Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. íþróttir - v-þýskir knattspymumenn komnir í 77 daga vetrarfri Afli Hhnaragai, DV, V-Þýskalandi; Lið Hamborgar er miðsvetrar- meistari í v-þýsku Bundesligunm í knattspymu. Lið Hamborgar hefur komið mjög á óvart í vetur enda hafa orðið mÚdar breytingar á liðinu að undanfömu og liðið því mjög ungt nú. Þess má geta að í 18 skipti af 22 hefur það lið sem er efst á þessum tíma stað- ið uppr með meistaratitilinn eftir tímabilið. Nú um helgina unnu þeir Kaiserslautem, 2-0, eftir að hafa verið langtum betri allan tímann. Það voru þeir Schmöller og Kroth sem skomðu mörk Hamborg. Mark Kroth var sér- lega glæsilegt - þrumuskot af 35 metra færi. Okonski átti frábæran leik hjá Hamborg. Bayern jafnt Hamborg Meistarar Bayem Múnchen em jafriir Hamborg í efsta sæti með 24 stig en hafa óhagstæðara markahlut- fall. 65. þúsund áhorfendur mættu á leik Bayem og Schalke. Schalke, sem skuldar 3,7 milljónir marka, rak fram- kvæmdastjóra sinn f vikunni og í gær sagði stjómarformaður félagsins af sér. Félagið verður líklega að selja sinn besta sóknarmann, Klaus Táu- ber, sem einmitt skoraði síðara mark Schalke í 2-2 jafntefli þeirra við Bay- em. Líklegt er talið að Táuber fari til Bayer Leverkusen. Hannes skoraði fyrra mark Schalke sem komst í 2-0. Matthaeus og Augenthaler skomðu fyrir Bayem. Uerdingen sigraði Leikur Uerdingen og Mannheim byrjaði 15 mínútum of seint vegna þess að bæði lið ætluðu að spila í eins Stórar upphæðir hjá tennismonnum - Ivan Lendl fær stóran tékka Það má með sanni segja að það séu stjamfræðilegar upphæðir sem bestu tennisleikarar heims vinna sér inn. Nú nýverið náði Tékkinn Ivan Lendl nýjum áfanga á þessu sviði þegar hann varð fyrsti karl- maðurinn meðal tennisleikara til að komast yfir 10 milljón dollara markið. Þessi 26 ára gamli tennis- leikari hefur því unnið sér inn rúmar 400 milljónir á tennisvellin- um en þeir sem best tíl þekkja segja að verðlaunaféð sé ekki nema brot af tekjum fremstu tennisleikara heims. Tekjur af auglýsingum séu mun meiri. Tékkinn Lendl fékk í gær tékka upp á 32 milljónir og kom þannig heildarverðlaunaupphæð sinni á þessu ári upp í 70 milljónir. Þennan væna tékka fékk Lendl fyrir að ná bestum árangri allra á Grand Prix mótum á þessu ári. Lendl, sem hefur um skeið verið í fyrsta sæti á heimslistanum, vann átta mót af 14 mótum sem telja í Grand Prix. Lendl hefur góða möguleika á því að hækka verðlaunaupphæð sína þvf í dag hefet Round-Robin keppnin með þátttöku átta bestu tennisleikara heims. Fyrstu verð- laun í keppninni sem lýkur á mánudaginn eru um átta milljónir króna. -SMJ KA skorti 3 stig til að sigra Þrótt íslandsmeistarar Þróttar í blakinu höfðu nærri tapað fyrir neðsta liðinu í karladeildinni, KA, norður á Akur- eyri á föstudagskvöld. í fimmtu hrinu hafði KA yfir, 12-10, og vantaði aðeins þrjú stig til að sigra í leiknum. KA-menn skoruðu hins vegar ekki fleiri stig. Þrótturum tókst að kreista fram 15-12 sigur f hrinunni og þar með 3-2 sigur í 93 mínútna löngum leik. ÍS efst í blaki kvenna Tveir leikir fóru fram í blaki kvenna um helgina, báðir á Akureyri. KA- stúlkumar tóku á móti stúlkunum í Þrótti og Breiðabliki en töpuðu í báð- um leikjunum, 0-3. Gegn Þrótturum töpuðu þær, 5-15, '6-15 og 14-16. Gegn Breiðabliki töp- uðu þær 7-15, 7-15 og 1-15. Breiðabliksstúlkumar, en bestar þeirra í leiknum vom Þorbjörg Rögn- valdsdóttir, Sigurborg Gunnarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir, eru í þriðja sæti í deildinni á eftir IS, sem eitt liða hefur ekki tapað leik, og Víkingi. -KMU Sveinn Hreinsson bjargaði meistur- unum fra afhroði. Þeir áttu í erfiðleik- um með að hemja sterkar uppgjafir KA-manna, einkum Sigurðar Amars Ólafssonar. Hjá KA bar mest á Stefáni Magnússyni og Hauki Valtýssyni. Framarar þurftu einnig að hafa tals- vert fyrir 3-1 sigri yfir KA á laugardag. Þeir tóku fyrstu hrinu 15-12 og kom- ust svo í 13-7 í annarri hrinu. Skoruðu svo ekki meir þannig að KA-menn sigmðu 15-13 í þeirri hrinu. Þriðju tók Fram 15-12 og þá fjórðu og síðustu 15-8. -KMU Staðan Staðan í 1. deild karla í blaki er þessi: Þróttur, Rvík 6 6 0 18-5 12 Fram 7 6 1 20-8 12 Víkingur 7 5 2 16-9 10 ÍS 7 4 3 15-15 8 HK 6 3 3 10-12 6 Þróttur, Nes. 6 1 5 10-17 2 HSK 7 1 6 8-20 2 KA 6 0 6 7-18 0 Staðan í 1. deild kvenna í blaki er þessi: IS 5 5 0 15-3 10 Víkingur 5 4 1 12-4 8 Breiðablik 5 3 2 11-7 6 Þróttur 4 1 3 6-9 2 KA 5 1 4 3-12 2 HK 4 0 4 0-12 0 búningi. Leikmenn Mannheim urðu að skipta um buxur og þá gat leikur- inn hafist. Hjá Uerdingen vantaði fimm úr fastaliðinu en Mannheim spil- aði eins og vanalega á útivelli með 11 manna vöm. Uerdingen komst eigi að síður í 3-0 með mörkum þeirra Bier- hoff, Funkel og Witeczek. Það hleypti lífi í leikinn að Bucher og Walter skor- uðu fyrir Mannheim í lokin. Atli fékk 4 í einkunn í blöðunum. Stórsigur hjá Köln Það þurfti aðeins miðlungsleik hjá Köln til að sigra Werder Bremen, 3-0, á föstudagskvöldið. Klaus Allofe átti stórleik og skoraði sitt 150. deildar- mark en svo skemmtilega vildi til að hann átti afinæli þennan dag. Rudi Völler sást ekki í leiknum. íslenskir sjónvarpsáhorfendur sáu Stuttgart vinna Bayer Leverkusen sem tapaði nú sínum öðrum leik í röð. Karl Allgöwer skoraði mark Stuttgart á 64. mínútu með glæsilegu þrumu- skoti. Pólveijamir Buncol og Wojcincki skomðu mörk Homburg í 2-1 sigri Homburg gegn Blau-Weiss Berhn. Tvær vitaspymur vom misnotaðar f leiknum. Gladback tapaði sínum fyrsta leik í 9 leikjum þegar Númbeig sigraði Gladbach, 2-0, með mörkum frá norð- manninum Andersen og Lieberwirth. Þá steinlá Dússeldorf fyrir Bockum, 4-0. -SMJ Dr. Hatfield hampar hér verðlaununum fyrir 1. sætið í keppninni en þeir Torfi Ólafsson og Hjalti Ámason, sem lentu í 2. og 3. sæti, hampa dr. Hatfield. DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson Jötnamótið: „Mikið andskoti er þetta þungt' ‘ - þrir keppendur lyftu yfir 900 kg -KMU Árangur í kraftlyftingamóti hér á ' landi hefur sjaldan eða aldrei verið jafngóður og í jötnamótinu í kraft- lyftingum sem haldið var í beinni útsendingu sl. laugardag. Þar gerðist sá einstæði atburður að þrír kepp- endanna lyftu 900 kg eða meira í samanlögðu en það hefur ekki gerst áður í kraftlyftingamóti hérlendis. Allajafna er fimm mönnum boðin þátttaka í jötnamótinu, þeim fimm sem lyft hafa mestum þunga á árinu. Er þá ekki miðað við líkamsþyngd heldur hráa kílóatölu, mælda á stönginni. Að þessu sinni voru kepp- endurnir sex því auk fimm sterkustu íslendinganna keppti einn Banda- ríkjamaður á mótinu. Það var dr. Fredrick C. Hatfield. Dr. Hatfield er einn frægasti kraftlyftingamaður heimsins í dag og á hann núgildandi heimsmet í hnébeygju, hvorki meira né minna en 457,5 kg. Dr. Hatfield var dálítið frá þessu meti sínu á jötnamótinu en það er eðlilegt þar sem einungis er liðinn mánuður síð- an hann keppti og sigraði á heims- meistaramótinu í Hollandi. Það er talið að kraftlyftingamaður þurfi fjóra til sex mánuði til að búa sig kerfisbundið undir mót þar sem hann hyggst ná toppárangri og bæta sig. Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá heims- meistaramótinu, sigraði dr. Hatfield nokkuð auðveldlega í jötnamótinu, lyfti samanlagt 930 kg. Torfi Ólafsson, heimsmeistari unglinga, hreppti annað sætið í mót- inu, hann lyfti samanlagt 910 kg. Torfi reyndi við nýtt heimsmet ungl- inga í réttstöðulyftunni, 372,5 kg, en tókst ekki að lyfta þeirri þyngd enda varð honum að orði eftir að hafa reynt það: „Mikið andskoti er þetta þungt.” Þriðja sætið í jötnamótinu kom í hlut Hjalta „Ursusar” Árnasonar sem lyfti 900 kg samanlagt. Hjalti setti persónulegt met í bekkpress- unni en þar lyfti hann 220 kg. Jóhann A. Kristjánsson Hjalti Ámason setti persónulegt met í bekkpressu, lyfti 220 kg en hann stóó sig mjög vel í keppninni og hreppti þriðja sætið. DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson Úvslit í jötnamótinu Keppandi hnéb. bekkpr. réttstöðul. Samanl. Dr. Fredrick C. Hatfield 380 210 340 930 kg Torfi ólafsson 350 200 360 910 kg Hjalti Ámason 325 220 355 900 kg Hörður Magnússon 345 200 325 870 kg Víkingur Traustason 335 210 300 845 kg Jóhann Möller 270 170 310 750 kg Hamborg miðs- vetrarmeistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.