Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 54
54 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. LÝSANDI KROSSAR Á LEIÐI 3 stærðir ^fyrir raf-* rafgeymi eða 24 V LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 3134. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Dalshrauni 5, Hafnarfirði, þingl. eign Dalshrauns 5 hf. (Glerborg hf.), fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. desember 1986 kl. 13.00. __________________________Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Skútahrauni 5, hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Kolbeins Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. desember 1986 kl. 13.15. ______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Vesturbraut 12, 2. haeð, Hafnarfirði, þingl. eign Árna Einarssonar, fer fram eftir kröfu Bjarna Ásgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. desember 1986 kl. 13.45. _________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Suðurhrauni 3, Garðakaupstað, tal. eign Einingahúsa Sigurlinna, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. desember 1986 kl. 14.15. _______________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Faxatúni 13, Garðakaupstað, þingl. eign Sigur- jóns V. Alfreðssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. desember 1986 kl. 15.00. ______________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Merkjateigi 4, aðalhæð, Mosfellshreppi, þingl. eign Bjama Bærings, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Mosfellshreppi, Amar Höskuldssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 11. desember 1986 kl. 15.45. _________________________Sýslumaðurinn i Kjósatsýslu. Sandkom Einar Karl Haraldsson. Feðgarsmala Feðgamir Haraldur M. Sig- urðsson og Sigurður Haralds- son á Akureyri eru báðir kosningasmalar. Faðirinn, Haraldur, er kosningasmali Stefáns Valgeirsson en sonur- inn erkosningastjóri hjá Framsóknarflokknum í kjör- dæminu. Örugglega heitar fjölskyldusamræður. Og þá minnkar ekki pólitík- in, þegar annar sonurinn bætist í hópinn, en hann er Einar Karl Haraldsson, fyrr- um ritstjóri Þjóðviljans. Hrákadallur Þessi saga er ótrúleg en samt sönn: Mælskukeppni framhalds- skólanna fór fram á Akureyri nýlega. MA keppti við gesta- lið að sunnan í Dynheimum. Eftir keppnina er sagt að upp hafi komið keppni í fíflalátum. Enginn gat samt slegið einn gestinn út af laginu. Hann gekk á milli manna með hrákadall og lét þá spýta. Ég get vart sagt frá framhaldinu því á eftir fékk hann sér væn- an sopa.. .gúpp! Sniðug tengda- móðir Tengdamóður var stillt upp við vegg og hún beðin um að segj a álit sitt á tengdasy nin- um. Hún var fljót til svars, gamla konan: „Ef hann væri vettlingur, myndi ég snarlega rekja hann upp.“ Það eyfirska Margir bíða spenntir eftir útsendingum Eyfirska sjón- varpsfélagsins sem áætlað er að hefjist á fimmtudaginn. Sjónvarpsefni Stöðvar tvö verður sýnt og þegar fram líða stundir verður reynt að hafa eins mikið af staðarefni og unnter. Nú munu yfir 400 mynd- lyklar hafa verið pantaðir og seldir, en rætt er um að 2000 myndlyklar þurfi að selj ast til að Eyfirska sjónvarpsfélagið beri sig. Séra Pátur Séra Pétur Þórarinsson, prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, mun skipa annað sætið á lista Stefáns V algeirs- sonar. Mönnum hefur komið nokkuð á óvart að kirkjunnar maður sé að blanda sér í póli- tíkina. Ekki síst vöktu athygli ummæli hans í útvarpsfréttum um að á nýafstöðnu kirkju- þingi hefði komið fram að kirkjan ætti að láta frekar að sér kveða á þessum vettvangi. Mörgum finnst sem trúmál og pólitík eigi ekki saman. Gárungarnir á Akureyri segja hins vegar að Pétur hafi verið á listanum til að vera viðstaddur jarðarför listans. Ólafur Laufdal. Gala- hátíðin Hin formlega opnunarhátíð Sjallans var sl. fimmtudags- kvöld. Laufdal og frú sendu um 700 boðsmiða út og fólk lét sig hreint ekki vanta, því yfir 600 manns mættu. Segir sagan að á mörgum vinnustöðum hafi fráhvarfseinkennum ver- ið andað á fostudagsmorgun. Franz heitastur Franz Ámason, fram- kvæmdastjóri Norðurverks á Akureyri, hefur verið ráðinn hitaveitustjóri á Akureyri. Segja má að hann komi beint úr kalda vatninu því Norður- verk annast gerð Leiruvegar- ins sem liggur þvert yfir Eyjafjörð, norðan flugbraut- arinnar. 120 stiga gaddinum um daginn fraus á tólum og tækjum Norðurverks. Við vonum svo bara að Franz verði ekki sendur út í kuldann aftur eins og forverinn. Hálfguðir „Bankastjórar eiga ekki að vera hálfguðir, sem fólk þarf að kijúpa fyrir,“ hefur Dagur eftir Stefáni Gunnarssyni, bankastjóra Alþýðubankans, við opnun útibús bankans á Blönduósi nýlega. Hálfguð hef ég heyrt að merki þann sem á heiminn til helminga á móti guði. En hvers vegna skyldi annars einum úr röðum bankastjór- anna detta þessi samlíking í hug? Fólk sem talar mikið Sumt fólk talar meira en annað. Einn ræðinn fékk þetta framan í sig um daginn: „Æ, það er ekki bara að sumt fólk komi í veg fyrir að maður sé einmana, heldur kemur það manni líka til að óska að mað- ur væri það.“ Látarenna afsér Og svo var það vinurinn sem var búinn að vera fullur í nokkra daga og var tekinn í bakaríið af eiginkonunni. „Hikk - því skyldi ég láta renna af mér? Það kostaði ekki svo Iítið að komast í stuð.“ Ég segi það nú. Umsjón: Jón G. Hauksson Kvikmyndir Laugarásbíó - Lagarefir ★★★ Barist í réttarsal Lagarefir (Legal Eagles) Leikstjóri og handritshötundur: Ivan Reit- man. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs. Tónlist Elmer Bemstein. Aóalleikarar: Robert Redford, Debra Wing- er og Daryl Hannah. Lagarefir eru enn ein sönnun þess hversu Bandaríkjamenn standa framarlega í gerð pottþéttra skemmtimynda. I Lagarefum er sögusviðið réttarsalir þar sem fram fara réttarhöld yfir ungri stúlku sem sökuð er um stuld og morð. Þrátt fyrir að efnið bjóði ekki mik- ið upp á gamansemi þá hefur leik- stjóranum og handritshöfundinum Ivan Reidman tekist að lauma inn góðlátlegum húmor sem hjálpar til að gera Lagarefi að einhverri bestu skemmtimynd þessa árs. í byijun myndarinnar erum við vitni að þvi að kveikt er í húsi lista- manns sem brennur einnig inni. Sextán árum seinna er dóttir þess sama listamanns tekin fyrir að reyna að stela málverki eftir fóður sinn. Saksóknarinn í máli þessu er metnaðargjam lögfræðingur sem Robert Redford leikur. Verjandinn er engu síður metnaðargjam. Það er Debra Winger sem leikur hann. Áður en málið kemst fyrir rétt dreg- ur ákærandinn kæm sína til baka. Veijandinn, sem er viss um að skjólstæðingur hans hafi verið hlunnfaiinn, fær saksóknarann til að hjálpa til við að leysa málið. Áður en hann veit af er hann orðinn flæktur í morðmál og frami hans sem saksóknara orðinn að engu. Eins og í góðum skemmtimyndum sigrar þó réttlætið að lokum. Ivan Reitman, sem hingað til hefur eingöngu fengist við farsakenndar Debra Winger í hlutverki lögfræðings sem trúir á sakleysi skjólstæðings síns. gamanmyndir, sú þekktasta er Ghostbusters, sýnir hér á sér nýja hlið og skipar sér sess með bestu leikstjórum vestanhafs um þessar mundir. Þrátt fyrir vel heppnað handrit eru það samt fyrst og fremst aðalleikar- amir Robert Redford og Debra Winger sem gera það að verkum að Lagarefir eru eins sjarmerandi og raun ber vitni. Redford er hinn traustvekjandi lögfræðingur, upp- rennandi í pólitík, en hefur sína galla. Meðal annars þjáist hann af svefhleysi sem hann leysir með því að steppa á nóttunni. Robert Redford leysir þetta hlutverk óaðfinnanlega af hendi. Debra Winger er samt senuþjófúr- inn. Hún nær að gera úr þessum metnaðargjama lögfræðingi per- sónu sem áhorfandinn getur ekki annað en haft augun á hvenær sem hún birtist á fjaldinu. Lagarefir eru fyrst og fremst skemmtimynd og sem slík er hún fyrsta flokks. Söguþráðurinn, sem er bæði spennandi og gamansamur, hefúr kannski yfir sér óraunsæjan blæ. Það er aftur á móti smágalli sem fyrirgefst. Hilmar Karlsson irkirk Frábær kkrk Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.