Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 19
DV. MÁNUDAGUR 14. A,PRÍL 1986. 19 Menning Menning Menning Menning segja lesanda lrá högum þess all- greinilega, maður vill vita hvar á hnettinum það býr, við hvaða þjóð- félagsaðstæður og á hvaða tíma. Hér er ekki ævintýraheimur þjóðsög- unnar, atburðir sem gerast í ímynd- uðum heimi alls staðar og hvergi. Eftirminnilegir atburðir eiga að ger- ast, sem spegla veruleika þýðingar- mikillar sögu, jákvæðar sem neikvæðar persónur þarf að draga upp sem verða eftir í huga lesand- ans, svo að honum virðist sér koma við það sem um er fjallað. Hér er í öðru orðinu talað um þriðja heiminn og í hinu Himalaja- fjöll, sem er ekkert smáræðisland- svæði. Á baksíðu bókarinnar er höfund- urinn kölluð viðurkennd dönsk skáldkona. „Hún skrifar einkum bama- og unglingabækur. Sögusvið þeirra er gjama þriðji heimurinn - á slóðum Dídíar og Púspu. - Hér er skrifað af þekkingu, enda hefúr María Thöger búið í þessum heims- hluta um árabil." En er nú hugtakið þriðji heimur- inn ekki ærið óljóst og ónákvæmt? Erum við ekki litlu nær um það hvar sagan á að gerast? Og tímasetn- ing hennar er ekki nákvæmari. Um hvað fjallar svo þessi saga? Hún gerist í þjóðfélagi þar sem allt virð- ist velta á því að eignast karlkynsaf- komendur. í þeirri eign fólst virðing og ellistyrkur foreldramia. Telpur vom lítils virði. Þó var reynt, jafh- vel meðan þær vom enn í vöggu, að kaupa sér fyrir trúlofún þeirra vin- áttu eða önnur hlunnindi. að beita öllum þeim kröftum sem þeir eiga við sönginn (líklega til að sýna hvað þeir séu sterkir), meira áberandi en áður á þessum tónleik- um. Ekki vegna þess að meira hafi um þá verið en áður, heldur vegna þess að í Langholtskirkju koma allir svona hlutir alveg hræðilega glöggt í ljós. Kraftakarlana er alltaf erfitt að hemja, en þetta með gaurana sem hanga eftir á ég óskaplega erfitt með að skilja þegar Karlakór Reykjavík- ur á í hlut, hafandi eitthvert albesta og skýrasta slag af stjómanda hálfu sem nokkur karlakór í veröldinni hefur - það er að segja þegar aðal- stjómandinn stendur á stjómpalli. Á þessum afmælistónleikum vom stjómendumir hvorki meira né minna en fjórir þegar allt er talið. Því er nú verr að þessir karlar sem fyrir agnúimum standa skemma illa fyrir öllu þvi sem vel er gert og það er þó sem betur fer í miklum meiri- hluta hjá Karlakór Reykjavíkur. í nokkrum lögum bar ekki á neinum agnúum og þau vom líka mjög fal- lega sungin, eins og lög Ólafs Þorgrímssonar, einkum Ó fögur er vor fósturjörð, Vögguvísa Sigurðar Þórðarsonar, Kirkjuhvoll og fleiri. Að leggja rækt við góða, gam- aldags karlakórshefð Einsöngvaramir komu úr röðum kórmanna eins og oft áður. Þama sungu Friðbjöm bjarti tenór og Hjálmar svarti bassi afar laglega og úr röðum gamalla félaga hinn síungi Ólafur frá Mosfelli sem gaf þeim yngri og lærðari ekkert eftir. Þama söng líka Hreiðar Pálmason, dugleg- ur, en ekki að sama skapi söngvinn. Söngur hans hefur aldrei náð að hrifa mig og á víst ekki eftir að gera. Sextíu ár em hvorki hár aldur né langur tími þótt margt gott sé hægt að afreka á þeim tíma. Karlakór Reykjavikur sem lengi gegndi for- ystuhlutverki í íslenskri sönglist hefúr hlotið sömu örlög og aðrir karlakórar, að þurfa að horfa upp á óskabömin vaxa sér yfir höfuð og næstu kynslóð þeirra, sem stundum hagar sér eins og dekurböm með einsöngvaragrillur, afgreiða karla- kórsstarf með einu orði - gamaldags. En það er þó ánægjulegt til þess að vita að enn skuli vera til samtaka hópur, og hann allstór, sem leggur rækt við góða og gamaldags karla- kórshefð og það með dágóðum árangri. Skulum við bara vona að svo verði að minnsta kosti önnur sextíu ár. EM Ambáttir Þegar þær vom fjórtán ára gat ætt biðilsins gert til stúlkunnar kröfu og látið hana þjóna sér, uns hann gat stofnað heimili. Stundum var mannsefnið ekkill eða gamall skröggur sem hafði getað nurlað saman kaupeyri til þess að láta föður stúlkunnar, bróður eða ættingja hafa. Sjálf varð stúlkan að láta sér þetta vel líka. Ef hún ól manni sínum ekki syni varð hún ambátt ættar hans. Ef hún leitaði á náðir ættingja sinna varð hún þræll þeirra og einskis metin, Ef hún greip til þess óyndisúrræðis að flýja var ekkert líklegra en að hún lenti í höndum glæpalýðs sem seldi hana í hóruhús. Karlmenn fá kaldar kveðjur í þess- ari bók. Söguefnið sjálft er ósköp fátæk- legt: Ung ekkja, sem ekki hefur alið manni sínum son, og fjórtán ára bróðurdóttir hennar dveljast sumar- Bókmenntir Jón úr Vör langt uppi í fjöllum fjarri manna- byggð og halda nokkrum skepnum til beitar. Við sögu kemur villidýr sem gerir þó ekkert annað af sér en vekja ótta. En það er svo skotið af þar til útsendu vamarliði. Ennfrem- ur kemur drukkinn sonur nágranna- konu sem hefur þá óþægilegu náttúru að vilja nálgast ekkjuna ungu með ótilhlýðilegum karl- mennskuhug. Hún afgreiðir hann með hnífsstungu í sjálfsvöm en er svo kölluð til að hjúkra honum. Karlmenn em vondir þjónar gimda sinna, konur líknsamar. Drekkur og slarkar Þegar stúlkumar koma heim hefur bróðir ekkjunnar, sem þrælkar hana og stelur ekkjubótum hennar, selt gömlum karli dótturina. Bróðirinn er hið réttboma höfúð ættarinnar vegna þess að hann er karlmaður. Amma hans, móðir, kona, dóttir og systir verða að sitja og standa eins og hann vill. Hann drekkur og slark- ar. Þær vinna. Sagan endar á því að systir og dóttir flýja á náðir ein- hverra trúarkerlinga uppi í fjöllum sem kallaðar em nunnur. Ekki myndi nú þessi danska skáld- kona, eftir þessari sögu að dæma, þykja snjall höfundur hjá okkur. Það sem bjargar málinu hér er þýð- ingin. Maður veit auðvitað aldrei hvað sú bók, sem maður er beðinn að skrifa um, hefur að geyma fyrr en hún er lesin til enda. En annaðhvort þegi ég eða segi um bókina það sem mér finnst. Otgáfa bóka er alvöru- mál, og það er skynsamlegra að endurpenta gamlar bækur fyrir nýj- ar kynslóðir en láta þýða misheppn- uð áróðursrit, jafnvel þótt þau eigi að þjóna góðum málstað og vekja samúð með undirokuðu fólki. Jón úr Vör. enda frábærar myndir - eru væntanlegar á myndbandaleigur næsta fimmtudag. WÍGHTSHIFTÓÐALFEÐRANIMATHETOUGHEST MANINTHEWORLDTHUNDERALLEYTHEGREATGOLDSWIIMDLE WARNER HOME VIDEO mateit»<jaypayoft.. ' . ^ " v x ' ; amtmmMOa ■*»*xms**-*#'i*r na*s**u* Nightshift Sprenghlægileg grínmynd meö vinsælustu gaman- leikurunum vestanhafs. í aöalhlutverkum svo sem: Shelley Long (leikur Díönu í Staupasteini), Michael Keaton (leikur aöalhlutverkiö í Johnny Dangerously) og Henry Winkler (þekktastur fyrir aö leika the Fonz í Happy Days). Bráöskemmtileg mynd, sem allir veröa aö sjá og ekki nú neitt múöur. — — Qunnlaugason FEDRANNA Óðal feðranna Ein besta og jafnframt umdeildasta íslenska myndin til þessa. í myndinni er sagt frá hokri til sveita þar sem ofríki kaupfélagsins fer ekki milli mála. Hér sjáum við islenskt þjóölíf í hnotskum meö tilheyrandi mannlífs- lýsingum. Þetta er í einu oröi sagt frábær mynd. THE lOUGHEST MANINTHEWORLD TH£ TOUGHEST MANIN THE WOfiLD T „BflUISE 8RUBAKER f W SM6STUIM HlCMflO A. ttmMAN M M^ VWCf«? IONO pmcw M 0S« IBWflT •>—. Pfm 6UK* m JOH ««SRS .. . .. w The Thoughest Man in the World Bruise Brubarker (Mr. T) er fyrrverandi landgöngu- liði, sem hefur eytt frístundum sínum í aö hjálpa vandræðaunglingum. Þegar á að loka félagsheimili þeirra, vegna peningaskorts, eru góð ráö dýr. Til aö komast yfir peninga tekur hartn þátt í keppni um nafn- bótina „sterkasti maöur heims“. (Margir mima eflaust eftir Mr. T í Rocky m.) Thunder Alley Stórkostleg mynd sem segir frá tveimur vinum, sem lifa og hrærast i heimi tónlistarinnar. Eftir því sem velgengnin vex magnast freistingamar sem veröa á vegi þeirra. Þetta er 1. flokks mynd, sem fær okkar bestu meðmæli, enda mynd sem enginn veröur svik- inn af aö sjá. The Great Gold Swindle í þessari stórgóöu, áströlsku spennumynd fer saman hnyttinn húmor og spennandi söguþráður sem fær áhorfendur til aö gleyma stund og staö. Þessi mynd er kennslubókardæmi um það hvemig á aö fram- kvæma hinn fuUkomna glæp - næstum því. Mynd sem enginn má veröa af. Látið þessar myndir ekki fara fram hjá ykkur, spyrjið eftir þeim á myndbandaleigum næst ykkur. ALLAR MEÐISLENSKUM TEXTA Leikið réttaleiMnn-takið mynd fraTEFU I TEFLI1 Tefli hf. Einkaréttur á íslandi fyrir Warner Home Video Sídumúla 23, 108 Reykjavík S 91-68 62 50 / 68 80 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.