Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Spurt í Vestmannaeyjum Hwer heldur þú að verði úrslit bæjar- stjórnarkosninganna i Vesbnanna- eyjum? Gísli Valtýsson, útgefandi vikublaðs- ins Frétta: „Ég spái því að sjálfstæð- ismenn missi einn mann. Alþýðu- bandalagið fær tvo, Alþýðuflokkur- inn einn og Framsókn einn, en óháðir fá engan mann inn.“ Friðrikka Svavarsdóttir fiskvinnslu- kona: „Ég held að Sjálfstæðisflokk- urinn tapi, en ég þori ekki að segja hve mikið. Ég vona það allavega að það komist nýir að.“ Sigursteinn Óskarsson verslunar- maður: „Það er spurning eftir að óháði listinn kom fram. Ég held að það framboð geti breytt ýmsu. Það er þó plús fyrir Sjálfstæðisflokkinn, tekur fylgi frá hinum, spái ég.“ Sigurður Georgsso, vörubílsstjóri: „Eg veit það ekki. Ég held það verði litlar breytingar. Ég er hraeddur um að sjálfetæðismenn haldi meirihlut- anum.“ Emilia Guðgeirsdóttir hárgreiðslu- kona: „Það hef ég ekki hugmynd um. Ég fylgist ekkert með þessu.“ Ófeig»ir Hallgrímsson, smiður og diskótekari: „Sjálfetæðisflokkurinn heldur meirihlutanum. Það er ég al- veg handviss um.“ Vestmannaeyjar: Fimm listar í framboði Gosið í Heimaey árið 1973 er líklega það sem mönnum dettur íyrst í hug þegar minnst er á Vestmannaeyjar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Vestmannaeyjum eftir gos, og segja margir eyjamar jafavel betri stað eftir gosið en áður. Til dæmis er hafnarað- staðan betri og reyndar óviða að finna betri höfn en í Eyjum. íbúar í Vest- mannaeyjum eru nú 4.792, sem er um þúsund manns færra en fyrir gos. Á kjörskrá í vor eru 3.250. Sjálfstæðismenn eru í meirihluta í bæjarstjóm Vestmannaeyja, eftir stór- an sigur í síðustu sveitarstjómarkosn- ingum. Þeir hafa sex menn en Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag einn mann hver fyrir sig . Listi óháðra býður nú fram í fyrsta skipti og hugsanlega mun það framboð riðla fylgi flokkanna eitthvað. Líklegt þykir að framboð óháðra muni fyrst og fremst taka fylgi frá núverandi minnihlutaflokkum og koma meiri- hluta Sjálfetæðisflokksins til góða. -VAJ Vestmannaeyjar. DV-myndir GVA A-listinn Fjármálin númer eitt - segir Guðmundur Þ.B. Ólafsson „Númer eitt er að koma fjármálum bæjarins í lag. Staða bæjarsjóðs er hrikaleg,“ sagði Guðmundur Þ.B. Ól- afeson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og efeti maður á lista Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum. „Það er slíkt ófremdarástand í fjár- málum að ekki verður lengur við það unað. Útlitið er ekki gott eftir fjögurra ára stjómartímabil íhaldsins. Það hef- ur aukið skuldir bæjarsjóðs um 624 milljónir á þessum fjórum árum, svo nú nema skuldimar 160 þúsund krón- um á hvem einasta bæjarbúa eða 640 þúsund á hveija fjölskyldu. Þannig að mál númer eitt, tvö og þijú er að koma fjármálunum í lag. Ónnur mál em síðan þessi venjulegu mál, atvinnumál, skólamál og heil- brigðismál. En það þýðir ekkert að vera að slá um sig með alls kyns fram- kvæmdum þegar taka þarf lán fyrir öllu,“ sagði Guðmundur Þ.B. Ólafeson. -VAJ B-lístinn Þurfum samhug fólksins - segir Andrés Sigmundsson „Atvinnumálin em náttúrlega hlut- ur sem við hljótum að þurfa að beina kröftum okkar að en höfuðmálið em fjármál bæjarins. Staðan er þannig í dag að hver einasta króna bæjarins fer í reksturinn og það er mikil breyt- ing til híns verra,“ sagði Andrés Sigmundsson bakarameistari sem skipar efeta sætið á hsta Framsóknar- flokksins í Vestmannaeyjum. Við erum ekkert að skrökva að fólki heldur drögum fram staðreyndir um fjármál bæjarins. Það er alveg ljóst, hver sem stjómar eftir kosningar, að það verður erfitt kjörtímabil. Og við þurfum samhug fólksins. Hugarfarið í bænum verður að breytast. Til þess að það verði einhverjar breytingar þá þarf B-listinn að fá að minnsta kosti tvo menn inn í bæjar- stjóm og ég bið fólk bara að gera sér grein fyrir þessu,“ sagði Anclrés Sig- mundsson. -VAJ Listi óháðra Viljum úttekt á fjármálunum - segir Bjami Jónsson „Við viljum koma á lýðræðislegri afgreiðslu hjá stofiiunum bæjarins en við teljum ýmsu vera ábótavant í þeim efnum. Við teljum líka að málefiium hópa eins og fatlaðra hafi verið of lít- ið sinnt af sveitarfélaginu," sagði Bjami Jónsson framkvæmdastjóri sem skipar fyrsta sætið á lista óháðra í Vestmannaeyjum en sá listi býður nú fram í fyrsta skipti. „Það fyrsta sem þarf að gera er að láta fara fram úttekt á fjármálum bæjarins. Og ef um veruleg vandræði er að ræða, eins og talað er um, þá viljum við láta semja áætlun um hvemig bregðast eigi við þeim vanda. Annað, sem við leggjum áherslu á, er að nýta húsnæðislánakerfið til bygginga íbúða fyrir efnalítið fólk. Þá leggjum við áherslu á að hlúð verði að þeim sem eiga og reka smáfyrir- tæki, en h'till áhugi hefur verið fyrir því að örva smáiðnað," sagði Bjami Jónsson. -VAJ D-listinn Farsættstarf meirihlutans - segir Sigurður pnarsson „Valið stendur annars vegar á milli sterks meirihluta Sjálfetæðisflokksins og hins vegar margra lítilla flokka, sem þurfa að vera með málamiðlanir í öllum málum,“ sagði Sigurður Ein- arsson útgerðarmaður sem er í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfetæðisflokks- ins í Vestmannaeyjum. „Á síðasta kjörtímahili átti sér stað mikil uppbygging í skólamálum hér og það verður haldið áfram á þeirri braut. Einnig á að ljúka við að leggja bundið slitlag á alla vegi hér en það verk er langt komið. Siðan er það mjög mikilvægt að fá fleira fólk til að setjast hér að. En til þess að það sé hægt verðum við að geta boðið upp á sambærilega þjónustu í félagsmálum og í Reykjavík. Það er dýrt fyrir lands- byggðina en á það verður að leggja áherslu. Auðvitað er alltaf hægt að gera bet- ur en í það heila tekið held ég að starf meixihlutans hafi verið farsælt," sagði Sigurður Einarsson. -VAJ G-listinn Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálin ■segir Ragnar Óskarsson „Höfuðmálin eru atvinnumál og svo húsnæðismál. Og vegna stöðu bæjar- sjóðs verður að taka töluverðan tíma á næsta kjörtímabili í að laga þau mál,“ sagði Ragnar Óskarsson yfir- kennari en hann skipar efeta sætið á lista Alþýðubandalagsins í Vest- mannaeyjum. „í atvinnumálum höfum við lagt áherslu á að bærinn hafi frumkvæði að stofhun nýrra atvinnugreina, sér- staklega í iðnaði. Má þar nefiia til dæmis fullvinnslu sjávarafurða sem lítið hefur verið sinnt. Bærinn getur örvað slíka starfeemi á ýmsan hátt. Það hefur verið vanrækt á síðustu árum af bænum að nýta verkamanna- bústaðakerfið og því viljum við breyta. íbúðir bæjarins eru orðnar lélegar og við viljum byggja basði leigu- og sölu- íbúðir í gegnum verkamannabústað- ina. Við höfum einnig sett fram hugmyndir um sérstakt átak í bygg- ingu íbúða fyrir imgt fólk,“ sagði Ragnar Óskarsson. -VAJ Þau eru í framboði Framboðslisti Alþýðuflokksins 1. Guðmundur Þ.B. Ólafsson 2. Þorbjörn Pálsson 3. Sólveig Adolfsdóttir 4. Ágúst Bergsson 5. Kristjana Þorfinnsdóttir 6. Bergvin Oddsson 7. Birgir Guðjónsson 8. Stefán Jónsson 9. Eygló Ingólfedóttir 10. Ágústína Jónsdóttir 11. Heimir Hallgrímsson 12. Vilhjálmur Vilhjálmsson 13. Ebeneser Guðmundsson 14. Guðný Ragnarsdóttir 15. Ævar Þórisson 16. Jóhann ólafsson 17. Tryggvi Jónasson 18. Magnús H. Magnússon Framboðslisti Framsóknar- flokksins 1. Andrés Sigmundsson 2. Guðmundur Búason 3. Skæringur Georgsson 4. Svanhildur Georgsdóttú” 5. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir 6. Ingveldur Gísladóttir 7. Jónas Guðmundsson 8. Ingi Steinn Ólafsson 9. Bima Þórhallsdóttir 10. Páll Amar Georgsson 11. Hafdís Eggertsdóttir 12. Hilmar Rósmundsson 13. Auðberg Óli Valtýsson 14. Logi Snædal Jónsson 15. Einar Steingrímsson 16. Hilmar Jónasson 17. Jóhann Björnsson 18. Sigurgeir Kristjánsson Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins 1. Sigurður Einarsson 2. Sigurður Jónsson 3. Bragi I. Ólafeson 4. Helga Jónsdóttir 5. Arnar Sigurmundsson 6. Ólafur Lámsson 7. Ómar Garðarsson 8. Unnur Tómasdóttir 9. Stefán Runólfeson 10. Grímur Gíslason 11. Friðþór Guðlaugsson 12. Þómnn Gísladóttir 13. Gísli Ásmundsson 14. Oktavía Andersen 15. Hafliði Albertsson 16. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson 17. Sigurbjörg Axelsdóttir 18. Sigurgeir Ólafsson Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins 1. Ragnar Óskarsson 2. Guðmunda Steingrímsdóttir 3. Elías Björnsson 4. Jóhanna Friðriksdóttir 5. Jón Kjartansson 6. Svava Hafsteinsdóttir 7. þorsteinn Gimnarsson 8. Matthildur Sigurðardóttir 9. Ástþór Jónssson 10. Aðalheiður Sveinsdóttir 11. Sævar Halldórsson 12. Edda Tegeder 13. Ármann Bjamfreðsson 14. Gunnlaug Einarsdóttir 15. Hörður Þórðarson 16. Ólöf M. Magnúsdóttir 17. Dagmey Einarsdóttir 18. Hermann Jónsson Framboðslisti óháðra 1. Bjarni Jónasson 2. Svanur Gísli Þorkelsson 3. Helga Sigurðardóttir 4. Guðmundur E. Sæmundsson 5. Gunnar M. Sveinbjömsson 6. Hannes Ingvarsson 7. Kristín Guðmundsdóttir 8. Jónas Bjarnason 9. Gísli M. Sigmarsson Úrslit1982 Úrslit bæjarstjórnarkosninganna í Vestmannaeyjum 1982 urðu þessi: Alþýðuflokkur(A) 1 mann Framsóknarflokkur(B) 1 mann Sjálfstæðisflokkur(D) 6 menn Alþýðubandalag(G) 1 mann Á kjörskrá vom 2897. Alls greiddu atkvæði 2529 eða 87,3%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.