Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 12. MAl 1986. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Draumurinn rættist en égtrúi þessu varia enn“ - sagði Kenny Dalglish eftir bikarsigur Liverpool á laugardag. - Aberdeen bikarmeistari Skotlands Aberdeen varð bikarmeistari Skot- lands á laugardag i fjórða skiptið siðustu fimm árin. Vann Hearts, 3-0, í úrslitaleiknum á Hampden Park þar sem áhorfendur voru 62.841. Þvi al- gjört hrun hjá Edinborgarliðinu í lok keppnistimabilsins. Eftir 30 leiki án taps tapaði Hearts tveimur siðustu leikjunum. Missti af skoska meistara- titlinum til Celtic á jafiiri stigatölu fyrra laugardag eftir tap í Dundee og á laugardag af bikarnum. Gífurleg reynsla leikmanna Aberde- en í stórleikjum síðustu árin sagði til sín á laugardag. Þeir höfðu mikla yfir- burði eftir að Hearts hafði byijað með látum fyrstu mínútumar. En John Hewitt skoraði á fimmtu mín. í raun- verulega fyrsta upphlaupi Aberdeen og eftir það var lítil spuming um hvort liðið mundi sigra. Hewitt skoraði ann- að mark Aberdeen á 48. mín. og Billy Stark það þriðja á 74. mín., skallaði í mark eftir aukaspymu en hann hafði nokkm áður komið inn sem varamað- ur. Algjört hran Hearts Fyrirliði Hearts, Walter Kidd, var rekinn af velli ellefu mínútum fyrir leikslok eftir átök við fyrirliða Aberdeen, Willie Miller, þar sem bolt- inn var víðs fjarri. Þrír aðrir leikmenn Hearts vom bókaðir. Alex Ferguson er stjóri Aberdeen og liðið hefin- náð frábærum árangri undir hans stjóm, þrisvar orðið Skotlandsmeistari, fjór- um sinnum bikarmeistari og staðið sig vel í Evrópukeppni. Hann stjómar skoska landsliðinu á HM í Mexíkó. hsím Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi. „Ef fólk hefur ekki haft gaman af þessum leik þá veit ég ekki hvað er hægt að bjóða því upp á. Ég hélt alltaf í vonina mn sigur eftír leikhléið og ég veit að þegar Ian Rush er með er alltaf möguleiki. Draumurinn rættist en ég trúi þessu varla enn. Verð að klípa mig til að trúa hvað virkilega skeði. En ég er heppinn að hafa að baki mér besta hóp leikmanna og sfjómenda á Bretlandi,“ sagði Kenny Dalglish, framkvæmdasfjóri og leikmaður Li- verpool, eftir að lið hans hafði sigrað Everton, 3-1, í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar að viðstöddum 98 þúsund áhorfendum á Wembley-leikvangin- um í Lundúnum á laugardag. Með sigrinum á laugardag vann Li- verpool tvöfalt í ár, sigur í deild og bikar, og það er aðeins í þriðja skipti á þessari öld sem lið sigrar tvöfalt í ensku knattspymunni. Tottenham og Arsenal áður og aðeins í fimmta skipti sem lið sigrar tvöfalt. Eitt Lancashire- lið áður, Preston, 1889. Stórkostlegur árangur hjá Liverpool á leiktimabil- inu, einkum lokakafla þess en framan af leiktímabilinu virtist ekki stefiia í það að Kenneth Dalglish, sem kjörinn hefur verið framkvæmdastjóri ársins, mundi ná þessum frábæra árangri með lið sitt á fyrsta ári sínu sem stjóri. Það hefur aldrei skeð áður að lið undir stjóm leikmanns/stjóra verði Eng- landsmeistari og auk þess bikarmeist- ari. í framtíðinni mun Kenneth, sem er 35 ára, einbeita sér að stjómuninni. „Leikmenn mínir hafa verið stór- kostlegir allt keppnistímabilið og þeir ásamt leikmönnum Everton vom Meyseyside til mikils sóma í dag. Eftir að við höfðum jafiiað var ég nokkuð viss um að við mundum sigra. Ég verð þó að viðurkenna að hjarta mitt stöð- vaðist næstum þegar Graeme Sharp átti góðan skalla á mark okkar en Bmce Grobbelaar tókst að slá knött- inn yfir þverslána," sagði Dalglish. í gær héldu leikmenn Liverpool og Everton frá Lundúnum í sama vagni til Liverpool, sem er mjög óvenjulegt. Var fagnað sem hetjum við komuna þangað. í fyrsta skipti sem Liverpool- liðin leika til úrslita saman í FA- bikarkeppninni. Þriðji sigur Liverpool í keppninni, áður 1965 og 1974. Hins vegar 31 stórsigur Liverpool á knatt- spymusviðinu síðustu 23 árin og þar er varla hægt að finna samjöfnuð í Evrópu. Ian Rush var kjörinn leikmaður úr-' slitaleiksins á laugardag. Skoraði tvívegis og litlu munaði að hann skor- aði fleiri mörk í leiknum. Hann sagði: „Fyrir nokkrum mánuðum réðst fólk á mig, beinlínis afskrifaði mig, en ég verð að þakka því fyrir að hafa komið mér af stað aftur.“ „Áttum að fá vítaspyrnu" „Þetta var frábær fyrirgjöf og Sharp átti að geta skallað knöttinn. Hann Kenneth Dalglish, tvöfalt á fyrsta ári. kom hins vegar ekki við hann. Þar var um að ræða gróft brot hjá Steve Nicol á Sharp og dómarinn átti að dæma vítaspymu. Ég er viss um að ég hef rétt fyrir mér þegar við sjáum myndband af leiknum. Þá fannst mér um rangstæðu að ræða þegar Liverpo- ol jafnaði. Ég veit að þetta hljómar sem sárindi hjá mér og vissulega óska ég Liverpool til hamningju með að hafa sigrað tvöfalt. En það em þessi atriði sem gera oft gæfumuninn og því minnist ég á þau,“ sagði Howard Kendall, stjóri Éverton, eftir úrslita- leikinn. Það voru 20 mín. af leik þegar Nicol braut á Sharp innan vítateigs. 1 blöðum er almennt skrifað um að Everton hefði átt að fá viti - verið óheppið að fá ekki vítaspymu. Einnig bent á að sami dómari hafi dæmt úr- slitaleik Liverpool og Everton í Mjólkurbikamum á Wembley 1984. Þá var ekki dæmt víti á Liverpool þegar Allan Hansen sló knöttinn inn- an vítateigs. Jafntefli, 0-0, en Liverpo- ol sigraði síðan 1-0 í öðrum leik liðanna á Maine Road. „Við endum leiktímabilið með ekk- ert í höndunum, engan sigur, en samt hefur leiktímabilið verið mjög gott hjá okkur. En það er vont að hugsa til þess hvaða lið vann tvöfalt,“ sagði Kendall ennfremur. Lið hans varð Englandsmeistari 1985 og Everton lék nú þriðja árið í röð til úrslita i bikar- keppninni. Hins vegar aðeins einn sigur - gegn Watford 1984. Tap fyrir Man. Utd 1985 og Liverpool nú. Ever- ton hefur Ijórum sinnum sigrað í bikarkeppninni. Tíu sinnum leikið til úrslita. Skemmtilegur leikur. Úrslitaleikur Liverpool-liðanna á laugardag er með skemmtilegri úr- slitaleikjum í keppninni. Allir em á því. Liverpool byijaði aðeins betur, lék undan sterkum vindi en síðan náðu leikmenn Everton góðum tökum á leiknum. Gary Lineker skoraði fyrsta markið fyrir Everton á 27. mín. Fékk frábæra sendingu fram völlinn frá Peter Reid, átti létt með að sigra Hans- en á sprettinum. Komst frír inn í vítateiginn. Grobbelaar varði skot hans en hélt ekki knettinum. Lineker náði honum aftur og spymti í markið en Grobbi kom aftur við knöttinn. Heldur óheppinn að veija ekki. Eftir markið var Éverton mun betra liðið, vöm Liverpool allt annað en sann- færandi. Grobbi hafði mikið að gera. Á stundum vom úthlaup hans glæfra- leg en hann var þó maðurinn sem hélt Liverpool á floti. Varði tvívegis hreint frábærlega. Fyrst frá Steven, síðan Sharp. Það hefði verið erfitt fyr- ir Liverpool ef Everton hefði skorað annað mark eins og liðið átti skilið. Hins vegar afskrifar enginn Liverpool fyrr en flauta dómarans hljómar í leikslok. Það tók leikmenn Liverpool langan tima að komast á skrið aftur. Þá varð mikil breyting á stuttum tíma, sem Daninn Jan Mölby átti mestan heiður- inn af. Frábær leikmaður. Á 57. mín. átti hann snilldarsendingu inn fyrir vöm Everton og Ian Rush komst frír að markinu. Lék á Mimms markvörð áður en hann renndi knettinum í markið. Rangstaða ekki til í dæminu. Sex mínútum síðar var Daninn aftur á ferðinni, lék gegnum þéttskipaða vöm Everton. Gaf síðan á Craig Jo- hnston sem skoraði. Snjallir Liverpo- ol-taktar í sex mínútur og það nægði. Úrslit vora raunverulega 'ráðin. Kendall „gamblaði á“ að taka bak- vörðinn Gary Stevens út af á 71. mín. og sendi sóknarmanninn Adrian He- ath inn á. Það heppnaðist ekki og Rush skoraði þriðja mark Liverpool á 84. mín. eftir snjallt upphlaup þar sem vöm Everton var þunnskipuð. Mimms kom ekki við neinum vömum en skömmu síðan varði hann snilldarlega frá Rush. Liðin voru þannig skipuð: Liverpool. Grobbelaar, Nicol, Beglin, Lawrenson, Hansen, Dalglish, Mölby, Rush, Johnston , og MacDonald. McMahon varamaður en kom ekki inn á. Gary Gillespie missti af úrslita- leiknum vegna lasleika. Everton. Mimms, Stevens (Heath), Hauwe, Ratclifle, Mountfield, Reid, Steven, Bracewell, Sharp, Lineker og Sheedy. Talsvert kom á óvart að Reid lék þvi hann hefur átt við erfið meiðsli að striða. hsim Ian Rush, tvö mörk. 25 keppa í Danmörku - á frjálsíþróttamóti 25 manna úrvalshópur íslenskra fijálsíþróttamanna í karla- og kvenna- flokki mun taka þátt í alþjóðlegu ftjálsíþróttamóti í Danmörku dagana 20.-21. júli í sumar - nánar tiltekið á „Stjeme-stevnet" í Lyngby, útborg Kaupmannahafiiar. Þátttakendur verða frá mörgum þjóðum m.a. öllum Norðurlöndimum. Éftír mótið stendur þátttakendum til boða keppnisferð til Sviþjóðar. Möguleiki er á keppni á 6-8 mótum þar fram til 6. ágúst. Engin landskeppni verður í sumar eins og til stóð. Hins vegar er keppt við úrvalslið Skánar, suðurhluta Sví- þjóðar, með landskeppnisfyrirkomu- lagi hér á landi 16.-17. júlí. Þar getur orðið um skemmtilega keppni að ræða enda margt af besta fijálsiþróttafólki Svia frá þessum landshluta. ÓU/hsím. Enskir áfram í Evrópubanni Knattspymusamband Evrópu, UEFA, áikvað á fundi sínum í Zurich á föstudag að útiloka ensk lið frá Ev- rópumótunum þremur á næsta keppnistímabili. Bann á ensk lið var sett eftir atburðina hörmulegu í Brússel á úrslitaleik Juventus og Liv- erpool í Evrópubikamum 1985 þegar 39 áhorfendur létu lifið. UEFA sagði að bann á ensk lið yrði tekið til endur- skoðunar á ný þegar keppnistimabil- inu lýkur 1987. Þegar bannið á ensk lið verður upphafið verður þó Liverpool áfram í banni frá Evrópumótum í þrjú ár. Bann UEFA nær ekki til liða frá Skotlandi, írlandi og Wales. hsim og trimmgallar til æfinga og keppni. íþróttatöskur í mörgum stærðum og gerðum. ÁRMÚLA 36 REYKJAVlK, SlMI 82168 OG 83830.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.