Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
7
Atvinnumál
Atvinnumál
Atvinnumál
Atvinnumál
Skóverksmiðja í Porto í Portúgal:
Framleiðir eingöngu
skó á íslandsmarkað
- 70 þús. pör koma frá verksmiðjunni í ár
Puffins-skómir vinsælu frá heild-
verslun Axels Ó em framleiddir að
mestu leyti í lítilli skóverksmiðju í
Porto í Portúgal sem frajnleiðir ein-
göngu skó fyrir íslandsmarkað. Einnig
em þeir framleiddir hjá Skóverksmiðj-
unni Iðunni á Akureyri. „Við vorum
fyrst smáir aðilar í verksmiðjunni í
Porto en málin hafa þróast þannig að
nú framleiðir verksmiðjan eingöngu
skó fyrir okkur, eftir okkar pöntunum
hverju sinni. Við erum dreifingaraðili,
sem starfar í samvinnu við tuttugu
önnur fyrirtæki,“ sögðu þeir Óskar
Axelsson og Einar Högnason hjá Axel
Ó.
„Með viðskiptum okkar við verk-
smiðjuna í Portúgal höfum við náð að
halda skóverði mjög niðri miðað við
þau gæði sem við faum. Það hefur
verið hægt að bjóða mjög vandaða skó
úr góðu leðri með leðursólum á 10-
20% lægra verði með þessum sameig-
inlegu innkaupum. Við erum með bein
viðskipti við verksmiðjuna í Portúgal
þannig að við losum okkur við dýra
milliliði erlendis.
Samstarfið hér heima er einnig á
öðrum sviðum innkaupa. Það byggist
á því að kaupa vörur frá litlum verk-
smiðjum víðs vegar um Evrópu þannig
að hægt er að tryggja 15-50% lægra
verð á vörunum heldur en ef verslað
væri við stórar verksmiðjur í gegnum
milliliði erlendis," sögðu þeir ðskar
og Einar.
Um 70 manns vinna í skóverksmiðj-
unni í Portúgal og eru þar framleidd
70 þús. pör af skóm á Islandsmarkað
í ár. Þá eru 25 þúsund pör af Puffins-
skóm unnin hjá Skóverksmiðjunni
fðunni á Akureyri. Framleiðslan á
sumarskóm er fúllbókuð fyrir sumarið.
Þegar þeir Óskar og Einar voru
spurðir hvort verksmiðjan í Portúgal
væri tilbúin að stækka við sig til að
geta annað eftirspum sögðu þeir: „Já,
forráðamenn verksmiðjunnar eru til-
búnir að fylgja okkur eftir og tryggja
að hægt sé að tvöfalda framleiðsluna
á næsta ári.
Við höfúm kannað tilboð frá öðrum
skóverksmiðjum, bæði í Frakklandi
og á Ítalíu. Skór frá þessum löndum
eru ekki á sambærilegu verði og í
Portúgal sem er mjög hagstætt þegar
höfð eru í huga gæðin á skónum
Það hefur lítið sem ekkert verið far-
ið út í að selja Puffinsskó í öðrum
löndum. Danir og Svíar hafa sýnt
skónum áhuga. Við höfúm sent þeim
sýnishom. Þá má geta þess að skómir
em töluvert seldir í Portúgal, beint
úr verksmiðjunni," sögðu þeir Óskar
og Einar.
-sos
Þessi mynd var tekin í skóverksmiðjunni í Porto í Portúgal sem framleiðir ein-
göngu Puffinsskó á islandsmarkað.
og Oskar Axelsson með Puffinsskó frá Portúgal.
DV-mynd:GVA
PPSELT!
AUKAS/ETI!
Eftirspurnin varmikil, alltseldistupp, enviðfjölguðum
gistirýmum á Mallorca og Ibiza. Þess vegna getum við boðið
nokkur aukasæti í flestum ferðum og við erum með sértilboð
ímaí. Tveggja vikna Mallorcaferðirá ótrúlega lágu verói,
frá krónum21,000.-
^ú/Íi?r,^si7'ausnleiðurUrSpJakka,erð
30 sapiílliæiusíheiðursp)akkaferð
31' ,ruli'UörfÉ sUtllaUS
g. sep**’ d -
Pjakkaklúbburinn er fyrir stelpur - og stráka!
Pantið strax, því eftirspurnin ermikil!
FERÐASKRIFSTÖFAN
POLARIS
POLARIS w
Bankastræti 8 — Símar: 28622 -15340
BENID0RM
Sólarlandaferðir á viðráðanlegu verði
Gerið sjálf verðsamanburð.
Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæða verð 16. mai 9. okt. 5.júni 26. júni 18.sept. 17. júli 7. ágúst 28. ágúst
2 i smáibúð, 3 vikur 20.460,- 24.640,- 26.780,-
Hótel með morgunverði
og kvöldverðarhlað-
borði 29.690,- 33.840,- 36.240,-
Beint leiguflug í sólina
Fjölhreyttir gistimöguleikar, íbúðir
alveg við ströndina.
Ný raðhús (Bumgolous). Góð hótel
með morgun- og kvöldverði á ótrú-
lega hagstæðu verði.
Ennfremur leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra
sólskinsstaða.
COSTA DELSOL • MALLORCA -COSTABRAVA
íslenskir
fararstjórar -'
FLUGFEROIR
SDLRRFLUG
Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100.