Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. 9 Útlönd Útlönd Japanir undirrituðu skilyrðislausa uppgjöf sína fyrir bandamönnum á dekki orrustuskipsins Missouri þann 2. september 1945. Eftir 30 ár sem sjóminjasafn og i mikilli niðumislu hefur orrustuskipið nú aftur verið tekið i notkun í bandariska flotanum. Orrustuskipið Missouri aftur í gagnið Bandaríska orrustuskipið Missouri var formlega tekið í notkun á ný bandaríska sjóhemum á laugardag, eftir áralanga endumýjun. Missouri tók þátt í átökum Banda- ríkjamanna og Japan á Kyrrahafi á árum síðari heimsstyrjaldar og ávann sér frægð fyrir að vera vettvangur skilyrðislausrar uppgjafar japanska keisaradæmisins undan ströndum Japan þann 2. september 1945. „Endurfæðing flotans" „Endurkoma Missouri er hluti af endurfæðingu bandaríska flotans og auknum styrkleika eftir áralangt skilningsleysi ráðamanna á mikilvægi sterks flotasagði Weinberger vam- armálaráðherra er orrustuskipið var formlega vígt til flotastarfa á ný. Alls kostuðu endurbætumar í Missouri 475 milljónir dollara og hafa margir orðið til að gagnrýna þær gíf- urlegu upphæðir er Reagan stjómin hefur lagt fram til endurbóta gamalla skipa, en Missouri er fjórða banda- ríska herskipið frá dögum síðari heimsstyrjaldar er gert hefur verið upp frá því Reagan tók við völdum. Diane Feinstein, borgarstjóri San Fransiskó, heimahafiiar Missouri, hef- ur lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að borgin skuli vera heimahöfii orr- ustuskipsins og telur það auka líkum- ar á því að hún verði skotmark í stórveldaátökum. Mestu flóð í 500 ár Farþegum á leið til flugvallarins í Bangkok á Thailandi var ráðlagt að gera ráð fyrir að hin venjulega greið- færa 30 kílómetra leið á alþjóðaflug- völlinn gæti tekið að minnsta kosti fjóra klukkutíma að fara vegna gífur- legs úrfellis og flóða í Thailandi um helgina. Veðurfræðingar segja að mesta rign- ingarveður í 500 ár hafi gengið yfir landið um helgina. Yfir 90 prósent höfuðborgarinnar Bangkok vom í gær umflotin vatni eftir rigningarskúr aðfaranótt föstu- dags og á laugardag þar sem úrkoman var yfir 381 millímetrar á einum sólar- hring. Þegar er vitað um fjögur dauðsföll í Thailandi vegna úrkomunnar og ljóst að fjölmargir hafa misst heimili sín vegna flóða. Svissnesk lyf til Chernobyl Töluverðu magni svissneskra lyfja var flogið til svæða í nánd við Chemobyl kjamorkuverið í Úkraínu um helgina. Að sögn svissneskra yfirvalda em lyfin sérstaklega ætluð fómarlömbum geislunar. Sumum fómarlömbum geislunar má hjálpa með því áð skipta um beinmerg með skurðaðgerð. I lok síðustu viku hafði bandarískum og sovéskum beinasérfræðingum tek- ist að framkvæma slíkar skurðaðgerð- ir á 10 af 33 sovéskum borgurum er þurfa að gangast undir mergskipti- aðgerð vegna Chemobyl kjamorku- slyssins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.