Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 48
68*78*58 Hafiz þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hringdu þá í síma 687858. Fyxir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krénur. Fyrir besta firéttaskotið i hverri viku greiðast 3.000 kxénur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allaw sólarhringinn. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Pan-hópurinn: Þrjár thai- lenskar stúlkur á leiðinni „Við erum að semja um að fá þrjár thailenskar stúlkur hingað í sumar til að sýna með hópnum,“ sagði Haukur Haraldsson hjá Pan-hópnum, í samtali við DV. „Það er nóg framboð af þessum stúlkum í Evrópu. Þessar sem við höf- um verið í sambandi við starfa nú við sýningar í Þýskalandi. Það er ekkert mál að fá þær til að koma hingað. Vandinn er bara sá að við komumst ekki yfir að anna öllum þeim beiðnum úm sýningar sem við fáum. Því er enn óráðið hvenær þær thailensku koma,“ sagði Haukur. Haukur sagði að framan af sumri yrði Pan-hópurinn trúlega á ferð um j^gjandið. Eftir það stæði til að fara til Evrópu og sýna á vegum Pan-hópa þar. Haukur taldi líklegast að Pan- hópurinn yrði styrktur með thailensku stúlkunum þremur eftir að þessum verkefiium væri lokið. -GK Vestmannaeyjar: Sjúkralið- amir aftur til starfa? Sjúkraliðar i Vestmannaeyjum, sem hættu störfum 1. maí, hafa krafist þess að launahækkanir nái einnig til þeirra sjúkraliða sem ekki ætla að snúa aftur til starfa. í gærkvöldi kom nýtt tilboð frá bæj- arráði. Það hljóðar upp á að laun sjúkraliða hækki um einn launaflokk 1. september nk. Áður hefúr verið boð- in eins launaflokks afturvirk hækkun frá 1. september síðstliðnum. Sigurleif Guðfinnsdóttir, sjúkraliði í Vestmannaeyjum, sagðist búast við að flestir sjúkraliðanna myndu hefja störf "aö nýju á þessum kjörum. Hins vegar hefðu þrír sjúkraliðar þegar ákveðið að he§a ekki störf að nýju. Krafan væri að þeir fengju þær afturvirku launahækkanir sem í boði væru. Enn hefur ekkert svar borist frá bæjaryfir- völdum um þessa kröfu. -APH Geriö uerösamanburö og pantiö Simi: 52866 LOKI Þetta er auðvitað H-alvarlegt mál Sigurður Líndal iagaprófessor um yfiwinnubann sjómanna: Vafalítið ólögmætt „Það þarf varla prófessor til þess að svara til um þetta. Það nægir að kunna að lesa og skilja íslenskt mál. Allar aðgerðir til þess að knýja fram aðra skipan kjaramála sjó- manna en segir til um í bráðabirgða- lögunum eru bcmnaðar. Yfirvinnu- bann sjómanna í framhaldi af þeim lögum er þess eðlis og vafalítið ólög- mætt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið," segir Sigurður Líndal laga- prófessor. Ríkisstjómin setti bráðabirgðalög á föstudaginn um stöðvun verkfalla farmanna á kaupskipaflotanum. Á gerðardómur að ákveða kjör þeirra. Strax á föstudagskvöld samþykkti fúndur farmanna í Sjómannafélági Reykjavíkur yfirvinnubann frá og með 19. maí og verkfall frá síðasta degi ársins. Yfirvinnubannið tekur til háseta og aðstoðarmanna í vélar- rúmi og nær til að byrja með yfir hafhir við Faxaflóa, nema Akranes og Grundartanga. Komi bannið til framkvæmda munu skip ekki geta látið úr höfn frá því klukkan 17 til klukkan 8 að morgni og ekki um helgar. Því var lýst yfir að yfirvinnubannið væri sett á til þess að mótmæla bráða- birgðalögunum. Málið fer nú vafa- laust fyrir félagsdóm og má vænta þess að hann nái að afgreiða það áður en yfirvinnubannið gengur í gildi- HERB Eliefu þúsund um helgina Um ellefu þúsund manns heimsóttu matarsýninguna í Laugardalshöllinni um helgina. Meðal gesta var Geir Hallgríms- son, fyrrverandi utanrikisráðherra, og kona hans, Ema Finnsdóttir. Þau eru þama að bragða á gómsætum smáréttum frá Isfugli. Lambakjöt var glóðað undir berum himni og vakti það sérstaka athygli. Einnig vakti mikla athygli danski kökugerðarmeistarinn John Krogh, en hann býr til listaverk úr marsipani og fleira góðgæti. Hann verður á sýning- unni fram á fimmtudag. -A.Bj. Stunginn með hnífi í læri Erilsamt var hjá lögreglunni víðs vegar um land um helgina. Ölvun var þó nokkur en engin stórvægileg óhöpp urðu. Lögreglan í Reykjavík var kölluð að Hlemmi kl. 9.30 í gærkvöldi þar sem til átaka kom. Ráðist var að manni og hann stunginn í læri með hnífi. Stungan var ekki það djúp að maðurinn skaðaðist alvarlega. Hann hlaut minniháttar skrámu. Hnífst- ungumaðurinn náðist fljótlega. -sos Veðrið á morgun: Bjartáfram sunnaii' lands Á morgun verður áfram bjart veð- ur sunnanlands, e.t.v. skúrir við suðurströndina. Skýjað verður á annesjum og gengur á með éljum. Hiti verður á bilinu 6-7 stig á sunnanverðu landinu. Fyrir norðan og austan land verður hitastig mun lægra. Eins stigs hiti á Vestfjörðum og við frostmark á Austfjörðum. -ÞJV Rifist um H á Blönduósi i í i i i Félagsmálaráðherra staðfesti í morgun úrskurð yfirkjörstjómar í Austur-Húnavatnssýslu um merkingu framboðslista á Blönduósi. Þar kom upp ágreiningur um listabókstafinn H. Framsóknarmenn og óháðir halda háinu en Alþýðubandalagsmenn og óháðir gerðu tilkall til þess. Undanfarið hafa vinstri menn á Blönduósi borið fram einn lista og haft bókstafinn H gegn D-lista sjálf- stæðismanna. Samstarf vinstri manna, en þeir fengu meirihluta í síðustu kosningum, er ekki lengur fyrir hendi. í kosningunum nú bera þeir fram tvo lista. Alþýðubandalagsmenn og óháðir lögðu fyrr fram sinn lista og báðu um listabókstafinn H en K til vara. En framsóknarmenú og óháðir, sem lögðu fram sinn lista síðar, báðu líka um H og fengu þann bókstaf. Þetta kærðu Alþýðubandalagsmenn og óháðir. Yfírkjörstjóm ákvað að standa við fyrri úthlutun listabókstafa og ráð- herra að standa að baki yfirkjörstjóm. Hann vísar til lagaákvæða um að yfir- kjörstjóm hafi það hlutverk að úthluta listabókstöfum. HERB t t i Omar i vand- ræðum Hinn kunni fréttamaður Ómar Ragnarsson lenti í vandræðum á Reykjavíkurflugvelli er hann þurfti snögglega að skipta um lendingar- braut í aðflugi með dautt á vél, á TF-FRÚ. „Ég var í æfingarflugi, að æfa að koma dautt inn á braut. Upphaflega hafði ég fengið heimild til að lenda á braut 07 en þegar ég kom í aðflugið sá ég að umferð var enn á brautinni og varð ég þá að skipta um braut í aðfluginu,“ sagði Ómar Ragnarsson í samtali við DV. Ástæðuna fyrir þessum mistökum segir Ómar þá að flugumferðarstjóri sá er hann fékk heimild hjá sá ekki um hann í aðfluginu. „Við lærum af þessu að æfingarleyfi skuli vera skriflegt þegar mikil umferð er á vellinum," sagði Ómar. Uppá- koma þessi vakti mikla athygli á Valsvellinum á afmælishátíð þess fé- lags og taldi þulurinn þar að Ómar hefði þurft að nauðlenda. „Þetta var alls ekki nauðlending," voru lokaorð A Ómars. -FRI |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.