Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Side 26
26 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Iþróttir Stórskyttan sem týndi skónum sínum Viðtal við markahæsta mann 1. deildar, Sigurjón Sigurðsson úr Haukum „Ég er engin súperstjama í hand- knattleik þótt ég sé markahæstur í íyrstu deild. Þótt mörgum finnist ég standa upp úr í mínu liði dugir það ekki til að komast í landsliðið." Þetta eru orð Sigurjóns Sigurðsson- ar í Haukum, eins efnilegasta hand- knattleiksmanns okkar í dag. Sigurjón er þó ekki aðeins einn mestur markvarðaskelfir í fyrstu deildinni hér heima - hann hefur um hríð æft með landsliði íslands og leik- ið nokkra leiki fyrir þess hönd. Auk þess sem hann tók þátt í undirbúningi liðsins fyrir ólympíuleikana í Los Angeles, þá aðeins 17 ára gamall, lék hann með liðinu á alþjóðlegu móti í Hollandi nú í nóvember. Það er margra álit að Sigurjón sé ekki aðeins einn af burðarásum unglingalands- liðsms heldur lykilleikmaður í fram- n'ðarlandsliði Islands. í samtali við blaðamann DV á dög- unum ræddi hann m.a. stöðu sína í handknattleiknum og framtíðaráform sín á því sviðinu. „Auðvitað gerði ég mér vonir um að komast í ólympíuhópinn nú, en maður er ekki að keppa við neina smákarla um sæti. Ég stefhi náttúrlega enn á ólympíuleikana í Seoul, en fram- tíðin skiptir vitanlega mestu máli.“ „Skipti um félag ef Haukarnir falla“ - Telurðu að nýtt andrúmsloft geti bætt þig sem handknattleiksmann og jafnvel ráðið framtíð þinni með lands- liðinu? „Ef ég get staðsett mig samkvæmt alþjóðlegum mælikvarða verð ég jafri- vel að snúa bakinu við Haukum ef þeir falla í aðra deild. Ég verð að hugsa * til eigin framtíðar. Það er því gífurlega mikilvægt, bæði fyrir mig og liðið, að við höldum okkur í deildinni. Það er þó örugglega erfitt að yfirgefa félag sem maður er bundinn tilfinningalega, ég hef æft með Haukum frá sjö ára aldri. Þótt nokkur félagslið leituðu til mín í haust tók ég þá ákvörðun að leika áfram með þeim, meðal annars af þeirri ástæðu. Því verður ef til vill ekki neitað að sem leikmaður Víkings hefði ég til dæmis spilað Evrópuleiki. Það hefði ef til vill hjálpað mér að eitthverju leyti, þó er það ekki víst. En þótt Víkingamir hafi leitað til mín í haust get ég vel hugsað mér að ganga í mörg önnur félög, það er ef af slíku verður. Því verður þó ekki neitað að Bjarki Sigurðsson er afai- góður homamaður sem sérlega gaman er að leika með, leikstíll okkar fer mjög vel saman.“ Agalaus leikmaður eða djarfur - Nú hafa ýmsir legið þér á hálsi fyrir agaleysi, viltu svara þeim dómi? „Ég hef mikið fijálsræði í Haukalið- inu, meira en hjá unglingalandsliðinu þar sem jafhræði er meira meðal leik- manna. Vitanlega hef ég, eins og aðrir leikmenn, ýmsa skapgerðargalla sem koma niður á leik mínum. Til dæmis stend ég oft stjarfur þegar sóknir renna út í sandinn í stað þess að fylgja aftur í vöm. En ég held að ég sé ekki agalausari en margur annar. íslend- ingar gangast fúslega undir aga en bila síðan oft er mest á reynir. Engu að síður verður að hafa djarfa menn í liðum sem hafa þor til að skjóta á mikilvægum augnablikum. Það er þannig í handbolta að menn geta ráð- ið úrslitum, sigri eða ósigri, í einu skoti. Tímasetningin er vitanlega mik- ilvægt atriði en geta og heppni ráða einnig miklu." Markahæstur en liðið í fallsæti - Skýtur ekki dálítið skökku við að • Landsliðsmaður framtíðarinnar - Sigurjón Sigurðsson úr Haukum þú skulir vera markahæstur í fyrstu deild en lið þitt í fallsæti? „Vitanlega, en það er mikilvægara að liðið nái árangri nú en að ég standi uppi sem markakóngur í vor.“ - Nú ert þú nánast eini maðurinn hér heima sem getur markvisst beitt undirskotum: „Já, þegar maður er smávaxinn til- einkar maður sér leikstíl. Undirskotin eru ákaflega erfið fyrir markverði því skotið er nánast blint. En undirskotið er ekki bara leið til að skora mörk því það eykur á fjölbreytni í sóknarleikn- um, ég get til að mynda blekkt andstæðing með gabbhreyfingum sem tengjast því.“ Lýst eftir slitnum skóm Það er ljóst að enginn fer í skóna hans Sigurjóns, þótt einhver huldu- maður hafi reynt slíkt á dögunum. Nú í síðustu viku voru skór hans nefiiilega numdir á brott eftir stórleik Hauka og Vals. „Síðan skómir hurfu hefur allt geng- ið á afturfótunum, nú þarf ég að fara að venjast nýjum skóm og það kemur niður á leik mínum og liðsins í heild,“ sagði Siguijón að lokum. Með þessum orðum Siguijóns er lýst eftir gömlu skónum. Það er fullvíst ,að fleira þarf til en slitna skó til að verða skæður handknattleiksmaður. Ef huldumaðurinn telur sig fremur ná undirskoti í skónum hans Sigurjóns er .sú trú byggð á blekkingu. Ef einhver pjakkurinn hefur á hinn veginn hengt skóna á vegg hjá sér er þeim hinum sama ráðlagt að koma þeim til skila svo að Siguijón geti haldið uppteknum hætti og skorað mörk. -JÖG Skin og skúrir hja Elkjær og Laudrup - í heimi atvinnumennskumar á Ítalíu Haukur Lárus Hauksson, DV, Danmöriai: ' Það skiptast á skin og skúrir hjá knattspymumönnum á Ítalíu og á það sérstaklega við um erlenda leikmenn. Dönsku sóknarleikmennimir Preben Elkjær Larsen hjá Verona og Mikael Laudmp hjá Juventus hafa ekki farið varhluta af því. Eftir frekar dauft keppnistímabil hjá Elkjær snýst lukkuhjólið á fullum hraða og með tveimur mörkum sínum í 2-1 sigri Verona yfir Inter um síð- ustu helgi er hann nánast í guðatölu hjá Veronabúum og auðvitað dönsk- um dagblöðum líka. Elkjær borgarstjóri I Napoli hrifúst menn einnig mjög þar sem Napoli hélst á toppnum við tap Inter. Lagði dagblað þar til að Elkjær yrði gerður að borgarstjóra Verona. Mikael Laudrup sagði Elkjær að njóta lífsins meðan hann gæti því á eftir næsta leik yrði honum kannski slátrað á síðum blaðanna. Laudmp talar af eigin reynslu. Itölsku meistar- amir Juventus hafa misst af lestinni og spila langt frá því meistaralega og er útlendingunum gjaman kennt um, það er Platini og Laudrup. Platini er á förum eftir þetta leik- tímabil og því ekkert púður í honum fyrir íþróttafréttamenn ítalskra blaða. Óðm málir gegnir um Laudmp. Síð- ■ustu vikumar hafa íþróttafréttamenn- imir lagt hann í einelti og selt hann þrisvar til §órum sinnum, síðast til Liverpool. Laudmp og framkvæmda- stjóri Juventus, Boniperti, vísa öllu slíku á bug en hjá Liverpool hafa menn ekkert á móti því að fá Laudrup í raðir „rauða hersins“. Kenny Dagl- ish, framkvæmdastjóri Liverpool, er fúlíur aðdáunar á Laudrup. Laudrup til Liverpool Jan Mölby, Daninn í liði Liverpool, líst vel á hugmyndina og segir hann Laudmp eina manninn er leyst geti Ian Rush af, en hann fer til Juventus í haust eins og kunnugt. Laudmp get> • Preben Elkjær-Larsen í baráttu við Michel Platini i landsleik. Báðir hafa þeir fengið að kynnast því að gengi knatt- spyrnumannsins getur verið valt á Ítalíu. ur aðeins stöðvað þessar vangaveltur en þá verður hann dýrðlingur á ný „fish and chips“ en það þætti honum á einn hátt, með því að skora mörk, og þarf ekki að fóma spaghetti fyrir ægilegt. -JKS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.