Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. 39 + dv Sandkom Óskar Vigfússon. Sjómenn ósyndir Sjómenn á Akureyri notuðu nýafstaðið verkfall meðal annars til að skreppa í sund í Sundlaug Akureyrar. En held- ur brá sundlaugarverðinum í brún þegar hetjur hafsins brugðu sér ofan í laugina. Það er nefnilega haft eftir honum að sjómennirnir séu ósyndir. Merkilegfréttþað. Hallast menn helst að því að Óskar Vigfússon vilji fá sundnámskeið inn í næstu samninga. Myndi námskeiðið þá örugglega gefa hækkun um einn launaflokk. Pálmi í Hagkaupi Pálmi Jónsson í Hagkaupi hefur gert það gott með versl- un sína á Ákureyri. Mikill straumur fólks er ávallt í Stór- markaðinn, sem þrátt fyrir nafnið er orðinn alltof lítill. Nú heyrist að Hagkaup og Bautabúrið á Akureyri hafi áhuga á að kaupa húsnæði íspan hf. á Akureyri sem stendur beint á móti verslun Hagkaups við Norðurgötuna. Heldur stendur þó á Pálma að kaupa. Verð á íspanhúsinu er nefnilega sagt um 25-27 millj- ónir. Það finnst Pálma of hátt. Sturlaðist Mál málanna á Akureyri hefur að sjálfsögðu verið brottvikning Sturlu Kristj- ánssonar úr starfi fræðslu- stjóra en Sverrir Hermanns- son rak hann sl. þriðjudag. Ýmsir orðaleikir í sambandi við þetta skutu þegar upp kollinum í bænum, eins og að Sverrir hefði sturlast, hann væri orðinn sturiaður, það væri komin Sturlungaöld fyrir norðan. Og einn krakkinn sagði um frídaginn á föstudag- inn að það væri sturludagur í skólanum. Sverrirvinur bamanna Enn um fræðslustjórann og Sverri Hermannsson. Sagt er að þótt Sverrir sé illa liðinn af stúdentum í háskólanum þá sé hann besti vinur bamanna á Akureyri þessa stundina. Þau þakka honum kærlega fyrir fríið sem þau fengu á fostudaginn og vona að deilan dragist á langinn í von um meira frí. Sverrir Hermannsson. Stormsker Og fyrst við erum að ræða í kringum Sturlunafnið þá sagði einn góður maður á Akureyri að svo miklir vindar blésu nú um Sverri Her- mannsson að réttast væri að kalla hann Sverri Stormsker. Kuldinn er Óskari að kenna Fiskiskipið Núpur frá Grenivík, sem komst í fréttim- ar í sjómannadeilunni, sigldi til Bretlands með mjög góðan línufisk í óþökk sjómanna sem vom í verkfalli. Ekki þurfti Óskar Vigfússon að fá löndun- arbann á þá félaga í Bretlandi. Hann samdi bara við veður- guðina, fékk fimbulvetur í Evrópu og fiskverðið snar- lækkaði. Lélegur túr hjá Núpi eða hver étur ísfisk í fjörutíu stiga gaddi? Þola ekki hitann Við hér á Akureyri fylgd- umst vel með í fréttunum að enska knattspymuliðið Wat- ford væri á leið til landsins til að spila fótbolta vegna mikilla kulda í Englandi. Ýmsum fannst þetta hið besta mál. Einn Akureyringur sagði að það væri ekki að spyrja að því. Veðrið kæmi okkur ís- íendingum alltaf til góða. Oftast væri hér rok og rigning en nú væri vonin um sigur fólgin í því að drengimir hans Elton John þyldu ekki hitann á Islandi. Vippa sér í fiystinn Áftam með kuldakastið. það var broslegt þegar veðurfræð- ingurinn sagði f sjónvarpinu í síðustu viku að eina von Skandinava um betra veður væri að það kæmi hlýtt loft norður úr Ishafi. Annars l'áta þeir sér líða vel í Evrópu í 40 stiga kuldanum. Sagt er að oftast vippi þeir sér inn í hús og omi sér við ofnana en nú, þegar allar leiðslur em bein- freðnar, vippa menn sér beint í frystikistuna og loka. Þar er ekki nema 18 stiga frost. Geirmundur Sauðkrækingurinn Geir- mundur Valtýsson kemur enn á óvart með því að eiga eitt af tíu bestu lögunum í Euro- vision-keppninni. Rætt er um að Geirmundur vinni ömgg- lega sjálfa aðalkeppnina í Belgíu í vor enda er betra að flytja þjóðlegt norðlenskt popp heldur en einhverja nið- ursuðu. Svo verður það líka ágætt að halda Eurovision á Króknum næsta ár. Steini í París Akureyringar hafa fylgst spenntir með farsanum „Steini í París." Enginn hringdi í Þorstein en loksins var hann rifinn upp frá miðri máltíð og kom að vörmu spori heim. Það er annað en skipið Hafþór. Ráðherramir marg- hringdu í hann þar sem hann var að veiðum út af Norður- iandi. En Hafþór vildi aldrei koma. Þorsteinn Pálsson. Umsjón: Jón G. Hauksson Samband byggingamanna: Okkar tími kemur með vorinu - segir Benedikt Davíðsson, formaður sambandsins Engar samningaviðræður eru í gangi milli Sambands byggingamanna og viðsemjenda þeirra. Sambandið var ekki aðili að jólaföstusamningunum sem kunnugt er. Benedikt Davíðsson, formaður sambandsins, sagði að félög- in hefðu eitthvað verið með þreifingar við sína viðsemjendur hvert í sínu lagi en ekkert hefði enn komið út úr því. Benedikt sagðist ekki eiga von á því að neitt gerðist í samningamálum þeirra fyrr en með vorinu. „Vorið er okkar tími vegna þess að þá höfum við aðstöðu til að þrýsta á viðsemjend- ur okkar,“ sagði hann. „Þær þreifing- ar, sem átt hafa sér stað í samninga- málum byggingamanna, hafa fyrst og fremst miðað að því að fylla út í þann ramma sem jólaföstusamningurinn er því í raun er hann ekkert annað en rammi sem verður að fylla út í, “sagði Benedikt Davíðsson. -S.dór Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR □ [ DIN 2395-A/59411 □ ][ ] □ □□ Rakaheldnar og með mjúkan teygjukant. Falla vel aö barninu. HAGSTÆTT VERÐ. LIBERO MINI: Fyrir börn sem eru 3-5 kg. 44 stk. LIBERO SUPER: Fyrir börn sem eru 4-10 kg. 36 stk. LIBERO MAXI: Fyrir börn sem eru 9-18 kg. 30 stk. HREINT LOFT Blikksmiðjan Vík annast smíði einfaldra jafnt sem flókinna loftræsti- og lofthitakerfa. Blikksmiðjan Vík annast eftirlit og viðhald á loftræsti- og lofthitakerfum. Blikksmiðjan Vík annast alla almenna blikksmíði. Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. Hjá okkur sjá fagmenn um verkið. SINDRA STALHE h Borgartúni 31 sími 27222 SMIÐJUVEGI 18C KÓPAVOGI - SÍMI 71580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.