Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Útlönd Blóðskortur vegna kulda Á sjúkrahúsum í Búdapest í Ung- verjalandi eru nú aðeins íram- kvæmdir uppskurðir, sem mikið liggur á, þar sem blóðskortur er í höfuðborginni vegna kulda. Innflutningur á blóði til Ungverja- lands var stöðvaður árið 1985 og fæst blóð núna frá sex hundruð og fimmtíu þúsund ungverskum blóð- gjöfum. Margir þeirra hafa hins vegar dregið sig í hlé í frosthörkunum og þung færð hefur tafið fyrir flutningi á blóðvökva frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. ; Egyptar að stikna úr hvta Egyptar sviptu sig klæðum í gær og flokkuðust niður á strandir Mið- jarðarhafsins. f Kaíró var tuttugu og m'u stiga hiti og er það óvenju- legt á þessum árstíma . Janúar er venjulega kaldasti mán- uður ársins í Kaíró og er meðalhit- inn þann mánuð tólf gráður. Að sögn veðurfræðinga stafaði hitabylgjan af suðlægum vindum frá Arabíuskaga. Handtekin með demanta í maganum Belgísk kona var handtekin á flug- velli í Mílanó á Ítalíu eftir að Ijós kom á röntgenmynd að hún hafði gleypt 10.999 demantsflísar og 217 smaragða. Var konan að koma frá Zúrich í Sviss og vegna þess hversu taugaó- styrk hún varð þegar hún var stöðvuð i tollinum vöknuðu grun- semdir tollvarða. Demantsnálamar og smaragðam- ir, sem vom í smápokum í maganum á konunni, voru rúmlega einnar milljónar dollara virði. Lestarfarþegar losna við rottur Lestarfarþegar i Kína þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af þvi að rottur bíti þá í tæmar því nú hafa læknar kínverska hersins fundið upp nýtt rottueitur. Hin opinbera kínverska fréttastofa greindi frá því í fféttum að nú væru næstum allar lestir í Kína lausar við rottur. Einn milljarður Kínveija ferðast með lestum á ári hverju. Molar hafa fallið niður í hvert skipti sem einhver hefúr neytt nestis síns og þar með hefur rottunum verið séð fyrir dágóðum forða. Vom þær orðn- ar ónæmar fyrir venjulegu eitri en nú virðast dagar þeirra taldir. Dauðarefsing við smygli Yfirvöld í Bangladesh hafa ákveð- ið að beita dauðarefsingu við smygli. Forseti landsins, Hossain Mo- hammad Ershad, lítur á smyglara sem fremstu óvini landsins og segir að þeir hafi komið í veg fyrir eðli- lega þróun iðnarins og komið því til leiðar að mörg lítil iðnfyrirtæki hafi þurft að loka. Tollverðir í Bangladesh segja að undanfarin tvö ár hafi þeir náð gulli sem metið er á rúmlega fimm millj- ónir dollara. Þeir hafa hins vegar ekki greint frá hversu mikils virði sá tækjabúnaður er sem náðst hefur frá smyglurum. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ___________________DV Þýskum kaupsýslu- manni rænt í Beirút 21 útlendingur í gíslingu í Líbanon Shiita-múslimar á kreiki í Vestur-Beirút. Varðliðar shiita-múslima leituðu í morgun dyrum og dyngjum að vest- ur-þýskum kaupsýslumanni í Beirút en hugsanlegt þykir að honum hafi verið rænt vegna handtöku líbansks flugræningja í Frankfúrt í síðustu viku. Þjóðverjinn, Rudolf Cordes (53 ára), var numinn brott af ókunnum árásarmönnum á laugardagskvöld skömmu eftir að hann kom til Beir- út. I símahringingu til ræðismanns V-Þýskalands í Beirút var sagt að manninum hefði verið rænt. - Cor- des er fyrsti V-Þjóðverjinn sem rænt er í Líbanon en þar er 21 útlending- ur talinn vera í gíslingu og hefur öllum verið rænt þar. í Bonn ætla menn að Cordes, sem er framkvæmdastjóri Höchst-efna- verksmiðjunnar í Líbanon, hafi verið rænt vegna handtökunnar í Frank- furt á Líbana sem grunaður er um að hafa átt hlut að ráni TWA-far- þegaþotu í júní 1985. Hann er 22ja ára og heitir Mohamed Ali Hama- dei. Var Hamadei handsamaður á Frankfúrt-flugvelli síðasta þriðjudag þegar þýskir tollverðir fúndu í hafur- taski hans methyl-nítrat sprengiefni sem var dulbúið sem borðvín. Hamadei er talinn einn þriggja shiita-múslima sem neyddu TWA- farþegaþotu með 153 farþega innan- borðs til Beirút i júní 1985. Flugræningjamir tóku af lífi einn farþeganna, kafara úr bandaríska flotanum, en hinir voru allir látnir lausir eftir 17 daga þóf. Bandarísk yfirvöld hafa farið þess á leit við V-Þjóðveija að Hamadei verði framseldur þeim til að svara til saka fyrir morð og flugrán. í stað- inn hefur því verið heitið að ekki verði krafist dauðarefsingar yfir manninum því að dauðarefeing er ekki í V-Þýskalandi og yfirvöld í Bonn setja það að skilyrði fyrir framsali afbrotamanna að þeir verði ekki teknir af lífi. Grunur leikur einnig á því að Hamadei kunni að hafa verið viðrið- inn sprengjutilræði á Frankfúrt- ' flugvelli í júní 1985. Nýr forstjóri Fermenta staðinn að ósannindum Gunniaugur A. Jónssan, DV, Lundi Ekkert lát virðist ætla að verða á ófórum sænska lyfjafyrirtækisins Fer- menta sem í fyrra var eitt alvinsælasta fyrirtækið í kauphöllinni í Stokk- hólmi. í síðastliðinni viku var fyrirtækið tekið af skrá af hlutabréfamarkaði kauphallarinnar og nú um helgina sagði Sune Dahlberg, hinn nýi for- stjóri flfyrirtækisins, af sér embætti eftir að hafa verið staðinn að ósann- indum. Dahlberg hafði haldið því fram að hann bæri enga ábyrgð á skýrslu um stöðu fyrirtækisins, sem birt hafði ve- rið 30. október síðastliðinn, og að undirskrift hans á skýrslunni væri fól- suð. Refaat El-Sayed, fyrrum eigandi fyr- irtækisins og einn ríkasti maður Svíþjóðar á undanfömum árum og sem nú á sennilega gjaldþrot yfir höfði sér, sagði að Dahlberg færi með rangt mál. Aldrei þessu vant reyndist El- Sayed hafa rétt fyrir sér. Dahlberg játaði seint um síðir að hann hefði skrifað undir skýrsluna og á laugar- daginn þvingaði stjóm Fermenta Dahlberg til þess að segja af sér for- stjóraembættinu. El-Sayed var kosinn Svíi ársins 1985 en síðastliðið ár seig stöðugt á ógæfú- hliðina hjá honum og fyrirtækinu eftir að upp komst að hann hafði um ára- bil flíkað fölskum doktorstitli. Aldrei þessu vant reyndist Refaat El- Sayed, fyrrum eigandi Fermenta, hafa rétt fyrir sér er hann kvað hinn nýja forstjóra fyrirtækisins fara með rangt mál. Skæruliðar mujaheddin leggja ekki niður vopnin, á meðan sovéska hemá- msliöið er enn i landinu. Segir vopnahléð enn í gildi í Afganistan Najibullah, sem Sovétmenn hafa stutt til valda í Afganistan, segir að stjóm hans stefhi enn að þjóðarsátt í landinu og sakar hann forystu skæm- liða um ábyrgðarleysi fyrir að hafúa vopnahléinu sem eftir einhliða yfirlýs- ingu Kabúlstjómarinnar tók gildi á miðnætti síðasta miðvikudag. Skæmliðar múslíma hafa gert ýmsar árásir á stjómarherinn og sovéska hemámsliðið síðan á miðvikudag. Forystumenn hinna aðskildu hreyf- inga, sem að skæruhemaðinum standa, hafa hafnað vopnahléinu og segjast ekki munu leggja niður vopnin fyrr en síðasti sovéski hermaðurinn verði á brott úr Afganistan. Komu þeir saman til fundar í Peshawar í Pakistan á laugardag og áréttuðu þá afetöðu í sameiginlegri yfirlýsingu. Najibullah lýsti því yfir í gær að stjóm hans mundi ekki láta það hagga sér og að um leið og í ljós kæmi að Mujaheddin léti af skæruhemaðinum mundi her Sovétmanna (sem er talinn vera um 115 þúsund í Afganistan) hverfa úr landi. Nýi flokksformaðurinn til austantjaldslanda í júní Hinn nýi formaður kínverska kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, ráðgerir að heimsækja fimm Aust- ur-Evrópulönd í júní í sumar og yrði það fyrsta utanlandsferð hans í nýja embættinu. Þetta hefiir ekki verið staðfest í Peking en fjöllunum hærra gengur að Zhao muni heimsækja Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakíu, Ungveijaland og Búlgaríu. Zhao tók við formannsembættinu til bráðabirgða í síðustu viku þegar Hu Yaobang var óvænt vikið úr for- mennsku í kjölfar námsmannaóeirð- anna undanfamar vikur. - Hu, sem lengi hefur verið talinn einn nánasti samstarfemaður Deng Xiaoping, sætti gagnrýni fyrir að hafa látið frj álslyndisöfl vaða uppi með kröfúr um að tekið verði upp vestrænt lýð- ræðisstjómarfar i Kína. Meginá- stæðan er þó sögð vera sú að Hu þyki hafa unnið gegn Deng upp á síðkastið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.