Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Skrapdagur hjá Rúnari Þór Konráðssyni, 6 ára, harðduglegum bátasnikkara á Þórshöfn. DV-mynd JGH Skrapar Jóa Jóns Hann Rúnar Þór Konráðsson er orð- inn bátasnikkari þótt hann sé ekki hár í loftinu. Hann er aðeins 6 ára snáði og býr á Þórshöfii. Þessa dagana eru skrapdagar hjá honum, hann skrapar trilluna Jóa Jóns fyrir málningu. „Ég er nú bara að dytta að fyrir hann pabba, hann ætlar að mála bátinn,“ sagði Rúnar með kíttisspaðann á lofti og sló ekki slöku við, enda þarf hann að halda sig við efiúð, eigi Jói Jóns að komast á flot. „Nei, pabbi fer ekki oft út á sjó, hann er vélstjóri í ftysti- húsinu." -JGH Akranes: Fyrstu umferðarljósin Frá Haraldi Bjamasyni, fréttaritara DV á Akranesi: Fyrstu umferðarljósin á Akranesi hafa verið tekin í notkun. Ljósin eru á mótum Kirkjubrautar/Kalmans- brautar og Stillholts en þau gatnamót eru ein umferðarmestu gatnamót bæj- arins cnda fer cll umferð í og úr bænum um þau. Þama hafa á undan- fömum árum orðið margir og harðir árekstrar en með uppsetningu ljó- sanna er vonast til að bót verði þar á. Nýju ljósin em tölvustýrð og ræður umferðarþungi lengd ljóssins hveiju sinni en skynjarar, sem nema umferö, em í um 5 metra fjarlægð irá gatna- mótunum. Þá er einnig rofi fyrir' gangandi vegfarendur að ýta á og hafa þeir því sama rétt og öílamir við þessi ljós. Hýju imferðarljósin á Akranesi. Karpað í svæðis- útvarpinu Þeir sem vilja fræðast um sveit- arstjómarpólitíkina á höfuðborg- arsvæðinu og í nágrenni þess geta lagt við hlustir í svæðisútvarpinu í kvöld. Þá verður fyrsti af átta kvöldumræðuþáttum vegna kosn- inganna 31. maí. í kvöld verður útvarpað frá fundi í Gerðubergi í Reykjavík sem ætlaður er ungu fólki. Sá fundur stendur frá klukk- an 20.30 til klukkan 22.20 og útvarpað verður á FM 90,1. Að sögn Sigurðar Helgasonar, eins umsjónarmanna svæðisút- varpsins, verður venjulegur útsendingartími lengdur um 15 mínútur á dag fyrir pólitíkina í þeim hreppum á svæðinu þar sem ekki em listakosningar. Verður tíminn þá frá 17.03 til 18.15. Síðan verða fyrmefndir átta kvöldþættir. Strax annað kvöld verða mnræður fulltrúa lista á Seltjamamesi og í Grindavík. Á miðvikudagskvöld verða lík- lega fulltrúar lista í Hafharfirði og Sandgerði. Þar á eftir verða kvöldþættir 20. og 21. maí og loks 26., 27. og 28. maí. Ætlun umsjón- armanna svæðisútvarpsins er að efna tál almennra framboðsfunda í Keflavík og á Akranesi. Sjón- varpið heldur aftur á móti fundi fyrir Reykjavík, Kópavog og Hafnarfjörð. HERB Nýr ntstjori Suðurlands Frá Regínu Thorarensen, fréttarit- ara DV á Selfossi: Jón Daníelsson liefur verið ráðinn ritstjóri Suðurlands. Hann vann áð- ur á Alþýðublaðinu og þar úður ú NT jiann stutta tírna sem jiað Jifði. Blaðið Suðurland hefur verið rit> stjóralaust sl. fjóra mánuði en kom út hálfsmánaðarlega eins og venju- !ega. Em miklar vonir bundnar við Jón Daníelsson sem athafhasaman og réttlátan ritstjóra sem hefur stór- an sjóndeildarhring. 1 dag mælir Dagfari IdagmælirDagfari i dag mælir Dagfari Hálfs metra kosning í Firðinum Hafnfirðingar eiga fleiri hæfileika- menn til að stjóma bæjarfélaginu en gengur og gerist í öðrum sveitarfé- lögum. Að þessu sinni er boðinn fram hálfs metra breiður listi við bæjarstjómarkosningamar. Það er að segja kjörseðillinn er hálfur metri á breidd. Á þessum hálfa metra em nöfii á einum 176 Hafiifirðingum sem telja sig til forystu fallnir og skiptast þeir í átta fylkingar. Þessar fylkingar kenna sig við hitt og þetta, til dæmis alþýðu, sjálfstæði, frjálsræði, óhæði, manninn og konur. Nú viH svo til að samkvæmt lögum frá 1907 mega rifur á kjörkössum ekki vera yfir 21 sentímetri, enda sá þá enginn fyrir hvað mimdi gerast í Hafnarfirði nær áttatíu árum síðar. Og það sér hver maður, að kjörseð- . ill, sem er 50 sentimetrar á breidd, kemst ekki ofan í tuttugu og eins sentimetra langa rifu þótt brotinn sé saman í miðju eins og gert er ráð fyrir í lögum. Það er að segja, allir venjulegir menn gera sér grein fyrir þessu en þetta atriði föttuðu Hafii- firðingar náttúrlega ekki fyrr en of seint. Kjörstjómin í Firðinum situr nú á fundum dag og nótt til að finna lausn á þessu vandamáli þvi ekki má vöðla svo dýrmætum seðli saman hvemig sem er og troða honum nið- ur í kassann. En það era ýmis fleiri vandamál á ferðinni þegar svo marg- ir ákveða að bjóða sig fram. Ef kosningaþátttaka verður góð í Hafii- arfirði má búast við að geysilegar biðraðir myndist við kjörklefana. Kjósendur þama þurfa nefiiilega meira en nokkrar vikur til að ákveða hvað þeir ætla að kjósa og því má reikna með að margir hafi ekki gert upp hug sinn á kjördag en mæti samt. Og þama munu þeir hima í standandi vandræðum í kjörklefan- um, naga blýantinn og reyna tvístíg- andi að taka ákvörðun. Enda ekki nema von að menn raglist í ríminu og þarf ekki Hafnfirðinga til. Eða hvaða munur er til dæmis á fram- boði þeirra sem telja sig vera óháða og þeirra sem segjast vera frjálsir. Geta menn verið óháðir en ekki frjálsir, eða frjálsir án þess að vera óháðir? Eflaust er þetta bara hægt i Hafnarfirði. Þá litur þetta nú einfaldara út fyr- ir kosningamar í höfuðborginni. Þar virðist eingöngu ætla að verða kosn- ing milli Daviðs og hinna flokkanna. Hvort einhveijir era með á lista Dav- íðs og ef svo er hveijir það era man ekki nokkur sála og enginn lætur sig það nokkra skipta. Samkvæmt öll- um skoðanakönnunum virðist Davíð ekki þurfa að kvíða neinu um úrslit- in og spumingin aðeins hversu stór sigurinn verður. Framsókn þurrkast auðvitað út enda algjör timaskekkja að sá flokkur eigi fulltrúa í borgar- stjóm. Bryndís og össur verða væntanlega þau tvö fyrir utan Davið sem eitthvað mun bera á á næsta kjörtímabili. Eitthvað fleira fólk verður víst að slæðast með til að fylla upp í töluna en kosning þess skiptir auðvitað engu máli. En þetta er sem sagt í Reykjavík. í Hafiiarfiiði vega menn hver annan af miklum móði, bræður beijast og skipst er á ábúðarmiklum yfirlýsingum í Morgunblaðinu um prófkjör eða ekki prófkjör og hvort fleiri sjálfstæðismenn geti boðið fram en hinir einu sönnu Sjálfstæðis- menn. Ekki er vafi á að kosningabar- áttan verður fiókin í Firðinum og ástæða til að vorkenna aðfluttum Hafnfirðingum sem munu verða fyr- ir upphringingum og heimsóknum frá átta flokkum sem bjóða fram á hálfs metra breiðum kjörseðli. Það er hins vegar óþarfi að kenna i bijósti um þá sem era bomir og bamfæddir á staðnum því þeir era orðnir svo „verseraðir" í alls konar vitleysum og halda bara að þetta eigi að vera svona. Ekki er nokkur vegur að spá fyrir um úrslit þessara kosninga, ekki fyr- ir Dagfara að minnsta kosti. En kjörseðlar upp á hálfan metra lífga upp á kosningamar og þá skipta málefnin ekki svo miklu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.