Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
11
Fangelsismál á íslandi í ólestri:
?;Viljum koma í veg fyrir
að dvölin skaði vistmenn“
- segir Bjami Sigurjónsson, trúnaðarmaður á LHIa-Hrauni
Vinnuhæliö að Litla-Hrauni: lélegur aðbúnaöur segja fangaverðir.
Fangelsismál á Islandi eru í miklum
ólestri eins og hefur komið fram í DV
að undanfömu. Fangelsi eru fá og
aðbúnaður í þeim er vægast sagt léleg-
ur, bæði fyrir vistmenn og starfsmenn.
Vinnuhælið að Litla-Hrauni er á
opnu svæði þannig að greiður aðgang-
ur er til að smygla þangað inn fíkni-
efnum. „Það heftir færst í aukana að
menn, sem hafa fengið fíkniefnadóm,
séu settir í varðhald. Ég tel þó fullmik-
ið gert úr fíkniefhavandamálum hér á
Litla-Hrauni. Meirihluti fanganna hér
em menn sem vilja hafa hlutina í
lagi,“ sagði Bjami Siguijónsson, trún-
aðarmaður stariknanna á
Litla-Hrauni.
Bjami sagði að aðstæður væm þó
þannig að starfsmenn gætu lítið gert
fyrr en mál væm komin í óefni. „Það
þarf auðvitað að gera fyrirbyggjandi
aðgerðir þannig að ekki sé möguleiki
á að fíkniefni streymi inn. Við höftun
leitað á gestum en það er mjög við-
kvæmt mál. Flestir gestir sem koma
hingað bera ekki inn fíknieíhi,“ sagði
Bjami.
„Þær hugmyndir hafa verið í gangi
að deildaskiptingu verði komið á hér
að Litla-Hrauni þannig að fangar hafi
eitthvað til að keppa að, fái betri að-
stöðu fyrir góða hegðun. Þeir fangar,
sem fara eftir settum reglum, eiga
heimtingu á því. Það er ekki hægt að
láta örfáa fanga skemma fyrir þeim.
Aðstæður hér em á margan hátt
vægast sagt mjög daprar. Það er átak-
anlegt að horfa upp á 56 fanga búa
hér við þrengsh. Hér em saman komn-
ar ýmsar manngerðir sem eiga ekki
samleið. Það er oft erfitt að horfa upp
á menn þurfa að líða fyrir agabrot sem
1-2 fangar hafa framið," sagði Bjami.
Fangaverðir og fangar hafa verið
óhressir með að mönnum í mjög slæmu
ástandi hefur verið komið fyrir á
Litla-Hrauni. Nú er einn geðveikur
maður þar sem erfitt hefur verið að
sinna. Maðurinn hefur sýnt ofbeldi og
skapað spennu í kringum sig. Þessi
maður ætti að mati fangavarða frekar
að vera undir læknishendi heldur en
á Litla-Hrauni.
Efla þarf íþróttir og útivist
Bjami sagði að vinna heföi farið
minnkandi hjá vistmönnum á Litla-
Hrauni. „Undanfarin ár hefúr verið
hér hellusteypa. Samkeppnin er orðin
hörð í hellugerð þannig að erfitt hefur
reynst að útvega öllum vistmönnum
vinnu. Við þetta hefúr dauðum timum
fjölgað hjá föngum sem hafa lítið fyrir
stafrii annað en að horfa á myndbönd.
í kringum 1980 var hér mikill íþróttaá-
hugi og vom þá t.d. reglulega háðir
kappleikir í knattspymu við lið frá
Selfossi og Þorlákshöfn. Á þessum
árum urðu agabrotin hér færri. Það
er því æskilegt að skapa vistmönnum
aðstöðu til að stunda íþróttir og úti-
vist,“ sagði Bjami.
Hann sagði einnig að þar sem Litla-
Hraun væri í fjársvelti á svo mörgum
sviðum væri lítið hægt að aðhafast þó
að vilji væri fyrir hendi. „Gústaf Lálli-
endahl forstjóri hefur komið með
margar góðar hugmyndir en peninga
hefur vantað til að framkvæma. Það
hafa ekki fengist peningar fyrir við-
haldi hvað þá öðm.“
Stefnumörkun vantar
„Það sem vantar er samrinna á milli
aðila til að gera hlutina betri. Það
hefur verið erfitt að fá málefnalegar
umræður um fangelsismál. Ástæðan
fyrir því er eflaust sú að við höfum
fengið hrokafull svör frá þeim mönn-
um sem sjá um málin í dómsmálaráðu-
neytinu en þeir em lagnir við að halda
málum niðri. Fyrir nokkrum árum var
komið á sérstakri fangelsismálanefhd
sem alþingismenn eiga sæti í. Það
hefur lítið heyrst frá nefhdinni og það
sem meira er: Hún hefur ekki séð
ástæðu til að ræða eitt einasta orð við
starfsmenn eða forstöðumann Litla-
Hrauns,“ sagði Bjami.
uBjami sagði að besta dæmið um
stefhuleysið væri að fyrir nokkrum
árum heföi verið settur upp skóh að
Litla-Hrauni, í tið Helga Gunnarsson-
ar. Skólinn er starfræktur í hænsna-
húsi sem fékkst gefins frá Hveragerði.
Sveinn Ágústsson hefði stjómað skól-
anum af miklum myndarskap. „Við
sáum fanga gjörbreytast þegar þeir
kveiktu á perunni, að þeir gátu lært
og fengu aðstöðu til þess. Þessi litli
vísir að skóla er enn í hænsnahúsinu.
Um hann heyrðist aldrei frá dóms-
málaráðuneytinu fyrr en vel fór að
ganga og skólinn vakti athygli. En
ráðuneytið hefur þó ekki séð ástæðu
til að bæta aðstöðuna í sambandi við
þennan skóla,“ sagði Bjami.
„Við erum ekki að fara fram á neina
höll hér að Litla-Hrauni heldur viljum
við að sem best fari um vistmenn. Nú
er tíu vistmönnum of margt hér miðað
við húsnæði og starfskraft. Takmarkið
hjá okkur starfsmönnum er að vist-
menn fari héðan út betri þjóðfélags-
þegnar heldur en þeir vom þegar þeir
komu inn. Við viljum koma í veg fyrir
að dvölin hér skaði vistmenn. Okkur
er fyllilega ljóst að það þarf fljótlega
að gera stórátak í fangelsismálum.
Það er ekki lengur hægt að loka aug-
unum fyrir frekar lélegum aðbúnaði í
íslenskum fangelsum," sagði Bjami.
-sos
Viðtalið Viðtalið Viðtalið Viðtalið
Reynir Kristinsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra:
Margt bundið við fimm ár
Reynir Kristinsson, nýráðinn að-
stoðarráðherra Sverris Hermanns-
sonar menntamálaráðherra, er
fæddur og uppalinn í Haftiarfirði.
Hann segist ekki hafa þurft að gjalda
þess að vera Hafrifirðingur. „Það var
ekki byijað að gera grín að Hafh-
firðingum þá,“ sagði Reynir, sem er
39 ára.
„Ég fluttist tvítugur til Reykjavík-
ur, hóf búskap með konunni minni,
Lilju Guðmundsdóttur, og nám í
Tækniskólanum." í Tækniskólanum
var Reynir í þijú ár og flaug þá til
Danmerkur í framhaldsnám í bygg-
ingartæknifræði. „Konan mín tók
það að sér að framfæra mig á náms-
árunum. Þá var ekki til lánasjóður
til að byggja afkomu sína á.“
Gátu keypt hús
Reynir bjó í Óðinsvéum í Dan-
mörku í fímm ár, kláraði bygginga-
tæknifræðina eftir tvö ár og hóf þá
störf hjá ráðgjafarfyrirtæki við
stjómun verkefna. Með vinnunni
byrjaði hann siðan aftur í námi, tók
enn eina viðbót við tæknifræðina,
eða nám í stjómunarstörfum. „Þetta
var skemmtilegur tími fyrir mig en
erfíður fyrir tjölskylduna. Að vísu
höföum við það gott, þetta var áður
en olíukreppan hófst, og í Danmörku
ríkti góðæri. Um leið og ég fór að
vinna þarna úti gátum við keypt
okkur hús.“
Kippt inn fyrir borð
Árið 1975 kom Reynir heim og fékk
strax vinnu á Akranesi, við að
byggja upp og stjóma tæknideild
bæjarins. „Á Akranesi bjó ég í fimm
ár og líkaði vel, það var mikill upp-
gangur á Akranesi á þeim tíma. En
ég vildi breyta til og byijaði að líta
í kringum um mig eftir annarri
vinnu. Ég leitaði til ráðningarþjón-
ustu Hagvangs og af einhverjum
ástæðum kipptu þeir mér inn fyrir
borð og ég hóf störf sem ráðgjafi hjá
Hagvangi. Ég vann mest sem ráð-
gjafi fyrir sveitarfélögin.
Það er svo margt fimm ára bundið
hjá mér. Ég var fimm ár í Dan-
mörku, fimm ár á Akranesi og
starfaði i fimm ár sem starfsmaður
hjá Hagvangi, en er nú orðin einn
af eigendum Hagvangs."
Kom fiatt upp á mig
„Ég kynntist Sverri Hermanns-
svni, er hann var iðnaðarráðherra.
Ég var þá að vinna að heildarskoðun
á Rafmagnsveitum Reykjavíkur, sem
iðnaðarráðuneytið fól Hagvangi að
framkvæma. Mér hefur líkað vel að
vinna með Sverri. En það kom mjög
flatt upp á mig er hann haföi sam-
band og bað mig að verða sinn
aðstoðarmaður. Eg tók mér um-
hugsunarffest, því ég varð að vega
það og meta hvaða áhrif þetta starf
heföi á fyrirtækið sem ég var að
kaupa. Það varð síðan ofan á að ég
tæki starfið að mér hálfan daginn.“
Heimilisstörfin
Reynir býr nú ásamt konu sinni
og fjórum bömum að Fljótaseli 4 í
Breiðholti. „Konan mín vinnur
heima, hugsar um bömin og sinnir
öllum störfum heimilisins. Ég get
víst ekki hælt mér af þátttöku í
heimilisstörfum. Þegar ég á frí reyn-
um við að fara saman á skíði og við
erum þegar búin að setja skíðin und-
ir 2ja ára son okkar. Á sumrin
ferðumst við gjaman til útlanda. I
sumar förum við sennilega öll saman
til Kölnar í Þýskalandi."
-KB
Reynir Krislinsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, getur
i heimilisstörfum.
DV-mynd KAE