Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 20
20
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
Umboðsmann
vantar á Vopnafjörð. Upplýsingar gefur Laufey
í síma 3195 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitað einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki áö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
Við birtum...
Þad ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
a ER SMÁAUGLÝSINGABLADHD
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 10. og 13. tölu-
blaði þess 1985 á eigninni Miðvangi 110, Hafnarfirði, þingl. eign Péturs
Hanssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hdl. á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 15. maí 1986 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 1., 7. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign-
inni Sólbrekku, landspildu úr Hraunsholti, Garðakaupstað, þingl. eign Nönnu
Snorradóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Útvegsbanka Islands
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. maí 1986 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Lyngmóum 1, 3.h.t.h„ Garðakaupstað, þingl.
eign Sigurðar M. Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15.
maí 1986 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 10. og 13.
tölublaði þess 1985 á eigninni Melási 3, Garðakaupstað, þingl. eign Gunn-
ars Amar Ólasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað og
Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. maí 1986
kl. 17.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nýjar
vonir
- spamaður og stjómmál
Á haustdögum 1985 voru niður-
stöður skoðanakönnunar um við-
horf íslendinga til stjómmálamanna
sinna gerðar heyrumkunnar. Reynd-
ar kom ekki sérlega á óvart að
flestum þætti stjómmálamenn nokk-
uð stóryrtir, jafnvel lygnir og
ómerkilegir og á allt of háu kaupi í
þokkabót! Eftir þessari skoðana-
könnun að dæma virðist fólk bera
meira traust til stjómmálamanna
eftir því sem aldurinn færist yfir.
Um stjómmálamenn má vissulega
margt og misjafnt ræða eins og geng-
ur. Hitt er svo artnað mál að sjaldan
er minnst á það sem vel er gert með
góðum vilja. Þingið 1984-5 varð það
lengsta sem háð hefir verið frá upp-
hafi. Mörg merk mál komu fyrir
þingið svo sem oft er, þó allt of fátt
nái fram að ganga. Þrátt fyrir mikið
tímaleysi undir þinglok vom sam-
þykkt lög um húsnæðisspamaðar-
reikninga, sem eiga að geta skipt
sköpum fyrir þá sem fæddir em eftir
1970. Þessi lög, sem bera númerið
49/1985, virka sem dálítil skíma
gegnum það myrkur mannlífs þar
sem baktjaldamakk, svik og önnur
óheilindi virðast vera allsráðandi.
Megintilgangur laga þessara er að
hvetja íslendinga 16 ára og eldri til
reglubundins spamaðar. Því miður
hefir ráðdeildarsemi og spamaður
ekki borgað sig sem skyldi í íslensku
þjóðlífi undanfama hálfa öld, því
dýrtíðin hefir brotið stór skörð í þá
viðleitni fólks. Af þeim sökum hafa
allt of margir alist upp við hóflausa
eyðslu og óreiðu, endalaust vinnu-
brjálæði og jafnvel sviksamlegar
athafhir.
Lögin um húsnæðisspamaðar-
reikninga heita þeim sem leggja vilja
til hliðar hluta af sjálfsaflafé sínu
ríflegum skattafslætti eftir ákveðn-
um reglum: Gera skal sérstakan
samning við innlendan viðskipta-
banka eða sparisjóð, þar sem innlegg
skuli vera minnst 12.000 krónur en
mest 120.000 á ári hveiju. Tölur þess-
ar skulu breytast eftir byggingarvísi-
tölu. Nokkur skilyrði fylgja sem telja
verður eðlileg. Þannig á t.d. að koma
í veg fyrir málamyndaspamað sem
hugsaður er til að framkalla sýndar-
skattafslátt. Innstæður skulu vera
bundnar um 10 ára skeið en ef eig-
andi kaupir eða byggir húsnæði
verður innstæða laus eiganda til
frjálsrar ráðstöfunar.
Innstæður eiga að njóta bestu
ávöxtunarkjara almennra innláns-
reikninga (4. gr.). Þær verða ekki
framseldar, veðsettar né standa til
fullnustu skulda eiganda innstæð-
unnar, því hún á að vera undanþegin
aðfór skuldheimtumanna (6. gr.).
Binding þessi fellur undir slíkum
kringumstæðum aðeins niður við
gjaldþrot.
í umræðum varðandi málefhi þetta
kom fram einlægur vilji allra þing-
manna, hvort sem þeir vom með eða
móti stjóminni, að frumvarpið mætti
ná fram að ganga. Telja má það
sögulegt að 13. júní 1985 samþykkti
neðri deild frumvarpið sem var þá
án tafar sent efri deild svo málefrii
sem þetta, þarft og nauðsynlegt,
mætti öðlast lagagildi sem fyrst.
Þess má vænta að lögin um hús-
næðisspamaðarreikninga geti orðið
einn besti og traustasti homsteinn
íslenskrar æsku fyrir fjárhagslegu
öryggi framtíðarinnar. Ungt fólk á
Guðjón Jensson
starfsmaður
Pósts og Síma
oft í verstu vandræðum þegar til
kemur að stofha heimili, þvi sjálfs-
aflaféð hefur að vemlegu leyti
gengið til kaupa á ýmsum gæðum
sem ekki em brýn svo sem trskut-
uskur, bílar, vídeo og þess háttar
auðvirðilegir hlutir. Svo þegar stóra
stundin rennur upp er lítill eða eng-
inn sjóður til ráðstöfunar. Fram til
skamms trma var þeim beinlínis refe-
að sem sýna vildu fyrirhyggju. Um
miðjan 6. áratuginn var lögbundinn
skylduspamaður sem snúinn var í
framkvæmd niður í lágkúm og lé-
lega stjóm á fjármunum þorra
æskunnar.
Æskan á heimtingu á að spamaður
borgi sig. Vonandi verður ekkert til
að spilla þeim góða ásetningi sem
kemur fram í þessum merku lögum.
Guðjón Jensson
„Þess má vænta að lögin um húsnæðis-
sparnaðarreikninga geti orðið einn besti
og traustasti homsteinn íslenskrar æsku
fyrir íjárhagslegu öryggi framtíðarinnar.“
„Lögin um húsnæðissparnaðarreikninga heita þeim sem leggja vilja
til hliðar hluta afsjálfsaflafé sínu riflegum skattaafslætti eftir
ákveðnum reglum.“