Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Page 17
E>V. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
UM FLETT
Hrafn Harðarson skrifar:
Vinur minn einn, sem ég þekki
nokkuð vel, skrifaði fyrir nokkrum
árum (svona 10) grein í eitthvert blað
um símaskrána okkar. Þetta var svona
hálfgerð bókaumsögn með nokkurri
gagnrýni á ýmsa þætti þessarar mest
notuðu handbókar fólks. Enda þótt
hann skrifaði þá undir dulnefninu
Síma-Kalli var ritstjóri símaskrárinn-
ar svo vinsamlegur að taka sér penna
í hönd og svara honum stuttu síðar á
sama vettvagni.
Ég man að ég var sammála gagnrýni
vinar míns, sérstaklega um það atriði
sem ég ætla að gera að umtalsefhi í
þessum pistli. Ég man líka hvað ég
varð skúffaður (orð, sem mér skilst að
sé notað um möppudýr þegar þau hafa
verið sett í skúffur og una því illa)
þegar mér varð ljóst að ritstjórinn virt-
ist ekki skilja hvað Kalli meinti með
aðfinnslum sínum. Nema hann hafi
ekki viljað skilja hann?
Nú er símaskráin tölvusett og öll
nútímans tölvutækni brúkuð af fær-
ustu Tótum tölvuköllum við útgáfu
hennar, og hafi á sínum tíma verið
vandkvæðum bundið að breyta upp-
setningu hennar þá ætla ég að nú
geti það varla verið erfitt. Þvi ætla ég
að taka upp baráttu vinar míns frá
því fyrir u.þ.b. 10 árum og freista þess
að fá ritstjóm símaskrárinnar til að
skilja og til að vilja breyta henni, mér
til ánægju og öllum öðrum til þæg-
indaauka og tímaspamaðar.
Þannig er málið vaxið:
Handbækur, eins og símaskráin, em
fyrst og ffemst flettibækur, þ.e. fáir
lesa þær í gegn með því að byrja á
fremstu síðu og stafa sig svo í gegn ffá
orði til orðs og síðu til síðu, heldur
eru þeir að leita að ákveðnum orðum
og upplýsingum sem að baki þeim
standa. I orðabókum leita menn uppi
orð og fá þar svar við spumingum um
þýðingu þeirra eða önnur orð sömu
merkingar o.s.ffv. í símaskrá em menn
að leita að símanúmerum, heimilis-
fongum og stundum þjónustu einstakl-
inga, fyrirtækja og stofnana.
Allt frá bemsku prentlistarinnar
hafa verið prentaðar slíkar flettibækur
og menn fundu fljótt bestu lausnir á
helstu vandamálum við uppsetningu
slíkra rita og settu auk þess í þau
hjálpartæki, sem æ síðan hafa verið
talin ómissandi öllum notendum, m.a.
flettiorðin. Nema útgefendur íslensku
símaskrárinnar. Þeim virðist vera með
öllu fyrirmunað að skilja þetta eða
vilja. í stuttu máli er galdurinn sá að
líta á hverja opnu í bókinni sem eina
sjálfstæða einingu, líkt og skúffu, sem
hefur að geyma ákveðnar upplýsingar.
Þar eð skráin er í stafrófsröð, og öll
kunnum við staffófið, þurfum við að-
eins að vita hvert er fyrsta og síðasta
orðið (nafhið) á hverri opnu til að sjá
á augabragði hvort orðið (nafhið), sem
við leitum að, er þar á meðal. Sé það
ekki á þeirri opnu, sem við erum með
fyrir ffaman okkur, flettum við á
næstu opnu eins og við opnum næstu
skúflu f skjalaskáp, og leitum að síð-
asta orðinu. Til þess nú að flýta fyrir
okkur hafa prentarar og útgefendur
handbóka gert okkur þann greiða að
setja fyrsta og síðasta orðið á hverri
opnu upp fyrir dálkana með feitara
letri og erum við þeim ákaflega þakk-
lát fyrir þetta hjálpartæki. í síma-
skránni okkar eru hins vegar aðeins
tekin efstu orðin i öllum dálkunum,
sem þýðir það að öll orðin (nöfnin)
fyrir neðan efsta orðið (nafnið) í síð-
asta dálkinum á hverri opnu virðast
eiga heima á næstu opnu fyrir aftan.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa ergelsi
mínu og pirringi í hvert sinn er ég
þarf að fletta aftur til baka af þessum
sökum.
Dæmi: Leitað er að Sjálfsbjörg. Opnað
er og flett að síðu 293. Þar stendur
feitletrað efst í hægra homi Sívertsen,
og er því flett yfir á næstu opnu. Og
sjá, þar stendur Sjófang. Til þess að
finna það, sem leitað var að þarf að
fletta þungri blaðsiðunni við aftur og
eyða í það tíma og orku. Einhverjum
kann að sýnast þetta smámunir einir
en ég er á öðru máli og þykist tala
fyrir munn margra símnotenda.
Lagfærum þetta nú í snarhasti, kæm
símaskrármenn.
Ég hef nú flett ofan af þessu máli
og er engum blöðum um það að fletta
að verði þetta lagfært mun blaði verða
flett í sögu símaskrárinnar okkar. Til
áréttingar vil ég benda ritstjóm henn-
ar á að fletta upp á orðinu fletta í
Orðabók Menningarsjóðs og skal ég
fletta mig klæðum ef þeir sjá ekki
þar, eins og flett væri af þeim, hvemig
flettibók á að vera.
Hrafn Harðarson
„Handbækur, eins og símaskráin, eru fyrst og fremst flettibækur, þ.e. fáir lesa þær í gegn með þvi að byija á fremstu siðu
og stafa sig svo í gegn frá orði til orðs og síðu til síðu, heldur eru þeir að leita að ákveðnum orðum og upplýsingiun sem
að baki þeim standa.“
Látum mjölkina
vinna meðokkur
Mjólk fyrir alla
eftir dr. Jón óttar Ragnarsson
Fájr ef nokkrar algengar fæðutegundir eru eins góðar
uppsprettur fyrir bætiefni og mjólk. Hún er i flokki
örfárra alhliöa næringarefnagjafa, og yfirburðafæða t.d.
fyrir bein, tennur, húð, hár og taugakerfi.
Böm og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat eftir
því sem smekkur þeirra býður.
Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni
mjólkurmat, raunar við magra fæðu yfirleitt. 2
mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammtur á
dag ævilangt. Mundu að hugtakið miólk nær yfir
léttmjólk, undanrennu og nýmiólk.
MJÓLKURDAGSNEFND
Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna.
ierlidaðsins
Valgeir Cuöjónsson er vinnuhestur. Hann er menntaður
felagsráðgjafi, hefurfengistvið bókaútgáfu, kvikmyndgerð, gerð
útvarps- og sjónvarpsþátta, kennslu, unnið vð leikhús og á
tónlistarsviðinu hefur hann samið, leikið og sungið, einkum með
Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, mörg skemmtilegustu og
vinsælustu dægurlög síðustu ára, tekið þátt í gerð ótal
hljómplatna og komið fram á tónleikum og dansleikjum i
hundruða og þúsunda tali. Og er þá ekki allt talið.
Starfsorka, bjartsýni og úthald kemur ekki af sjálfu sér. Til þess
að geta stundað skapandi og erfiða vinnu undir álagi þarftu að
borða holla og góða fæðu. Þetta veit Valgeir Guðjónsson. Enda
drekkur hann mjólk.
Mjólk er full af bætiefnum. Hún er ómissandi liður í daglegri
fæðu okkar allra!