Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Stjómmál Fréttir TVeír nýir krata- listar Framsóknarflokkurinn: Olafur og Pétur efstir Alþýðufiokksmenn hafa gengið frá framboðslistum sínum á Vest> urlandi og Suðurlandi og raðað í efetu sætin samkvæmt prófkjöri fyrr í vetur. Eiður Guðnason þing- maður er efstur á Vesturlandi og Magnús H. Magnússon, símstjóri og fyrrverandi þingmaður, á Suð- urlandi. Tíu manns eru á Vesturlandslist- anum. Næst á eftir Eiði koma Sveinn G. Hálfdánarson inn- heimtustjóri, Borgamesi, Málfríð- ur Hrönn Ríkharðsdóttir ketmari, Akranesi, Guðmundur Vésteins- son framkvæmdastjóri, Akranesi, og Sveinn Þór Elínbergsson yfir- kennari, ólafsvík. Á Suðurlandslistanum eru tólf manns. I næstu sætum á eftir Magnúsi eru Elín Alma Alberts- dóttir viðskiptafræðingur, Vest> mannaeyjum, Þorlákur Helgason kennari, Selfossi, Steingrímur Ing- varsson verkfræðingur, Selfossi, Guðlaugur Tryggvi Karlsson við- skiptafræðingur, Reykjavík, og Selma Huld Eyjólfsdóttir húsmóð- ir, Hvammi í Landi. -HERB Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlén óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb, Lb.Llb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-11 Sp 6 mán. uppsógn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-18,25 Sp.vél. 18 mán. uppsögn Sparnaður - Lánsréttur 16-18 Sp Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i6mán.ogm. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 3-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,9-4 Úb Innlán með sérkjörum Innlán gengistryggó 8,9-18 Bandarikjadalur 9-6 Ab Sterlingspund 9,9-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,9-4 Ab Danskar krónur ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð 8,9-9,5 (%) Ab lægst Almennir vixlar(forv.) 15,79-18 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/21 Almenn skuldabréf(2) 18-18,5 Ib Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 16-18,5 Lb Skuldabréf Að 2.5 árum 9-6,75 Ui Til lengri tima 6-6,75 Bb.Lb Útlán til framleióslu ísl. krónur 19-16,5 Sp SDR 8-8,25 Allir nema ib, Vb Bandaríkjadalir 7.9-7.75 Sb.Sp Sterlingspund 12,79-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6,29-6,5 Bb.Sb. Vb.Sp Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 3.5 5-6,5 Dráttarvextir 27 VfSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 1565 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 7.5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast i DV á fimmtudög- um. Á Vestfjörðum verða Ólafur Þ. Þórðarson þingmaður og Pétur Bjamason, fiæðslustjóri, Isafirði, í efstu sætum á framboðslista Fram- sóknarflokksins vegna þingkosning- anna. Það er í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar. Efstu sæti á lista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, vegna þingkosning- anna, eru skipuð þeim sem urðu efstir í forvali, nema hvað Þröstur Ólafcson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, hafn- aði sæti á listanum. í staðinn færðist Guðni Jóhannesson verkfræðingur upp í 6. sæti. Skoðanakönnun Framsóknar- flokksins á Norðurlandi vestra réð skipan í tvö efstu sæti á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Þingmennimir Páll Pétursson á Höllustöðum og Stefán Guðmundsson á Sauðárkróki sitja í þeim. Hjá Sjálfstæðisflokknum á Vestur- landi verða þrjú efstu sæti framboðs- lista vegna þingkosninganna skipuð eins og í síðustu kosningum. Þing- mennimir Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason og svo Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkis- Á Norðurlandi vestra skipar Ragnar Amalds, þingmaður, Varmahlíð, efsta sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins vegna þingkosninganna. Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, er í öðm sæti. Þetta er óbreytt skipan frá síðustu kosning- Jón G. Hauksacn, DV, Akureyii Stefán Valgeirsson hélt 300 manna fund með stuðningsmönnum sínum í blómaskálanum Vín í Eyjafirði á laug- ardag þar sem hann tilkynnti hverjir skipuðu framboðslista hans í kosning- unum í vor. Listinn er þannig skipað- ur: 1. Stefán Valgeirsson alþingismaður, Auðbrekku, Hörgárdal. 2. Sr. Pétur Þórarinsson, Möðmvöllum, Hörgár- dal. 3. Auður Eiríksdóttir oddviti, Hleiðargarði, Eyjafirði. 4. Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri, Þórshöfn. 5. Jón ívar Halldórsson skipstjóri, Akureyri. 6. Sigurður Olgeirsson skip- stjóri, Húsavík. 7. Bogi D. Ingimund- arson bóndi, Brekku, Núpasveit, Jósep Rósinkarsson, bóndi á Fjarð- arhomi í Strandasýslu, er í þriðja sæti, í fjórða sæti er Þórunn Guð- mundsdóttir í Reykjavík og í fimmta sæti Magðalena Sigurðardóttir á ísafirði sem nú er varaþingmaður. -HERB Svavar Gestsson, þingmaður og formaður flokksins, er í efeta sætinu, Guðrún Helgadóttir þingmaður í öðm, í þriðja er Ásmundur Stefánsson, for- seti ASl, í fjórða sæti Álfheiður Ingadóttir blaðamaður og í fimmta sætinu er svo Olga Guðrún Ámadóttir rithöfúndur. -HERB í næstu sætum em svo Elín Líndal hreppstjóri, Lækjamóti, Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði, og Guðrún Hjörleifedóttir, verslunar- maður á Siglufirði. -HERB hólmi, sifja í þessum sætum. í fjórða sæti kemur svo Sigríður Þórðardóttir, oddviti í Grundarfirði, og í fimmta sætinu er Jóhannes F. Halldórsson, skrifetofúmaður á Akra- nesi. í þriðja sæti kemur Unnur Krist- jánsdóttir iðnráðgjafi, Húnavöllum. í fjórða sæti er Hannes Baldvinsson, framkvæmdastjóri á Siglufirði, og í fimmta sæti er svo Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfúlltrúi á Sauð- árkróki. N-Þing. 8. Gunnhildur Þórhallsdóttir húsmóðir, Akureyri. 9. Friðjón Guð- mundsson hreppstjóri, Sandi, S-Þing. 10. Gunnlaugur Konráðsson skip- stjóri, Árskógsströnd. 11. Lilja Bjöms- dóttir húsmóðir, Raufarhöfn. 12. Bjami E. Guðleifeson ráðunautur, Möðmvöllum, Hörgárdal. 13. Ágúst Guðröðarson bóndi, Sauðaneshr., N- Þing. 14. Jón Samúelsson bátasmiður, Akureyri. Haraldur M. Sigurðsson, Akureyri, er kosningastjóri Stefáns. Fljótlega verður opnuð kosningaskrifetofa. Þess má geta að ellefu hundmð manns skrifúðu á sínum tíma undir stuðn- ingsyfirlýsingu við framboð Stefáns Valgeirssonar. Alþýðubandalagið: Guðni tók sæti Þrastar Framsóknarflokkurinn: Páll og Stefán áfram efstir Sjátfstæðisflokkurinn: Óbreytt í þrem efstu sætunum -HERB Alþýðubandalagið: Ragnar efstur -HERB Framboðslisti Stefáns birtur Farsóttariögin á eyðnisjúklinga? - borgariæknir vill beita þeim lögum „Málið í heild er nú til athugun- ar,“ sagði Skúli Johnsen borgar- læknir aðspurður um það eftirlit sem haft er með einstaklingum sem smit- aðir em af eyðni. „Ætli við reynum ekki að beita farsóttarlögunum, lög- um sem mjög sjaldan er beitt.“ Eins og fram hefúr komið í fréttum DV hefur eftirlit með smituðum eyðnisjúklingum mjög vafist fyrir yfirvöldum þó allir málsaðilar hafi verið sammála um nauðsyn þess. Fyrir skömmu óskaði borgarlæknir eftir samstarfi við Rauða krossinn um rekstur sérstaks heimilis þar sem einstaklingar undir eftirliti yrðu látnir búa. Stjóm Rauða krossins fjallaði um málið á fúndi á laugar- daginn og samkvæmt heimildum DV var þar tekin ákvörðun um að hafna ósk borgarlæknis. „Við afgreiddum máhð en ég vil ekkert tjá mig um það fyrr en borg- arlækni hefur verið kynnt niður- Stúlka í Breiðholti, smituð af eyðni, einn þeirra einstaklinga sem talið er nauðsynlegt að hafa undir eftir- liti. Framkvæmdin vefst hins vegar fyrir yfirvöldum. DV-mynd GVA staðan," sagði Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir og formaður Rauða krossins, í samtali við DV í gær- -EIR Ámi og Útvegsbankinn: Bankastjórinn biðst afsökunar Stríði Áma Johnsen og Vilhjálms Bjamasonar, bankastjóra Útvegs- bankans í Vestmannaeyjum, er lokið. Bankastjórinn hefiír beðið Áma afsökunar á þeim ummælum sínum er birtust í Bæjartíðindum skömmu eftir áramót um að Ámi Johnsen væri óhæfúr þingmaður. Ámi kvartaði sem kunnugt er til bankaráðs Útvegsbankans sem brá skjótt við og sendi Vilhjálmi Bjama- syni viðvörunarbréf. 1 afeökunabeiðni bankastjórans, er birtist í Bæjartíðindum nú fyrir helgina, segir orðrétt: „Úmmæli þau sem ég viðhafði í viðtali við Bæjartíðindi þann 2. jan- úar síðastliðinn um stjómmálamenn samrýmast ekki starfi mínu og bið ég hlutaðeigendur afeökunar á þeim. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Bjama- son.“ -EIR Yfíitýsing formanns fræðsluráðs Sverrir hafði aldrei samband Vegna viðtals við Sverri Her- mannsson í DV sl. laugardag, þar sem hann segir það rakin ósannindi að hann hafi hunsað fræðsluráð síð- ustu mánuði, óska ég eflir að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: „Það er ef til vill óþarfa við- kvæmni að hrökkva við á þessum síðustu og verstu tímum þó maður sé stimplaður lygari opinberlega. Ég minnist þess þó ekki að hafa fengið slíka nafiigift fyrr. Ráðherra lýsir það lygi að hann hafi ekki viljað tala við fiæðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra á und- anfomum mánuðum. Vegna áminningarbréfs ráðherra til Sturlu Kristjánssonar fræðslu- stjóra 21. ágúst sl. sendi fræðsluráð ráðherra bréf, dagsett 13. september. Því hefur enn ekki verið svarað. Ég sem formaður firæðsluráðs Norður- landsumdæmis eystra gerði marg- endurteknar tilraunir til að ná símsambandi við ráðherra í desemb- er sl. og naut til þes aðstoðar ritara hans. Og síðast náði ég sambandi við aðstoðarmann ráðherra. Hann lofaði því að koma þeim boðum til ráðherrans að ég óskaði eftir áríð- andi samtali við hann þegar hann sæi sér tíma til. Ég efast ekki um að skilaboð þessi hafi borist ráðherranum og veit raunar að svo var. En ekkert hefur heyrst til ráðherrans. Ég held það á miklum misskilningi byggt að „norðanmenn“ skorti kjark til að tala augliti til auglitis við Sverri Hermannsson menntamála- ráðherra. Ég tel það óþarfa umhyggju sem ráðherra virðist bera gagnvart sveit- ungum mínum og samskiptum mínum við þá. Ég treysti þeim full- komlega til að segja mér til synd- anna þegar þeir telja þess þörf og þurfa ekki forsjá Sverris Hermanns- sonar þar til.“ Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs Norðurlands- umdæmis eystra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.