Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 30
38 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNl 1986. ) * • f Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna umsókna um námslán fyrir skólaárið 1986-1987 Námsmenn sem sækja um námslán í fyrsta sinn: Námsmenn, sem hyggjast sækja um námsaðstoð frá LIN skólaárið 1986-1987, eru hvattir til að ganga frá umsóknum sínum sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu sjóðsins að Laugavegi 77, 3. hæð. Námsmenn sem sótt hafa um námslán áður: I maí voru námsmönnum send umsóknareyðublöð sem á voru skráðar grunnupplýsingar úr námsmanna- skrá sjóðsins. Þeir sem ætla að sækja um námslán frá LIN skólaárið 1 986-1987 eru hvattir til að endursenda umsóknir sínar sem fyrst. Lánasjóður íslenskra námsmanna. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Arnarhrauni 21, 1. h„ Hafnarfirði, þingl. eign Daníels Björnssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júní 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Styrking Siglufjarðarvegar í Skagafirði 1986. (50.000 m3, 5 km.) Verki skal lokið 10. septemb- er 1986. 2. Héraðsdalsvegur um Stapasneiðing 1986. (7.000 m3, 0,8 km.) Verki skal lokið 30. septemb- er 1986. 3. Mölburður á Skagavegi í Skagafirði. (2.000 m3, 6 km.) Verki skal lokið 30. júní 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. júní 1 986. Vegamálastjóri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Arnarhrauni 29, 1 ,h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Ernu Hannesdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 5. júní 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Vitastíg 1, Hafnarfirði, þingl. eign Björgvins Halldórssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs, Sveins H. Valdimarssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júni 1986 kl. 15.00. __________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Eyrartröð 4, Hafnarfirði, þingl. eign Aðalsteins Sæmundssonar, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands og Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júní 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Melabraut 22, Hafnarfirði, þingl. eign Hafnfirðings hf„ fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júní 1986 kl. 16.00. _________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Sléttahrauni 30, 1 .h.t.h„ Hafnarfirði, þingl. eign Kristjáns Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júní 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Gönguleiðir í ná- grenni Reykjavíkur Það er býsna algengt að heyra menn fárast yfir hrjóstrugu um- hverfi Reykjavíkur, og á það aðeins við um nokkur svæði en þau er fá. I nágrenni Reykjavíkur er margt hægt að skoða og ýmislegt getur komið á óvart því af nógu er að taka. Hægt er að skoða Eldtraðir, Marard- al, Dyraveg, Skálafell, Búa og Kolviðarhól, Esjuna, Þórufoss, Brynjudal, Botnsdal, Vífilfell og Reykjanesfólkvanginn, svo eitthvað sé nefnt. Margir halda að ekkert sé að sjá í nágrenni Reykjavíkur, aðeins Esj- una og svo búið. Eða eins og Reykvíkingur einn sagði: „Það er hægt að sjá Esjuna út um gluggann og það er mér nóg, enda held ég að varla sé nokkuð annað að sjá, það skil ég ekki.“ Þessum Reykvíkingi varð greinilega á í messunni og skal nú greint frá því í nokkrum orðum. Eldtraðimar eru suðaustur frá Vífilsstöðum og blasir við allmikil hæð. Þetta er norðvesturendinn á Vífilsstaðahlíðinni, sem er í rauninni Þórufoss í Laxá i Kjós er tignarlegur þar sem hann fellur niður í hyl sem iðar af lifi þegar líður á sumarið. En skiltið sem bendir á fossinn hefur orðið fyrir barðinu á skotglööum mönnum. Það er margt hægt að finna i fjörðunum við Reykjavík, hvort sem það eru skeljar, steinar eða eitthvað annað. Víöa er góð myndamótíf að sjá og stundum þarf bara fiskhjalla til. DV-myndir G. Bender myndarlegur háls. En sjálf hlíðin verður suðvestan í hálsinum. Þar liggur hraun með hlíðinni. Milli hrauns og hlíðar er valllendisræma við hlíðarfótinn og er þama ein skemmtilegasta gönguleið sem til er. Vífilsstaðahlíðin er nú orðin hluti af Heiðmörkinni. Sé haldið hlíðina á enda, blasir við lítill hnjúkur í suðaustri sem Búrfell heitir. Þennan hnjúk ættu menn að skoða, því að hann er býsna óvenju- legur, auk þess sem leiðin þangað liggur um Gjáarrétt, en þar em gjár einkennilegar og fjárhellar gerðar- legir í nánd, sem segja smásögu úr atvinnulífinu. Marardalur heitir sporöskjulöguð dæld vestan undir rótum Hengilsins, beint undir Skeggjanum, en Skegg- inn er hæsti hluti Hengilsins og sá sem mest ber á fxá Reykjavík. Þessi dalur var lengi mikið sóttur af skemmtiferðafólki úr Reykjavík og nálægum sveitum á hestaöldinni. Úr Marardal er ekki langt að Þing- vallavatni um Skeggjadal og Spor- helludal, sem em tveir þessara ljómandi smádala, sem mikið er af umhverfis Hengilinn og gera allt það svæði eitt hið ákjósanlegasta skemmtigönguland. I Marardal er best að fara af gamla bílveginum í Svínahrauni ofanverðu, á móts við Húsmúlann neðanverðan, fara vest- an undir honum um Norðurvelli og Engidal og verður þá til einstigið í Marardalinn. Þegar ekið er um Hellisheiðina og komið austur að Smiðjulaut verður fiall á hægri hönd kippkom til suð- urs sem heitir Skálafell. Óvíða á íslandi mun vera hægt að fá meira útsýni en af Skálafelli. Þaðan sést yfir Faxaflóa, Snæfellsnes vestur á Jökul, Esjuna og fjöllin austur af henni og norður á meginjökla í miðju landsins. Suðurlandsundir- lendið blasir við og ströndin, Hekla og Eyjafjallajökull, Vestmannaeyjar og Þorlákshöfii. En hafið þar liggur því nær fyrir fótum manns. Utivist Gunnar Bender Undir Hellisskarðinu upp af Kol- viðarhóli, rétt hjá leifúnum af skíðastökkbrautinni utan við Þver- fell, stendur steinn, sem vegna gervileika mætti þó fremur klettur kallast. Heitir hann Búasteinn og er kenndur við Búa nokkum And- ríðarson frá Esjubergi, kappa mikinn úr Kjalnesingasögu. Esjan setur mestan svip á um- hverfi Reykjavíkur. Henni þarf ekki að lýsa. Hana hafa allir fyrir augun- um sem Reykjavík heimsækja. Hitt má minna á að Esjan og allir dalir hennar em hin mesta paradís, öllum þeim sem eftir útilífi sækjast. Norðan Esju og sunnan Hvalfjarð- ar er Kjósin, umlukt tignarlegum fjöllum, hálsum, heiðum og hafi. I Kjósinni er hægt að skoða margt, eins og Meðalfell, Reynivallaháls, Kirkjustíg, Þórufoss, Maríuhöfh, Brynjudal, Glym og Iæggjabrjót. Upp af Sandskeiðinu er Vífilsfell, það þekkja margir. Suðaustan Víf- ilsfells liggur Jósepsdalur. Átta sveitarfélög hafa sameigin- legan fólkvang á Reykjanesi. Hann nær frá Heiðmerkurgirðingunni í Vífilsstaðahlíð suður á Krísuvíkur- berg og frá Höskuldarvöllum, norðaustan Keilisins, austur í Grindaskörð, en þar tekur Bláfjalla- fólkvangurinn við og nær hann austur á Bláfjöll og Vífilsfell. Við munum seinna segja bétur frá Reykjanesfólkvangi. Við endum við sjóinn. Kemur þá vandinn að velja hvað nefna skal. Ég nefni leiðina frá Gufunesi, neðan Korpúlfsstaða í Blikastaðakró en þar kemur Korpúlfsstaðaáin, Úl- farsáin, til sjávar. Þá er Arnames- vogurinn að sunnan og leiðin með sjónum út í Gálgahraun gegnt Bessastöðum. Ekki má sleppa Gróttu, Kotagranda við Seltjöm og Bakkatjöm á Seltjamamesi. Em þetta nú friðlönd orðin, en umferð heimil nema um Gróttu um varptím- ann, 15. maí til 1. júlí. Rétt er að minna á Öskjuhlíðina, Öskjuhlíðar- skóginn og Fossvogsbakkana. Á þessum stöðum, sem við nefnum, sést að í næsta nágrenni Reykjavík- ur, sumsstaðar bak við hijóstmga ása, biða blómum skrýddar göngu- leiðir þar sem viðáttan og kyrrðin taka við. Væri ekki rétt að reima á sig gönguskóna og labbbbbbbbba. Heimild: Stiklað á grein Eysteins Jónsson, fyrrverandi formanns Nátt- úmvemdarráðs, Gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.