Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. DV í grautinn og að því leyti er hann syk- urlaus. Aldrei er þó hægt að nota ferska ávexti án þess að í þeim sé ávaxtasyk- ur, því þannig eru þeir frá náttúrunnar hendi. Kolvetnin í grautum koma frá sterkjunni, ávaxtasykrinum og trefj- um. Treij ar eru ómeltanlegar og nýtast ekki sem hitaeiningar eða orka. Til dæmis í jarðarberjum eru trefjar rúm 15% af heildarkolvetnainnihaldi. Rangt er því farið með í DV þegar kolvetnainnihald er túlkað sem sykur í merkingunni strásykur. Þegar sykurskertir Aldingrautar voru í hönnun kom fram eindregin ósk frá yfirvöldum um að í hann yrði ekki notaður strásykur og ávaxtamagnið ekki mini)kað til að minnka kolvetna- innihaldið og tilbúin bragðefrii notuð í staðinn. Eftir þessu var farið og kol- vetnainnihald því hærra en til stóð. Sykursjúkir mega borða ákveðið magn af ávöxtum á dag. Þess vegna vita þeir að ávaxtagrautur getur ekki verið viðbót við ávaxtaskammt dags- ins heldur verður að draga hann frá. Á umbúðum er gefið upp magn ávaxta fyrir þá sem á þurfa að halda. Fleira kolvetni en sykur Við viljum byrja á að þakka Helgu bréfið. Rétt mun að Manneldisráð hef- ur reynt að koma á skilgreiningu á algengustu hugtökum um sykurmagn en mikill fjöldi þeirra hefur komið fram með minnkandi sykumeyslu. Þó ber að taka það fram að þessi skil- greining er óljós, þ.e. að sé vara, sem hefúr 10-50% sykurinnihald, sykur- skert þá hlýtur megnið af neysluvörum að falla undir þann flokk sé ekki bein- línis um sætindi að ræða. Auðvitað er upplýsingaskylda í höndum yfir- valda en framleiðendum hlýtur einnig að bera skylda til að skilgreina þau hugtök sem þeir smíða. Það skal þó tekið fram að Sól h/f hefur alltaf verið til fyrirmyndar hvað vörumerkingar snertir og væntum við að svo verði áfram. Neytendur Helga segir í bréfi sínu að DV hafi túlkað kolvetni sem sykur í merking- unni strásykur. Þetta er ekki rétt því að í umraBddri grein segir orðrétt: „Kolvetni er ekki alltaf sykur, sterkja, trefjar og ávaxtasykur eru einnig kolvetni. Því innihalda þær vörur, sem framleiddar eru úr ávöxt- um, alltaf eitthvað magn kolvetnis, jafhvel þó það sé ekki alltaf mikið.“ Það er hins vegar rétt hjá Helgu að hvergi var á það minnst í greininni að trefjar væru ómeltanlegar og nýtt- ust ekki sem orka eða hitaeiningar og er hér með beðist velvirðingar á því. -PLP KVARTANIR ÁSKRIFENDUR ERU VINSAMLEGAST BEÐNIR AÐ HAFA SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA, EF BLAÐIÐ BERST EKKI. Við höfum nú opið lengur: Virka daga kl 9-20. Laugardaga kl. 9-14. SIMINN ER 27022 AFGREIÐSLA ; Þverholti 11 - Sími 27022 j ARGUS/SÍA íiTrLYTJANDI ? ER TRYGGT AÐ ERLENDI KALPANDINN STANDI SKIL Á GREIÐSLLM? NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKA ÍITELYTJENDUR Iðnlánasjóður hefur opnað TRYGGINGADEILD ÚTFLUTNINGSLÁNA. Nýja deild sem býður íslenskum útflytjendum áður óþekkta þjónustu — ÚTFLUTNINGSABYRGÐ. Þeir sem flytja út vörur 9 eða þjónustu geta keypt ábyrgð á kröfu sem þeir eiga á erlenda viðskiptamenn. Með útflutningsábyrgðinni dregur þú úr eigin áhættu og tryggir þig fyrir skakkaföllum í rekstrinum vegna vanskila. IÐNLÁNASJÓÐUR veitir útflutnings- ábyrgð en í henni felst: • Að taka að sér að tryggja lán sem bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutn- ingslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum. • Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskum vörum eða þjónustu. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS tek- ur til viðskiptaáhættu og stjórnmála- áhættu og tryggir útflytjandann að 80% ef greiðslufall verður á kröfu hans af þess- um ástæðum. Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS er framseljanleg til banka eða annarra lána- stofnana. Með þeim hætti getur útflytj- andi aukið lánstraust sitt í viðskiptabanka sínum. Fyrir útflutningsábyrgð er greidd þóknun, mismunandi eftir aðstæðum, frá 0,4% — 1,5% af heildarfjárhæð hverrar vörusend- ingar eða andvirði þjónustugreiðslu. Með þessari nýju þjónustu, sem eykur öryggi í útflutningsviðskiptum, vill Iðn- lánasjóður leggja sitt af mörkum til að örva og efla íslenskan útflutning. Skrifið eða hringið eftir upplýsinga- bæklingi og umsóknareyðublöðum. IÐNLÁIMASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN Lœkjargötu 12, 5. hæð Reykjavík, sími 20580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.