Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Trúnaðarbrestur Trúnaðarbrestur er í ríkisstjórninni. Formenn stjórn- arflokkanna deila hart. Þorsteinn Pálsson hefur leikið djarfan leik, sem ætlað er að veikja stöðu Steingríms Hermannssonar en jafnframt grafa undan „gamla geng- inu“ í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Þótt stjórnar- samstarfið lafi fram að kosningum er ekki að búast við mikilli samstöðu stjórnarflokkanna úr þessu. Framhald núverandi stjórnarsamstarfs eftir kosningar er einnig orðið ólíklegra, þótt ekki sé það útilokað. Fjallað hefur verið um þann leik Þorsteins Pálssonar í hinni pólitísku skák, þegar hann lét Steingrím Her- mannsson og Matthías Á. Mathiesen verða að fíflum í sjómannadeilunni. Þessir ráðherrar töluðu fjálglega fyrir lögum á sjómenn, mínútum áður en formaður Sjálf- stæðisflokksins gerði orð þeirra að engu og stöðvaði framgang frumvarps um lög. Þorsteinn setur salt í sár Steingríms í DV í fyrradag. Hann fjallar þar um árásir Steingríms á Jóhannes Nordal og Seðlabankann vegna okurmálsins. „Það má nú ekki taka forsætisráðherra of alvarlega, þótt hann hafi horn í síðu Seðlabank- ans,“ segir Þorsteinn í viðtalinu. „Þetta er svona Albaníuaðferð til þess að skamma samstarfsflokkinn, sem fer með bankamálin. Framsóknarmenn láta alltaf svona síðustu mánuði fyrir kosningar.“ Þetta er mikil gagnrýni á formann samstarfsflokksins og forsætisráð- herra. En í reynd mun það einsdæmi í sögu samsteypu- stjórna, að slík skeyti gangi milli formanna stjórnar- flokka, jafnvel rétt fyrir kosningar. En trúnaðarbresturinn nær inn í raðir Sjálfstæðis- flokksins. Þorsteinn Pálsson reynir að beygja hina gömlu ráðherra flokksins. Þorsteini fannst nóg komið, þegar Alþingi hafði verið kallað til skyndifundar og lög um stöðvun verkfalls voru á borðinu, án þess að samráð væri haft við hann. Hann rassskellti því hina gömlu ráðherra flokksins, svo að eftir var tekið. Vafalaust hugsar Þorsteinn Pálsson sér að skipta um flesta ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, verði flokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar. Þorsteinn þurfti á þessu að halda. Orðstír hans meðal þjóðarinnar hafði mikið minnkað. Mönnum fannst hann ekki sýna, að hann væri stjórn- málaleiðtogi. Þetta hefur nú nokkuð breytzt. En það þýðir, að samstarf ráðherra Sjálfstæðisflokksins hlýtur að verða stirt á næstunni. Við bætist sú mikla deila innan Sjálfstæðisflokksins, sem ákvörðun Sverris Her- mannssonar hefur valdið, er hann rak fræðslustjórann í Norðurlandskjördæmi eystra. Trúnaðarbresturinn nú veldur því, að ríkisstjórnin verður sem lömuð fram yfir kosningar. Menn skyldu þó ekki útiloka, að sömu flokkar myndi stjórn aftur eftir kosningarnar. Eftir kosningar kann að koma upp ný staða, þar sem væringum fyrir kosningar verði gleymt. Verði fylgis- hrun Framsóknar ekki gífurlegt og komi Sjálfstæðis- flokkurinn sæmilega út, gæti Þorsteinn Pálsson enn boðið framsóknarmönnum í stjórnarsamstarf. Þar gæti Þorsteinn orðið forsætisráðherra og Steingrímur hugs- anlega sætzt á stöðu utanríkisráðherra. Þetta yrði einkum, ef sigur Alþýðuflokks yrði ekki afgerandi. Hvort sem er, yrði líklegt, að Jón Baldvin Hannibalsson vildi verða forsætisráðherra. Þorsteinn gæti illa sætt sig við það, enda gæti þá svo farið, að krati yrði aðal- tákn viðreisnarstjórnar og kratar héldu því fylgi, sem þeir næðu af Sjálfstæðisflokknum í kosningunum. Haukur Helgason. „Þaö verður ekki annaö sagt en að þær tillögur sem stjórnarflokkarnir náöu samstööu um hafi verlð hófsam- ar og reynt aö ráða bót á helstu ágöllum sjóðsins. Þær gerðu ráð fyrir því meginmarkmiði að treysta fjárhagsstöðu sjóðsins i framtíðinni...“ Um aðalatriðin í Lánasjóðsmálinu Miklar umræður hafa undanfarið átt sér stað um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Málefni sjóðsins sjálfs hafa þó ekki verið mikið rædd vegna deilna um óheiðarleg vinnubrögð Framsóknarflokksins... í þessu máli mega aðalatriðin ekki gleymast. Vandi sjóösíns Á undanfomum árum hefur meg- invandi Lánasjóðsins einkum verið þrenns konar. í fyrsta lagi hefur eftirspum eftir námslánum síðastliðin 5 ár reynst vera margföld á við spá sérfræðinga fiá 1981, t.d. vom námsmenn í Bandaríkjunum 271 árið 1980 en vom 646 árið 1985. í öðm lagi hafa endurgreiðslur námslána ekki skilað sér svo sem vænst hafði verið. Nú blasir við sú staðreynd að skv. nýjustu útreikn- ingum munu ekki nema 83-84% lánanna endurgreiðast og hefur þá ekki verið gert ráð fyrir afíollum vegna dauðsfidla, örorku og fleiri slíkra atriða. f þriðja lagi er það staðreynd að framlög ríkissjóðs til Lánasjóðsins hafa hækkað um 75% á síðustu 15 árum og fjárveitingavaldið hefur aldrei viljað standa við þær skuld- bindingar sem lög um Lánasjóðinn kveða á um og hefur Lánasjóðnum einatt verið vísað á lántökur þegar fjárframlög hafa ekki dugað. Sjálfteknfr styrkir Samkvæmt núgildandi endur- greiðslureglum endurgreiða menn árlega eigi hærri upphæð en sem nemur 3,75% af útsvarsstofhi fyrra árs alveg án tillits til þess hve há heildamámsskuldin er. Þessa upp- hæð á að greiða í 40 ár og þá falla eftirstöðvamar niður. Þetta þýðir að námsmenn sem hafa tekið mjög há lán, t.d. yfir 1200 þús. kr., em komnir í þá aðstöðu að óbreyttum lögum að geta skammtað sér sjálfir styrki vegna þess að það em hverf- andi líkur á því að þeir endurgreiði þau lán sem þeir kunna að taka til viðbótar. Við athugun á dreifingu skulda námsmanna, sem vom í námi námsárið 1985-86, kemur í ljós að af þeim sem þá em enn í námi og þiggja námslán em 8 námsmenn komnir með skuld sem nemur hærri upphæð en 3 millj. kr. Um 35 náms- menn skulda yfir 2 millj. kr. og námsmenn sem skulda samtals meira en 1,2 millj. em um 235 tals- ins. Og það ber að taka fram að þessi lán em öll tekin skv. lögunum frá 1982. Það hefur því 8 námsmönnum tekist að fá yfir 3 millj. kr. lán á 4 árum. Námsmenn em því að fá mun hærri lán úr sjóðnum en ráð var fyrir gert við setningu laganna 1982. Ágreiningur um endur- greiöslureglur Meginágreiningur stjómmálaflok- kanna hefur verið um það með hveijum hætti lánin ættu að endur- greiðast. Vinstri flokkamir vilja að endurgreiðslur séu háðar tekjum líkt og nú. Þetta sjónarmið hafa sjálf- stæðismenn ekki falhst á. Þeir hafa viljað að lánið endurgreiddust líkt og önnur lán á ákveðnum árafiölda með jöfhum árlegum endurgreiðsl- um og skipti þá ekki máli hversu háar tekjur námsmaður hefur að námi loknu heldur hversu hátt lán er tekið meðan á námi stendur. Sjálf- stæðismenn hafa jaihframt tekið fram að þeir séu tilþúnir til þess að veita undanþágur frá endurgreiðslu vegna ýmissa fjárhagslegra örðug- Kjallariim Sigurbjörn Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksfns leika eða heilsubrests. Hugsunin á bak við Lánasjóðinn var í upphafi sú að endurgreiðslur á námslánum ættu að meginstefnu að standa und- ir veittum námslánum í framtíðinni og það væri forsenda öflugs Lána- sjóðs og hann byggðist jafiióðum upp með endurgreiddum lánum. í þessu sambandi hefur verið rætt um að lánin bæru vexti til þess að styrkja enn frekar stöðu sjóðsins og treysta hlutverk hans í framtíðinni. Tillögur stjórnarflokkanna Það verður ekki sagt annað en að þær tillögur sem stjómarflokkamir náðu samstöðu um hafi verið hófs- amar og reynt að ráða bót á helstu ágöllum sjóðsins. Þær gerðu ráð fyr- ir því meginmarkmiði að treysta fjárhagsstöðu sjóðsins í framtíðinni og ná tökum á útgjöldum hans og stefria að því að endurgreiðsluhlut- fallið hækkaði í töluvert yfir 90%. Ennfremur var samstaða um að koma í veg fyrir hina svokölluðu sjálfteknu styrki. Sú leið var farin að námsmaður gæti fengið almennt námslán að fjárhæð allt að 1550 þús. kr. og endurgreiðsluhlutfallið jafii- framt hækkað í allt að 4,5%. Þessi lán em vaxtalaus og endurgreiðast í hlutfalli við tekjur að námi loknu. Með þessu er stefrit að því að enginn fai í raun hærra lán en líklegt sé að hann geti endurgreitt. Vilji náms- maður taka hærra lán en 1,5 millj. kr. þá gefst honum kostur á að taka svokallað viðbótarlán sem endur- greiðist á 15 árum með venjulegum bankavöxtum. Enn fremur var í til- lögunum sú nýjung að veittir yrðu beinir námsstyrkir. Þeim átti að veita til doktorsnema og þeirra sem stunda nám erlendis sem ekki er hægt að stimda hér, t.d. arkitektúr. Framsóknarflokkurinn ónýtur Það er því ekki skynsamlegt hjá Framsókn að reyna að stöðva nú framgang þessara tillagna sem stefiia að því meginmarkmiði að ná tökum á miklum útgjöldum sjóðsins á tímum þegar halli ríkissjóðs er mikill og barist er um hverja krónu sem til ríkisfjármálanna fer. Það leiðir hugann að þvi, sem oft- ar en einu sinni hefur komið í ljós á kjörtímabilum, þegar á að fiira að takast á við ríkisfjármálin, þá leggur Framsókn á flótta og er ekki tilbúin að takast á við vandann. Til þess að gera sér betur grein fyrir því um hvaða fjárhæðir er hér að tefla þá er heildarframlag til Lánasjóðsins 1728 millj. kr. á fjárlögum og láns- fjárlögum fyrir árið 1987. En til samanburðar fara 754 millj. kr. til Háskólans, bæði til reksturs, bygg- inga og tækjakaupa. Forsenda þess að hægt sé að tala um árangur í efiiahagsmálum og skattalækkun á næstu árum er að stjómvöld nái tökum á útgjöldum hins opinbera. Tillögur mennta- málaráðherra og stjómarflokkanna miðuðu ótvírætt í rétta átt. Sigurbjöm Magnússon. „Það er því ekki skynsamlegt hjá Fram- sókn að reyna að stöðva nú framgang þessara tillagna sem stefiia að því megin- markmiði að ná tökum á miklum útgjöld- um sjóðsins á tímum þegar að halli ríkissjóðs er mikill,.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.