Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 50
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. Rakarastofan Klapparstíg Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 i Opið á laugardögum. fímapantanir 13010 ! LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Laus er til umsóknar staða ritara hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4. Um er að ræða ritara félagsmálastjóra. Þetta er full staða, vinnutími er frá klukkan 8.20-16.15. Upplýsingar gefur yfimiaður fjármála- og rekstrar- deildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Brace Spríngsteen & The E. Street Band Live 1975-1985. Samfelld veisla Það er enginn sá hljómlistarmaður með mönnum nú orðið sem ekki gefur út að minnsta kosti eina hljómleika- plötu á ferlinum. Hins vegar er mér ekki kunnugt um að einn og sami maðurinn hafi gefið út ftmm hljóm- leikaplötur á einu bretti. En þess er líka að gæta að Bruce Springsteen er ekki venjulegur rokkari; þetta gæti enginn gert nema hann og staðið und- ir því og gott betur en það. Lengi hefur verið beðið eftir hljóm- leikaplötu frá Springsteen og því kannski ekki við öðru að búast, þegar hún (öllu heldur þær) kemur út, að menn séu tilbúnir að borga dijúgan skilding fyrir herlegheitin. Ég segi herlegheit vegna þess að hér er öllum Springsteen aðdáendum og raunar öllum rokkunnendum boðið í rúmlega þriggja klukkustunda veislu þar sem hvergi er dauðan punkt að finna. Það sem kannski er hvað skemmti- legast við þessar plötur er að fylgjast með ferli Springsteens frá fyrstu plöt- unni, þar sem hann er lítið þekktur rokkari í litlum klúbbum, til síðustu platnanna þar sem hann er heimsins þekktasti rokkari sem spilar á stærð- arinnar leikvöngum fyrir fleiri tugi þúsunda áheyrenda. Ég er ekki frá því að Springsteen sé einlægari rokkari í upphafinu, þar sem tengslin við áheyrendur eru auðheyri- lega mjög náin, mér finnst meiri til- finning í flutningi hans þá en síðar þegar hann er kominn uppá svið langt í burtu frá áheyrendum. En Springsteen er alltaf Springsteen og þegar hann er annars vegar kemst enginn rokkari í dag með tæmar þar sem hann hefur hælana. Þessar fimm plötur spanna, eins og áður sagði, allan feril Springsteens og á þeim er að finna rjómann af öllum þeim fjölda af lögum sem frá honum hafa farið um dagana. Að auki em þama nokkur lög sem Springsteen hefúr ekki fyrr gefið út á plötu. Þetta em lögin Fire eftir Springste- en, sem Pointersystur gerðu frægt á sínum tíma, Because The Night eftir Springsteen sem Patti Smith söng við miklar vinsældir, Paradise By The C og „Seeds“, sem em ný lög eftir Springsteen, War, sem reyndar er ekki eftir Springsteen heldur Edwin Starr sem gerði það vinsælt 1970, Raise Your Hand, gamalt blúslag og This Land Is Your Land eftir Woody Gut- hrié. Upptökur og öll vinnsla á þeim er eins og best gerist og menn þurfa ekki annað en að halla sér aftur og lygna augum til að vera komnir í salinn. Minnistlátínna ástvina um hátíðirnar. Stormljós, Iuktír og önnur ódýr ljós á leiði sem henta íslensku veð- urfari. Mikið úrval af margs konar kirkjulegum munum og gjafavörum nýkomið. Sendum gegn póstkröfu: Kirkjumunir Kirkjustrætí 10 sími 15030 Vegna 20 ára afmælis Kirkjumuna er veittur 10% afslátt- ur af öllum munum fyrirtækisins. RIKISSPITALAR LAUSARSTÖÐUR Aðstoðarlæknir óskast við krabbameinslækningadeild Landspítala til 6 mánaða. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í janúar nk. Umsóknir á umsóknar- eyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 29. desember nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir krabba- meinslækningadeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast við Barnaspítala Hringsins, deild 13E og vökudeild 23A. Athugið að deildarstjóra- laun eru greidd fyrir 60% vinnu eða meira á föstum næturvöktum. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 29000 - 285. Aðstoðardeildarstjóri óskast á svæfingadeild Land- spítalans frá 1. janúar nk. Hjúkrunarfræðingar óskast á skurðdeild Landspítal- ans. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. Fóstra óskast á dagheimili ríkisspítala, Sólbakka við Vatnsmýrarveg, frá 1. janúar nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 22725. Starfsfólk óskast til vinnu á vistdeildum fullorðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroskaheftra vistmanna. Unnið er á tví- skiptum vöktum; morgunvakt frá kl. 08 til 16 eða kvöldvakt frá kl. 15.30 til 23.30. Upplýsingar um ofan- greind störf veitir framkvæmdastjóri eða yfirþroska- þjálfi Kópavogshælis í síma 41500. Reykjavík, 8. desember 1986. Aretha Franklin - Aretha: Drottning kveður sér hljóðs Aretha Franklin, soulsöngkonan fræga, hefur nú sent frá sér enn eina plötuna. Nefiiist hún einfaldlega Ar- etha. Og eins og vænta mátti er ýmislegt góðgæti fyrir unnendur soul- tónlistar. Aretha Franklin á nú að baki tutt- ugu ára feril sem sönkona. Aretha, sem er prestsdóttir, þótti strax hafa mikla og ástríðuþrungna rödd og var fljót- lega nefrid Lady Soul, titill sem engin önnur söngkona hefur þorað að eigna sér, enda ekki við neina venjulega söngkonu að etja. Á tuttugu ára ferli hefur Aretha þó starfað með hléum. Ýmis persónuleg mál hafa gert það að verkum að hún hefur tekið sér frí frá söngnum en alltaf komið aftur fersk- ari en nokkru sinni fyrr. Á Aretha eru 10 lög sem flest eru að sjálfsögðu undir sterkum souláhrif- um. Sá sem stjómar upptökum á flestum laganna og hefur samið þrjú laganna er Narada Michael Walden, afkastamikill lagahöfundur og upp- tökustjcmandi. Þau lög em greinilega samin sérstaklega fyrir Arethu, soul- lög sem gefa henni tækifæri til að láta hina mikilúðlegu rödd njóta sín. Ar- etha hefur á sínum ferli samið nokkur ágæt lög. Hér á hún aðeins eitt, rólega ballöðu, He’ll Come Along. Aretha Franklin hefur af skiljanleg- um ástæðum alltaf verið vinsælli í Bandaríkjunum heldur en Evrópu. Þvi er það að þau lög sem mesta athygli vekja hérlendis em I Knew You Were Waiting (For Me), ágætt rokklag þar sem táningagoðið George Michael syngur með herrni, og svo útgáfa henn- ar á Stones laginu þekkta Jumpin’ Jack Flash sem í þessu tilfelli er titil- lag samnefridrar kvikmyndar. Útgáfa Arethu Franklin er hin hressilegasta og ekki skemma gítarleikarar Rolling Stones, Keith Richard og Ron Wood. Þetta er stuðlag sem hlýtur að koma öllum í gott skap. Það er nú svo með Arethu Franklin að annaðhvort líkar manni við hana eða ekki. Hún höfðar sjálfeagt ekki til ungra poppunnenda. Aftur á móti er leitun að söngkonu með kraftmeiri rödd, rödd sem gæðir meðallög lífi. -HK. Billy Idol - Whiplash Smile Rokkkongar „Þá er hún loksins komin,“ eins og gjaman er sagt í auglýsingunni. Víst er að aðdáendur Billy Idol vom orðn- ir óþolinmóðir eftir nýrri plötu eftir Rebel yell ævintýrið. Sú plata, og þá sérstaklega White wedding og titillag- ið, ætluðu flesta að trylla. Allt á sér einhverja skýringu. I þessu tilfelli hefur ýmislegt gengið á hjá . gamla pönkaranum. Umboðsmaður- inn, Bill Aucoin, hætti í fússi og æskuástin, Penny Lister, fór sína leið. Auk þess var Idol ranglega sakaður um að ganga laus með AIDS! Sem fyrr stendur þó gitarleikarinn Steve Ste- vens eins og klettur við hlið goðsins. Stuðningur hans er mikils virði. Idol væri illa settur án Stevens. Fyr- ir utan að leika á alla gítara á hann drjúgan þátt í flestum útsetningum. Á Whiplash smile koma einnig fleiri góð- ir menn við sögu, eins og Marcus Miller, Harold Faltermeyer, og að auki syngur Jocelyn Brown bakraddir í laginu To be a lover. Eftir að hafa hlýtt á Whiplash smile er ljóst að Idol og Stevens hafa hugsað ráð sín vel. Þetta er skemmtileg plata. Spilagleðin hefúr aldrei verið meiri, hvort sem keyrt er á fúllu í lagi eins og Worlds forgotten boy eða spilað í rólegheitum í lögunum To be a lover eða Sweet sixteen. Sambandsslitin við vinstúlkuna em vel merkjanleg í text- um Idol án þess þó að tilfinningamar beri hann nokkm sinni ofúrliði. í heild er platan jöfn. Það er erfitt að ímynda sér að eitthvert laganna nái viðlíka vinsældum og White wedd- ing, Rebel yell eða Eyes without a face. To be a lover hefur þó gert það ágætt og Sweet sixteen eða Man for all seasons ættu einnig að eiga dágóða möguleika á lýðhylli. Það skiptir kannski ekki öllu máli. Kumpánamir Idol og Stevens em umfram allt trúir sjálíúm sér í tónlistinni. Markmið þeirra er að gera betur. Það heíúr tek- ist í þessu tilviki. Ekki er svo síður mikilvægt að hafa gaman af viðfangsefiiinu. Eða eins og Idol segir sjálfúr. „Tónlist er spenn- andi. Spennan veitir mér ánægju. Það heldur mér gangandi." -ÞJV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.