Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Góðir samningar Margt er gott við þá kjarasamninga, sem gerðir voru nú um helgina. Fyrst og fremst er verið að hækka laun hinna lægst- launuðu. Talað er um að auka kaupmátt launa þessa fólks um þrjátíu prósent eða meira. Þetta er hópur, sem lengi hefur setið eftir. Menn þekkja, hvernig sú saga hefur verið um langt árabil. Samningamenn hafa í upp- hafi viðræðna rætt um, að einbeita þyrfti sér að hagsbótum hinna lægstlaunuðu. En annað hefur gerzt, þegar á hólminn kom. Þá hefur uppmælingaaðallinn og aðrir slíkir hópar farið fram úr og einfaldlega skilið hina launalágu eftir. Þetta varð uppi á tengingnum í hverjum samningaviðræðunum af öðrum. Nú er reynt að bæta hag hinna lægstlaunuðu með talsvert stóru skrefi. Ennþá gætu uppmælingamenn farið fram úr, en von er til þess, að svo verði ekki, sé að marka yfirlýsing- ar Benedikts Davíðssonar, formanns Sambands bygg- ingamanna. Viðurkennt var beggja vegna samninga- borðsins, að ekki væri sæmandi að halda fólki í launum kringum tuttugu þúsund. Því var í stórum dráttum far- in sú leið, sem DV skýrði frá, að hefði verið í bígerð há oddvitum launþega og atvinnurekenda, laun hinna lægstu hækkuð, hinir héldu í horfinu. Annað meginatriði samninganna er, að vonast er til, að þeir sprengi ekki ramma efnahagsmála. Þrátt fyrir viðkvæma stöðu þeirra mála ætti aó vera unnt að veita þessar hækkanir án þess að allt fari úr skorðum. Vissu- lega hefði ekki verið unnt að bæta kjör hinna lægstlaun- uðu meira en þetta, án þess að kollsteypa yrði. Til dæmis hefði ekki verið mögulegt að fara með lægstu launin í þrjátíu eða þrjátíu og tvö þúsund. Þá hefði launakerfið farið þannig úr skorðum, að hækkanir hefðu brátt orð- ið yfir alla línuna. Hinir lægstlaunuðu hefðu hækkað sig mikið, en þá hefðu aðrir, með laun á bilinu 30-40 þúsund eða meira, fljótlega sótt kauphækkun í greipar atvinnurekenda. Vissulega er sú hætta enn til staðar effcir þessa samninga. Erfitt er að veita einum hópi þrjá- tíu prósent aukningu kaupmáttar og skilja aðra eftir. Hvað sem samningar segðu um slíkt, hefði launaskriðið orðið gífurlegt, hefði kauphækkun orðið meiri. Því hefði fylgt mjög aukin verðbólga og halli á viðskiptum við útlönd. Nú er talað um 7-8 prósent verðbólgu á næsta ári í stað þeirra fimm prósenta, sem ríkisstjórnin hafði gert sér vonir um að yrði. En vel mætti una við verðbólgu, sem væri eins stafs tala. Þannig má vona, að efnahagurinn verði enn stöðugur. Ennfremur skiptir miklu, að samningamir eru ekki bráðabirgðasamningar. Sem betur fer verður ekki geng- ið til kosninga í stöðu átaka á vinnumarkaði. Það skiptir þjóðina miklu. Kosningasamningar hefðu einnig orðið til bölvunar. Þá hefði verið hætt við, að rarnmi efnahagsins springi. Loforð ríkisstjórnarinnar í þessum samningum eru óljós. Gott er, að lofað er að auka ekki erlendar skuld- ir. Til lítils er að lofa stöðugu gengi. Gengið verður óhjákvæmilega að fara eftir annarri stöðu efnahags- mála. Þá tekur ríkisstjómin vel í að einfalda skattakerf- ið. Hún svarar nokkuð óljóst kröfu um, að draga úr veldi landbúnaðarmafíunnar. Lofað er minni hækkun á opinberri þjónustu en stefndi í. Haukur Helgason „Niðursuðuverksmiöja K. Jónssonar komst upp með það árum saman að setja hexa í rækju. Sú spurning hlýtur að koma upp hvort aðrir framleiðendur hafi notað efnið og hvort hexa hafi einnig verið sett í fleiri tegundir lagmetis en rækju og kavíar.“ Lögbrotí lagmetiseftirliti? Marklaus útflutningsvottorð var íyrirsögn á grein er ég skrifaði í DV þann 21. nóv. sl. Tilefai greinarinnar var að Rannsóknastofaun fiskiðnað- arins hefur árum saman látið frá sér fara útflutningsvottorð og þar með staðfest ágæti rækju sem menguð var af stórhættulegu efiii, þ.e. krabbameinsvaldinum hexa. Hexa er bannað í landi kaupandans, Þýskalandi. Rannsóknastofaunin staðfestir samkvæmt reglugerð á útflutningsvottorðunum að varan falfaægi lögum viðskiptalandsfas og þar með að í henni sé ekkert hexa. Forstjóri Rannsóknastofaunar fisk- iðnaðarins lýsir því síðan yfir við fjölmiðla að aldrei hafi verið kannað hvort hexa væri í rækjunni vegna þess að ekki sé hægt að fylgjast með öflum efaum. Hvers vegna staðfestir hann þá í reynd á útflutnfagsvott- orðunum að ekkert hexa sé í vörunni? Hver skilur þetta? Vill for- stjórinn reyna að skýra þetta fyrir þýskum neytendum rækjunnar sem krefjast ómengaðrar vöru? Þeir vita að þýskar eftirlitsstofur fylgjast með hexainnihaldi í matvælum og þær upplýstu Rannsóknastofaunina um málið. Vandamálið við að finna hexa virðist ekki vera fyrir hendi í Þýska- landi. Ég hélt að efaafræðin væri alþjóðleg fræðigrein og því eins í báðum löndunum. Fyrirspurn felur ekki í sér könnun Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson- ar komst upp með það árum saman að setja hexa í rækju. Sú spuming hlýtur því að koma upp hvort aðrir framleiðendur hafi notað efaið og hvort hexa hafi einnig verið sett í fleiri tegundir lagmetis en rækju og kavíar. Hefur það verið kannað? Með könnun á ég ekki við fyrirspum í bréfi til framleiðenda firá Rann- sóknastofaun fiskiðnaðarins þar sem þeir em spurðir hvort þeir hafi notað hexa og þá í hvaða magni. Er hugs- anlegt að eftirlitið með hexa hafi verið fólgið í slíkum fyrirspumum? Er þama komin ástæðan fyrir því að hexa fannst ekki? Væri það ekki í rökréttu framhaldi af þessu að þeim framleiðendum, sem breyskir hafa verið, verði falið að leggja inn kæm á sjálfa sig hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hafa fleiri óæskileg efni verið not- uð í rækju? Hefur það verið kannað? Verð ég að snúa mér til Þýskalands til að fá svar við þessu? Stórfelld vandamál hafa komið upp KjaHaiinn Pétur H. Ólafsson fiskmatsmaður í sambandi við meðferð og geymslu á ferskri rækju undanfarið. Vinnslu- rækja er nú oft mun eldri en þekktist fyrir nokkrum árum. Ástæðan er stóraukið magn af úthafsrækju. Ekki bætir það úr að lestarbúnaður margra rækjuveiðiskipa er ekki í samræmi við ákvæði reglugerða. Hugsanleg notkun á hexa getur staðið í beinu sambandi við þetta. Samkvæmt reglugerð er bannað að vinna rækju sem er eldri en 5 sólar- hringa gömul. Ákvæði reglugerðar um meðferð og geymslu rækju hafa vægast sagt Verið misjafalega virt, enda hefur rækja skemmst í stórum stíl. Ríkis- mat sjávarafurða á að hafa eftirlit með ferskri rækju. Sumir héldu að það ætlaði að fara að taka á sig rögg þegar það auglýsti í útvarpi að það myndi bæta við eftirlitsmönnum eftir þörfum til þess að tryggja að farið yrði undanbragðalaust eftir ákvæð- um laga og reglugerða. Brot á lögum En Adam var ekki lengi í paradís. í bréfi, er forstöðumaður ferskfisk- deildar og rekstrarstjóri Ríkismats- ins, rituðu til þeirra starfsmanna er annast rækjumat þ. 19.9. síðastlið- fan, eru gefin þau fyrirmæli að hætt skuli að stærðarmeta rækju nema því aðeins að matið sé greitt af kaup- endum og seljendum. Þessi fyrirskip- an er gróft brot á 11. og 13. gr. laga um Ríkismat sjávarafurða og reglu- gerð nr. 337/1984. Tekið er fram í bréfinu að þessi fyrirmæli samrýmist ekki lögum og reglugerðarákvæð- um. Eru yfirmenn Ríkismatsins ekki þama vísvitandi að fyrirskipa brot á gildandi lögum? Er önnur fram- kvæmd laganna um Ríkismatið í samræmi við þetta? Sú fiskisaga hefur flogið að yfir- menn Ríkismatsins hafi verið á kafi í því að semja skýrslu til sjávarút- vegsráðuneytisins um hexamálið. Þeir hafi að sjálfsögðu byrjað á því að slá því föstu að ekki sé um að ræða neina vanrækslu hjá eftirlits- stofaunum og eiginlega hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað. Ég ítreka það sem ég setti fram í fyrri grefa minni að skipuð verði nefad óháðra sérfræðinga til þess að fá botn í mál þetta. En vel á minnst, lagmeti heyrir undir iðnaðarráðuneytið en ekki sjávarútvegsráðuneytið. Af þessu leiðir að eftirlitsstofaanir undir sjáv- arútvegsráðuneytfau annast lag- metiseftirlitið fyrir hönd iðnaðar- ráðuneytisins. Iðnaðarráðherra er þekktur fyrir að taka röggsamlega á málum. Ég er þess fullviss að hann telur rétt að láta óháða aðila kanna mál þetta, þó ekki væri til annars en þess að koma í veg fyrir frekari misnotkun á því trausti sem iðnað- arráðuneytið hefur sýnt eftirlits- stofaunum sjávarútvegsráðuneytis- ins, þ.e. Ríkismati sjávarafurða og Rannsóknastofaun fiskiðnaðarins, með því að fela þeim þetta eftirlit. Eftirlit með gæðum útflutningsaf- urða er mikilvægt, þar verður ætíð að vanda vel til verka og fara að lögum. Hefur það verið gert? Pétur H. Óiafsson „Ákvæði reglugerðar um meðferð og geymslu rækju hafa vægast sagt verið misjafnlega virt, enda hefur rækja skemmst í stórum stíl.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.