Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. RÍKISSPÍTALAR LAUSARSTÖÐUR Á áhætturannsóknastofu veirufræðideildar, sem er ný deild er tekur til starfa innan skamms, óskast eftirtald- ir starfsmenn. Líffræðingar (2) Meinatæknir Skrifstofumaður Sérhæfður aðstoðarmaður Umsóknir um ofannefndar stöður er greini menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 29. des- ember nk. Póstsendum Laugavegi 1 — Sími 1-65-84 Nánari upplýsingar veitir Margrét Guðnadóttir yfir- læknir í síma 29000 - 270 og/eða Björg Rafnar sérfræðingur í síma 29000 - 559. Reykjavík, 8. desember 1986. FLÓKAINNISKÚR Hvers vegna eru Sovétríkin á móti geimvamaáættuninm? íslendingar, sem fylgdust nýlega með atburðarásinni á fundum M. Gorbatsjovs og R. Reagans í Reykjavík, vita vel hvað felst á bak við þetta orð: geimvamaáætlunin. Þá lýsti sovéski leiðtoginn því yfir á blaðamannafundi í Háskólabíói þann 12. október sl. að sovéskir aðilar væru á móti því að Banda- ríkin framkvæmdu geimvamaá- ætlunina. Og hvers vegna eru Sovétríkin á móti því að Bandaríkin komið sér upp „geimskildi"? Er geimvarnaáætlunin traust? Aðalþátturinn í geimvamaáætl- uninni er löngunin til að ráða yfir „geimskildi" þeim sem gerir kleift að gera kjamorkuárás á andstæð- inginn og eyðileggja langdrægar eldflaugar hans eða einstaka kjamaodda sem hleypt er af stað á ■ móti áður en þau koma yfir banda- rískt landsvæði. Það er gert ráð fyrir að eldflaug- ar, sem lagðar em af stað, verði eyðilagðar á virkum hluta flug- brautar sinnar (upp í 500 km hæð) yfir landsvæði Sovétríkjanna með fyrstu þrepum eldflaugavama- stöðvar í geimnum. Gert er ráð fyrir að í þessu þrepi verði geimstöðvar sem eru útbúnar leysigeislum eða geislavopnum sem munu „kveikja í“ eldsneytisgeymum eldflauganna. Annað þrep eldflaugavarnakerf- isins í geimnum er ætlað til að eyðileggja eldflaugar á miðhluta brautarinnar þegar oddamir skilj- ast að. Á þær verða notaðar þrýstiloftshleðslur sem skotið er frá gervihnattabana eða rafsegul- byssur sem geta sent frá sér litla hleðslu sem fer nokkra tugi kíló- metra á sekúndu. Þriðja þrep eldflaugavamakerf- isins er svo gagnflaugar á landi og flugvélar sem bera eldflaugar. Hvers vegna er hugmyndin um geimvarnaáætlun fárán- leg? Hér er um það að ræða að hvorki þrjú þrep né fimm né nokkur annar þrepafjöldi getur tryggt að allar eldflaugar andstæðingsins verði eyðilagðar, svo að ekki sé talað um kjamaoddana. Auk þess (og það vita sérfræðingar vel) eru til ýmsar aðferðir til að draga úr virkni geimvamaáætlunarinnar sem er ekki óskeikul. Þegar verið er t.d. að nota rönt- genleysigeisla frá kjamorku- sprengingu verða skotmörkin að vera á áhrifasvæðinu á sama tíma til þess að hægt sé að senda geisl- ana á þau. Ef menn vita hvemig þessi vopn virka er ósköp auðvelt að skjóta upp eldflaugum á mis- munandi tímum og gæta þess að kjamaoddamir skiljist ekki að á sama tíma. Það er heldur ekki erf- itt að fjölga fölskum kjamaoddum í eldflaug. Það er hægt að fram- kvæma fölsk skot, senda truflanir út í geiminn, eyðileggja vopnabún- að í geimnum með sprengjum sem er miklu auðveldara en að lama eldflaug þar sem geimstöðin er á braut sem vitað er hvemig liggur. Veröa þaö menn eöa vélar sem taka ákvarðanir? Varla verða það menn sem taka ákvarðanir þegar átök hefjast. Dæmið sjálf: Frá því að skotmark er uppgötvað og þar til geimvopni er beitt gegn því líða alls 100-300 sekúndur. Á þessum tíma verður hvorki haft samband við Pentagon né for- setann til að skýra frá atburðum. KjaHaiinn Evgení Barbukho yfirmaður APN á islandi Eldflaugavamakerfið virkar sjálf- stætt á sjálfvirkan hátt. Annað er ekki mögulegt frá tæknilegu sjón- armiði: Það er ekki nóg að upp- götva eldflaugina, það verður líka að ganga úr skugga um að þetta sé einmitt eldflaug en ekki falskt skotmark, athuga hvort þetta er óvinaeldflaug eða eigin, hefja elt- ingarleikinn, reikna út braut hennar og setja eldflaugavörn í gang- Þessar aðstæður gera örlög heimsins háð einhverju afar flóknu tölvukerfi þar sem hvaða hluti sem er getur farið úr lagi hvenær sem er. Það er hægt að ímynda sér að einhvers konar náttúrufyrirbæri, t.d. eldgos, væri tekið fyrir eld- flaugaskot, eða að stórbruni eða sprenging hefði það í för með sér að eldflaugavamakerfið færi í gang. Er hægt að prófa kerfi í geimnum? Það þarf ekki sérfræðing til að skilja að svo flókið kerfi verður að yfirfara ef það á að vera hægt að treysta á það. Við skulum taka nýja flugvél sem dæmi. Hún er prófuð við raunverulegar aðstæður og þá finnast ótal smáatriði sem eru þó svo mikilvæg en var ekki hægt að gera ráð fyrir á hönnunar- tímanum. Hvemig á að fara yfir stórt kerfi sem er staðsett úti í geimnum? Það kemur ekki til að annar aðilinn fari að senda upp eldflaugar í til- raunaskyni, svo að hinn geti stillt stöðvar sínar inn, eða sýna mögu- legum andstæðingi hvernig geim- stöðvar hans vinna, sem væri hægt að granda með sprengjum. Niðurstaðan er einróma: Það er verið að hanna eldflaugavarna- kerfi sem á ekki aðeins að vinna við truflandi aðstæður - það er heldur ekki hægt að stilla það og yfirfara við raunvemlegar aðstæð- ur. Þess vegna eykst vemlega hættan á því að til kjarnorkustyrj- aldar komi vegna bilunar í sjálf- virkum búnaði. Og hvað fleira hefur framkvæmd geimvamaáætlunarinnar í för með sér? Útgjöld upp á eina eða jafnvel tvær trilljónir dollara. Ein eða tvær trilljónir dollara til þess að raska jafnvæginu í heiminum, til þess að gera geimvamaáætlunina (ef til framkvæmda kemur) að „geimútfararáætlun“ fyrir sið- menningu mannsins! Er hægt að halda því fram eftir þennan lestur að Sovétríkin séu að gera mistök þegar þau eru á móti geimvamaáætluninni? Evgení Barbukho. „Niðurstaðan er einróma: Þaö er verið að hanna eldflaugavarnakerfi sem á ekki aðeins að vinna við truflandi aðstæður - það er heldur ekki hægt að stilla það og yfirfara við raunverulegar aðstæður. Þess vegna eykst verulega hættan á því að til kjarnorkustyrjaldar komi vegna bilunar í sjálfvirkum búnaði." „Varla verða það menn sem taka ákvarð- anir þegar átök hefjast. Dæmið sjálf: Frá því að skotmark er uppgötvað og þar til geimvopni er beitt gegn því líða alls 100 - 300 sekúndur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.