Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. íþróttir Lærisveinar Áma stóðust prófið héldu forskoti sínu og lögðu Framara að velli, 27-21 „Við keyrðum á fullu allan tímann í þessum leik og ég er ánægður með tvö stig úr viðureigninni. Við stóð- umst sex marka forskotið sem við höfðum í hálfleik en það er nokkuð sem við höfum ekki gert í leikjum að undanfömu en ég vona að framhaldið verði gott hjá okkur,“ sagði Ámi Indr- iðason, þjálfari Víkings-liðsins, í samtali við DV eftir að Víkingar höfðu sigrað Framara með 27 mörkum gegn 21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-8 Víkingum í vil, en leikur liðanna fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi. Víkingar höfðu leikinn í ömggum höndum allan leiktímann og léku á köflum skínandi handknattleik og sýndu það og sönnuðu að þeir em með sterkasta liðið í deildinni í dag. Vík- ingar geta öðm fremur þakkað markverði sínum, Kristjáni Sigmunds- syni, fyrir sigurinn en hann átti sannkallaðan stórleik í markinu og varði 23 skot í leiknum og stór hluti af því var línuskot úr dauðafærum sem Framarar klúðmðu hvað eftir annað og er aldrei að vita hvemig leikurinn hefði þróast ef stórleikur Kristjáns í markinu hefði ekki komið tíl. Víkingar komust fljótlega í 5-1 og var það allt of stórt bil fyrir Framara að brúa því Víkingar vom þá virkilega komnir í gang og illstöðvanlegir því nánast allir hlutir gengu upp hjá þeim á meðan allt var í kalda koli hjá Fram- liðinu og hvert dauðafærið á fætur öðm rann út í sandinn. Víkingar héldu sama leiknum áfram í seinni hálfleik og náðu á tímabili átta marka forskoti en það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. Fram- arar reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn og tóku til bragðs að taka þá Áma og Siggeir úr umferð en við það losnaði þá um aðra leikmenn, t.d. Hilmar Sigurgíslason sem fór að skora með skotum fyrir utan teig sem er frekar sjaldgæf sjón. Og áður en yfir lauk var ömggur sigur Víkinga í höfh og um leið efsta sætið í deildinni. Eins og áður sagði átti Kristján markvörður stjömuleik en einnig áttu þeir Hilmar og Karl mjög góðan leik en þeir félagar skomðu sautján af mörkum liðsins og áttu auk þess góðan leik í vöminni. Framarar vilja ömgglega gleyma þessum leik sem fyrst en þó geta þeir einhvem lærdóm dregið af þessu með því að ganga til næsta leiks með því hugarfari að nýta daufæri miklu betur því það getur ekkert lið leyft sér að klúðra þeim eins og í þessum leik þvi miklu meira býr í liðinu en þeir sýndu. Mörk Víkings: Karl 11/5, Hilinar 6, Ami 3, Siggeir 3, Bjarki 2, Guðmundur 2. Mörk Fram: Egill 7, Sk&mp 6/1, Óskar 3, Birgir 3, Jón Ámi 2. -JKS KR-ingar í ham - á möti Stjömunni. Gísli Felix og Konráð með stórleik • Hilmar Sigurgislason brýst hér framhjá Skámp og Birgi og skorar eitt 6 marka sii KR-ingar unnu ömggan og sann- gjaman sigur á Stjömunni í Digranesi í gær. Lokatölur urðu 27-22 fyrir KR eftir að þeir höfðu verið yfir, 14-11, í hálfleik. KR-ingar vom yfir allan leik- inn, það var aðeins á fyrstu mínútun- um sem Stjömumenn náðu að halda i við þá. Leikurinn var þó alla tíð nokkuð spennandi þvi KR-ingar vom yfirleitt þetta tveim til þrem mörkum yfir. Mest munaði sex mörkum, 21-15. Það var fyrst og fremst stórgóð markvarsla hjá Gísla Felix og öflugur Vcunarleikur sem tryggði KR-ingum sigur. Gísli Felix var í miklu stuði í fyrri hálfleik en þá varði hann 11 skot, þar af eitt víti. Þá átti Konráð Olafs- son, ungur og snjall homamaður, einnig mjög góðan leik. Mikið efni þar á ferð. Vömin var bundin saman af gamla refnum Jóhannesi Stefánssyni sem svo sannarlega sér um að enginn svíkist undan þar. Einnig var Þor- steinn Guðjónsson sterkur í vöminni og harðskeyttur við að „fiska" bolt- ann. Það er greinilegt að KR-ingar hafa tvíeflst við endurkomu Hans Guðmundssonar. Þó að Hans sé ekki enn búinn að ná sér að fullu af meiðsl- um sínum þá er hann ávallt mjög ógnandi. Þá hefúr sjálfetraust þeirra KR-inga eflst mjög við að fá Hans aft- ur í slaginn. Stjömumenn ætla greinilega ekki að standa undir þeim vonum sem vom bundnar við liðið í upphafi mótsins. Þeim var að vísu vorkunn að eiga við KR-inga í þessum ham í gær og þá kom slök dómgæsla niður á þeim. Það var helst að Gylfi Birgisson væri fær um að halda uppi merki liðsins. Þá Enn tapa Haukamir - nú fýrir KA, 19-17 átti Sigurjón ágæta spretti í fyrri hálf- leik. Dómarar vom þeir Ámi Sverrisson og Ólafur Haraldsson og vom þeir ekki sannfærandi í dómum sínum. Verst var þó að KR-ingar virtust hagn- ast á dómgæslu þeirra. Mörk Stjömunnar: Gylfi 6 (2 v.), Siguijón 5, Hannes 5 (2 v.), Skúli 4, Páll 1, Guðmundur Ó. 1. Mörk KR-inga: Konráð 8, Jóhannes 6 (2 v.), Hans 5, Þorsteinn 3, Guðmund- ur A. 2, Guðmundur P. 2, Ólafur 1. -SMJ Enn skorar Altobelli Ítalía vann Möltu, 2-0, í 2. riðli und- ankeppni Evrópukeppninnar í knatt- spymu. Leikurinn fór fram á Möltu og skomðu Italir bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Riccardo Ferri og Alessandro Altobelli skomðu mörk Itala. Svíar em nú með forystu í 2. riðli, em með 5 stig eftir 3 leiki. ítalir em í öðm sæti, hafa unnið báða sína leiki. -SMJ Flensu KR-in Valsmenn sigmðu KR-inga með 77 stigum gegn 66 í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í íþróttahúsi Hagaskólans í gærkvöldi. Sólargræm Grænmetið er snöggsoðið og djúpfryst, tilbúið í pottinn. Það þarf ekki að þíða áður en það er hitað. „Ég er mjög ánægður með leikinn og þá sérstaklega vömina sem var mjög sterk hjá okkur allan tímann. Þó eigum við margt eftir ólært og við þurfum að bæta sóknarleikinn í bráð. Ég held að við getum hætt að hugsa um toppbaráttuna, a.m.k. í bili, og ein- beitt okkur frekar að halda ömggu sæti í deildinni," sagði Brynjar Kvar- an, þjálfari og markvörður KA, eftir að lið hans hafði sigrað Hauka í Hafti- arfirði á laugardag með 19 mörkum gegn 17 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-8 fyrir KA. Leikur liðanna var frekar tilþrifalít- ill en þó mjög mikilvægur fyrir bæði liðin. Haukar hófu leikinn af krafti og fljótlega vom þeir komnir í 4-1 en þá var eins og allur kraftur væri úr þeim. Norðanmenn tóku til sinna ráða og náðu undirtökunum í leiknum á kostnað Haukanna sem gerðu ljót mistök og vom auk þess ansi óheppn- ir. KA-menn komust í 10-7 en í hálileik var staðan 10-8. Fátt breyttist í síðari hálfleik og áfram hélst tveggja til þriggja marka foiysta KA og Haukum tókst jafhvel ekki að minnka muninn þótt þeir væm tveimur leikmönnum fleiri inni á vellinum. Siguijón Sig- urðsson var síðan rekinn af velli fyrir fúllt og allt um miðjan síðari hálfleik og ekki bætti það úr skák fyrir Hauka. KA menn héldu hins vegar góðri sigl- ingu allt til loka og sigmðu 19-17. Annar sigur þeirra KA-manna í Hafn- arfirði á keppnistímabilinu staðreynd og með svona áframhaldi ættu þeir jafrivel að hugleiða að flytja heima- völl sinn í Fjörðinn. Brynjar þjálfari var besti maður KA-liðsins í þessum leik en þeir Friðjón og Eggert vom einnig mjög sterkir. Hjá Haukum skaraði enginn sérstakur fram úr. Jón Öm Stefánsson, ungur og efnilegur leikmaður, var frískur í hominu en aðrir slakir. Dómarar vom þeir Gunnar Kjart- ansson og Rögnvald Erlingsson og dæmdu þeir þokkalega. Mörk Hauka: Siguijón 5 (4 v), Pétur 4, Jón Öm 3, Sindri 2, Helgi 2, Ingim- ar 1. Mörk KA: Friðjón 6, Eggert 5 (4 v), Jón 3, Guðmundur 2, Axel, Jóhann- es, Pétur og Hafþór 1 hver. -RR Kjörið í salöt og pottrétti. Á bakhlið hvers poka eru nýjar og skemmti- legar uppskriftir og hugmyndir um framreiðslu. Þú getur valið um margar vinsælar grænmetis- blöndur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.