Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Viðskipti Útvegsbankaskýrslan: llla stödd fýrirtæki á framfæri ríkisbankanna - Jón Þorsteinsson skýrsluhófundur vill ekki nefha þessi fyrirtæki I Otvegsbanka/Hafskips-skýrsl- unni, sem birt var nú í vikunni, segir á einum stað: „í framhaldi af þessu skal vakin athygli á að það tíðkast nokkuð hjá ríkisbonkunum að fleyta á&am stórum, illa stæðum atvinnu- fyrirtækjum, sem hafa fjölda manns í vinnu og njóta stuðnings margra hagsmunaaðila, sem eiga mikið und- ir því að reksturinn haldi áfram...“ Hér er um alvarlega fullyrðingu að ræða og Jón Þorsteinsson lög- maður, sem er einn af nefhdarmönn- um sem sömdu skýrsluna, var spurður um hvaða fýrirUeki væri hér átt við. „Við nefnum ekki þessi fyrirtæki, enda tel ég okkur ekki skylt að standa í einhverjum frekari útskýr- ingum né að svara gagnrýni á okkar skýrslu. Hitt er annað mál að við hefðum ekki tekið þetta fram í skýrslunni ef þetta væri ekki rétt og við stöndum að sjálfsögðu við þessa fúllyrðingu," sagði Jón. Samkvæmt heimildum DV vildi Jón Þorsteinsson vera enn harðorð- ari í skýrslunni en raun varð á. Aðspurður sagðist hann ánægður með skýrsluna. „Hitt er annað mál að það komu stundum upp nokkrar umræður um orðalag skýrslunnar innan nefndarinnar en ég hef skrifað undir hana og er ánægður," sagði Jón Þorsteinsson. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins, var spurður hvort hann kannaðist við þessi illa stöddu stórfyrirtæki á framfæri ríkisbank- anna en hann neitaði með öllu að ræða það mál. -S.dór. Útvegsbankamálið: ,jTek á mig mína ábyrgð“ - segir Jónas RafnarT fýrrum bankastjóri Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%» hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 8-9 Bb.Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10 Ab.lb.Sb. 6 mán. uppsögn 10-15 Sp.Vb Ib 12 mán. uppsögn 11-15.75 Sp Sparnaður- Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 3-7 Ab.Sb Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 12 Bh.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.5-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8.75-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7.5-9 Ib.Vb ÚTLÁNSVEXTIR % lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 16.25 Ab.Úb.Vb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/19.5 Almenn skuldabrcf (2) 15.5-17 Ab.Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikning.(yfirdr.) 15.25-18 Ab.Sp.Vb Lltlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4-6.75 Ab Til lengritima 5-6,75 Ab Útlán til framleiðslu ísl. krónur 15-16.25 Ab.Lb. SDR 8 Sp.Úb.Vb Allir Bandaríkjadalir 7.5 Allir Sterlingspund 12.75 Allir Vestur-þýsk mörk 6.25 Allir Húsnæöislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5 Oráttarvextir 27 VÍSITÚLUR Lánskjaravisitala 1517 stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnur m.v. 100 nafnverðs: Almennartryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. „Ég ætla ekki að þvo hendur mínar af þessu ináli því auðvitað er það stjóm bankans sem ber ábyrgð þegar allt kemur til alls. Hitt er svo annað mál að ég er fjarri því að vera ásáttur með allt það sem kemur fram í þessari skýrslu," sagði Jónas Rafhar, fyrrum bankastjóri Útvegsbankans, í samtali við ÐV . Jónas sagðist ekki hafa skoðað skýrsluna til hlítar og því ekki tilbú- inn til að fara ofan í einstök atriði. Auk þess sagðist hann ekki ætla að reka sitt mál hvað þetta varðar í fjöl- miðlum. „Ef við bankastjóramir verðum dregnir til ábyrgðar, þá mun ég verja mitt mál á réttum vettvangi," sagði Jónas. Hann var spurður um það sem gengur í gegnum alla skýrsluna og er höfuðásökunin á hendur bankastjór- unum að þeir hafi ekki fylgst með ástandinu hjá Hafskip? „Auðvitað fylgdumst við með, en það er ef til vill matsatriði hve grannt á að fylgjast með hverjum viðskiptavini bankanna hverju sinni, en eins og ég sagði áðan vil ég sem minnst tjá mig um málið í fjölmiðlum og ekki síst vegna þess að ég hef ekki kynnt mér efni skýrslunnar nægjanlega vel,“ sagði Jónas Rafhar. -S.dór Nokkrir meðlimir stjórnar Hlutabréfasjóðsins hf., frá vinstri dr. Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri, Baldur Guðlaugsson, hæstaréttariögmaður og stjórnarformaður Hiutabréfasjóðsins hf., Þorsteinn Haraldsson, endurskoö- andi og framkvæmdastjóri Hlutabréfasjóðsins hf., og dr. Pétur H. Blöndal framkvæmdastjóri. Hlutabréfasjóðurinn hf. nýtt fjárfestingarfélag Fjáríestingarfélagið Hlutabréfa- sjóðurinn hf., hið fyrsta sinnar tegund- ar hér á landi, hefur verið stofnað í Reykjavík. Mun félagið fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum þeirra fyrirtækja sem líklegust þykja til að skila góðri ávöxtun á hverjum tíma. Verður félagið opið bæði einstakl- ingum og lögaðilum. Hlutabréfakaup einstaklinga verða íirádráttarbær frá skatti næsta ár upp að vissu marki, ef keypt er fyrir áramót. í fréttatilkynningu frá fjárfestingar- félaginu segir að tilgangurinn með stofnun þess sé að veita einstaklingum tækifæri til góðrar ávöxtunar í hluta- bréfum, að veita auknu fjármagni inn í arðbær atvinnufyrirtæki og að örva hlutabréfaviðskipti hér á landi. í ár verður að minnsta kosti 30 pró- sent af ráðstöfúnaríé Hlutabréfasjóðs- ins hf. notað til kaupa á hlutabréfum en þetta lágmarkshlutfall hækkar síð- an um 5 prósent á ári þar til það nær 45 prósentum af heildaríjármagni. Annað ráðstöfunarfé verður notað til fjárfestingar í skuldabréfum atvinnu- fyrirtækja. Hlutabréfin eru seld í einingum að nafnverði kr. 10 000, kr.50 000 og kr. 100.000. Verða þau seld á nafnverði fyrstu dagana, en frá og með þriðju- deginum 18. nóvember og fram til áramóta hækkar gengi þeirra daglega miðað við 15 prósent ársvexti. Framkvæmdastjóri Hlutabréfasjóðs- ins hf. er Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi. . IBS Dalvík: Fiskmarkaður í uppsiglingu (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankii i, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- imir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðjnn birtast í DV á fimmtudög- um. „Það er rétt að við erum að skoða það í fúllri alvöru að koma upp fisk- markaði fyrir Norðurland á Dalvík. Nú þegar er Dalvík orðin miðstöð fyr- ir gámaútflutning frá Norðurlandi, þ.e. að þangað er safnað í gáma fiski sem svo er fluttur út. Þess vegna telj- um við að hér sé heppilegur staður fyrir fiskmarkað sem auðvitað kemur á Norðurlandi eins og annars staðar. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma þessu í kring,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, í samtali við DV. Mikill áhugi virðist vera víða á fisk- markaði og er búist við að þeir verði 5-6 á öllu landinu eftir einhvem tíma. Kristján sagði að höfhin á Dalvík væri ágæt en aftur á móti væri ekkert hús til fyrir fiskmarkað og landrými við höfnina ekki til staðar. Fara þyrfti nokkuð frá henni ef reisa ætti mark- aðshús en það væri í sjálfu sér ekkert stórmál. Það væri aftur á móti lega Dalvíkur sem hefði mest að segja í þessu máli. Þess má og geta að færeysk/íslenska skipið Austfar er nú með reglubundn- ar ferðir til og frá Dalvík sem aftur hefur orðið til þess að bæði Ríkisskip og Eimskip hafa fjölgað ferðum sinna skipa til Dalvíkur. Þetta hefur valdið því öðm ffernur að Dalvík er orðin miðstöð gámaútflutnings frá Norður- landi. -S.dór Hveitimylla að rísa við Sundahofn: Bakarar undrandi „Þetta var rætt á félagsfundi hjá okkur síðastliðinn laugardag og menn vom undrandi á því að ákveðið skyldi hafa verið að reisa mylluna án þess að samráð væri haft við okkur,“ sagði Jóhannes Bjömsson bakarameistari í sam- tali við DV. Það er Fóðurblandan hf. sem er að reisa hveitimyllu við Sunda- höfn, í samvinnu við danska fyrir- tækið Valsemollen sem á helminginn í fyrirtækinu. Iðnlána- sjóður og Iðnþróunarsjóður veittu ábyrgð fyrir láni hjá Norðurlanda- bankanum vegna byggingar myllunnar en kostnaðaráætlun vegna hennar er um það bil 80 milljónir. Að sögn Hjörleifs Jónssonar, for- stjóra Fóðurblöndunnar, á myllan að geta annað landinu öllu og verður hún prufukeyrð í maí. „Við erum búnir að margreikna þetta. Forsenda þess að myllan geti geng- ið er að bakarar verði í viðskiptum hjá okkur og verður bakarahveitið blandað eins og bakarar óska og verður haft samráð við þá síðar um vinnsluna á bakarahveitinu. Við verðum að minnsta kosti að reyna að ná sextíu prósentum af innanlandsmarkaðnum til að þetta gangi,“. sagði Hjörleifúr. Það kom fram hjá Jóhannesi að bakarar hefðu mjög slæma reynslu af dönsku hveiti og þá sérstaklega frá Valsemollen. Hjörleifur sagði að gæðin ættu að verða sambærileg og sagðist hann ekki geta ímyndað sér annað en fólk vildi frekar kaupa nýmalað hveiti en innflutt. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.