Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 15 Einfaldlega betri Þrátt fyrir endalausar hrakspár prentmiðlanna, sérstaklega Þjóð- viljans, hefur Stoð 2 á örskömmum tíma unnið sér traustan sess meðal þjóðarinnar. Inn á stöðina bókstaflega rignir hvatningarorðum frá ánægðum við- skiptavinum. Æ fleiri segjast með öllu hættir að horfa á dagskrá kep- pinautar okkar. En öfugt við RÚV er það ekki okkar markmið að níða niður keppi- naut okkar. Þar hefur margt verið vel 'gert og margt betur en á ríkis- stöðvum í grannlöndunum. Auglýsingadagskráin Dagskrá Stöðvar 2 hefur yfirleitt fengið mjög jákvæða umijöllun enda þótt margt megi ennþá gagnrýna. Stöð 2 er nú fyrst með fréttimar og hafa þær fengið æ betri undirtekt- ir, m.a. fyrir að draga í engu dám af stjómmála- eða fjármálatengslum. Auglýsingadagskráin á sér sívax- andi aðdáendahóp enda hrepptu 4 framhaldsþættir stöðvarinnar hin virtu Golden Globe verðlaun og 2 í viðbót vom útnefhdir í undanúrslit. Em þessi verðlaun veitt af erlend- um fréttariturum frá yfir 50 löndum heims, að Bandaríkjamönnum - að sjálfsögðu - undanskildum. Þannig sýnir Stöð 2 nú samtímis bæði besta bandaríska spennuþátt- inn (Morðgátu) og besta bandaríska gamanþáttinn (Klassapíur)! Þættir Stöðvar 2 sem fengu Golden Globe verðlaunin á síðasta ári: Golden Girls (Klassapíur), besti gamanþátturinn og besta leikkona í gamanþætti (Estelle Getty), Murder She Wrote (Morðgáta), besti spennuþátturinn, Miami Vice (Undirheimar Miami), besti aðal- leikari í spennuþætti (Don Johnson) og besti aukaleikari (Edward James Olmos), Cagney og Lacey, besta leikkona í spennuþætti (Sharon Gless). Útnefhdir til verðlauna vom: Dynasty (Ættarveldið) sem besti spennuþátturinn og Magnum sem besti spennuþátturinn. í undanúrslitum fyrir spennuþætti hrepptu þættir stöðvarinnar fjórar útnefhingar af fimm (Morðgáta, Undirheimar Miami, Dynasty og Cagney og Lacey)! í undanúrslitum um gamanþætti hlutu 4 aðrir gamanþættir útnefri- ingu, þ.á m. Cosby Show (RÚV), en Klassapíur Stöðvar 2 (Golden girls) slógu Jæim öllum við! Áf bandarísku þáttunum á RÚV fékk enginn verðlaun. Einn hlaut útnefhingu, The Cosby Show, en tapaði fyrir Klassapíum í úrshta- keppninni eins og áður sagði... Kjallaiinn Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri Áskriftardagskráin Áskriftardagskrá Stöðvar 2 hefur óumdeilanlega slegið í gegn enda sýna viðbrögð markaðarins það best (heimsmet í áskrifendafjölda eftir 3 mánuði). Enda ekki að furða! Á sama tíma og meðalaldur bíómynda hjá RÚV er um það bil 15 ár sýnir Stöð 2 myndir sem eru að jafnaði aðeins þriggja ára gamlar! Þar fyrir utan verður áskriftardag- skráin nú sífellt fiölbreyttari því auk bfómynda eru sjónvarpsmyndir, íþróttir og bamaefiii æ stærri þáttur. Innlend dagskrárgerð Innlenda dagskrárgerðin hefur hlotið mjög jákvæðar undirtektir og telja flestir að innlendir þættir á Stöð 2 séu betri en sambærilegir þættir á RÚV. Eftir 20 ára starf á RÚV ekki eina íslendingasögu á filmu og aðeins 2 klassískar skáldsögur á filmu eða vídeó (báðar filmaðar af útlending- um)! Ef einkastöð vogaði sér að feta í fótspor ríkisfyrirtækis með slíkan menningarorðstír gæti hún þess vegna lagt upp laupana strax í upp- hafi! Vídeó í þættinum í Eldlínunni á Stöð 2 sagði Ingvi Hrafh, fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins, að í dagskrá Stöðvar 2 bæri of mikið á vídeómyndum. Þessi gagniýni er byggð á mis- skilningi. Allar bíómyndir fara fyrst í kvikmyndahús, síðan vídeó, síðan áskriftarsjónvarp en síðast í RÚV og kapalsjónvarp. Staðreyndin er sú að meginmunur- irrn á bíómyndum Stöðvar 2 og RÚV er að hjá þeirri fyrmefiidu er meðal- aldurinn um 3 ár en um 15 ár hjá Ríkissjónvarpinu! Þótt RÚV sé enn að sýna bíómynd- ir frá árunum fyrir daga vídeóleig- unnar neyðist það brátt til að sýna elstu vídeómyndimar eða láta með- alaldurinn aukast enn! En auk bíómynda sýnir Stöð 2 æ fleiri sjónvarpsmyndir sem hvorki fást sýndar í kvikmyndahúsum né vídeóleigum og em oft besta sjón- varpsefhi sem völ er á. í öðm lagi er íþróttaefiii sem verð- ur brátt um sjöttungur af áskriftar- efninu. Auk þess sýnir Stöð 2 nú þegar mun meira af bamaefni en RUV. Of engilsaxnesk Ýmsir hafa réttilega bent á að dag- skrá Stöðvar 2 sé of engilsaxnesk. Ástæðan var sú að í upphafi tók samningagerð við stærstu aðilana lengstan tíma. Nú er þeirri samningagerð lokið og við hafa tekið samningar við smærri fyrirtæki á fjölmörgum svæðum utan hins engilsaxneska heims. Af þessum sökum mun hlutur slíks efrús aukast jafht og þétt og er það vel því mikið af áhugaverðasta sjón- varpsefiú nútímans kemur frá þessum svæðum. Skortur á menningarefni Þriðja gagnrýnisatriðið hefúr ve- rið að stöðin sinni um of afþreyingu en of lítið menningarefiii. Þessi gagmýni átti við í upphafi en tæpast lengur. Stöð 2 hefur á síð- ustu vikum sýnt æ meira af léttu og skemmtilegu menrúngarlegu efiú. Þeir sem reiknuðu hins vegar með stórum skömmtum af skandinavísk- um vandamálamyndum ogfjölmenn- um umræðuþáttum um menningar- mál ættu að leita á önnur mið. Það er nefhilega misskilningur að íslendingar vilji ekki menningu. En þeir vilja ekki leiðinlega menningu og ekki leiðinlega umræðuþætti um menrúngarmál. Eins og þegar hefur sýnt sig tekur Stöðin menningarhlutverk sitt al- varlega og hefur enginn fjölmiðill betri möguleika á að efla íslenska tungu og menningu. Lokaorð Flestum ber nú saman um að Stöð 2 sé besta sjónvarpsstöð landsins. Stöðin nær nú til um 70% þjóðarinn- ar. Takmarkið er að ná til 85% landsmanna í lok þessa árs! Styrkur Stöðvar 2 verður hins veg- ar ætíð sá að áskriftarsjónvarp fær efhið á undan auglýsingasjónvarpi og getur því boðið upp á miklu fer- skara efrú en t.d. RÚV. En enginn fjölmiðill er yfir gagn- rýni hafinn. Við á Stöð 2 óskum sérstaklega eftir allri jákvæðri gagn- rýni. Ykkar óskir eru okkar markmið! Jón Óttar Ragnarsson. „Stöð 2 er nú fyrst með fréttimar og hafa þær fengið æ betri undirtektir, m.a. fyrir að draga í engu dám af stjómmála- eða íj ármálatengslum. ‘ ‘ Vestankul Við áramót kemur í hugann liðin tíð og hvað nýja árið kann að hafa í för með sér. Biskupinn komst þannig að orði í áramótaræðu sinni að margt hefði þróast í aðra átt en æskilegt hefði verið. - Mikið rétt. Þrátt fyrir það er Alþingi jafnan sett með andakt í Dómkirkjunni og prestar landsins biðja fyrir forseta vorum og land- stjóm í hverri einustu guðsþjónustu. - En dugir þetta til? - En hafa skal í huga: „Biðjið án afláts.“ - Ekki fellur eplið langt frá eikinni. Jóhanna Sigurðardóttir virðist mér vera „þingmaður ársins“. Hún lætur til sín taka á Alþingi og hreyfir við þeim málum er aðrir sneiða hjá og þykja óþægileg. Henni hefði sannarlega borið efsta sætið á framboðslista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Jóhanna á ætt til þess að vera einörð og dugleg og þarf ekki annað en að kynna sér sögu Jóhönnu ömmu hennar er einnig sat á Alþingi. Skattamál Nú byrjar tími ársuppgjöranna og skattaskýrslnanna. Nýverið gat for- sætisráðherra þess að koma þyrfti í veg fyrir stórfelld skattsvik. Þá sem uppvísir yrðu að slíkum ósóma ætti réttilega að svipta atvinnurétti sín- um. Heyr! Fjármálaráðherra talar um aukinn kaupmátt og það þurfi að leggja á nýja skatta til þess að mæta nýjum og oft á tíðum óvæntum útgjöldum. Fjármálaráðherra þyrfti sannar- lega að reyna að vera fjarri „fóstur- jarðarströndum11 um tíma. Það er að segja, utan stór-Reykjavíkur- svæðisins og versla við eina verslun sem hefúr verðlag 20 til 30% hærra en í stórmörkuðunum í Reykjavík. KjaUarinn Ólína Jónsdóttir húsmóðir Þetta er mikil útgjaldaaukning í við- bót við láglaunastefnu ríkisstjómar- innar í sambandi við bændastéttina. En áfram með skattamálin. Hvers vegna em landsmenn þving- aðir til að greiða gjaldþrot Hafskip- sævintýrisins? Hér áður fyrr vom menn brenni- merktir fyrir að stela sér sauð til matar. Hvers vegna er öllum fínum stjóm- armönnum sleppt, þeir sem verða að fá svo há laun vegna þess að ábyrgð þeirra er svo mikil? Gamla stakan stendur fyrir sínu: Steli ég litlu, standi ég lágt í steininn settur verð ég. En steli ég miklu, standi ég hátt í Stjómarráðið fer ég. Hvað um Frímúrararegluna, skyldi hún nokkuð koma þessu máli við? Það gerðist eitthvað svipað hjá prelátum í páfagarði. í arrnan stað er önnur plága. Þar á ég við þann skatt, sem menn borga í ríkiskassann til styrktar vel laun- uðum broddborgurum, svo þeir geti þotið um á lúxusbílum, og jafrivel með einkabílstjóra, sem þeir nota fyrir einkabila þó þeir eigi þá ekki. Á það skal bent að stór hluti þessa þurfandi fólks býr á höfuðborgar- svæðinu, en það gæti notað hina hollu trimmaðferð eða farið upp í strætisvagna og verið þannig öðm fólki til fyrirmyndar í spamaði. Búmark fyrir ráöamenn En áfiram skal haldið. Er ekki kom- irrn tími til fyrir ráðamenn að breyta sínu búmarki og taka upp nýjan kvóta? Þrengja svolítið að og taka upp nýtt búmark og það gæti verið í þá átt: „Við frammámenn göngum á undan og spörum. Við erum hætt- ir við allar lúxusferðir á kostnað ykkar skattgreiðenda. Við borgum sjálf undir maka okkar og óþarfa fylgdarlið!" Eg veit ekki betur en að Darúr og Norðmenn hafi annan hátt á þessum málum og setji allar svona ferðir undir strangt eftirlit. Við erum smá- þjóð og verðum að halda á öllum málum með hógværð og skynsemi. Af tilviljun heyrði ég útvarpsþátt síðastliðinn vetur. Tilefnið var að einn okkar glaðbeittasti ráðherra sat fyrir svörum. Hann upplýsti hvað utanlandsför til dæmis til Evrópu- lands kostaði í viku. Nefhdur var gildur sjóður. Ráðherrann var spurður að því hvort þetta væri hægt og hann gaf sitt jáyrði við því. Seinni spumingin var um það hvort hann saíhaði erlendum gjaldeyri í banka og nú var svarið neitandi. I þessum sama útvarpsþætti upp- lýstist að nokkrir íslendingar hefðu 500 þúsund krónur í laun á mánuði. Eimi er skrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu og annar var alþingis- maður. Hvemig er svo hægt að ætlast til að slíkir menn nenni að leggja sig niður við að skilja aðstöðu láglaunahópanna? Hrossakaup í mannaráðningum Þá em það mannaráðningar í ráðuneytinu. Þær fara oftast fram í stíl gömlu hrossakaupanna eða með þrýstingi, skyldleika eða frænd- rækni. Aðspurður sagði skrifstofustjóri í vamarmáladeild utanríkisráðuneyt- isins að það væri tilfellið að stöður væm ekki alltaf auglýstar og bar ekki á móti þrýstingsaðferðum. Mér vitanlega hefur enginn nennt að kæra þetta og láta reyna á laga- hlið málsins því að í seinni tíð em „valinkunnu heiðursmennimir fam- ir að breiða úr sér hinum megin við borðið". En rétt skal vera rétt. Hvað um hina nýju skrifstofu sem var stofnsett úti í Brussel? Hvað fjöl- menn er hún? Hvemig vom starfs- menn ráðnir? Hver em launakjör þessa starfsfólks og hlunnindi? Ráðvilltir kjósendur Nýlega er látinn einn af fyrrver- andi þingmönnum Sjálfetæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi, Kjartan J. Jóhannsson. Ég minnist hans með hlýhug og þakklæti. Hann vann sér það til frægðar að láta banna hnefaleika með lögum á ís- landi. Kjartan var allt of stutt á Alþingi. Hann varð fyrir því að „fá storminn í fangið“, líkt og Sigurlaug Bjama- dóttir, fyrrverandi þingmaður, hér. Ef til vill hefur heiðarleiki sjálf- stæðisforustunnar horfið með Bjama Benediktssyrú og hans sam- starfemönnum. Nú er einn af frammámönnum „bændaflokksins sálaða" að kveðja kjördæmi sitt, sem hann svo gott sem erfði eftir pápa sinn. Nú hyggst hann bruna breiða veginn í sólarátt. Eftir sitja ráðvilltir kjósendur hans með kvótann og búmörkin sín og hina eilífu þolinmæði! Væri ekki ráð að leggja niður Búnaðarþing og minnka yfirbygg- ingu bændasamtakanna á höfuð- borgarsvæðinu? Það verður að fylgja þróun mála eftir. Það var engin tilviljun að land- búnaðarráðherra okkar er fram- sóknarmaður. Hann komst með naumindum heim í Seglbúðimar sín- ar fyrir jóhn í fjárhúsin til hjarðar- innar og í kirkjuna að predika fyrir prestinn sinn. Slíkt er hlutverk góða hirðisins. Olína Jónsdóttir. „Er ekki kominn tími til fyrir ráðamenn að breyta sínu búmarki og taka upp nýjan kvóta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.