Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Qupperneq 28
40
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986.
Friðfinnur Kjærnested lést 7. nóv-
ember sl. Hann fæddist á Stað í
Aðalvík í Sléttuhreppi vestra 14.
október 1894, sonur hjónanna Elías-
ar Kristjáns Friðfmnssonar og
Jóhönnu Jónsdóttur. Friðfinnur fór
í fóstur til hjónanna Guðbrands Ein-
arssonar og Kristínar Sveinsdóttur.
Hann tók farmannapróf frá Stýri-
mannaskólanum og sigldi um árabil
sem stýrimaður. Seinna starfaði
hann hjá Vita- og hafnamálastofnun,
fyrst sem' stýrimaður og síðar sem
skipstjóri á dýpkunarskipinu Gretti.
Hann hætti skipstjórn fyrir aldurs
sakir en starfaði í birgðastöð sama
fyrirtækis til 86 ára aldurs. Hann var
giftur Annie Tall en hún lést árið
1984. Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið. Friðfinnur eignaðist
einn son fyrir hjónaband. Utför Frið-
finns verður gerð frá Fossvogskirkju
í dag kl. 13.30.
Indriði Sigurðsson lést 6. nóvember
sl. Hann fæddist að Hofdölum í Við-
víkursveit 7. maí 1921, sonur hjón-
anna Önnu Einarsdóttur og Sigurðar
Stefánssonar. Indriði lauk námi frá
Sjómannaskólanum í Reykjavík og
stundaði ætíð eftir það störf tengd
sjómennsku. Eftirlifandi eiginkona
hans er Ingibjörg Erla Hafstað. Þau
hjónin eignuðust fimm börn og eru
fjögur þeirra á lífi. Útför Indriða
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
hársnyrtivörur frá
L’ORÉALr-
Hárgreiðslustofa
Helgu Harðar,
Suðurg. 33, Keflav.
Sigurður Sigurgeirsson bankafull-
trúi lést 8. nóvember sl. Hann fæddist
á Isafirði 6. júlí 1920, sonur hjónanna
Guðrúnar Pétursdóttur og Sigur-
geirs Sigurðssonar. Sigurður lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1941. Stundaði síðan
verslunarrekstur um skeið. í Útvegs-
banka Islands í Reykjavík hóf hann
störf 1. mars 1946 en varð forstöðu-
maður sparisjóðsdeildar bankans 1.
júlí 1963 og hefir jafnframt haft með
höndum ráðgjafarstörf hin síðari ár.
Eftirlifandi eiginkona hans er Pálína
Guðmundsdóttir. Þeim hjónum varð
sex barna auðið. Útför Sigurðar
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 15.
Emma Jónsdóttir, Aðalgötu 3, 01-
afsfirði, lést á elli- og hjúkrunar-
heimilinu Hornbrekku aðfaranótt
12. nóvember.
Vilborg Auðunsdóttir, Eyvind-
armúla, andaðist í Vífilsstaðaspítala
6. nóvember. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Jón Jóhannsson, Mímisvegi 2, lést
í Landakotsspítala miðvikudaginn
12. nóvember.
Örnólfur Nikulásson verslunar-
maður, Holtsgötu 19, andaðist í
Borgarspítalanum 13. nóvember.
Tilkyimingar
Foreldrar barna í Steinahlíð
Koreldrar á foreldrafundi í Steinahlíð 11.
nóv. 1986 mótmæla 10% hækkun á dag-
vistargjöldum sem borgarráð hefur nýlega
samþykkt. Við styðjum fóstrur í sinni
launabaráttu og teljum sinnuleysi borgar-
yfirvalda gagnvart kröfum þeirra stefna
starfsemi dagvistarheimilanna í mikinn
voða.
Við borgum gjarnan 10% hærra dagvist-
argjald ef það yrði til þess að hækka laun
starfsfólksins.
Við viljum að börnin okkar fái góða
þjónustu og búi við þroskandi uppeldisleg-
ar aðstæður. En með stefnu borgaryfir-
valda er hætt við að dagvistarheimilin
verði geymsla þar sem fátt fagmenntað
starfsfólk fæst til að vinna.
Við hvetjum aðra foreldra til að láta í
sér heyra.
Fræðslufundur öllum opinn
Blóðgjafafélag Islands heldur fræðslufund
mánudaginn 17. nóv, nk. kl. 21 í Nóatúni
21, Reykjavík. Þar verða flutt tvö stutt
erindi. Hið fyrra flytur Ólafur Jensson
yfirlæknir og nefnist það Tegundir dreyra-
sýki hérlendis og síðan mun Alfreð
Árnason erfðafræðingur skýra frá nýleg-
um rannsóknum hérlendis á ónæmiserfða-
fræði giktar.
Blóðgjafafélag Islands var stofnað í júlí
1981 og er tilgangur félagsins að fræða
blóðgjafa, almenning og stjórnvöld um
mikilvægi blóðs til lækninga, um blóðsöfn-
un og blóðbankastarfsemi, rannsóknir á
blóðefnum og erfðaþáttum blóðsins og að
styrkja rannsóknir í þágu blóðgjafa og
sjúklinga, sérstaklega á sviði blóðónæmis-
fræði og ónæmiserfðafræði. Til að ná
þessum tilgangi sínum hefur félagið m.a.
haldið fræðslufundi og er þessi hinn 16. í
röðinni. Formaður Blóðgjafafélags íslands
frá stofnun þess hefur verið Ólafur Jens-
son, yfirlæknir Blóðbankans.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKI beitir sér nú sem
oft áður fyrir því að halda námskeið í
skyndihjálp.
Næsta námskeið í almennri skyndihjálp
hefst þriðjudaginn 18. nóv. kl. 20.00 og
stendur yfir í 5 kvöld. Námskeiðsgjald er
krónur 1000.
Á námskeiðinu verður kennd endurlífg-
un, fyrsta hjálp við bruna, kali, og eitrun-
um af völdum eiturefna og eitraðra
plantna. Einnig verður kennd meðferð
helstu beinbrota og stöðvun blæðinga og
fjallað um ýmsar ráðstafanir til varnar
slysum í heimahúsum. Auk þess verður
Nauðungaruppboð
Aö kröfu tollgæslunnar í Keflavík og Steingríms Þormóðssonar hdl. verða
eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði föstudaginn 21. nóvemb-
er næstkomandi: Kl. 14.00 á athafnasvaeði skipaafgreiðslu Suðurnesja,
Keflavík. Ca 109 m3 af timbri, 1x6, 1x4, 2x4 o.fl. Kl. 15.30 við malarnámu
í Vatnsskarði við Krísuvíkurveg, Gullbringusýslu. Jarðýta, tegund D9G Cater-
pillar. Greiðslur fari fram við hamarshögg. Úppboðsskilmálar liggja frammi á
skrifstofu.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
I gærkvöldi
Sunna Kartsdóttir, deildarstjóri fjárreiða búvörudeildar SÍS:
Stöð 2 býður upp á úrvalskvikmyndir
Ég horföi ekki á fegurðarsam-
keppnina í gær og horfi yfirleitt ekki
mikið á sjónvarp. En aftur á móti á
þriðjudagskvöldið og yfir leitt öll
þriðjudagkvöld reyni ég að horfa á
sjónvarp, því þá er boðið upp á góða
sakamálaþætti svo og voru þættimir
með Peter Ustinov í Rússlandi mjög
góðir. Ég reyni einnig að horfa á
góðar bíómyndir, ætli endi ekki með
því að maður fái sér afruglara því
ég hef séð að Stöð 2 býður upp á
úrvalskvikmyndir. Ég horfi oftast á
fréttimar í sjónvarpinu en hef horft
á þær á Stöð 2 einnig. Þeir em báð-
ir með nákvæmlega sömu frétta-
myndimar það finnst mér synd því
ég hélt að þeir yrðu með sitthvað
fréttaefni eða myndu allavega ekki
vera með sama sjónarhom á fréttun-
um. Sjónvarpsfréttimar finnst mér
hafa slaknað að því leytinu til að
Sunna Karlsdóttir.
þeir sýna meira af fréttamönnunum
í stað þess að vera úti í bæ að sýna
myndir að fréttaefninu. Einstaka
sinnum hef ég horft á létta fram-
haldsþætti en reyni að byrja ekki á
þeim því það þýðir að maður horfir
á alla sem þar koma á eftir. Stjóm-
málaumræðum og fræðsluþáttum
reyni ég að missa alls ekki af og mig
langar að koma þvi að að fundimir
sem þeir hafa haldið í Háskólabíói
fyrir kosningar bæði þá alþingis-
kosningar og borgarstjórnarkosn-
ingar hafa mér þótt góðir.
Útvarp hlusta ég heldur lítið á, en
þá helst Bylgjuna á morgnana og
get þvi lítið sagt um það. Það er
helst einn þáttur sem ég læt ekki
fram hjá mér fara, Jiað er þáttur
Friðriks Pálssonar, Út og suður sá
þáttur getur verið mjög góður.
íjallað um margt fleira sem kemur að not-
um þegar menn og dýr lenda í slysum.
Sýndar verða myndir um hjálp við helstu
slysum. Þessu námskeiði lýkur með verk-
efni sem hægt er að fá metið í ýmsum
skólum.
Einnig ætlar Reykjavíkurdeildin að
halda upprifjunarnámskeið í skynihjálp
fyrir þá sem hafa tekið þátt í námskeiði í
almennri skyndihjálp einhvern tíma á síð-
ustu 4 árum.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 19.
nóv.
Þess má geta að æskilegt er talið að
menn taki allt námskeiðið á 3ja ára fresti.
En nú er ætlunin að gefa þeim kost á
upprifjun sem hafa tekið þátt í námskeið-
um einhvern tíma á síðustu fjórum árum.
Þessi tími verður síðar styttur í 2 ár. Þátt-
tökugjald í þessu námskeiði er kr. 300.
Námskeiðin verða haldin í kennslusal
RKÍ að Nóatúni 21. Leiðbeinandi verður
Guðlaugur Leósson. Þeir sem vilja taka
þátt í námskeiðunum geta látið skrá sig
hjá deildinni í síma 26722.
Taflfélag Reykjavíkur
vill vekja athygli nemenda skólans á sér-
stökum skákæfingum fyrir 14 ára og yngri
(bæði drengi og stúlkur) sem fara fram að
Grensásvegi 46 einu sinni í viku á laug-
ardögum kl. 14 18.
Á þessum skákæfingum er einkum um
að ræða eftirfarandi:
1) Skákkennsla fyrir byijendur og
skókskýringar.
Skákir eru skýrðar, einkum með tilliti
til byrjana. Skipt er í flokka eftir getu.
2) Fyrir stúlkur. Stúlkur eiga kost á sér-
leiðsögn.
3) Æfingaskákmót. Teflt er í tveim eða
fleiri flokkum eftir fiölda og getu.
4) Fjöltefli. Þekktir skákmeistarar koma
í heimsókn og tefla fjöltefli, að meðaltali
einu sinni í mánuði.
5) Endataflsæfingar. Nemendum gefst
kostur á að gangast undir sérstök próf í
endatöflum. Fjölrituð verkefni eru aíhent
í félagsheimilinu.
Þátttaka í laugardagsæfingum er
ókeypis. Þeir sem gerast félagar í Taflfé-
lagi Reykjavíkur geta tekið þátt í öðrum
skákæfingum og skákmótum á vegum fé-
lagsins fyrir lægra gjald en ófélagsbundn-
ir.
Aðalleiðbeinandi er hinn kunni skák-
meistari Jón A. Pálsson. Aðstoðarmenn
hans eru Davíð Ólafsson og Þröstur Þór-
hallsson.
Aðalleiðbeinandi stúlkna er hin reynda
skákkona Svana Samúelsdóttir.
Jólakort Svalanna er komið út
Jólakort Svalanna er komið út en ein fé-
lagskvenna, Sigríður Gyða Sigurðardóttir,
hefur hannað kortið. Kortin verða til sölu
í versluninni Svörtu perlunni, Skóla-
vörðustíg 3, og versluninni Ástund,
Austurveri. Svölurnar eru félag núverandi
og fyrrverandi flugfreyja. Aðalmarkmið
félagsins er að afla fjár til styrktar þeim
sem minna mega sín í þjóðfélaginu og er
jólakortasalan ein aðalfjáröflunarfeið fé-
Neyðarskýli við nýja Bláfjalla-
veginn.
Sunnudaginn 9. nóvember sl. var vígt
neyðarskýli sem Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði hefur komið upp við nýja Blá-
fjallaveginn ofan við Hafnarfjörð. Skýlið
er ætlað öllum þeim sem lenda í vandræð-
um og þurfa á aðstoð að halda, bæði
skíðafólki, vélsleðafólki og öðrum sem um
þetta svæði fara. Neyðarskýlið er við
gömlu Selvogsgötuna rétt neðan við
Grindasjtörð. Það er því á vesturmörkum
útivistarsvæðisins sem kennt er við Blá-
fjöll. Þar hefur komið fyrir að gönguskíða-
Jólamerki kvenfélagsins
„Framtíðin á Akureyri“
er komið út. Merkiðpr gert af myndlistar-
konunni Iðunni Ágústsdóttur og er
prentað í Prentverki Odds Björnssonar,
h/f. Akureyri. Sölustaðir eru: Póststofan
Akureyri, Frímerkjahúsið og Frímerkja-
miðstöðin í Reykjavík. Félagskonur sjá
um sölu á Akureyri. Merkið kostar sjö
krónur og allur ágóði af sölunni rennur í
elliheimilissjóð félagsins.
fólk hafi týnst og hrakist undan veðri.
Þeir sem lenda í slíku geta nú leitað skjóls
í skýlinu og beðið um aðstoð í talstöð.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði hefur
unnið að þessu undanfarið og fengið að-
stoð frá Vegagerð ríkisins, Hafnarfjarðar-
bæ og fleiri aðilum. Landssamband
hjálparsveita skáta hefur gefið talstöð í
skýlið og annan neyðarútbúnað. Hjálpar-
sveitin mun sjá um eftirlit og viðhald
skýlisins og vonar að þeir sem þurfa að
nota það gangi vel um, þannig að það
komi að sem bestum notum þegar á þarf
að halda.
Jólakort kvenfélagsins
Hringsins
Jólakort til styrktar barnaspítalasjóði
Hringsins eru komin á markaðinn. Hönn-
uður kortanna er Guðrún Geirsdóttir
félagskona. Þau eru í tveimur litum, blá
og rauð, á bakhlið er merki félagsins. Þau
verða seld á ýmsum stöðum í borginni,
m.a. á Barnaspítala Hringsins, Hagkaupi,
blóma- og bókabúðum og hjá félagskonum.
Afmæli
85 ára er í dag, 14. nóvember, frú
Matthildur Sigríður Magnúsdótt-
ir, Hverfisgötu 46 í Hafnarfirði. Þar
á heimili sínu ætlar hún að taka á
móti gestum í dag.
lagsins. Á þessu ári munu Svölumar nota
allt söfnunarfé sitt til að styrkja fjölfötluð
böm. 1 október sl. veittu Svölurnar 10 ein-
staklingum námsstyrki til framhaldsnáms
í kennslu og þjálfun fjölfatlaðra barna.
Einnig styrkja Svölurnar í ár stofnanir
sem annast fjölfötluð böm. Árangur jóla-
kortasölunnar ræður því hversu myndar-
lega verður hægt að styrkja þessar
stofnanir. Svölurnar þakka velunnurum
sínum veitta aðstoð á liðnum ámm og
treysta á stuðning þeirra nú sem fyrr.