Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 29
DV. MÁNUDAGÚR 14. APRlL 1986.
29
„Vegna fjárskorts er
ekki hægt að gera
miklar breyt-
ingar á flugleiðum“
- margar þeirra eru orðnar íhugunarefni. Fáum aðeins 61
milljón króna til viðhalds á 90 flugvöllum/4 segir Pétur
Einarsson flugmálastjóri
„Það er alltaf hægt að deila á flug-
leiðir sem liggja sumar hverjar yfir
geysilegt flalllendi. Þá sérstaklega
lengri flugleiðimar á milli landshluta.
Það er því íhugunareíhi hvort á að
nota litlar flugvélar ó lengri leiðum
sem liggja yfir hin ýmsu veðrasvæði.
Það hefur verið eldraun fyrir marga
flugmenn, sem fljúga t.d. frá Reykja-
vík til Egilsstaða, á flugvélum sem
geta ekki farið upp í 10.000 feta hæð.
Þeir fljúga vélunum í ókyrrð yfir
óbyggðu hálendi og langt frá manna-
byggðum. Það má ekkert fara úr-
skeiðis því að þá er hætt við að illa
fari,“ sagði Pétur Einarsson flug-
mólastjóri þegar hann var spurður
um flugleiðir yfir hálend svæði sem
sum hver eru alþekkt veðravíti.
Pétur sagði að það væri alþjóðleg
regla að lágmarksflugleið væri á 1500
fetum yfir hæstu hindrunum. „Spum-
ingin er hvort það er nægileg lág-
marksflughæð. Það er yfirleitt svo að
flugvélar, sem geta flogið í 10-12.000
feta hæð í blindflugi, em með jafh-
þrýstibúnaði í farþegaklefa og geta
flogið upp fyrir veður á lengstu flug-
leiðunum f slæmu veðri.
„Sumum flugleiðum er mögulegt að
breyta en sumum ekki. Vegna fjár-
skorts er ekki hægt að gera miklar
breytingar á flugleiðum. Fjórveiting
til okkar er sorglega lítil, eða aðeins
61 milljón. Þá upphæð þarf að nota
til viðhalds á 90 flugvöllum víðs vegar
um land. Þar af 32 áætlunarflugvöll-
um. Til að gera miklar breytingar á
flugleiðum þarf að fá ný aðflugstæki
og leiðarflugstæki. Til þeirra fram-
kvæmda höfum við ekki peninga,"
sagði Pétur.
Er veðurfræðikennsla flug-
manna nægileg?
Nei, ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að bæta þurfi grunnkennslu
flugmanna vemlega. Þá verklega
kennslu. Við eigum aftur á móti vel
þjálfaða atvinnuflugmenn.
Fá flugmenn nægilega góðar
veðurupplýsingar?
Það hefur oft verið rætt um þetta
atriði. Niðurstaðan er sú að flugmenn
em yfirleitt mjög ánægðir með sam-
skipti sín við veðurfræðinga. Þeir
hafa sýnt mikla lipurð í samskiptum
við flugmenn.
Pétur sagði að hann hefði þó heyrt
raddir sem vildu að veðurfræðingar
gæfu út meira af aðvömnum um staði
þar sem flugmenn gætu átt í erfiðleik-
um vegna veðurs eða veðurbreytinga
og vildu að veðurfræðingar gæfu
reglulega út aðvaranir.
„Það vakna alltaf margar spuming-
ar eftir flugslys. Við erum alltaf að
læra og að sjálfsögðu er það stefna
okkar að búa sem best að flugmálum
hér á landi þar sem allra veðra er von
og margar flugleiðir erfiðar," sagði
Pétur Einarsson flugmálastjóri.
-sos
Miklar umræður hafa orðið um öryggismál í flugi hér á landi í framhaldi af flugslysinu í Ljósufiöllum.
DV-mynd GVA.
„Flugleiðir alltaf með
tvo flugmenn“
- í farþegaflugi á litlum flugvélum, segir Sæmundur
Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða
Pétur Einarsson flugmálastjóri
sagði í viðtali við DV að æskilegt
væri að tveir flugmenn væru um borð
i flugvélum í blindflugi og þá sérstak-
lega þegar um farþegaflug væri að
ræða. Flugleiðir hafa oft leigt litlar
flugvélar til óætlunarflugs þegar ekki
hefur verið hægt að koma því við að
fljúga stómm flugvélum í innanlands-
flugi.
„Þegar Flugleiðir leigja litlar flug-
vélar er það algjört skilyrði að tveir
flugmenn séu um borð í flugvélinni.
Það er sama hvort um sjónflug eða
blindflug er að ræða. Við viljum gæta
fyllsta öryggis þegar flogið er með
farþega," sagði Sæmundur Guðvins-
son, blaðafulltrúi Flugleiða, þegar við
spurðum hann hvort það væri regla
hjá Flugleiðum að fljúga ekki nema
tveir flugmenn væru um borð.
Sæmundur sagði að oft hefði verið
deilt ó Flugleiðir fyrir að fella niður
flug á flugleiðum. „Það er oft eins og
fólk geri sér ekki grein fyrir að við
tökum aldrei áhættu þegar vitað er
um ókyrrt veður eða ísingu í lofti.
Það getur verið gott veður á þeim
stöðum sem fljúga á til og frá þó ein-
hvers staðar ó leiðinni sé ófært. Mér
finnst að það eigi að vera harðari
reglur um að loka eigi hinum ýmsu
flugleiðum fyrir öllu flugi ef veðurút-
lit er vafasamt. Einnig flugvöllum
þannig að enginn freistist til að fara
á loft þegar veðurútlit er ótryggt,“
sagði Sæmundur.
-sos
OPIÐ'
VIRKADAGA9-18
LAUGARD. 9-12
HÁRGREIÐSLUSTOFA
VITASTÍG18A
SÍMI14760
Hringbraut 120- sími 28603.
r
am precision
hjöruliðskrossar
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKIN N
SUPURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
4