Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Qupperneq 40
48 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Andlát Ágústa Hallmundsdóttir, Grettis- götu 20A, lést 29. maí. Árni Ámundason, Ljósvallagötu 30, andaðist í Landakotsspítala fímmtu- daginn 29. maí sl. Herborg Hjelm, Vesturbergi 6, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. júni kl. 13.30. Útför Leifs Guðmundssonar, Rauða- gerði 10, fyrrv. forstjóra Mjólkurfé- lags Reykjavíkur, verður gerð frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 3. júní kl. 13.30. Guðrún Egilsdóttir, Furugrund 4, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag 2. júní kl. 15. Tilkynningar Arnesingafélagið í Reykjavík fer í hina árlegu gróðursetningarferð að Áshildarmýri á Skeiðum þriðju- daginn 3. júní. Lagt verður af stað frá Búnaðarbankahúsinu við Hlemm kl. 18 og gert er ráð fyrir að koma til baka um kl. 23. Félagsmenn eru eindregið hvattir tii að taka þátt í ferðinni. Minningarkort Áskirkju Minningarkort safnaðarfélags Ás- kirkju hafa eftirtaldir til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742, Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775, Þjónustu- íbúðir aldraðra, Dalbraut 27, Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guð- rún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, og verslunin Kirkjuhúsið, K,lapp- arstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkju- vörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. Nemendur húsmæðraskólans að Löngumýri Skagafirði veturinn 1955 56 ætla að hittast í Reykjavík 7. júní nk. Nán- ari upplýsingar um stund og stað veita Fjóla í síma 73718 og Eyrún í síma 38716. Héraðssambandið Skarphéð- inn Sambandsráðsfundur verður haldinn að Laugalandi í Holtum fímmtudag- inn 5. júní kl. 21. Seturétt á fundinum eiga stjórn og varastjórn HSK, for- menn allra nefnda og aðildarfélaga. Mjög áríðandi er að allir mæti sæmi- lega vel undirbúnir. Á þessum fundi verða tekin fyrir mikilvæg mál og því, eins og fyrr segir: mætum öll sem eigum að mæta. Jtimarkaður Fríkirkjunnar Reykjavík 'erður haldinn föstudaginn 6. júní ík. og hefst kl. 9 árdegis fyrir utan árkjuna. Þær konur sem ætla að ;efa á útimarkaðinn vinsamlegast comi því til kirkjunnar fimmtudag- nn 5. júní eftir kl. 17. Ferðalög Utvarp Sjónvarp Ferðafélag Islands Miðvikudag 4. júní kl. 20. Heiðmörk - skógræktarferð. Takið þátt í að fegra reit Ferðafélagsins i Heiðmörk. Ókeypis ferð. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Stjórn- andi: Sveinn Ólafsson. Þórsmörk helgarferð 6.-8. júní. Dvöl í Þórsmörk milli ferða er ódýrasta sumarleyfið. Enginn sér eftir kynnum við sitt eig- ið land. Ferðafélagið stuðlar að því að slík kynni takist. Allar upplýsing- ar á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Tapað-Fundið Ullarkápa tapaðist Brúnleit ullarkápa var tekin í mis- gripum föstudagskvöldið 23. maí á Café Gesti. Sá sem hana tók skili henni vinsamlegast aftur þangað eða hringi í síma 32865 (Lilja). Kvenmannstaska tapaðist Svört kventaska úr leðri með seðla- veski með skilríkjum, myndavél og fleiru tapaðist á fjórða tímanum að- faranótt sunnudagsins við Austur- völl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 687700 eða 11279 (Dóra). Leiðrétting Leiðrétting á áður birtum úrslitum í atkvæða- talningu í Reykhólaprestakalli, Barðastrandarprófastdæmi, en prestkosning fór þar fram 10. apríl sl. Réttar tölur eru þessar: Alls kusu 134 af 258 sem voru á kjörskrá. Um- sækjandinn, sr. Bragi Benediktsson hlaut 129 atkvæði en 5 seðlar voru auðir og var hann kosinn lögmætri kosningu. Ymislegt Tómstundastarf fyrir fötluð ungmenni A vegum Vinnuskólans í Kópavogi verður í sumar boðið upp á tóm- stundastarf fyrir fötluð ungmenni. f fyrrasumar hófst þetta starf og tókst með ágætum og var vel tekið af föt- luðum og aðstandendum þeirra. Kópavogsbær hefur styrkt þessa starfsemi með sérstakri fjárveitingu. Tómstundastarfið miðast við að þetta fólk eigi ekki möguleika á al- mennu tómstundastarfi sökum fötl- unar sinnar. Þetta starf verður í júní og júlí en leiðbeinandi er Andri Örn CÍausen leikari. Nánari uppl. og inn- ritun eru í síma 44461 virka daga milli kl. 9 og 16. Starfið hefst 9. -13. júní. Líf og fjör í Grófinni -Loksins laugardagsmarkaður eftir 200 ára bið. A laugardögum milli kl. 10 og 16 verður nýstárlegur markað- ur í porti Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Laugardagsmarkaður í Grófinni á sér engan líka, þar hjálpast allir að við að móta laugardagsmarkaðs- stemmninguna og allt milli himins og jarðar getur gerst. Látið til ykkar taka og verið báðum megin við borð- ið. Þegar hafa margir tilkynnt þátttöku sína í alls konar uppákom- um fyrir börn og fullorðna. Nánari upplýsingar í símum 19560 og 1^260. Margt gera menn sér þarna til gam- ans t.d. verður barnabíó, vísnasöng- kona syngur, spákona verður á staðnum, andlitsteiknun, bekkjabíll fer skoðunarferð um borgina og Sigurður Þórólfsson skipamódelsmiður: Kosningasjónvarpið í betra lagi Ég fylgdist nokkuð með sjónvarp- inu um helgina, þó lítið á föstudags- kvöld nema ég náði vestranum sem þá var síðastur á dagskrá. Mér finnst alltaf dálítill sjarmi yfir þessum gömlu svarthvítu vestnim og ágætt að fá þá við og við. Annars var hálf- gerð hlutverkaskipting þarna fannst mér, Cagney er vanur að vera vondi gæinn en Bogart sá góði. Þama snerist það við. Mikil hörmung var að þurfa að horfa á írska alþýðutónlist í Kína áður en kosningasjónvarpið hófst. Til hvers í ósköpunum er verið að pína fólk til að horfa á þetta og draga úr þvi allan mátt fyrir komandi vökunótt. Jú, ég sá eina fallega rútu í þessum þætti, það var það eina sem vakti áhuga minn. Mér þætti tölu- vert áhugaverðara að sjá Stuðmenn í Kína. Nú, svo kom kosningasjónvarpið, þar sem tölvan var aðalpersóna númer eitt, tvö og þrjú. Svei mér ef hún var ekki kynnt með nafni. Hún stóð sig líka bara vel og var kosn- ingasjónvarpið í betra lagi að þessu sinni, mikið hefúr því farið fram síð- an í gamla daga þegar sjónvarps- menn sátu með sveittan skallann við reiknivélar og útkoman var hálfgert „kaos“, I gær sá ég knattspymuleikinn milli Spánverja og Brasilíumanna og fannst hann bráðskemmtilegur, það er alltaf gaman að Brasilíu- mönnunum, þeir em svo léttir á sér. Ég er Hklega svona meðal knatt- spymudýrkandi. Þó ekki meiri en svo að ég verð hálffúll ef fréttum er seinkað um klukkutíma vegna fót- boltaútsendingar. Útvarpshlustandi er ég ekki sér- lega mikill. Verð þó að segja að við stöndum og föllum með rás 1. Rás 2 heyri ég sjaldan, Svæðisútvarpið aldrei. Ég hef ekki tíma til þess alls. Og ekki batnar það þegar fleiri út- varps- og sjónvarpsstöðvar spretta upp í haust. Ætli það endi ekki með því að við köfhum í fjölmiðlum. -BTH 10 ára afmæli Brúðubílsins Leikhúsið Brúðubíllinn á 10 ára af- mæli í sumar. Þetta útileikhús ferðast milli gæsluvalla borgarinnar í júnímánuði ár hvert og kemur tvisvar á hvern gæsluvöll á því tíma- bili. í sumar verða sýndir tveir einþáttungar sem hver um sig tekur hálfa klukkustund. Sá fyrri heitir Brúðubíllinn 10 ára, sem er blönduð dagskrá, bæði nýtt efni og valið efni frá fyrri sýningum. Seinni einþátt- ungurinn heitir Úlfurinn og kiðling- arnir sjö í leikgerð Helgu Steffensen. Sigríður Hannesdóttir semur vísurn- ar en báðar stjórna þær brúðunum og ljá þeim raddir sínar ásamt leikur- unum Erni Árnasyni, Aðalsteini Bergdal og Þórhalli Sigurðssyni en hann er einnig leikstjóri hljóðbands- ins. Það er tekið upp hjá Ljósum punktum. Fyrsta sýning Brúðubíls- ins verður í dag, 2. júní. Hann var á Dunhaga í morgun en verður kl. 14 í Hólmgarði. 3. júní kl. 10 í Iðufelli, kl. 11 í Safamýri og kl. 14 á Kambs- velli. 4. júní kl. 10 í Ljósheimum, kl. 11 í Safamýri og kl. 14 á Njálsgötu. 5. júní kl. ,10 á Vesturgötu, kl. 11 Vesturv. og kl. 14 Yrsufell. 6. júní kl. 10 Faxaskjól, kl. 14 Sæviðarsund og kl. 15 Barðavogur. margt fleira verður um að vera. Geysifjölbreytt vöruval á markaðn- um, Djúsbarinn sér um að slökkva þorstann. NEC C H A N N E L 07.45,08.15,09.00,09.45,1U.45, 11.30,12.15 Sky Trax 13.15 Skywaysdrama 14.05 FTV Special Preview Fashion Special 15.00,15.45,16.30 SkyTrax 17.30 The Tales of Wells Fargo western/adventure 18.00 The Lucy Show comedy 18.30 Green Acres comedy 19.00 The New Dick Van Dyke Show comedy 19.30 The New Candid Camera Show comedy 20.00 Vegas action/adventure 20.50 Knickerbocker Holiday film 22.10,22.55 SkyTrax 23.40 Closedown Rafeind og Sky Channel bjóða nú Islendingum upp á 16 tima sjónvarps- dagskrá á dag. Fullkominn móttökubúnaður kostar 200.000 kr. Tilvalið fyrir fjölbýlishús og aðra þá sem hafa sameiginlegt loftnet fyrir íslenska sjónvarpið. í slíkum tilvikum þarf aðeins að tengja beint inn á loftnetskerfið. DÆMI: 25 íbúðir: 200.000/25=8.000 kr. á íbúð. pocciNn i\i mzii nJ Ármúla 7, Rvík. Sími 68-78-70 Ókeypis ráðgjöf hjá Bygg- ingaþjónustunni Mannlíf er gott á Islandi. Náttúra landsins er sérstök og fögur, eða svo finnst okkur Islendingum að minnsta kosti. En það er ekki öllum gefið að sjá fegurð mannlífsins eða umhverfis okkar. Það eru kannski þessir hversdagslegu hlutir sem byrgja okkur sýn. Er það kannski íbúðin eða garðurinn, lóðin bak við hús, skemmdir að koma í ljós á húsinu, ljótir litir á húsunum í nágrenninu, lita- og efnisval í vistarverum okkar, heima eða á vinnustað? Svona væri lengi hægt að spyrja. En hvað er til ráða? Svör við þessum spurningum og ótal mörgum íleiri er hægt að fá hjá Byggingaþjónustunni. Þar eru arkitektar til viðtals með ókeypis fagurfræðilega og tæknilega ráðgjöf á hverjum miðvikudegi kl. 16-18 all- an ársins hring. Á hverju vori koma svo landslagsarkitektar til liðs við Byggingaþjónustúna og eru einnig með ráðgjöf á miðvikudögum kl. 16 18. Þessi þjónusta verður út júní- mánuð í ár. Byggingaþjónustan er til húsa í Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins Þriðjudaginn 13. maí sl. var stofnuð Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins og voru stofnendur eftirtaldir aðilar: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Stéttarsamband bænda, Búnaðarfé- lag Islands, Landbúnaðarráðuneyt- ið, Mjólkursamsalan í Reykjavík, Osta- og Smjörsalan, Búvörudeild SÍS, Sláturfélag Suðurlands og Sam- tök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Auk þessara aðila mun verða leitað eftir þátttöku mun fleiri félaga, stofnana og fyrirtækja sem starfa í landbúnaði og þeir aðilar sem ákveða þátttöku fyrir 1. júli munu taldir sem stofnaðilar. Verkefni Upp- lýsingaþjónustu Landbúnaðarins verður kynningar- og fræðslustarf um landbúnaðinn og framleiðsluvör- ur hans. Meðal annars mun Upplýs- ingaþjónustan gefa út fréttabréf, annast útgáfustarfsemi ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðildarfé- lögin og hafa samstarf við fjölmiðla um málefni landbúnaðarins. Þá mun hún veita almenningi upplýsingar um landbúnaðinn og afla upplýsinga um bæði íslenskan landbúnað og landbúnað annarra landa eftir því sem kostur er. I stjórn Upplýsinga- þjónustu Landbúnaðarins voru kosnir: Guðmundur Stefánsson, Óskar H. Gunnarsson, Hákon Sigur- grímsson, Magnús Friðgeirsson og Guðmundur Sigþórsson. Skagaströnd heitir núna Skagaströnd Skagstrendingar kusu ekki aðeins' um hverja þeir vildu fá í sveitarstjóm heldur líka um nafn á sveitarfélaginu. Fyrir kosningar hét staðurinn Höfða- kaupstaður en yfirgnæfandi meiri- hluti, eða tvöhundruð og ellefu manns, vildi breyta nafiiinu í Skagaströnd. Tuttugu og sjö vildu halda gamla nafiiinu en sextiu kusu þriðja mögu- leikann, að nota bæði nöfhin jafnt. En úrslitin em ótvíræð og Skaga- strönd heitir núna formlega Skaga- strönd. -VAJ Nýtt fiskverð Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað nú um helgina nýtt fiskverð. Hið nýja fiskverð mun gilda frá 1, júni til 31. desember 1986. Samkomulag varð um þessa ákvörð- un í yfimefndinni. Ákveðið var að verð á þorski hækki um 0,7%, á ýsu og ufsa um 2%, á karfa um 4% og verð á grálúðu um 7%. Fulltrúar sjó- manna og útvegsmanna hyggjast einnig gera samkomulag um það á næstunni að hlutfall skiptaverðs af heildarverði við heimalöndun hækki úr 70% í 71% frá 1. september næst- komandi. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.