Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. 13 feytendur Neytendur Neytendur Verðmiðinn yfir útninna dagstimplun „Mér finnst ákaflega hvimleitt, svo ekki sé meira sagt, hvemig verðmiðamir em límdir yfir dagst- implunina sem oft er gengin úr gildi. Það er engu líkara en að það sé verið vísvitandi að fela að oft ó tíðum er þessi dagsetning gengin úr gildi,“ sagði ung kona í samtali við neytendasíðuna. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að ég tók eftir þessu. Ég var stödd í verslun og þar var öskureið kona að kvarta yfir þessu. Hún reif hvern miðann eftir annan af bamamat- arglösunum og lét óánægju sína í ljós bæði hátt og skýrt. Þessi bamamatur var dagstimpl- aður 30. nóv. sl. Ég hafði samband við heildsölu- fyrirtækið sem lofaði að athuga málið og ræða við búðareigandann. En ég er viss um að þetta er ekki eina búðin sem selur barnamat með útmnninni dagstimplun. Þetta er svona í fleiri verslunum. Ég vil bara hvetja fólk til þess að athuga gaumgæfilega dagst- implun á þeim mat sem það kaupir," sagði konan. Við tökum undir það. Gefið gaum að dagsetningunni. Við höfum t.d. tekið eftir því að mikill munur er á hrökkbrauði sem komið er frarn yfir síðasta söludag, jafnvel þótt það sé ekki nema „best before“ dagsetning. Við vekjum athygli á að bannað er að selja vöm, jafhvel á niðursettu verði, ef hún er komin fram yfir dagsetninguna. Hins veg- ar er ekkert sem mælir á móti því að verðið sé lækkað skömmu áður en dagsetningin rennur úr gildi en jafnframt sé vakin athygli ó dag- setningunni. -A.Bj. Raddir neytenda Raddir neytenda „Ég versla aldrei aftur í Skíðaskálanum í Hveradölum" Regin hringdi og sagði sínar farir ekki sléttar af helgarheimsókn í Skíðaskálann i Hveradölum:. „Við skmppum austur í Hveragerði um daginn og á bakaleiðinni komum við við í Skíðaskálanum í Hveradölum og ætluðum að fá okkur hressingu. Við vorum sex, við hjónin og fjögur böm. Það fyrsta sem ég tek eftir er að hvergi sést verðmerking á nokkrum hlut, en þama er sjálfsafgreiðsla úr borði. Við keyptum okkur þó kakó, gos, brauð og kökur. Þegar upp var staðið og ég ætlaði að fara að borga brá mér illilega því reikningurinn hljóðaði upp á 1.070,- krónur fyrir hressinguna. Ég spurði afgreiðsl- ustúlkuna hvemig stæði á þessu háa verði, en hún gat engin svör gefið, sagðist hins vegar oft skammast sín gagnvart viðskiptavinunum fyrir verðlagið. Nákvæmlega hljóðaði reikningurinn upp á: 2 kakó 180,- 3 súkkulaðikökur 270,- 1 jólakökusneið 70,- 1 rækjubrauðsneið 250,- 4 gosglös 300,- samtals: 1.070,- Ég hef athugað þetta á öðrum kaffi- hiisum og sambærilegur viðurgjöm- ingur kostar að meðaltali um 600,- kr. Það er enginn vandi að selja manni svona einu sinni, en maður kemur aldrei aftur," sagði Regin að lokum. -S.Konn. BORGARAFUNDUR Fræðslufundur verður haldinn í félagsmiðstöðinni Frosta- skjóli mánudaginn 12. maí klukkan 20.30. ERINDI FLYTJA: - Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri ríkisins, um skógrækt, æskuna og umhverfið. - Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, um vestur- bæinn og gróðurinn. Fyrirspurnir og kaffiveitingar. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavlk - nUIMMI Ánanaustum Simi 28855 BMVALLÁ' SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVIKUR M R MJÚLKURFÉLAG REYKJAVlKUR LAUGAVEGI 164 PÖSTHÓLF 5236. 125 REYKJAVlK REYKJANESBRAUT 6 REYKJAVÍK I C E L A N O JC-félögin í Reykjavík. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar kennarastöður við Tækniskóla (slands: 1. í eðlisfræði, kennsla einkum í frumgreinadeild. 2. í stærðfræði, kennsla einkum í frumgreinadeild. 3. í tölvu- og viðskiptagreinum í rekstrardeild. 4. í lögnum og veitukerfum í byggingadeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- feril og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 3. júní nk. 7. maí 1986, menntamálaráðuneytið. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins Kr. 3.982,- (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. Soaavegi 108 - kaffistofa í hverjum krók! símar 35240 og 35242 LAUGAVEGI97 - DRAFNARFELL112 Póstkröfusími: 17015. Hjólaskautar nýkomnir 2.965, verð Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.