Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Side 28
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 36 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Loks skoruðu Eyjamenn - Jafntefli gegn Blikum - Elías Friðriksson tiyggði IBV jafritefli, 1-1, gegn Breiðabliki Frá Friðbimi Ó. Valtýssyni, frétta- manni DV í Vestmannaeyjum: v Jafntefli var sanngjöm úrslit er Vestmannaeyingar fengu Breiðablik í heimsókn hingað til Eyja á laugardag. Hvort lið skoraði eitt mark en staðan í leikhléi var 0-1 Blikum í hag. Leikið var við erfiðar aðstæður. Rigning var á meðan á leiknum stóð og völlurinn því erfiður yfirferðar. Eyjamenn byrjuðu betur og fengu nokkur marktækifæri sem þeim tókst ekki að nýta. Blikar náðu forystunni á 30. mínútu. Þá var hinn eldsnöggi Jón Þór Jónsson felldur innan víta- teigs ÍBV og Þorvarður Bjömsson dæmdi réttilega vítaspymu. Jón Þór skoraði sjálfur úr vítinu af miklu ör- yggí- Þetta mark kom nokkuð gegn gangi leiksins og eftir að það var skorað jafnaðist leikurinn og Blikamir fóm að taka við sér. Fyrsta mark Eyjamanna Eyjamenn, sem ekki höfðu skorað mark í þremúr fyrstu leikjum sínum í 1. deildinni, mættu ákveðnir til léiks í síðari hálfleik. Blikamir voru þó ávallt hættulegir í skyndisóknum sín- um og úr einni slíkri náði Jón Þór Jónsson að skora en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það var síðan á 66. mínútu leiksins að Eyjamenn jöín- uðu. Ómar Jóhannsson tók þá hom- spymu og Elías Friðriksson náði að skalla í mark Breiðabliks af stuttu færi. Eyjamenn áttu síðan nokkur marktækifæri til leiksloka og meðal annars skallaði Lúðvík Bergvinsson í þverslá blikamarksins eftir hom- spymu frá Ómari Jóhannssyni. En heimamönnum tókst ekki að skora og leiknum lauk því með sanngjörnu jafntefli. Lið ÍBV var jafht í þessum leik en greinilegt er að Viðar Elíasson er að komast í sitt gamla góða form en hann byijaði seint að æfa. ÍBV-liðið virðist vera að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun og allt annað var nú að sjá til margra leikmanna liðsins en í undan- fömum leikjum. Sérstaka athygli vakti ungur framherji í liði heima- manna, Ingi Sigurðsson, en hann er aðeins 18 ára og mjög efnilegur leik- maður. Hjá Breiðabliki vom vamarmenn- imir Benedikt Guðmundsson og Magnús Magnússon góðir en Jón Þór Jónsson þó bestur og mjög frískur framlínumaður. Vömin er sterkari hluti Breiðabliks en hins vegar veik- ari hluti ÍBV. Lið ÍBV: Hörður Pálsson, Jón Bragi Amarsson, Viðar Elíasson, Þorsteinn Viktorsson, Elías Friðriksson, Lúðvík Bergvinsson, Jóhann Georgsson, Óm- ar Jóhannsson, Þórður Hallgrímsson, Ingi Sigurðsson, Bergur Ágústsson (Páll Hallgrímsson). Lið Breiðabliks: Öm Bjamason, Ing- valdur Gústafsson, Ólafur Bjömsson, Magnús Magnússon, Benedikt Guð- mundsson, Jón Þór Jónsson, Hákon Gunnarsson, Rögnvaldur Rögnvalds- son (Bjami Frostason) og Guðmundur Guðmundsson. • Omar „lundi" Jóhannsson átti mikinn þátt í marki Eyjamanna gegn Breiðablik og litlu munaði að hann leggði upp annað mark tyrir ÍBV. Varnarleikurinn var í hávegum hafður • Oaníel Einarsson, Víði, (til vinstri) - maður leiksins gegn Þór. Víðismenn nældu sér í eitt stig á kosningadaginn á heimavelli sínum með jafntefli, 0-0, gegn Þórsurum frá Akureyri, í roki og rigningu. Leikur- inn einkenndist af föstum varnarleik svo að lítið varð úr sóknartilraunum og lítið bar því til tíðinda við mörkin. Leikurinn fór um of fram á miðjunni og væri annar aðilinn nær því að sigra voru það Viðismenn en þeim tókst ekki að nýta færin sem gáfust. Bald- vin Guðmundsson, markvörður Daaskrár- Sjon varp. Við leitum að þáttagerðarfóiki. Fóiki sem getur komið fram á skjánum, f beinni og óbeinni útsendingu samið kynningarog unnið að gerð sjónvarps- þátta bœði eftir eigin handriti og annarra. Efþú hefur trú á sjáifum þér í þefta starf, getur unnið sjáifstœtt og ert drífandi og dugiegur sendu okkur þá uppiýsingar um þig. Ef við teijum að þú komir t/i greina sem dagskrár- gerðarmaður, eftir að hafa skoðað þœr uppiýsingar og efni sem þú sendir inn, þá munum við ka/ia áþig í prufutöku og gefa þér kost á að spreyta þig tii reynsiu. Óskað er eftir að menn útbúi um- sóknir um þetta starf eftir eigin höfði, t.d. á myndsnœidum. Umsóknum skai skiiað fyriró. júní tii sjónvarpsins. Umsóknum veitt móttaka á símaaf gre/ðs/u Sjónvarpsins, Laugavegi 176. RIKISUTVARPIÐ Þórs, sá mest fyrir því. Þeir fengu heldur ekki blíðar móttökur hjá vörn norðanmanna. Þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga undan sunnanvindinum tókst Víðis- piltunum ekki að rjúfa varnarmúr Þórsara. Aðeins tvívegis áttu þeir hættuleg skot að marki Þórs: Klem- enz Sæmundsson á 24. mín. en Baldvin varði með glæsibrag og svo átti Mark Duffield þrumuskot af löngu færi en knötturinn smaug rétt utan marksúlu. Sömuleiðis fór knött- urinn fram hjá marki Víðis úr skoti frá Hlyni Birgissyni rétt fyrir hlé. Sama þófið hélt áfram í seinni hálf- leik. Engin grið voru gefin í varnar- leiknum svo sóknartilraunirnar gengu út og suður og nokkur harka fór að færast í leikinn sem Eysteinn Guðmundsson dómari hefði gjarnan mátt taka betur á. Til nokkurra tíð- inda dró því undir lokin. Helgi Bentsson, sem norðanmenn slepptu aldrei auga af, var kominn inn að vítateigslínu í opið marktækifæri. Sigurður Pálsson, nýkominn inn á, sá ekki annað ráð vænna en að fella Helga og fékk auðvitað rauða spjald- ið. Skömmu síðar er Þórður Þorkels- son, inni á sem varamaður í s.h., kominn í skotfæri en sýnist brugðið af Þórsara og fellur kylliflatur innan vítateigs, en líklega hefur dómaran- um fundist sem Þórður léti sig detta svo Þórsarar sluppu með skrekkinn og eitt stig því skömmu síðar lauk leiknum. Varla er hægt að nefna einn leik- mann öðrum fremur, þó má nefna Daníel Einarsson í Víði sem sannaði með afburða góðum leik að hann á hvergi betur heima en í miðvarðar- stöðunni. Lið Víðis: Gísli Heiðarsson, Ólafur Róbertsson, Daníel Einarsson, Björn Vilhelmsson, Vilhjálmur Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Marlc Duffi- eld, Helgi Bentsson, Grétar Einars- son, Klemenz Sæmundsson, Vilberg Einarsson, (Þórður Þorkelsson vm. s.h.). Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Júlíus Tryggvason, Árni Stefánsson, Baldur Guðnason, Nói Björnsson, Halldór Áskelsson, Jónas Róberts- son, Bjarni Sveinbjömsson, Kristján Kristjánsson (Sigurbjörn Viðarsson, s.h.), Hlynur Birgisson, Sigurður Pálsson s.h.), Siguróli Kristjánsson. Gult: Baldur Guðnason, Þór, Daní- el Einarsson, Víði. Rautt: Sigurður Pálsson, Þór. Maður leiksins: Daníel Einarsson. Áhorfendur: 370. emm SeHyssingar á topp 2. deildar - eftir 1-0 sigur gegn Víkingum Frá Sveini Ármanni Sigurðssyni, fréttamanni DV á Selfossi: Það er skammt stórra högga á milli hjá Selfyssingum í knattspymunni. í siðustu viku töpuðu Selfyssingar fyrir 4. deildar liði Hvergerðinga í mjólkur- bikamum en á laugardag gerðu Selfyssingar sér lítið fyrir og sigmðu Víkinga í íslandsmóti 2. deildar á Sel- fossi með einu marki gegn engu og em nú í efsta sæti 2. deildar. Rigning var og nokkurt rok á Sel- fossi á laugardag og aðstæður því nokkuð erfiðar fyrir leikmenn. Vík- ingar vom betri aðilinn til að byrja með en síðan tóku heimamenn við sér og komu meira inn í leikinn. Lítið var um marktækifæri í fyrri hálfleik og ekkert mark var skorað. Það var síðan á 53. mínútu leiksins að Jón Gunnar Bergs komst einn inn- fyrir Víkingsvömina. Brotið var gróflega á honum og vamarmanni tókst að bjarga í hom en ekkert var dæmt. Er knötturinn kom fyrir mark Víkings hafnaði hann í hendi eins vamarmanns og vítaspyma var dæmd. Or henni skoraði Vestmannaeyingur- inn Tómas Pálsson sigurmark leiksins. Þegar á heildina er litið vom Sel- fyssingar sterkari aðilinn í leiknum og Daníel Gunnarsson átti einna best- an leik heimamanna þrátt fyrir að liðið væri jafht þegar á heildina er litið. Hjá Víkingum var Jón Otti Jónsson markvörður einna bestur í jöfnu liði. Hvað gera Selfyssingar? Hið efnilega lið Selfoss er nú á toppi 2. deildar eins og áður sagði og nú er spumingin hvort liðið nær að halda stöðugleika í leik sínum i næstu leikj- um sem er mikilvægt ef árangur á að nást. Víkingar em af mörgum álitnir sig- urstranglegastir í deildinni og þetta tap var því áfall fyrir liðið og framtíð- in verður að skera úr um hvort Víkingur vinnur sæti sitt í 1. deild á ný eftir þetta keppnistímabil. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.