-mynd KAE löndunum þótt enn hafi ekki fest snjó að marki á láglendi. Það fara því betri tímar í hönd hjá þeim sem eiga þann draum æðstan að þjóta í mjallroki niður snæviþakt- ar brekkur. Reynsla undanfarinna ára er reyndar sú að lítil von sé á almennilegu skíðafæri fyrr en um áramót. Hefðbundinn skíðatimi er því aðeins 4 til 5 mánuðir í upphafi hvers árs. Allt sem þar fram yfir fæst má líta á sem guðsgjöf. Þeir sem reka skíðastaði eru sam- mála um að skíðaferðir njóti stöðugt meiri vinsælda meðal landsmanna. Skíði með tilheyrandi útbúnaði eru að verða með vinsælli gjöfum til jjnglinga hér á landi. Skíðaferðir eru því smátt og smátt að öðlast sess sem vinsælasta almenningsiþróttin. Þetta gerist þrátt fyrir að kostnaður við iðkun íþróttarinnar sé meiri en gerist um flestar aðrar. Samt virðist hægt ganga að byggja upp skíðastaðina. Húsakostur er þar víða ónógur og alltaf er þörf fyrir fleiri lyftur. Þeir sem sækja skíðal- öndin að staðaldri þekkja vel biðrað- irnar sem þar myndast við lyfturnar á mestu annatímunum og í brekkun- um er oft slík örtröð að hver þvælist fyrir öðrum. Ef til vill kemur þó bág aðstaða til skíðaiðkunar enn meira niður á keppnisfólki. Þess eru fá dæmi að íslenskt skíðafólk hafi komist í fremstu röð skíðamanna í heiminum. Nú hin síðari ár gerist sífellt al- gengara að keppnisfólk haldi til út- landa til æfinga. Þar eru möguleik- arnir betri og aðferðirnar við þjálf- unina fullkomnari. Þessar utanferðir eiga vafalaust eftir að skila okkur fleiraafreksfólkiíframtíðinni. - GK Útsala Alltað 85% afsláttur Opið um helgar Myndin Dalshraurii 13 Hafharfirði sími 54171.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.