Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Side 8
8 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stjórnvöld á Sri Lanka hafa nú hert mjög alla öryggisgæslu í landinu eftir blóðuga helgi þar sem 55 manns létusl í átökum við skæruliða. Vargold á Sri Lanka Vopnaðir lögreglumenn leituðu í gær í bifreiðum á leið til höfuð- borgar Sri Lanka er öryggisráðstaf- anir voru hertar til muna eftir blóðuga helgi. Fimmtíu og fimm manns létust og yfir eitt hundrað særðust í árásum skæruliða Tamíla víðs vegar um landið. Lögreglan sagði að hún myndi styrkja þær sveitir sem eru á verði í höfúðborginni og rannsakaði mjög vandlega bifreiðir er fólk streymdi aftur til vinnu. Öryggisverðir skoð- uðu skilríki og töskur þeirra sem fóru inn í opinberar stofnanir og skrifstofúhúsnæði. Talsmaður ríkisstjómarinnar sagði að skæmliðum hefðí tekist að gera þrjár árásir um helgina vegna þess að öiyggisráðstöfunum hefði ekki verið fylgt nógu vel. Spennan jókst er orðrómur komst á kreik um að skæruliðar hefðu kveikt í ríkisspítalanum. Lögreglan sagði hins vegar að eldur hefði kom- ið upp í tannlæknadeildinni, sem er áfost spítalanum, og að orsökin væri líklega bilun í rafmagni. Einn maður lést og nokkrar skemmdir urðu. Fjöldi þeirra sem létust í árásum helgarinnar fór upp í 555 er sex manns létust á sjúkrahúsi, að því er haft var eftir lögreglu. Þrettán manns létust og yfir fimm- tíu særðust er sprengja sprakk á föstudag í gosdrykkjaverksmiðju rúman kílómetra frá miðborginni. Herflutningalest var gerð fyrirsát og jarðsprengja sprengdi í loft upp bifreið og varð 30 manns að bana. Á laugardag sprakk sprengja í jámbrautarlest í úthverfi Colombo og varð 12 manns að bana og særði 52. Byltingarhreyfing stúdenta, sem er ein af fimm skæruliðahreyfingum, lýsti á hendur sér ábyrgð á árásinni á gosdrykkjaverksmiðjuna og fyrir- sátinni við flutningalestina, að því er haft var eftir indversku fréttastof- unni. Fréttastofan segir að sama hreyf- ing beri ábyrgð á sprengingu í flugvél frá Air Lanka í síðasta mán- uði. í henni fórust 17 manns, flestir útlendingar. Lögreglan segir að maímánuður, sem er heilagur fyrir búddatrúar- menn, hafi verið sá blóðugasti á þessu ári, yfir 130 fallið í árásum skæruliða. Flotaæfingar Kínverja Umfangsmiklar flotaæfingar kín- verska sjóhersins áttu sér stað á vesturhluta Kyrrahafs í síðasta mán- uði og var meginmarkmið þeirra að auka bardagahæfhi og þjálfún sjóliða vegna hugsanlegra átaka við sovéska Kyrrahafsflotann, að þvi er segir í frétt kínversks dagblaðs í morgun. Segir blaðið að sex herskip, þar á meðal tundurspillir og fjölmargar H.6 sprengjuflugvélar, hafi tekið þátt í æfingunum á hafsvæði er náði allt frá Iwo Jima á Vestur-Kyrrahafi til Kína- hafs í austri. Hér mun vera um eina mestu flota- æfingu kínverska sjóhersins á út- höfúnum frá upphafi. Nakasone sendi þing- ið heim Yasuhiro Nakasone, forsætisráð- herra Japan, leysti í morgun upp neðri deild japanska þjóðþingsins, og er tal- ið að forsætisráðherrann muni boða til almennra þingkosninga í landinu innan skamms. Stjórnarandstæðingar hafa lýst yfir andstöðu sinni við hugmyndir stjóm- arflokks Nakasone um kosningar og óttast að sumarkosningar muni aðeins enn auka fylgi ríkisstjómarinnar. Fréttaskýrendur í Tokýo bjuggust við því í morgun að Nakasone lýsti síðar í dag formlega yfir boðun kosn- inga og ér búist við því að 6. júlí næstkomandi verði fyrir valinu, átján mánuðum áður en kjörtímabil núver- andi ríkisstjómar rennur út. Kosningasigur flokks Nakasone í sumarkosningum myndi auka til muna líkumar á að Nakasone yrði endurkjörinn til formennsku í flokkn- um og yrði þar með áfram forsætisráð- herra, en Frjálslyndi flokkurinn, flokkur forsætisráðherrans, heldur flokksþing sitt í október næstkomandi þar sem nýr formaður verður kjörinn. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson Búist er við því að Nakasone, (orsæt- isráðherra Japan, boði formlega til þingkosninga í dag. Brasilíumenn endurnýja gömul kynni Brasilískir knattspymuaðdáendur stöðvuðu bílaumferð í miðborg Gua- dalajara þriðja kvöldið í röð í gærkvöldi er þeir fögnuðu 1-0 sigri landsliðs síns yfir Spánveijum. Þúsundir aðdáenda, bæði brasil- ískir og mexíkanskir, komu saman á torgi einu í Guadalajara, þar sem þeir jusu hveijir aðra og bfla, sem óku fram hjá, með vatni úr gos- brunni sem er á torginu. Fólkið dansaði, söng og veifaði grænum og gulum fána Brasilíu. Brasilískir knattspymuaðdáendur hafa litið á Guadalajara sem sitt annað heimili allar götur síðan í heimsmeistarakeppninni 1970 er Brasilía lék alla sína leiki, nema úrslitaleikinn, þar og varrn sinn þriðja heimsmeistaratitil. Völlurinn var í gær skreyttur með fánum og borðum sem á stóðu setn- ingar eins og „Brasilía og Guadalaj- ara - fullkomin ást“. Pardus -stál prýdir husm Stallað þakstál á aðeins 48°, “ kr. ferm í brúnu. 510, ■ kr. ferm í svöftu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.