Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. 39 Karl Júliusson fatahönnuður - Bún- ingar hans í „Skækjan og böðullinn" hafa vakið umtalsverða athygli í sæn- skum kvikmyndaheimi. Suðumes: Ekki kolakerfi segja útvegsmenn Útvegsmenn á Suðumesjum eru ekki hrilhir af kenningum Friðriks Pálssonar, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, um að veiðikvót- ,inn verði færður frá útgerðinni til fiskvinnslunnar. Útvegsmennimir mótmæla Friðrik eindregið. Á fundi Útvegsmannafélags Suður- nesja var tekið fram í ályktun að félagið hefði alltaf mótmælt ákvörð- unum sjávarútvegsráðuneytisins um kvóta til vinnslustöðva. Bent er á að gallar slíks fyrirkomulags hafi best komið í ljós varðandi rækjuveiðar við Eldey og skarkolaveiðar á Faxaflóa. f ályktuninni er hörmuð „tilraun forstjórans til að riðla þeirri samstöðu sem náðst hefur milli aðila í sjávarút- vegi um stjómun fiskveiða“. HERB / Ertþú \ búinn aö fara í Ijósaskoðunarferð? BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent Skækjan og böðullinn varð 90 mínútur „Upphaflega pantaði sænska sjón- varpið 50 mínútna langa sjónvarps- mynd hjá mér en ég skilaði inn tveimur útgáfum. Önnur var 50 mín- útur, eins og um hafði verið samið, en hin 90 mínútur. Sænska sjón- varpið valdi lengri útgáfuna og ég er að sjálfeögðu ánægður með það,“ sagði Hrafii Gunnlaugsson í samtali við DV. Kvikmynd Hrafris, Skækjan og böðullinn, verður frumsýnd í sjón- varpi í Svíþjóð í sumar. Að því loknu verður henni dreift i kvikmyndahús utan Svíþjóðar. „Fjölmargir framleiðendur vildu kaupa myndina af sjónvarpinu og setja hana beint í kvikmyndahús en sjónvarpið vildi halda sínu. Það varð því úr að myndinni verður aðeins dreift utan Svíþjóðar. Þetta er tölu- vert stór biti að kyngja fyrir kaupandann því hann verður að greiða aftur fyrir allan höfundarrétt, búninga, tónlist og hvaðeina," sagði Hrafh Búningar Karls Júlíussonar í myndmni hafa vakið umtalsverða athygli í sænskum kvikmyndaheimi og sagði Hrafn að Karli hefði tekist að búa til 16. öldina fyrir Svía, fyrir- bæri sem þeir hefðu aldrei séð áður. -EIR GLDIRGRIPIR li \ m u ru kft Þessa veglegu gripi hefur Afmælisnefnd Reykja- víkur látið framleiða í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkur. Minnispeningar í vönduðum gjafaöskjum, slegnir í sterlingsilfur og kopar. Silfurpeningurinn kostar 2.750 krónur en koparpeningurinn 950 krónur. Ef keypt er 1 sett í gjafaöskju, kostar það 3.500 krónur. Um er að ræða takmarkað upplag. Veggdiskur, framleiddur af Bing & Gröndal postu- línsverksmiðjunum dönsku. Diskurinn kostar 1.490 krónur. Bréfapressur, handunnar úr gleri. Framleiðandi er GLER í Bergvík. Þær kosta 1.090 krónur. Jafnframt leyfum við okkur að benda á dagatal fyrir 1986 með gömlum Reykjavíkurmyndum. Á því eru myndir og uppdrættir af Reykjavík allt frá árinu 1725 og fram til okkar daga. Aimanakið fæst í bókaverslunum. Afmælisnef nd Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.