Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Hansen og D. Speedie ekki í HM—liði Skota - deilur vegna vals Alex Ferguson Nú er ljóst að þeir Steve Archibald, Barcelona, Allan Hansen, Liverpool, og David Speedie, Chelsea, verða ekki í skoska landsliðinu sem keppir í heimsmeistarakeppninni í Mexikó. Sú ákvörðun Alex Ferguson, þjálf- ara skoska liðsins, að velja þessa menr ekki í hópinn hefur vakið miklar deil- ur. Archibald er að vísu ekki enn búinn að ná sér af meiðslum og frammistaða hans í úrslitaleiknum á móti Steaua Búkarest í Evrópubikam- um var ekki sannfærandi. En öðru máli gegnir með þá Speedie og Hans- en. Þeir hafa báðir leikið vel í vetur og er ákvörðun Fergusons að nota þá ekki mjög umdeilanleg. „Ég er niður- brotinn maður,“ sagði Speedie þegar hann frétti að hann væri ekki í liðinu en hann sýndi góðan leik á móti Eng- landi nýlega. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi og mér h'ður hræði- lega út af þvi að þurfa að taka þessa menn út úr hópnum,“ sagði Ferguson. 22ja manna hópur Skota lítur svona út: Markmenn: Jim Leighton, Allan Rough og Andy Goram. Vamarmenn: Richard Gough, Steve Nicol, Maurice Malpas, Alex McLeish, Willie Miller, David Narey og Arthur Albiston. Miðvallarleikmenn: Graeme Sou- ness, Gordon Strachan, Paul McStay, Jim Bett, Roy Aitken og Eamonn Bannon. Sóknarmenn: Frank McAvennie, Charlie Nicholas, Graeme Sharp, Paul Sturrock, David Cooper og Kenny Dalglish. Dalglish er aldursforseti hópsins, 35 ára að aldri. Hann tekur nú þátt í sinni fjórðu heimsmeistarakeppni. Þá á hann einnig markamet skoskra lands- liðsmanna, reyndar ásamt Dennis Law. Báðir með 30 mörk í landsleikj- um. -SMJ Joe Jordan á sölulista „Joe Jordan er sá leikmaður okkar sem er í hvað bestri æfingu og hann á nokkur ár eftir í knattspymunni. Hins vegar þarf hann nú að breyta til,“ sagði Chris Nicholl, stjóri Southamp- ton, þegar hann skýrði frá þvi í gær að Jordan væri á sölulista. Jordan hef- ur leikið 52 landsleiki fyrir Skotland, 34 ára. Lék á Ítalíu um tíma, áður með Man. Utd og Leeds. Þá hefur Alan €>aitis, landsliðsmaður hjá Wales, fengið „fijálsa sölu“ hjá Southampton. RÉTTARHAIS2 og flytjum verslun okkar í nýtt og glæsilegt húsnæði, með ýmsum nýjungum sem ekki hafa áður sést hér á landi. Nýjung Verslunin er nánast einn sýningarsalur, þar sem sýnd verða 22 tilbúin baðherbergi. Samræmdir litir — fagur heildarsvipur Öll hreinlætistæki, blöndunartæki, vegg- og gólfflísar eru frá hinum viðurkenndu fyrirtækjum Ideal Standard í V-Þýskalandi og Royal Sphinx í Hollandi og hafa framleiðendur samræmt liti á hreinlætistækjum og flísum, svo að heildarsvipur bað- herbergjanna er mjög fallegur. Einnig eru á boðstólum allir aukahlutir fyrir baðher- bergi og sturtuklefa s.s. hengi, mottur, sápuskálar, handklæðahengi, speglar, Ijós o.fl. Þýöingarmesta herbergiö Baðherbergið er eitt þýðingarmesta herbergi hússins og mikið í húfi að vel lakist til um val á litum og tækjum. Við gerum viðskiptavinum okkar þetta eins létt og hugsast getur, með því að gefa þeim kost á að velja milli 22. uppsettra baðherbergja, sem við getum síðan séð um að koma upp, ef óskað er. 70 ára reynsla J. Þorláksson & Norðmann var stofnað 1917 og er því 70 ára á næsta ári. Það er eitt elsta og reyndasta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, og hefur ávallt kappkostað að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu. Altt á einum staö Nú þarft þú ekki að leita lengur, við erum með allt í baðherbergið á sama stað. Líttu inn með fjölskylduna og fáðu þér kaffisopa. Sýningarsalurinn verður framvegis opinn um helgar. AlltJ baðherbergið á einum stað. J.Þ0RLÁKSS0N OC NORÐMANN H.F Réttarhálsi 2 — Sími 83833 Alain Prost ók McLaren bíl sinum til sigurs i Monte Carlo í gær. Prost ók hraðast í Monte Carlo Franski heimsmeistarinn i kapp- akstri, Alain Prost, Frakklandi, varð sigurvegari í einum frægasta kapp- akstri heims í gær, Grand Prix keppninni í Monte Carlo. Gífurlegur fjöldi áhorfenda fylgdist með keppn- inni á götum Monte Carlo auk þess sem hún var sýnd beint í sjónvarpi víða um heim. Keppnin var mikill sigur fyrir McLaren bílana. Prost ekur einum slíkum og Finninn Keke Rosberg einnig. Hann varð í öðru sæti í gær. Þriðji varð Brasilíumaðurinn Ayrton Senna á Lotus. Fjórði Bretinn Nigel Mansell á Williams og síðan komu Frakkamir Rene Amoux og Jacques Laffite, báðir á Ligier. Við sigurinn komst Alian Prost í efsta sætið í stigakeppninni. Hann hefur hlotið 22 stig. Senna er annar með 19 stig, þá landi hans Nelson Piquet með 15 stig og Rosberg fjórði með 11 stig. f fimmta sæti er Mansell með 9 stig. Jafnaði íslands- met í skotkeppni Gissur Skarphéðinsson jafnaði ís- landsmet Karls Eiríkssonar á íslands- mótinu í skotkeppni um helgina þegar hann fékk 5% stig af 600 mögulegum í keppni með rifflum. Snjall árangur það. Karl Eiríksson varð í öðru sæti með 589 stig. Hins vegar sigraði Karl með miklum yfirburðum í keppni með skammbyss- um, hlaut þar 537 stig og varð 18 stigum á undan næsta keppanda. Hannes Har- aldsson varð annar með 519 stig. Þriðji júdó-titillinn Austurríski júdómaðurinn kunni, Peter Seisenbacher, gerir það ekki endasleppt í millivigtinni. Á Iaugardag varð hann meistari á Evrópumótinu í Belgrad í Júgóslavíu og náði þar með takmarki sínu. Ber nú þrjá meistarat- itla sem Evrópu-, heims- og ólympíu- meistari. I úrslitum í Belgrad sigraði hann Ben Spijkers, Hollandi. Bjami Friðriksson var meðal keppenda i Belgrad. Varð í áttunda sæti í sínum flokki. Vormót ÍR Vormót ÍR i frjálsum íþróttum, fyrsta stórmót sumarsins, fer fram i Laugardal 15. mai og hefst kl. 18.30. Keppt verður í 19 greinum, tiu í karla- flokki, niu i kvennaflokki. Meðal þeirra er Kaldals-hlaupið, 3000 metrar, og verða þar nær allir bestu lang- hlauparar landsliðsins meðal kepp- enda. Þátttökutilkynningar þiufa að berast til Jóhanns Björgvinssonar, simi 71023, fyrir 13. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.