Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 22
Ú2
DV: MÁNtTDAGUR 14. APRlL l'986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
• Sigurgleðin leynir sér ekki i andliti Eiísabetar Þórðardóttur. Hún sést hér
hampa verðlaunum sinum fyrir sigrana í einliða- og tvíliðaleik.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Pétur lék
í 24 mínútur
skoraði átta stig og tók átta fráköst í
sigri Lakers á Sacramento Kings
Pétur Guðmundsson lék með Los
Angeles Lakers gegn Sacramento
Kings í NBA deildinni bandarísku
aðfaranótt sunnudags. Pétur var inn
á í 24 minútur og skoraði átta stig
og tók átta fráköst i sigri Lakers,
105 92.
„Ég er þokkalega ánægður með
minn hlut. Ég stóð mig sæmilega í
vörninni en lítið var leikið upp á
mig í sókninni. Jaabar var hvíldur
en ég og Mitch Kutchak lékum i
hans stað,“ sagði Pétur.
Sigur Lakers var 62. sigur liðsins
á tímabilinu en liðið hefur tapað 19
Jeikjum. Lakers er með besta vinn-
ingshlutfallið í vesturdeildinni og
mun leika við liðið sem er í áttunda
sæti í úrslitakeppninni, sem líklega
verður Dallas Mavericks. Liðið þarf
síðan að vinna þrjá leiki í þeirri
keppni til að tryggja sér farseðilinn
í úrslitakeppnina gegn sigurvegur-
um austurstrandarinnar. Þeir leikir
hefjast í lok maí.
Þrátt fyrir að Lakers hafi unnið
13 stiga sigur leit lengi út fyrir
óvæntan sigur Sacramento. Liðið
hafði á tímabili 10 stiga forystu en
stórkostlegur kafli „magic“ Johnson
tryggði Lakers sigurinn.
-fros
SAABUPP!
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DV í Svíþjóð:
Saab, sænska liðið sem Þorbergur
Aðalsteinsson leikur með og þjálfar,
tryggði sér í gærkvöldi sæti i All-
svenskan með því að vinna óvæntan
en sanngjarnan sigur á Frölunda er
liðin mættust á heimavelli Frölunda
í lokaumferðinni í úrslitakeppninni
um Allsvenskansæti.
Frölunda var efst í keppninni fyrir
leikinn og sigur Saab kom mjög á
óvart. Með sigrinum tryggði Saab sér
efsta sætið, nokkuð sem enginn
reiknaði með fyrir mótið. Liðið hlaut
sjö stig, Frölunda, Cliff og H43 hlutu
sex stig og þau tvö fyrstnefndu kom-
ust upp, Savehof hlaut fimm stig og
Viking ekkert stig.
Þorbergur var ekki atkvæðamikill
í sóknarleik Saab. Hann skoraði að-
eins tvö mörk, annað úr víti. -fros
Beta og Broddi
sigurvegarar
- í einliðaleik á íslandsmótinu í badminton
Broddi Kristjánsson og Elísabet Þórðardóttir, bæði úr
TBR, voru ótvíræðir sigurvegarar á Islandsmeistaramótinu
í badminton sem fram fór um helgina. Þau unnu bæði tvö-
faldan sigur, í einliða- og tvíliðaleik, og Broddi bætti
reyndar um betur með því að sigra einnig í tvenndarleikn-
um.
Óvæntur sigur Elisabetar
Sigur Elísabetar Þórðardóttur í
einliðaleik kvenna kom líklega hvað
mest á óvart. Hún hafði aldrei orðið
íslandsmeistari í einliðaleik fyrir
mótið. Hún sigraði Þórdísi Edwald í
úrslitaleik, 1-11,11-6 og 11-3. Árangur
Elísabetar má án efa að nokkru leyti
þakka það að hún hefur verið við
æfingar í Svíþjóð.
í tvíliðaleiknum léku þær Þórdís
og Elísabet saman og sigruðu Ingu
Kjartansdóttur og Kristínu Magnús-
dóttur i úrslitum, 18-5 og 15-7.
steinn síðan sigur í tvíliðaleiknum
er þeir sigruðu Jóhann Kjartansson
og Sigfús Ægi Árnason, 15-11, 17-18
og 15-12. Eins og tölurnar gefa til
kynna var viðureignin hörkuspenn-
andi.
Þriðja gull Brodda kom í síðustu
grein mótsins, tvenndarleiknum.
Broddi lék þar með Kristínu Magn-
úsdóttur en þau sigruðu Þorstein
Hængsson og Ingu Kjartansdóttur,
15-12 og 15-12.
I A-flokki sigraði Ármann Þor-
valdsson í einliðaleik karla og
Akurnesingurinn Guðrún Gísladótt-
ir vann einliðaleikinn í kvenna-
flokki. Líklegt er því að Guðrún og
Ármann vinni sig upp í meistara-
flokk þó vissulega sé það ekki algild
regla að sigurvegarar A-flokks færist
upp. -fros
Þrefalt hjá Brodda
Broddi Kristjánsson vann nú sigur
í einliðaleik karla á nýjan leik eftir
að hafa tapað titlinum í fyrra. Árang-
ur Brodda er mjög athyglisverður
fyrir þær sakir að hann fótbrotnaði
í ágúst sl. og gat af þeim sökum ekk-
ert sinnt æfingum. Broddi byrjaði
síðan að þjálfa upp fótinn í ársbyrj-
un. Fáir ætluðu að hann yrði eins
fljótur að ná sér á strik eins og raun-
in varð en hann varð þrefaldur
sigurvegari á mótinu. Úrslitaleik
hans við Þorstein Hængsson í ein-
liðaleiknum lyktaði með sigri
Brodda, 15-8 og 15-7.
Árni þór og Guðmundur Adolphs-
son náðu sér aldrei á strik og líklegt
er að þreyta eftir Evrópumeistara-
mótið hafi setið í þeim.
Með sigri sínum bætti Broddi met
Haraldar Kornelíussonar. Haraldur
varð fimm sinnum Islandsmeistari í
einliðaleik en sigur Brodda varð sá
sjötti.
Saman unnu þeir Broddi og Þor-
• Broddi Kristjánsson kom, sá og sigraði á íslandsmótinu í Badminton um
helgina. Broddi er nýstiginn upp úr meiðslum en hann lét það ekki aftra sér
og sópaði til sín öllum verðlaununum í karlaflokki.
DV-mynd Brynjar Gauti.
ísland með á
OL í knattspymu
Landsliðiö tekur þátt í undankeppninni
fyrir leikana í Seoul 1988
• Sigurður Sveinsson.
Gummersbach
KSÍ samþykkti á stjórnarfundi í
dag að a-landsliðið tæki þátt í undan-
keppninni í knattspyrnu fyrir
ólympiuleikana í Seoul 1988.
ísland hefur ekki tekið þátt í knatt-
spyrnukeppni ólympíuleikanna
síðan árið 1975. Ástæðan fyrir því
að hætt var að senda lið til keppninn-
ar var áhugamannareglur sem
meinuðu atvinnumönnum að leika
með. Reglunum var síðan breytt og
nú eru aðrir leikmenn en þeir er leik-
ið hafa í leikjum fyrir heimsmeist-
arakeppnina gjaldgengir.
Fyrir okkur Islendinga táknar það
að við munum leika án margra af
okkar sterkustu leikmönnum, sem
og reyndar önnur lið, en landsleik-
imir ættu að vera góð reynsla fyrir
þá sem staðið hafa rétt utan við
landsliðshópinn.
Forkeppnin hefst 1. ágúst á þessu
ári en lýkur 31. maí 1988. Tekið er
tillit til landfræðilegar legu þegar
dregið er í riðla en það mun verða
gert í lok maí. -fros
Páll var tekinn
úrumférð
- er Dankersen tapaði fýrir Schwabing. Essen vann
„Fallið blasir við'
- sagði Ragnar Margeirsson eftir enn eitt tap
Waterschei. Úrslitaleikur Anderlecht og Club Brugge
Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara
DV í V-Þýskalandi:
Páll Ólafsson átti mjög góðan leik
fyrir Dankersen er liðið lék gegn
Schwabing í v-þýska handboltanum
í gær. Páll skoraði sjö mörk og var
tekinn úr umferð síðasta stundar-
fjórðunginn er Scwabing sigraði,
29-19. Þrátt fyrir þennan stóra sigur
var það ekki fyrr en í síðari hálfleik
að Schwabing náði umtalsverðri for-
ystu. Þá sigraði Essen Dússeldorf,
18-1.6.
Grosswaldstadt hefur nú 30 stig í 1.
deildinni, Essen og Schwabing 29, Gum-
mersbach 26 og Kiel 21.1 neðri hlutanum
er Gúnzburg með 13 stig ásamt Weiche
Handewitt og Göppingen, Dankersen
hefur 12 stig, Hofweier 11, Lemgo 9 og
Berlin rekur lestina með sex stig. Þrjú
lið falla niður í aðra deild.
-fros
- en það dugði Lemgo
ekki. Létt hjá Hameln.
Fró Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í
V-Þýskalandi:
Sigurður Sveinsson skoraði sjö mörk fyrir
liemgo, þar af þrjú úr vítum, er liðið lék gegn
Gummersbach í 1. deild v-þýska handboltans á
laugardaginn. Mörk Sigurðar dugðu þó ekki
liemgo til sigurs. Gummersbaeh vann í jöfnum
leik, 22 19, en leikurinn fór fram á heimavelli
Lemgo.
„Það var fyrst og fremst stórkostleg mark-
varsla Andreas Thiele sem tryggði sigur
Gummersbach. Við áttum síst minni möguleika.
Sjálfur fann ég mig vel í leiknum og held að
ég sé að fullu laus við meiðslin,“ sagði Sigurður.
Pólska stórskyttan, Jerzy Klempel, var í ess-
inu sínu hjá Göppingen er liðið lék gegn Kiel.
Klempel skoraði ellefu mörk, en Kiel sigraði,
28 26.
Þá unnu Kristján Arason og félagar hans hjá
Hameln öruggan sigur á Verden í 2. deildinni,
28 18, eftir að staðan hafði verið 15 5 í hléi,
Hameln í hag. Mörkin skiptust nokkuð jafnt á
leikmenn Hameln en Kristján skoraði sex mörk.
Dormagen er enn efst í deildinni. Liðið vann á
útivelli um helgina og hefur tveggja stiga for-
ystu þegar fímm leikjum er ólokið. -fros
Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara
DV í Belgíu:
Allt stefnir nú í hreinan úrslitaleik And-
erlecht og Club Brúgge í belgísku 1.
deildinni í knattspyrnu. Anderlecht tap-
aði mjög óvænt um helgina fyrir Beersc-
hot, 2-0, og hefði sigur liðsins auðveld-
lega getað orðið stærri. Á meðan sigraði
Brúggeliðið Lierse í köflóttum leik, 6 3,
eftir að Lierse hafði haft 2-0 yfir í hálf-
leik.
Arnór Guðjohnsen lék ekki með aðal-
liði Anderlecht, hann sat á bekknum.
Hann átti hins vegar stjörnuleik með
varaliði Anderlecht á föstudagskvöldið
og skoraði tvö af sjö mörkum liðsins í
7-1 sigri á Beerschot.
„Fallið blasir við“
Það er ekkert annáð en fallið sem blas-
ir við,“ sagði Ragnar Margeirsson,
daufur í dálkinn, eftir enn eitt tap Wat-
erschei um helgina. Að þessu sinni var
það Charleroi sem hafði betur af Wat-
erschei og sigraði 2 0. Ragnar Margeirs-
son var mjög nálægt því að skora í
leiknum. Hann átti skalla í stöng.
Anderlecht og Club Brug:ge eu nú jöfn
að stigum fyrir lokaumferðina. Þá mætir
Anderlecht Charleroi og Club Brúgge
leikur við Beerschot. Markatalan er ekki
látin ráða í Belgíu og verði tvö lið efst
og jöfn að stigum þá þarf hreinan úrslita-
leik til að skera úr um titilinn.
-fros