Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Útgerðina munar um olíulækkunina: Sparar hálfan milljarð Gasolía og svartolía á nú að lækka talsvert vegna lækkunar á innkaups- verði. Svartolíutonnið lækkar úr 8.700 í 7.500 krónur og gasolíulítrinn úr 10.70 í 8.40 krónur. Áður hafði gasolíulítrinn lækkað um krónu og er heildarlækkunin það sem af er árinu því að nálgast 30%. Það þýðir 500-600 milljóna spamað fyrir út- gerðina á heilu éri og munar um minna. I samtali við Kristján Ragnarsson, formann Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagðist hann ekki hafa séð forsendur olíufélaganna fyrir lækkuninni, mat á birgðum og spár um innkaupsverð. Hann hefur áður látið í ljósi undrun yfir seinagangi olíufélaganna í verðlækkunum í samanburði við verðþróun í öðrum löndum. Verðlagsráð fjallar um mál- ið í dag. Talsmenn olíufélaganna hafa sagt frekari lækkanir líklegar þegar kem- ur fram á sumar. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, sem sæti á í verð- lagsráði, byggist olíuverðið ein- göngu á innkaupum olíufélaganna um þessar mundir. Enginn teljandi halli hefur verið á verðjöfnunarsjóði síðustu mánuði og hann hefur því lítil sem engin áhrif á verðákvarðan- ir. HERB Sólin í sundlaugunum Sumarblíðan leikur þessa dagana við Sunnlendinga. í sundlaugunum í Laugardal, sem og annars staðar, sleikja sóldýrkend- ur hvern geisla. Á meðan verða Norðlendingar að búa við hálfgert vetrarríki. Því má segja að staðan í keppni landshlutanna um sumarblíðuna standi 1-0 fyrir Sunnlendinga. Hinu má þó ekki gleyma að norðri er gjarnt á að sækja í sig veðrið þegar líður á sumar. Rafmagns- laust við Akureyri Rafmagnslaust varð í byggðunum norðan og sunnan við Akureyri í gær. Verið var að tengja nýja línu til Dal- víkur og þurfti því að ijúfa strauminn í aðveitustöð við bæinn. Rafmagnsley- sið stóð frá um kl. 9.00 um morguninn og fram eftir degi. Um tíma var óttast að taka þyrfti rafmagnið af Akureyri líka en varaafl frá Landsvirkjun nægði til að koma í veg fyrir það. GK. Sinu- eldar í Almanna- dal Töluverðir sinueldar kviknuðu í Almannadal á laugardaginn. Að sögn lögreglunnar í Árbæ voru slökkvilið og lögregla á annan tíma að berjast við eldinn en sumarbú- staðaeigendur vöktuðu svæðið allt kvöldið því glóðin er þrálát í mosan- um. Að sögn lögreglunnar kviknuðu eldamir þegar sumarbústaðaeigend- endur voru að brenna rusli og er full ástæða til að benda fólki á að fara varlega í slíkar framkvæmdir á þessum tíma. Nýja dagheimilið við Marbakka i Kópavogi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla: Byrjað að kjósa Sveitarstjómarkosningarnar eru byrjaðar þótt kjörfundur verði ekki fyrr en laugardaginn 31. maí. Á laug- ardaginn var hófst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir þá sem verða ekki í heimasveitarfélagi sínu á kjör- daginn sjálfan. Það em bæjarfóget- ar, sýslumenn, hreppstjórar og borgarfógetinn i Reykjavík sem sjá um þennan þátt kosninganna. í Reykjavík er kosið utan kjörfund- ar í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar er opið virka daga klukkan 10- 12,14-18 og 20-22 og klukkan 14-18 á sunnudögum og helgidögum. Þá er kosið á sérstakri skrifstofu bæjar- fógetans í Hafnarfirði, sem er í Suðurgötu 14, klukkan 9-18 á virk- um dögum og 14-18 á laugardögum og sunnudögum en lokað verður á hvítasunnudag. HERB Kópavogsbúar fa nýtt dagheimili Nýtt dagvistarheimili hefur verið opnað við Marbakka í Kópavogi. Á heimilinu er rými fyrir 78 böm. Deild- ir heimilisins em þijár. Leikskóladeild með rými fyrir 42 böm og tvær dag- heimihsdeildir fyrir 36 böm. Með þessu nýja heimili em dagheimilis- pláss í Kópavogi orðin 661. Nýja dagheimilið er 420 fermetrar að stærð, einingahús á steyptum sökkli frá SG-einingahúsum á Sel- fossi. Arkitektar em Ásmundur Harðarson og Karl Erik Rocksen. Níu starfsmenn verða á dagheimil- inu. Forstöðumaður verður Sólveig Viktorsdóttir. íslendingur á lista með bestu námsmönnum Kanada Islendingurinn Gunnar Valdimars- ar Eggertsdóttur, stundar nám í manna skólans. Hann hefur fengið son hefur náð þeim árangri að komast frumulíflfræði við Manitoba-háskól- marga styrki í sambandi við nám sitt, á lista yfir bestu námsmenn Kanada. ann í Winnipeg. Hann komst á sem hann hefur stundað í þrjú ár. Gunnar, sem er sonur hjónanna Vald- National Dean-listann svonefhda. Gunnar er nú að ljúka við mastersrit- imars Sigurðssonar, flokksstjóra hjá Gunnar hefur náð mjög góðum ár- gerð í frumulíffræði. lögreglunni í Reykjavík, og Brynhild- angri og verið í röð fremstu náms- -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.