Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. 15 „Tvennt erkynað manni hveijum“ Sigrún Magnúsdóttir, 1. maður á borgarstjórnarlista Framsóknar- flokksins skrifar grein í DV þ. 6. maí sl. undir fyrirsögninni „ Einn drottnari - ein skoðun". Þar reifar hún m.a. það álit sitt að konum hafi verið vikið til hliðar í Sjálf- stæðisflokknum og þar ríki ein- göngu þröng karlveldissjónarmið. Greinarhöfundur virðist bera hag kvenna mjög fyrir brjósti og því er furðulegt hvað hún reynir að gera lítið úr konum í öðrum flokki, flokki þar sem hún þekkir ekkert til starfshátta né heldur veit hvem- ig staðið er að undirbúningi nk. borgarstjómarkosninga. Stað- reyndin er nefnilega sú að konur hafa alla tíð verið mjög virkar í Sjálfstæðisflokknum, þar fá orð Sigrúnar engu breytt, enda þótt hún reyni að slá ryki í augu kjós- enda. Átta konur Þeir frambjóðendur sem hlutu 20 fyrstu sætin í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins hafa unnið jöfnum höndum að undirbúningi væntan- legra kosninga, þar af em 8 konur sem að sjálfsögðu hafa mótað bar- áttumál flokksins, þær sækja líka vinnustaðafundi jafiit og karlkyns frambjóðendur. Konur hafa alla jafiia verið mjög virkar í starfi borgarstjómar- flokksins hvort sem þær hafa verið í aðal- eða varasæti. En hvers Kjallarinn Sólveig Pétursdóttir Lögfræðingur i 19. sæti borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins vegna allt þetta kvennatal? Sigrún tekur dæmi um dagvistarmál og málefni aldraðra sem sérstök kvennamál. Eiga karlmenn ekki börn eða eru það bara konur sem eiga afa og ömmu? „Félagar“ Sigrúnar Minnihlutaflokkarnir vilja kalla sig félagslegu flokkana, væntan- lega eigum við þá að tilheyra þeim andfélagslega þessu er til að svara að í fyrsta lagi hefur meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn varið mjög miklu fé til félagsmála í Reykjavík og í öðru lagi finnst mér þessi grein Sigrúnar vera and- félagsleg, af henni má draga þá ályktun að einungis Framsóknar- konur séu „félagar" Sigrúnar. Ef minnst er sérstakléga á dag- vistarmál þá stóðu hinir flokkam- ir ekki við stóru loforðin er þeir komust til valda, þar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn staðið sig miklu betur, sem og á fleiri sviðum. Það má e.t.v. minnast þess að fyrir síð- ustu borgarstjómarkosningar héldu fulltrúar þessara sömu flokka því fram að ekki væri unnt að draga úr álögum borgarbúa án þess að skerða félagslega þjónustu, raunin hefur nú orðið önnur fyrir tilstilli styrkrar fjármálastjórn- ar sjálfstæðismanna. Karlveldiskennd Sigrún varpar fram þeirri spurn- ingu hvort einveldiskennd borgar- stjórans virki innan flokksins sem karlveldiskennd! Ég verð að viður- kenna að ég skil þessa spurningu ekki alveg, það eru jú allir sam- mála því að borgarstjórinn sé karlmaður. Svo mikið veit ég þó að þessi umræða er ekki málefna- leg, en það myndi kannski hjálpa upp á sakimar ef borgarstjórinn okkar færi að hætti Skota og klæddist pilsi! Ennfremur heldur Sigrún því fram að Sjálfstæðisflokkurinn virði ekki lýðræði. Hvernig má það vera þegar flokkurinn leggur frarn stefiiuskrá sem borgarbúar geta kosið um, þeir vita sem sé að hverju þeir ganga fyrir kosningar en þurfa ekki að bíða þar til eftir kosningar til að sjá hvaða stefnu hinir flokkamir hafa, þegar og ef þeir komast þá að samkomulagi. Það er jú allt í lagi að hafa margar skoðanir en einhver þeirra verður þó að komast í framkvæmd. Sjálfstæðismenn kjósa að láta verkin tala, þar hafa þeir ávallt haft hag borgarbúa að leiðarljósi, gildir þar einu hvoru kyni þeir til- heyra því að tvennt er kyn að manni hveijum. Sólveig Pétursdóttir Hefur venð snúið baki við lýðra-ði Ií Reykjavik og flokksræði tekið upp i staðinn'’ Framsóknarflokkunnn ntti aðild að þeim meinhluta sem fór með stjóm horgannnar ánn 197K 82. Þá var margt leyst úr (jotrum langrar valdasetu Sjálfstæðisflokksias. Lvð- ræðisvinnuhrogð voru mnleidd og margtr tóku þátt i stefnumótun og ákvorðunum. Þannig varð umræðan um borgarmálefhi á þessum tima haeðt almenn og opin. Völdin aftur á fárra manna hendur eynt var að uppneta margs konar klikuskap og mismunun þignanna M-m meira og minna hafði viðgengtst á fimmtiu ára valdaferli Sjálfstæðis- flokksins. Kinmg var dregið úr voldum emha-tti'manna sem sumir hverjir litu fremur á sig sem gæslu- SIGRUN MAGNUS- DÓTTIR FYRSTl MADUR A BORGARSTJORNARUSTA FRAMSOKNARFLOKKStNS i Framsóknarflokknum. Framsóknarkonur hafa unnið gey- simikiðstarfundanfanðoguppskera | siimkvæmt þvn. enda er Framsóknar flokkurinn lýðræðissinnaður flokk- ur þár sem skoðantr allra fá að njóta I Sumir flokkar vilja greinilega einn | drottnara og eina skoðun Kannski <>r skýnngtn sú með sjálf- I stæðiskonumar að þær \fldu onnur | vinnubmgð. mein skoðanaskipti og I samvannu. Það hi-fur trúlega ekki " fallið i góð.«n jarðveg hjá einræðis- | herrunum. Getur það t .d. venð að sjalfstæðis- I konumar hefðu heldur viljað gefa I oldruðum Keykvíkingum sextiu I milljónimar sem fóru til einnar I góðrar ættar i Keykjavík f>nr land | sem t-kki verður notað na-stu ára tugi? Það hefði venð verðug gjof i „Greinarhöfundur virðist bera hag kvenna mjög fyrir brjósti og því er furðulegt hvað hún reynir að gera lítið úr konum í öðrum flokki..“ „Staðreyndin er nefnilega sú að konur hafa alla tíð verið mjög virkar í Sjálf- stæðisflokknum, þar fá orð Sigrúnar engu breytt, enda þótt hún reyni að slá ryki í augu kjósenda.“ „Gleðibankinn“ opnaður í haust Lögin um uppstokkun hús- næðislánakerfisins, sem Alþingi samþykkti á dögunum, marka óneitanlega tímamót í húsnæðis- málum þjóðarinnar. Lögin taka gildi þann 1. september nk. Búast má við miklum handagangi í öskj- unni í haust er úthlutun hefst samkvæmt nýju lánakerfi. Allt frumkvæði um nýju hús- næðislöggjöfina kom frá aðilum vinnumarkaðarins, þingmenn komu þar hvergi nálægt, þeir fengu frumvarpið fullbúið í pósti. Ósjálfrátt kemur árið 1965 í hug- ann en þá olli frumkvæði verka- lýðshreyfingarinnar straumhvörf- um í húsnæðismálum. Júlísamkomulagið 1965 var undan- fari Framkvæmdanefndar bygging- aráætlunar, sem hafði frumkvæði um veglegasta átakið í gervallri sögu félagslegra íbúðabygginga á íslandi. Á næstu árum voru byggð- ar á annað þúsund félagslegar íbúðir. Munu félagslegar íbúðabyggingar fjara út? Því bregður nýrra við í „Garða- strætissamkomulaginu“ frá í vetur. Þar kýs verkalýðshreyfingin að einskorða aðgerðir við hið al- menna lánakerfi. Fátt er sagt um félagslegar íbúðabyggingar. Öllum aðgerðum á því sviði er slegið á frest. Mér hefur verið sagt að það sé nú orðin ríkjandi skoðun, einnig á meðal margra verkalýðsforingja, að almenna lánakerfið sé nú orðið svo gott að lítil þörf sé orðin fyrir félagslegar byggingar. Sé þetta rétt, sem ég tæpast trúi, er það algert frúhvarf frá fyrri stefnu. Er verkalýðshreyfingin búin að gleyma baráttunni fyrir því að þriðjungur allra íbúðabygginga í landinu skuli vera á félagslegum grunni? Markmiði, sem í meira en tíu ár hefur verið eitt af grundvall- aratriðunum í samningum verka- lýðshreyfingar og ríkisvalds? Hérlendis eru félagslegar íbúða- byggingar aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Munu þær endanlega fjara út á næstu árum? Nýju lénin endurgreiðast tvöfalt Ekki er allt sem sýnist um nýju húsnæðislánin. Ég fór að gamni mínu að reikna ýmsar stærðir og hlutföll í hinu nýja lánakerfi. Nið- urstöðurnar koma mér mjög á óvart. í meðfylgjandi töflu getur að líta niðurstöður þessara út- reikninga. (Miðað er við hámarks- lán til nýbygginga, sem samkvæmt lögunum er 2100 þús. kr„ sem hækkar í 2226 þús. miðað við bygg- ingarvísitölu í apríl.) Eftir 10 ár hefur lántakandinn greitt alls rúmlega eina milljón króna. Þar af eru um 750 þús. kr. vextir. Af 2226 þús. kr. láni eru enn áhvílandi nær 2 milljónir króna þótt búið sé að greiða af láninu í 10 ár. Með öðrum orðum, á fyrstu 10 árunum borga menn rúmlega 100 þús. á ári, en aðeins 26 þús. kr. á ári fara til aukningar eignarhluta lántakandans, % hlutar greiðsl- anna eru vextir, sem kerfið hirðir! Þunga vaxtagreiðslanna (sem eru hlutfallslega þyngstar í byrjun) má sjá af því að þó að lánsupphæðin sé 2,2 milljónir króna greiðir lán- takandinn eigi að síður 4,2 millj. kr„ eða samtals nær tvær milljónir króna í vexti! Að „leigja“ hjá Byggingasjóði ríkisins Á næstu árum verður allt hús- næði hérlendis byggt með lánum til 40 ára samkvæmt „nýja kerf- inu“. Sama gildir um viðskipti fólks á fasteignamarkaðnum. Þær þús- undir lántakenda, sem taka þessi nýju lán, munu fyrstu tíu til fimm- tán ár lánstímans nær eingöngu borga vexti til Byggingasjóðs ríkis- ins, eigin eignamyndun þeirra verður mjög hæg, svo sem taflan sýnir. Vextir eru, sem kunnugt er, leiga af fjármagni. Byggingasjóður rikisins verður í raun stærsti „leigusali“ landsins, með tugmillj- arða veð í svokölluðum „eignum" manna. Það er mat sérfróðra manna að verð á fasteignum verði á næstu árum víkjandi. í besta falli mun það standa í stað. Líklegra er þó að verð muni fara lækkandi, vegna mettunar markaðarins. Því er hætta á að „eignirnar" standi illa, Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur jafnvel alls ekki, undir lánunum. Hætt er við að mesti glansinn fari af fasteignamarkaðnum hér á landi þegar „nýja kerfið“ verður búið að vera við lýði í nokkur ár. Menn munu nefnilega ekki selja hver öðrum „eignir“ heldur fyrst og fremst skiptast á áhvílandi lán- um! Að eignast ekkert nema skuldir Að mínu mati felur nýja lánakerf- ið alls ekki í sér endurreisn sér- eignarstefnunnar í húsnæðismál- um. Til ,þess er eignamyndunin einfaldlega allt of hæg. Hún er svo lítil að allar líkur eru á að hún verði elt uppi af verðfalli og rýmun fasteignanna. Þegar svo er komið eignast menn einungis skuldir í formi hárra, áhvílandi lána. Það blasir við að á næstu árum mun draga úr nýbyggingarþörf. Vaxandi hluti lána Húsnæðisstofn- unar mun því renna til kaupa íbúða á fasteignamarkaðnum, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Fjármagn lífeyrissjóða veralýðs- hreyfmgarinnar mun því í sívax- andi mæli renna viðstöðulaust gegnum Húsnæðisstofnun og beint út á braskmarkaðinn á suðvestur- horninu. Félagslegar íbúðabygg- ingar og landsbyggðin verða afskiptar, fasteignasalastéttin og auglýsingadeild Morgunblaðsins munu hins vegar fitna eins og púkinn á fjósbitanum. íbúðakaup- endur verða hins vegar ekki feitir, með myllustein áhvílandi lána um hálsinn. Mergur þessa máls er sá að fjár- magn það sem nú mun safnast í einn breiðan farveg hins opinbera lánakerfis er sameign alls þjóð- félagsins. Ég tel mjög misráðið ef það á eingöngu að renna til við- halds misskilinni séreignarstefnu. Verkalýðshreyfingin hlýtur sér- staklega að setja fram kröfur um félagslegar byggingar. Ég minntist á baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir því að þriðj- ungur allra íbúðabygginga sé ú félagslegum grundvelli. Með kerf- isbreytingunni í haust er í fyrsta skipti fyrir hendi fjárhagslegur grundvöllur til þess að hrinda þessu ákvæði í framkvæmd. Verður barist fyrir því, eða verða fast- eignasölurnar látnar um að leysa húsnæðisvanda almennings á ís- landi? Jón Rúnar Sveinsson. Greiðslustaða „nýsköpunarláns" á mismunandi timum - lánsfjárhæð kr. 2226 þús. - lánstimi 40 ár, vextir 3,5% Afborganir („eignamyndun") Vextir Greitt alls Áhvil. eftirst. Staða í byrjun kr. kr. kr. kr. lánstímans: 0 0 0 2226 þús. Staða eftir 5 ár: 90 þús. 386 þús. 476 þús. 2136 þús. EftirlOár: 262 þús. 749 þús. lOIOþús. 1964 þús. Eftir 15 ár: 466 þús. 1079 þús. 1544þús. 1760 þús. Eftir 20 ár: 708 þús. 1370 þús. 2078 þús. 1518 þús. Eftir 30 ár: 1338 þús. 1809 þús. 3146 þús. 888 þús. Eftir40ár: 2226 þús. 1989 þús. 4215 þús. 0 „Mergur málsins er sá að fjármagn það sem nú mun safnast í einn breiðan farveg hins opinbera lánakerfis er sameign alls þjóðfélagsins. Ég tel mjög misráðið ef það á eingöngu að renna til viðhalds misskil- inni séreignarstefnu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.