Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd í algleymingi Þar er ötbiigðin Austantjaldsríki kúga fólk til njósna með hótunum Jón Ormur Halldórsson, fréttaritari DV í Haag: Þriðju kosningamar í 15 ára sögu Bangladesh hafa endað í ólgu og yfirvofandi upplausn. Fréttamenn og hlutlausir aðilar telja að flokkar, hliðhollir ríkisstjóm Ershads hershöfðingja, hafi með að- stoð hersins staðið íyrir stórfelldum kosningasvikum og ofbeldi. Þrátt fyrir þetta virðast stjómar- andstöðuflokkamir hafa fengið lítið færri atkvæði en flokkabandalagið í kringum ríkisstjómina. Heldur uppi merki föðurins Fjöldi stjómmálaflokka tók ekki þátt í kosningunum og hvatti fólk til að sitja heima, en Awalibandalag- ið, er leiddi Bengali til sjálfstæðis frá Pakistan fyrir 15 árum, leiddi sam- steypu flokka, sem tóku þátt í þessum kosningum en herinn hefur stjómað landinu mest í stuttri sögu þess. Leiðtogi Awalibandalagsins er Hazina Wajed, dóttir Mujibur Rah- man, sem leiddi landið til sjálfetæðis með aðstoð Indverja árið 1971. Hann var myrtur fjórum árum síðar og eftirmaður hans á valdastóli var einnig myrtur efitir álíka langa setu við stjómvölinn. Vandamálin gífurieg Óhugsandi er að nota hugtök á borð við hægri og vinstri til þess að útskýra bengölsk stjómmál, en Aw- alibandalagið myndi af flestum mannfallið á ári varla minna en í verstu hungursneyðum Afríku. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er sjaldgæft að sjá fréttir frá Bangla- desh í vestrænum fjölmiðlum. Fæstir vilja af því vita Sérffæðingur í málefhum Bangla- desh skýrði þetta fyrir fréttaritara DV með því að ástandið væri svo óhugnanlegt og svo vonlaust að fæstir vildu af þvi vita, en fátækt þessara 100 milljóna manna er slík að hvomgt stórveldanna hefur nokkum áhuga á landinu. Sérfræðingurinn spáði hins vegar stórfelldri hungursneyð á næstu misserum og kvað áhuga manna þá mundu vakna um stund. Stórfelld þróunaraðstoð og mat- vælaaðstoð við landið á siðustu árum er hins vegar sennilega ein mikilvægasta skýringin á þvi hvem- ig komið er, þar sem aðstoð frá útlöndum hefúr gert valdastétt landsins mögulegt að stjóma og það á kostnað matvælaframleiðslu án þess að til algerrar hungursneyðar hafi komið. Erlend afskipti til bölvunar Þrátt fyrir gífurlegt þéttbýli í landinu em möguleikar til þess að fæða alla landsmenn bara sæmilegir. Afekipti erlendra aðila af þróun landsins hafa sennilega flest orðið því til bölvunar með því að auka ójöfhuð og spillingu og lama inn- lendan landbúnað. Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: „Fólk, er á ættingja austan jám- tjalds, skyldi forðast störf innan „viðkvæmra" greina iðnaðarins," segir Rolf Dolk, öryggisgæslusfjóri hjá sænska fyrirtækinu Saab-Scania, í blaðaviðtali í kjölfar nýjasta njósnamálsins í Svíþjóð er fimm tékkneskum sendiráðsstarfemönn- um var í síðastliðinni viku vísað úr landi fyrir meinta njósnastarfeemi. Þrýstingur að austan Dolk segir að fólk, sem á ættingja í austri, eigi á hættu að vera beitt slíkum þrýstingi að austan að það eigi nánast engra kosta völ annarra en gerast iðnaðamjósnarar. Þeir tékknesku stjómarerindrek- ar, er nú hefur verið vísað úr landi, höfðu meðal annars samið mjög ítar- lega tölvuskrár yfir Svía og land- flótta Tékka í Svíþjóð. Sovétríkin dregist aftur úr Upplýsingar um sænskan iðnað em mjög mikils virði austan jámtj- alds, ekki síst þar sem Sovétríkin og aðrar Austur-Evrópuþjóðir hafa dregist mjög aftur úr í tölvuþróun- inni vegna banns Bandaríkjanna við útflutningi á háþróaðri tækni til Austur-Evrópu. Sænsku öryggislögreglunni tókst að upplýsa tékkneska njósnamálið með því að nota gagnnjósnara. Sænska öryggislögreglan hvatti fólk, er skýrt hafði frá því að það hefði verið beitt þiýstingi að austan, til þess að halda sambandinu áfram og skýra síðan sænsku lögreglunni frá gangi mála. Sænska öryggislögreglan hefur meðal annars varað sænsku fyrir- tækin í rannsóknarbænum Ideon í Lundi, þar sem starfa fyrirtæki í samvinnu við háskólana hér er vinna að margs konar vísindarann- Umsjón: Hannes Heimisson sóknum, við hættunni á að útlend- ingar notfæri sér þessa opnu starfeemi. „Það getur verið erfitt fyr- ir minni fyrirtæki með litla reynslu að gera sér grein fyrir tilraunum til iðnaðamjósna. Við erum nú að und- irbúa menntun í öryggisgæslu fyrir þessi fyrirtæki. Stærri fyrirtæki gera sér yfirleitt betur grein fyrir hæt- tunni,“ sagði Dolk ennfremur. Ahugi á tölvuiðnaði Tékkamir fimm, er vísað var úr landi, höíðu einkum sýnt áhuga á sænskum tölvuiðnaði og tölvunotk- un í ýmsum af þekktustu fyrirtækj- um Svía, svo sem Saab-Scania, Ericsson og Bofors. Hinn hemaðarlegi þáttur njósn- anna var þó ekki talinn mjög alvarlegur. „Fólk, er á ættingja austan jámtjalds, skyldi forðast störf innan „viðkvæmra'1 greina iðnaðarins," segir Roff Dolk, öryggisgæslustjóri hjá sænska stórfyrirtækinu Saab-Scania, en þar er þessi mynd tekin. Hazina Wajed, dóttir Mujibur Rahmans, fyrrum þjóðarleiðtoga Bangladesh, á kosningafundi í höfuðborginni Dakar fyrir skömmu. Hazina er leiðtogi Awalibandalagsins sem er í stjómarandstöðu og átti miklu fylgi að fagna í kosningunum. teljast til vinstri við núverandi her- stjóm sem er hliðholl Bandaríkjun- um frekar en Sovétríkjunum. Vandamál Bangladesh em svo gíf- urleg að flestir er til þekkja em vonlausir um sæmilega tíð þar í landi í nánustu framtíð. Ibúafjöldi landsins er kominn yfir 100 milljónir og landið er aðeins 140 þúsund fer- kílómetrar, eða um þriðjungi stærra en ísland. Ein samfelld byggð En landið er í rauninni ein sam- felld keðja af einum 65 þúsund þorpum sem flest em ó stærð við íslenska kaupstaði. Hungur er meira í landinu en nokkurs staðar annars staðar í veröldinni, talið er að um 70 milljónir manna búi þar við nær- ingarskort af einhverju tagi. Á þessu ári munu fæðast meira en fjórar milljónir bama á þessum litla landskika og að minnsta kosti 700 þúsund böm munu deyja vegna af- leiðingar fátæktar. Á venjulegu ári í Bangladesh er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.