Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 24
24
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
íþróttir
• Teitur Þórðarson.
Teftur
slasaðist
Teitur Þórðarson knattspyrnumað-
ur, sem leikur með Öster í Sviþjóð,
slasaðist um helgina á hendi er hann
fór með hðndina í vélsög. Reiknað er
með að Teitur verði frá keppní í tsepa
tvo mánuði og er þetta mikið áfall fyr-
ir Öster.
Liðið lék um helgina gegn Malmö
FF á heimavelli sinum og mátti þola
stórt tap, 1-4. Lið Eggerts Guðmunds-'
sonar, Halmstad, tapaði einnig stórt,
fyrir Hammarby, 0-3. -SK.
Raty kast-
aði 81,72 m
Best í spjótf í ár
Finnski spjótkastarinn, Seppo Raty,
náði besta árangri í heiminum i ár i
spjótkasti er hann kastaði 81,72 metra
á frjálsiþróttamóti í Helsinki i Finn-
landi í gær. Þetta er lengsta kast
hingað til með nýju gerðinni af spjót-
inu en því var breytt fyrir þetta
keppnistímabil enda spjótkastarar
famir að kasta spjótinu hættulega
langt. -SK
ítafíavannKína
ítalir, núverandi heimsmeistarar i
knattspymu, unnu ömggan sigur á
Kínveijum í vináttulandsleik sem
fram fór í Napóli í gærkvöldi. ítalir sig-
urðu með tveimur mörkum gegn
engu. Mörkin skomðu þeir Di Gennaro
og Altobelli. Þrátt fyrir þennan sigur
em margir sem spá ítölum lélegu
gengi í Mexíkó og litlar sem engar lík-
ur taldar á að þeir haldi heimsmeist-
aratitilinum. -SK
Raggisetti
vallarmet
- á Húsatóftavelli
Ragnar Ólafeson, kylíingur í Golf-
klúbbi Reykjavíkur, jafnaði vallarmet-
ið á Húsatófitavelli við Grindavík er
hann sigraði i Atlantic-mótinu sem þar
fór fram um siðustu helgi. Ragnar
sigraði í keppninni án forgjafar og lék
á 71 höggi. Sigurður Hafsteinsson, GR,
varð annar á 76 höggum og Siguijón
R. Gíslason, GK, þriðji á 78 höggum. Á
sama höggafjölda var Magnús Jóns-
son, GS.
í keppni með forgjöf sigraði Gunn-
laugur Sævarsson, GG, á 65 höggum.
Annar varð Leifur Bjamason, GR, á
67 höggum og þriðji Jakob Eyíjörð,
GG, sem einnig lék á 67 höggum. Jón-
as Ragnarsson, GR, fékk aukaverð-
laun fyrir að vera næstur holu á 9.
braut. Enginn fór þar holu i höggi en
sá er það hefði gert hefði orðið 230
þúsundum ríkari. Um 100 kylfingar
tóku þátt í móti þessu sem fór í alla
staði mjög vel fram. -SK
íþróttir íþróttir íþróttir\þri
Sogulegasta
NM í blaki
frá upphafi
Svíar hirtu tvtilinn af Finnum
Norðurlandamótið í blaki karla var
ekki aðeins það fyrsta hérlendis heldur
reyndist hið sögulegasta frá upphafi.
I fyrsta sinn urðu Finnar ekki Norð-
urlandameistarar. Sviar hirtu titilinn
af Finnum í æsispennandi úrslitaleik
sem lengi verður í minnum hafður.
Norðmenn, undir stjóm íslendings-
ins Tómasar Jónssonar, hafa aldrei
fyrr náð eins langt í blaki. Lögðu þeir
Dani í úrslitaleik um þriðja sæti.
íslendingum tókst með naumindum
að bjarga sér frá botnsætinu er þeir í
lokahrinu seinni leiks um fimmta sæti
komust upp fyrir Færeyinga.
Sviar hófu úrslitaleikinn gegn Finn-
um af krafti og tóku fyrstu hrinu, 15-5.
Finnar svömðu með 15-12 sigri i 36
mínútna langri hrinu. Þriðja hrina féll
Svium í skaut, 15-11. Staðan orðin 2-1
fyrir Svium.
Lokakafli fjórðu hrinu gleymist þeim
seint sem sáu hann. Finnar komust í
14-10. Vantaði aðeins eitt stig í það
fimmtánda til að fá úrslitahrinu. En
Svíar jöfnuðu, 14-14, og komust svo í
15-14.
Finnar vom ekki af baki dottnir,
jöfnuðu og sigu framúr, staðan 16-15
fyrir Finna. Svíar jöfiiuðu og skomðu
næstu tvö stig eftir mikinn barning.
Lokatölumar 18-16 og sænsku leik-
mennirnir stigu trylltan stríðsdans við
mikinn fögnuð áhorfenda eftir stór-
kostlegasta blakleik sem sést hefur
hérlendis.
Tómas Jónsson leiddi Norðmenn
upp í þriðja sæti. Þeir sigmðu Dani,
3-1, í leiknum um þriðja sætið; 15-8,
10-15,15-10 og 15-9.
Fyrri leiknum um fimmta sæti gegn
Færeyingum töpuðu íslendingar, 2-3,
lokahrinunni, 10-15, eftir að hafa haft
yfir, 10-2.
Upphaf síðari leiksins benti ekki til
góðs. íslensku leikmennimir vöknuðu
fyrst í fjórðu hrinu, drifnir áfram af
krafti Kjartans Busk, sem ásamt Leifi
Harðarsyni stóð sig best. Hrinur fóm
9-15,15-11,9-15,15-3 og í lokahrinunni
vom þeir færeysku burstaðir, 15-1.
-KMU
Ni Fenggou
kemur aftur
Blakdeild HK hefur ráðið Kinveijann
Ni Fenggou sem þjálfara næsta keppn-
istímabil. Mun Ni Fenggou, sem á að
baki fjölmarga landsleiki, þjálfa flesta
fiokka félagsins og jafnvel einn flokk
hjá Breiðabliki.
Ni Fenggou er íslenskum blakmönn-
um að góðu kunnur. Hann þjálfaði
Víkinga fyrir nokkrum árum. Fleiri
félög fengu hann lánaðan svo og
landsliðið. Vonast menn til að hann
reynist aftur sú vítamínsprauta sem
koma hans var á sínum tíma fyrir ís-
lenskt blak.
Svo kann að fara að kínversku blak-
þjálfaramir verði tveir næsta vetur.
Víkingar em nefhilega einnig að leita
fyrir sér. -KMU
• Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram, hampar hér hinum glæsilega bikar sem um er keppt i
í fyrra endurtekiö.
Finnsku sóknarleikmennimir koma á fullu inn i smass. Sænsku varnarleikmennirnir reyna
að sjá hver fær boltann. DV-mynd Brynjar Gauti.
Samas
Framarar meisfc
Framarar endurtóku það afrek sitt
frá í fyrra að vinna Reykjavíkurmótið
og meistarakeppni KSÍ. 1 gærkvöldi
léku íslandsmeistarar Vals og bikar-
meistarar Fram á ónýtum Kópavogs-
velli og sigraði Fram, 2-1, eftir að hafa
haft yfir í leikhléi, 1-0.
Nokkur nepja var í Kópavoginum í
gærkvöldi og leikurinn ekki mikið
augnayndi. Hinn smái en knái Am-
ljótur Davíðsson skoraði fyrra mark
Fram með góðu skoti úr vítateig í fyrri
hálfleik. I síðari hálfleik skoraði Guð-
mundur Steinsson stórfurðulegt mark
og langt síðan að maður hefur orðið
vitni að slíku marki. Guðmundur
skallaði knöttinn í átt að Valsmarkinu
nokkuð fyrir utan vítateig og Stefán
Amaldsson, markvörður Vals, virtist
ekki eiga í miklum erfiðleikum með
að góma knöttinn sem kom skoppandi
til hans. En allt í einu lenti knötturinn
á „dauðum" bletti á vellinum, hoppaði
ekki upp og fór rakleitt í gegnum klof-
ið á Stefáni og fyrr en varði fögnuðu
Framarar furðulegu marki. Valsmenn
náðu síðan að minnka muninn þegar
um tíu mínútur vom til leiksloka og
var það Guðni Bergsson sem skoraði
markið.
Sama sagan og i fyrra
Framarar endurtóku sem sagt sigur-
inn fiá í fyrra en nú er Islandsmótið
framundan og fróðlegt að sjá hvort
liðinu tekst loks að hrista af sér slenið
og vinna íslandsmeistaratitilinn.
Framliðið hefur alla burði til þess og
ljóst að liðið verður í fremstu röð nema
eitthvað sérstakt komi til. í gærkvöldi
vom Framarar mun betri aðilinn en
léku þó ekki eins vel og í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins á dögunum.
Valsmenn vom frekar daprir og
verða að taka sig saman í andlitinu
fyrir Islandsmótið. Liðið lék ekki vel
í gærkvöldi og varla hægt að krefjast
góðrar knattspymu af leikmönnum
liðanna á handónýtum vellinum í
Kópavogi sem er furðumál út af fyrir
sig. Það má segja að völlurinn hafi
skorað sigurmark Fram í gær, a. m.
k. hafði hann mikið að segja.
Um 900 áhorfendur sáu leikinn sem
Óli Ólsen dæmdi.
-SK.