Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 12. MAl 1986. Peningamarkaðurinn tnnlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtiyggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem-fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. E>á ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mesf 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna Qölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í maí 1986 er 1432 stig en var í mars 1428 stig, í febrúar 1396 og jan- úar 1364 stig. í apríl var hún 1425 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. íslenska krónan hefur verið í tals- verðu ölduróti gengisbreytinga helstu mynta í heiminum. Meðalgengi henn- ar gagnvart erlendum myntum hefur þó lækkað minna en oft áður, um því sem næst 3% frá áramótum. Gengislækkun bandaríska dollarans hefur orðið ennþá meiri. Gagnvart krónunni okkar hefur dollarinn lækk- að um 3,6% það sem af er árinu. Myntir annarra helstu viðskiptaþjóða okkar hafa þvert á móti hækkað. Mest hefur japanska jenið hækkað, um 16,3%. Þýska markið hefur hækk- að um 8,3%, franski frankinn um 4,2% og enska pundið um 3%. Þessar mynt- ir ásamt dollamum mynda SDR-safh- myntina. Hún hefur hækkað um 3,4%. Breytingamar hafa meðal ann’ars í för með sér að minna fæst fyrir vörur sem seldar eru á dollaraverði en meira fyrir vörur seldar á verði miðuðu við aðra erlenda gjaldmiðla. Skuldir í dollurum lækka, aðrar hækka. HERB VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01.-10.05. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJÁ sérlista INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ CmAN TIL FRAMLEIOSLU SJANE0ANMALS1) SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10,0 9.0 6mán. uppsogn 12,5 12.9 12.5 9.5 11.0 10,0 10.0 12.0 10.0 12mán.uppsögn 14,0 14,9 14,0 11.0 12.6 12,0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mén. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6 mán. og m. 13,0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 6 mán.uppsögn 1,0 3.5 1.0 3.0 1.0 2.5 1.0 2.5 1.0 3.5 1.0 2.5 1.0 3.0 1.0 3.0 1.0 3.0 INNLÁN GENGiSTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.5 10.0 10.0 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk Danskar krónur 4.5 8,0 4.0 9.5 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 7.5 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 7.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge . kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKU LDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Aö 21/2 ári 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 b.O MÍÍiiiilillil sí 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur- þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Viðskipti „Farmgjöld hafa hækkað allt að 40% - segir Haraldur Haraldsson hjá Andra hf. át „Á síðustu mánuðum eftir að Haf- skip fór á hausinn hafa flutnings- gjöldin hækkað um 20-40%. Síðan hafa rekstrargjöld lækkað á olíu um 50-75% en flutningsgjöldin hafa ekk- ert lækkað," sagði Haraldur Har- aldsson hjá Andra hf. en fyrirtækið flytur út bæði fisk og fiskimjöl. „Það er bara blekking að vera að tala um að farmgjöldin hafi ekki hækkað í erlendri mynt. Evrópu- myntir hafa hækkað um 30% gagnvart íslensku krónunni á síð- asta ári. Loks hefúr olíuverð lækkað en olían er 20-25% af rekstrarkostn- aði flutningaskipa og þá er alveg lágmark að flutningsgjöld lækki um 10-20%. I útflutningi er þetta 184 krónur á tonn. Ef við miðum við ársframleiðsluna á fiskimjöli, sem er um 200 þúsund tonn, en það er að- eins brotabrot af því sem við flytjum út, þá eru þetta 37 milljónir sem munar þar.“ Haraldur sagði að hér við land væru sjaldan laus erlend skip. Út- flutningsaðilar væru því bundnir við að kaupa þessa flutninga af íslensku skipafélögunum. I sambandi við inn- flutning væru engir aðrir möguleik- ar og menn yrðu að gjöra svo vel að borga það verð sem upp væri sett. Haraldur tók sem dæmi um há „Það er hrein blekking að segja að farmgjöld hafi ekki hækkað i erlendri mynt eins og i auglýsingu nýlega," segir Haraldur Haraldsson. flutningsgjöld hér á landi að það kostaði 20-30 dollara á tonnið að sigla með 2000 tonn af fiskimjöli frá Chile til Bremen, sem er um 40 daga sigling með erlendu skipafélagi, á meðan flutningur á sams konar hrá- efni frá íslandi á markað í Evrópu, sem væri 4-5 daga sigling, kostaði 30-36 dollara á tonnið. -EH Eifiðara að ná hag- kvæmum viðskiptum „Við erum í viðræðum við skipafé- lögin um þetta. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og ég vil sem minnst ræða um það,“ sagði Georg Ólafeson verðlagsstjóri varðandi kvartanir þær sem Verðlagsstofhun hefur bo- rist fió ýmsum aðilum í inn- og útflutningi varðandi flutningsgjöld íslensku skipafélaganna. Haft var eftir Georg í blaðaviðtali að menn kvörtuðu yfir því að aukin harka hefði færst í verðlagningu á flutn- ingum til landsins eftir gjaldþrot Hafekips. Kæmi þetta meðal annars fram í stórlega rýrum afelætti hjá skipafélögunum. Ami Reynisson hjá Félagi stór- kaupmanna sagði í samtali við DV að menn teldu sig finna mun á að- stöðu til að gera hagkvæm viðskipti við skipafélögin eftir að Hafekip leið. Nokkrir þeir aðilar sem DV ræddi við höfðu ýmislegt út á íslensku skipafélögin að setja en vildu alls ekki að neitt væri eftir þeim haft. Sögðust þeir vera hálfþartinn undir hælnum á skipafélögunum og við- skiptahagsmunir í húfi. Eða eins og einn innflytjandi sagði, að það væri of kostnaðarsamt að styggja skipafé- lögin því menn gætu átt von á því að þjónustan versnaði skyndilega. -EH Ávísanir teknar í Áfengisversluninni Frá og með deginum í dag, 12. maí, mun Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins taka við ávísunum undir 3. 000 krónum sem er sú upphæð sem banka- ábyrgð takmarkast við. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði í viðtali við DV að hingað til hefði það ekki verið áfengisverslunin sem hafhað hefði ávísunum heldur útibússtjórar á hverjum stað því hing- að til hefðu þeir þurft að bera ábyrgð á tékkunum. „Eina óvissuatriðið er hvort bankamir bera ábyrgð á ávísun- um sem gefnar eru út í röð, ef fyrri ávísunin hljóðar upp á hámarksupp- hæð, þannig að þeir muni ekki bera ábyrgð á seinni ávísuninni. Þetta er ennþá óvissuatriði en til að byrja með mun fyrirtækið þá taka á sig ábyrgð- ina gagnvart útsölustjórunum," sagði Höskuldur að lokum. Helgi Steingrímsson, deildarstjóri tæknisviðs Landsbankans, sagði að samkvæmt reglunum um bankaábyrgð næði hún ekki til ávísana sem gefhar eru út í röð á sama móttakanda. Ef keypt væri fyrir 6.000 krónur og gefh- ar út tvær ávísanir, hvor upp á 3.000 kr., næði bankaábyrgðin strangt 1 tekið ekki til seinni tékkans. „Þí getur orðið talsvert erfitt að fylg þessum reglum eftir nema komi 1 lokunar á reikningi og yfirferð leiði ljós að reikningshafi hefur vísvitan reynt að fara í kringum ákvæði u hámarksupphæð," sagði Helgi Steii grímsson. Enn er því óljóst hvemig fer m« tékkaviðskipti í Áfengisversluninni c hvort fyrirtækið er reiðubúið til e ganga í ábyrgð fyrir þeim ávísunui sem bankamir tryggja ekki. S.Kor Dollarinn niður um 3,6% en jenið upp um 16,3%: Meðalgengið hefur lækkað um 3%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.