Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1987, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1987. Iþróttir • Trevor Francis. Trevor Francis til Englands SteSji Már Amaisan, DV, Engiandi; Nú er ljóst að enski leikmaður- inn Trevor Francis mun leika á Englandi næsta keppnistímabil Francis hefúr nú dvalið í fimm ór á Ítalíu en nú leikur hann með Atalanta. Hann hefúr lítið sem ekkert getað leikið með á þessu keppnistímabili vegna meiðsla. Ekki er vitað með hvaða liði hann mun leika í Englandi en fjölmörg lið munu hafa áhuga á því að fá kappann í herbúðir sínar. -SMJ Verður skipt á Mölby og Laudrup? Að undanförnu hefúr nokkuð verið rætt um það að Jan Mölby sé á leiðinni til Juventus og muni leika þar með Ian Rush. Þetta hef- ur þó strandað á því að aðeins er leyfilegt að hafa tvo erlenda leik- menn í hverju liði á Ítalíu og hvað átti þá að verða um Laudrup? Nú er hins vegar talað um það að Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri Liverpool, hafi hugsað fyrir þessu. Hann ætli einfaldlega að skipta á Mölby og Laudrup en Dalglish mun alla tíð hafa haft mikinn áhuga á því að fá Laudrup til Liverpool. Áður en Laudrup fór til Juventus stóð hann einmitt í samningaviðræðum við Liverpool og þá hreifst Dalglish mjög af hæfileikum hans. Svo mjög að hann er tilbúinn að láta Mölby af hendi. -SMJ • Afan Smith. Alan Smith til Arsenal? Sóknarmaðurinn snjalli, Alan Smith, sem leikur með Leicester, er nú sagður vera efeti maður á óskalista Arsenal og Liverpool. Smith hefúr nú verið í nokkur ár hjá Leicester og ávallt skorað mikið af mörkum. Samvinna hans og Gary Lineker var mjög góð þó að Smith væri ætíð í skugga Linek- ers. Talið er víst að Leicester mun' ekki láta Smith fara fyrir neina smáupphæð og er jafnvel talað um milljón punda kaup (60 milljónir kr.). -SMJ Kuldaboli herjar á Tjallann Aðeins voni leiknir 10 leikir af 61 Vegna geysilegs kulda á Bretlands- eyjum var flestum knattspymuleikj- um, sem leika átti á laugardaginn, frestað. Einungis 10 leikir af 61 sem áætlað var að leika voru leiknir. Ever- ton sigraði Sheffield Wednesday, 2-0, og hefúr þá sigrað sjö síðustu leiki sína. Arsenal náði einungis jafritefli á heimavelli gegn Coventry, 0-0. Sjöundi sigur Everton í röð. Everton veitir Arsenal mikla keppni um meistarátitilinn og er með 51 stig, aðeins einu stigi á eftir Arsenal. Ever- ton sigraði Sheffield Wednesday á heimavelli, 2-0. Þrátt fyrir kulda á Bretlandseyjum var Goodison Park, völlur Everton, í ágætu ásigkomulagi vegna hitalagna undir vellinum. Trevor Steven skoraði fyrra markið á 16. mínútu, úr vítaspymu, eftir að Gary Megson hafði handleikið knött- inn í vítateignum. Miðvörður Everton, Dave Watson, brá sér svo í sóknina og skoraði síðara mark Everton á 32. mínútu. Hart var barist í leiknum og vom þrír leikmenn bókaðir, þar á meðal Sigurður Jónsson sem er á ný í Sheffieldliðinu eftir meiðsli. Þetta var sjöundi sigur Everton í röð en fjórði tapleikur Sheffield Wednesday á úti- velli í röð. Everton er talið líklegast til að ná meistaratitlinum. Liðið hefúr sýnt góða leiki þrátt fyrir mikil meiðsli lyk- ilmanna í allan vetur. Yfirburðir Liverpool nýttust ekki Þrátt fyrir mikla yfirburði Liverpool gegn Manchester City var sigurinn eins naumur og hugsast getur, eða 1-0. Markið skoraði Ian Rush (hver annar?) á 72. mínútu eftir sendingu frá Mark Lawrenson. Rush hefur þá skor- að 25 mörk fyrir Liverpool í vetur. Fram að þeim tíma hafði Liverpool verið meira með knöttinn án þess að skapa sér góð marktækifæri. Paul Walsh var mikið með knöttinn í fram- línunni og átti góða spretti að marki Manchester City en ekkert kom úr þeim sprettum. Manchester City hefúr nýlega fest kaup á sínum gamla lands- liðsmanni, Peter Bames, en hann var keyptur frá fjendunum í Manchester United. Bames var hættulegur á kant- inum og lék leikmenn Liverpool oft grátt en fyrirgjafir hans nýttust ekki. Eftir markið átti Liverpool nokkur góð tækifæri, sérlega á lokamínútum leiksins. Manchester City átti eitt gott færi á 57. mínútu er David White renndi knettinum hárfínt framhjá markinu. Liverpool er með 45 stig, er í þriðja sæti, sex stigum á eftir Arse- nal en fimm stigum á eftir Everton. Vígtennur Arsenal bitlausar Arsenal og Coventry gerðu marka- laust jafntefli á Highbury. Fátt var um marktækifæri. Paul Davis var nærri því að skora fyrir Arsenal á 3. mínútu er hann skaut í stöng. Fleiri vom færin ekki. í síðari hálfleik sótti Arsenal án afláts en tókst ekki að skora enda vöm Coventry ein sú þétt- asta í deildinni. Arsenal hafði skorað að minnsta kosti eitt mark í hverjum •lan Rush skoraði sigurmark Liverpool um helgina. Hann hefur nú skorað 24 mörk fyrir Liverpool í vetur. Man.Citygreiddi 1,8 milljónir -fyrir Peter Bames Segja má að knattspymumaðurinn Peter Bames hafi hvergi fest rætur á ferli sínum sem atvinnumaður. Nú hefúr hann verið seldur frá Manchest- er United til grannanna í Manchester City fyrir 1,8 milljónir kr. (30 þús. sterl- ingspund) eins og sjónvarpsáhorfend- ur sáu glögglega nú um helgina. Hann plataði meðal annars Mark Lawren- son upp úr skónum. Það var einmitt í herbúðum City sem Bames hóf sinn rysjótta feril. Þaðan var hann seldur til W.B.A. árið 1979 fyrir 39 milljónir kr.(650 þúsund pund). Tveimur árum síðar var Bames síðan keyptur til Leeds en framkvæmda- stjóri þess félags reiddi fram tæpar 56 milljónir kr. (930 þúsund pund) fyrir garpinn. Á þeim tíma var Bames í landssliðsformi, geysilega fljótur og skeinuhættur kantmaður. Engu að síður brást hann vonum fojystumanna Leeds-liðsins og var lánaður til spánska félagsins Real Betis. Þaðan kom hann síðan aftur í herbúðir Leeds til þess eins að verða seldur til Co- ventry. Manchester United keypti hann síð- an í júlí 1985 og átti Bames einn stærstan þátt í velgengni félagsins í upphafi síðasta keppnistímabils. Á síðustu misserum hefúr Bames átt við meiðsl að stríða og hafa þau m.a. ráðið þessari sölu sem margri annarri í hinum harða heimi ensku deilda- keppninnar. Bames er öllum vamar- leikmönnum skeinuhættur á góðum degi en hann átti það hins vegar til að hverfa algerlega þegar á móti blés. -JÖG. Urslit Arsenal-Coventry...............0-0 Everton - Sheffield W ednesday.2-0 ManchesterCity-Liverpool.......0-1 2. deild: Blackbum-Grimsby...............2-2 Bradford-Millwall..............4-0 3. deild: Bolton - Bristol Rov...........2-2 4. deild: Exeter- Colchester.............2-0 Peterborough-Orient............0-1 Swansea-Preston................1-1 af sínum síðustu ellefú leikjum. •Blackbum lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn Grimsby. Grimsby tók tveggja marka forystu í fyrri hálf- leik en þá skomðu þeir Phil Bonny- man og Ian Walsh (úr vitaspymu) mörkin. Blackbum tókst að jafna í síðari hálfleik og skoraði Simon Bar- ker bæði mörkin. •Neðsta liðið í 2. deild, Bradford, tók sig til og gjörsigraði Millwall, 4-0. Mark Elhs og Ian Ormondroyd skor- uðu tvö mörk hvor. Bradford þokaði sér upp um fjögur sæti með þessum sigri. -EJ Staðan 1. deild Arsenal 25 15 7 3 41-13 52 Everton 25 15 5 5 49-20 50 Liverpool 25 13 6 6 43-24 45 Nott. Forest 24 11 6 7 46-32 39 Luton 24 11 6 7 26-23 39 Norwich 24 10 9 5 33-33 39 Tottenham 24 11 5 8 38-29 38 Coventry 24 10 7 7 26-24 37 Wimbledon 24 11 2 11 33-32 35 West Ham 24 9 7 8 37-41 34 Watford 24 9 6 9 40-31 33 Sheff. Wed. 25 8 9 8 3frrí0 33 Manc. Utd. 24 7 8 9 31-28 29 Oxford 24 7 8 9 28-38 29 QPR 24 7 6 11 24-31 27 Manc. City 25 6 8 11 24-35 26 Southampton 23 7 4 12 37-46 25 Chelsea 24 6 7 11 28-43 25 Charlton 24 6 6 12 25-35 24 Leicester 24 6 6 12 31-43 24 Aston Villa 24 6 6 12 30-50 24 Newcastle 24 5 6 13 25-42 21 2. deild Portsmouth 24 14 6 4 32-16 48 Oldham 23 13 6 4 39-22 45 Derby 23 13 4 6 33-21 43 Ipswich 24 11 7 6 41-27 40 Plymouth 24 10 8 6 38-31 38 Stoke 24 11 4 9 38-26 37 Crystal P. 24 12 1 11 34-38 37 Leeds 24 10 5 9 30-31 35 WBA 24 9 6 9 31-26 33 Millwall 24 9 6 9 28-26 33 Birmingham 24 8 9 7 33-32 33 Sheff. Utd 24 8 8 8 33-34 32 Grimsby 25 7 11 7 25-28 32 Shrewsbury 24 9 3 12 22-31 30 Brighton 24 7 7 10 25-29 28 Sunderland 22 6 9 7 26-28 27 Hull 23 7 4 12 24-44 25 Reading 22 6 6 10 31-37 24 Bradford 23 6 5 12 33-41 23 Huddersfield 22 6 5 11 27-37 23 Blackburn 22 5 6 11 20-29 21 Bamsley 23 4 8 11 22-31 20 Skotland Rangers 29 20 4 5 55-14 44 Celtic 29 18 7 4 61-24 43 Dundee Utd 28 17 6 5 47-23 40 Hearts 28 15 8 5 48-24 38 Aberdeen 27 13 10 4 39-19 36 Dundee 26 11 5 10 40-34 27 St. Mirren 28 8 9 11 26-32 25 Hibernian 29 6 8 15 25-49 20 Motherwell 28 5 9 14 27-45 19 Falkirk 27 6 6 15 23-45 18 Clydebank 29 5 6 18 22-61 16 Hamilton 28 2 6 20 24-67 10 • Peter Barnes. Souness selur til Spánar Greame Soimess, framkvæmda- stjóri Glasgow Rangers, hefúr hingað til ekki verið frægur fyrir að selja leikmenn frá liði sínu. Hins vegar hefur hann verið dug- legur við að kaupa leikmenn. Hann brá út af vananum úm dag- inn og seldi Ted McMinn til Sevilla á Spáni. Hann fékk gott verð fyrir McMinn eða um 20 milljónir kr. McMinn, sem leikur sem sóknar- maður, hefúr átt við mikil aga- vandamál að stríða hjá Rangers og var settur í leikbann um síðustu helgi. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.