Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Spurningin Er verðlag að lækka? .. Ragnheií-'jr Helga kennari: Ekkil verð ég vör við það þegar ég fer að versla. Það getur samt vel verið. Ásta Hjördís Hjörleifsdóttir, vinnur hjá Pósti og GÍma: Ekkifinns! mér það. Ég sé ekki betur en að þetta þokist allt upp á við. Já, mér finnst verðlag heldur fara lækkandi. Ég finn það þegar ég kaupi inn. Ólafur Ásmundsson, tyrrum húsa- smiður: Ég tek ekki eftir því. Ég kaupi bara þetta nauðsynlegasta og það fer ekki lækkandi. Guðrún Halldórsdóttir húsmóðir: Ég hef ekki orðið vör við það en það er betra að fylgjast með vöruverði nú en áður. Aðalsteinn Jakobsson nemi: Já, í ein- staka tilvikum en það er annað sem hækkar á móti. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Reglunum ekkl breytt hjá Happdrætti SÁÁ Einhildur Einarsdóttir hringdi: Ég er óánægð með hvemig SÁÁ stendur að happdrættinu sínu. Þeir auglýsa glæsilega vinninga sem þeir fá svo flestalla sjálfír. Ég tel það ekki rétt gagnvart þeim sem vilja styrkja SÁÁ með því að kaupa happ- drættismiða þegar dregið er úr öllum útgefiium miðum. Árangurinn af því er að langflestir vinninganna koma í hlut happdrættisins. Ég hef ekkert á mót því að styrkja SÁA og sé ekki eftir að gefa þeim andvirði happdrættismiðanna. En það er ekki heiðarlegt af SÁÁ að vekja vonir um vinninga sem sára- litlar líkur eru á að komi í hlut þeirra sem kaupa miðana. Þetta kemur sér líka illa fyrir SÁÁ því fólk bregst við með því að rífa mið- ana. Það væri miklu heiðarlegra að draga aðeins úr seldum miðum og hafa vinningana þá ódýrari. Ég er viss um að allir tækju því vel. Núna er SÁÁ að hefja nýja lotu í sölu happdrættismiða. Ég vil beina þeirri fýrirspum til SÁÁ hvort ekki standi til að breyta til og draga nú aðeins úr seldum miðum? Þessi svör fengust hjá SÁÁ: Við stöndum áfram eins að happ- drættinu. Dregið verður úr þeim miðum sem sendir eru út enda getum ið ekki fylgst með hve margir þeirra hafa verið greiddir. Hins vegar höf- um við minnkað upplagið um 30.000 miða. Núna verða gefrdr út 195.000 miðar en voru 225.000 síðast. Bréfrilari er ósáttur við hvemig SÁÁ stendur að happdrætti sínu. i-ielga telur að nóg sé komið af söngnum um hollustu mjólkur. Auðvitað er Helga Kristinsdóttir skrifar: Ég er búin að fa nóg af þessum ei- lífa söng daginn út og inn í dagblöðun- um, útvarpinu og sjónvarpinu um hvað mjólkin .sé holl og góð. Þetta er að gera út af við mig. Ég hef alla mína tíð drukkið mjólk á hverjum degi, einfaldlega vegna þess að mér hefúr fúndist hún góð. En nú fer að keyra um þverbak. Við það að heyra mjólkurauglýsingamar daginn út og inn liggur við að ég snúi baki við mjólkinni. En ég skal ekki gera mjólkurdagsnefhdinni það til geðs að hætta að drekka mjólk. Aldrei! 201UN Tunglið er geimskip Páll Danielsson, 7000-3392, skrifar: Mér er bæð ljúft og skylt að verða við ósk Góu (4186-8015) og bæta við grein mína um tunglið sem birtist 25.4. sl. Flestir hafa séð nærmyndir af tunglinu sem birst hafa í fræðslu- bókum, timaritum, dagblöðum og sjónvarpi, teknar iir geimförum eða sterkum kíkjum. Þær sýna vel gíg- ana sem þekja mestallt yfirborðið, jafhvel gíga innan í gígum. „Verks- ummerki eftir loftsteina“ eins og kenningin segir. Sumir mörg himdr- uð kílómetrar í þvermál. En hafið þið tekið eftir þvf hvað þessir gígar eru allir grunnir? Það stafar af því hversu hart yfirborð tunglsins er. Jafhvel hörðustu borar geimfaranna mörkuðu bara far í grjótharða skel geimskipsmánans. „Þetta er eins og málmsvarf,“ var umsögn bandarísks sjónvarpsmanns sem lýsti beinni útsendingu frá fyrsta tunglleiðangrinum. Þá var Armstrong búinn að vera að bora tímunum saman. Síðar voru öll fjarskipti brengluð og þannig komið í veg fyrir að al- menningur fylltist skelfíngu yfir þvi sem raunverulega var að gerast. „Ó.F.H. fylgdust með okkur allan tímann," sagði einn geimfarinn. „Enginn sannar nýja kenningu," sagði merkur vísindamaður, „þeir deyja bara smám saman sem and- mæla henni.“ Þannig er fólk nútil- dags alið upp við ógiynni kenninga, staðreynda og upplýsinga sem gamla fólkiö dreymdi ekki einu sinni um. Við vitum kannski of mikið. Ekki útiloka ég það. En hins vegar eru stjómvöld komin út i svo mikið kjaftæði á sumum sviðum að ekkert nema nýtt stjómmálaafl getur bjarg- að þvi sem bjarga þarf í þjóðfélögun- um á plánetunni Jörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.